Dagur - 04.08.1948, Síða 7

Dagur - 04.08.1948, Síða 7
Miðvikudaginn 4. ágúst 1948. D AGUR 7 ÚR BÆ OG BYGGÐ - Stækkun Gefjunar ('Framhald af 1. síðu). og stendur á syðri bakka Glerár, skammt fyrir norðan gömlu verk- smiðjuna. Vélarnar til hennar verða allar rafknúnar, af nýjustu gerð og þarf ekki að snerta á ull- inni frá því að hún fer inn í þvottavélarnar þangað til hún kemur hrein og þurr úr þurrk- vélunum. í milli ullarþvotta- stöðvarinnar og göiniu verk- smiðj-uhúsanna á nýja verksmiðj- an að rísa. Er það geysimikill gólfflötur og samanlagt munu þessar byggingar á Gefjun verða lang stærsta hús bæjarins og eitt mesta verksmiðjumannvirki á landinu. Jónas Þór skýrði svo frá, að fjárfestingarleyfi hefði fengist til þess að byggja nokkurn hluta hins nýja verksmiðju'iúss í ár og væri nú unnið að því eftir því sem efