Dagur


Dagur - 30.06.1948, Qupperneq 8

Dagur - 30.06.1948, Qupperneq 8
8 Miðvikudaginn 30. júní 1948 Baguk Finnska kvartett- inum vel fagnað Finnski söngkvartettinn Koll- egarna kom hingað norður um helgina og heimsótti Mývetninga á sunnudag og söng í Skútustaða- kirkju við ágætar viðtökur. Þeir félagar höfðu söngskemmtun í Nýja-Bíó hér s. 1. mánudags- kvöld. Var húsfyllir áheyrenda og móttökur ágætar. Urðu þeir að endurtaka mörg laganna og syngja aukalög. Kvartettinn hef- ur á að skipa ágætum röddum, og er vel þjálfaður. Raddmagnið er mikið og framsetning víðast á- gæt. Sérstaka athygli vakti 2. bassi, Kurt Lönnroos, sem hefur í senn hljómmikla og blæfagra rödd. Á söngskránni voru aðal- lega norræn lög, þar af eitt ís- lenzkt lag, Þú álfu vorrar yngsta land, eftir Sigfús Einarsson, er þeir fluttu prýðilega. Koma þess- ara góðu, finnsku gesta, vai' skemmtilegur viðburður, sem bæjarmenn munu lengi minnast. } Tito fallimi í ónáð | I í Moskvu i [ Hefur ekki reynzt i nógu leiðitamur f [ við Moskvuvaldið i | Fáar fregnir liafa vakið aðra = : eins athygli nú um langt skeið É § og tilliynning Kominform um f E að kommúnistaflokkur Júgó- É E slafíu hafi verið rekinn úr al- f § þjóðasambandi þessu. Jafn- É É framt hafa kommúnistablöð í f f Prag og víðar ráðist harkalega É \ á Tító marskálk og aðra leið- f = toga Júgóslafa og sakað þá um É É fjandskap við Sovétríkin og É f fráhvarf frá stefnu Marx og f 1 Lenins. Erlendis eru þessir É é atburðir túlkaðir þannig, að é E valdhöfunum í Moskvu muni É \ ekki þykja E Ieppstjórnin í I Júgóslafíu Énógu auð- É sveipog hlýð- E in við hinj [ æðstu boðorð| I Moskvuvalds! É ins og því hafij É verið ákveðiði É að láta til E skarar skríða' (É gagnvart 1 þeim mönnum, sem taldir eru E É hafa sýnt of mikið sjálfstæði E fyrir hönd lands síns. Þegar E É þess er minnzt, að Júgóslafar É f hafa hvarvetna staðið með E É Rússum ó vettvangi utanríkis- É f mála, t. d. hjó Sameinuðu É þjóðunum, skilst betur hvers é e konar þjónusta það er, sem É f Rússar ætlast til af leppríkj- f É um sínum fyrst þannig cr nú \ f komið málefnum þessa lands í E É augum þeirra. Kommúnistar f skora nú á flokksbræður sína f f að velta Tító og stjórn hans úr é sessi. Tító er hermálaráð- E herra og herinn talinn honum É É trúr. Má því búast við að til é f tíðinda dragi áður en Moskvu- É É menn fá vilja sínum fram- \ f gengt. Nýjar reglur um meðferð ullar Stjórn Sambandsins Frá aðalfundi S. í. S. á Akureyri. Á myndinni sjóst bessir stjómar- meðlimir S. f. S. talið frá vinstri: Skúli Guðmundsson, Eysteinn Jónsson, Björn Kristjánsson, Þorsteinn Jónsson, Þórður Pálmason, Sigurður Jónsson og Jakob Frímannsson. Ullin verður tekin óþvegin, með sérstökum skilyrðum Samband ísl. samvinnufélaga er að koma upp ullarþvottarstöð í sambandi við Gefjun og niiðar þeim framkvæmdum vel áfram. Þegar þeim er lokið, verður hægt að anna þar þvotti á allri ullar- framleiðslu landsmanna og létta af hændum mikilli vinnu við ull- arþvottinn. Er þetta orðin hin mesta nauð- syn fyi'ir sveitirnar og landbún- aðinn. Á þessu sumri gefst bænd- um kostur á að leggja ull sína inn óþvegna og hafa í því sam- bandi verið gefnar út nýjar regl- ur um rúning og ullarmeðferð. Það er ullarmatsstjórinn, sem reglurnar setur, og er lagt ríkt á við bændur að fylgja þeim í hví- vetna. í reglunum segir, að rýja skuli sauðfé aðeins í þurru veðri þegar ullin er þurr, og þá rýja á þurrum og hreinum stað, t. d. á grasbala eða trépalli, svo að mor og sandur fari ekki í ullina. Áður en rúið er skal klippa úr reyfun- um alla klepra, saursnepla og önnur óhreinindi og aðskilja þetta frá ullinni. Klippa skal ull- ina af kindinni, en ekki rífa hana, og á ullarreifið að vera í heilu lagi að rúningi loknum. Haga- lögðum og slitrum skal halda sérstökum, í sérstökum pokum. Að rúningslokum skal hrista úr Engin síld eiio Flest síldveiðiskipin hér um slóðir eru nú farin á veiðar eða um það bil að leggja úr höfn. Nokkur skipanna hafa verið á miðunum í röskva viku, en næsta lítið séð nema smásíld og síli. Sjómenn gera sér yfirleitt vonir um að síldin muni koma með næsta stórstreymi, nú upp úr mánaðarmótunum. Verksmiðj- urnar eru nú tilbúnar að taka á móLi síld. 60 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Ragnheiður Jakobsdóttir og Árni Hólm Magnússon, Norðurgötu 11, Akureyri. ullinni mold og sand og þurrka reyfin svo vel, að engin hætta sé á að ullin skemmist við langa geymslu. Þegar reyfið er orðið vel þurrt, skal vefja því saman í vöíidul og binda saman á toginu, áður en sekkjað er. Ullarlitum skal halda vel aðgreindum og mega engin mislit hár blandast hvítu ullinni. Sundúrgreina skal í eftii'farandi litarflokka: Hvít ull, grá ull, mórauð ull, svört ull og mislit ull. Með mislitri ull telst ull af liöttóttu og mislitu fé. Ovandvirkni um meðferð ullar- innar verður þess valdandi, að verðlækka hana og rýra gildi hennar, segir ullarmatsstjóri að lokum í greinargerð sinni. Aðalfuiidur SÍS (Framhald af 1. síðu). í fundarlok fóru fram kosning- ar. Sigurður Kristinsson, fyrrv. fórstjóri, var kjörinn formaður, til þriggja ára, í stað Einars Árna- sonar á Eyrarlandi, sem lézt á sl. hausti. Þeir Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Sigurður Jónsson á Arnarvatni voru báðir endurkjörnir í stjórn- ina. Eysteinn Jónsson ráðherra var endurkjörinn varaformaður og Ólafur Jóhannesson prófessor endurskoðandi. Að fundi loknum bauð stjórn SÍS til kvöldverðar að Hótel Brú- arlundi í Vaglaskógi. Var hóf það hið ánægjulegasta. Sátu það auk fulltrúa og gesta, skipsmenn á Hvassafelli. Voru þeir sérstak- lega hylltir af fundarmönnum. Margar ræður voru fluttar undir borðum. Á fimmtudaginn dreifðust full- trúar héðan með bílum og flug- vélum. Hafði veðui' verið mjög ánægjulegt alla fundardaga og dvölin hér því skemmtileg. Ágæt- ur andi samheldni og samvinnu ríkti á fundinum. Má því með sanni segja, að þessi aðalfundur hafi orðið til þess að styrkja sam- tökin. Gjaldeyris- og fjárfeslingar- leyfi fyrir sjálfvirku síma- sföðinni ófengin enn Uíiíiið að lageingu jarðsíma austur yfir Vaðlalieiði Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, var hér á ferð fyrir helgina. Aðalerindi hans hingað að þessu sinni var að líta eftir sæsímalögn hér yfir Odd- eyrarál. Þessi sæsímalögn er fyrsti áfangi jarðsímalínu, sem ákveðið er að leggja yfir Vaðla- heiði, allt austur í Breiðumýri. — í sumar er ætlunin að koma jarð- símanum í Skóga í Fnjóskadal. Sæsíminn liggur frá Oddeyrar- tanga, noi'ðan við Skipasmíðastöð Kr. Nóa Kristjánssonar og í Hafnarvíkina hinum megin við álinn, en þaðan mun verða farið sem beinasta leið í Skóga. — Um jarðsímalögnina frá Reykjavík og hingað, sagði póst- og símamála- stjóri, að strengurinn væri kom- inn í Hrútafjörð og mundi ekki komast lengra á þessu ári. Þarf að byggja hús fyrir ýmiss tæki tilheyrandi þessu símakerfi, en leyfi til þeirrar byggingar er enn ófengið. Auk þess skortir símann nú efnivörur til áframhalds á þessum framkvæmdum. í sam- bandi við þessi mál upplýsti símamálastjói'i, að hraðsamtala- farganið hér, á línunni Akureyri —Reykjavík, mundi vart breytast fyrr en jarðsímalögninni væri lokið hingað. í strengnum eru lín- ur fyrir 33 samtöl samtímis og þó mun mega vænta þess að land- símasamtöl verði afgreid d bið- tímalaust. Leyfi til sjálfvirku stöðvarinnar ófengin. S. 1. sumar hefur verið unnið að því að leggja símakerfið hér innanbæjar í jörðu og verður því verki haldið áfram í sumar. Er þetta undirbúningui' fyrir sjálf- virka símakerfið, sem koma á. t Stöðin sjálf var pöntuð fyrir tveimur árum í Svíþjóð og mun hún verða nú tilbúinn til af- greiðslu innan skamms. Síma- stjóri upplýsti að Landsímanum hefði ekki tekist að útvega gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyrir stöðinni, né heldur fjárfestingar- leyfi frá Fjárhagsráði. Meðan Viðskiptaráð og Fjárhagsráð störfuðu, vísaði livort ráðið um sig málinu frá sér og taldi það verkefni hins ráðsins að veita ieyfi. Útkoman varð sú að ekk- ert leyfi fékkst! Eftir að Við- skiptanefnd og Fjárhagsráð tóku við þessum málum, hefur verið rætt við þessar stofnanir um leyf- isveitingar, en án árangurs, enn sem komið er. Hins vegar taldi símamálastjóri að úr þessu mundi rætast í tæka tíð og að leyfin mundu fást bráðlega. Það mun taka um það bil eitt ár að setja tækin upp og ganga frá þeim að öllu leyti hér. Þótt engar tafir verði og hafist verði handa strax og tækin eru tilbúin, mun ekki mega vænta þess að stöðin geti tekið til starfa fyrr en haustið 1949. Aðrar framkvæmdir. Símamálastjóri skýrði frá því, að Landsíminn væii að láta leggja jarðstreng héðan út á Mold- haugnaháls og mundi strengur- inn kvíslast þar í tveir álmur, önnur mundi liggja vestur og suður, en hin út með firðinum, til Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar. Óvíst væri þó að þessar framkvæmdir munu hefjast að verulegu ráði fyrr en næsta sum- ai' vegna efnisskoi'ts símans og takmaikaðra fjárráða til nýrra framkvæmda. Yfirleitt skortir símann mjög efnivörur til nýrra framkvæmda, vegna takmarkaðra gjaldeyrisveitinga. 37% sveitabæja í símasambandi. Um símaframkvæmdir í sveit- um ,sagði símamálastjóri, að lítið mundi verða um nýjar línui' í ár vegna efnisskortsins, en veru- lega hefði miðað áfram síðustu árin. Væri nú svo komið að 37% af öllum sveitabæjum landsins væru í símasambandi og væri þessi hlutfallstala hærri en í flest- um öðrum löndum. Hins vegai' lagði hann áherzlu á nauðsyn þess að halda áfram að tengja sveit- irnar við símakerfið. Siminn væri nú orðinn ómissandi fyrir bændur vegna fólksfæðar og breyttra að- stæðna á margan hátt. Væri því að vænta þess, að tillit yrði tekið tii þessara þarfa bændastéttar- innar og þjóðai'innar íheild og gert kleyft að halda áfram síma- lagningu um margar sveitir, sem nú bíða símans með óþreyju. Símamálastjóri taldi að bezt mundi ganga að leysa þessi mál með því að taka fyrir heilar sýsl- ur og Ijúka verkinu og halda svo áfram hringinn í kring um land. En vegna stjórnmálaástæðna, hefði þessi leið ekki verið valin. Þingmenn hefðu tekið þann kost- in að peðra framkvæmdunum um marga staði í senn. Þetta væri ó- hentugra og dýrara í reyndinni. Pétur Magníisson látinn Pétur Magnússon bankastjóri og fyrrv. ráðherra andaðist á sjúkrahúsi í Boston I Bandaríkj- unum sl. laugardag. — Hann varð rúmlega sextugur að aldri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.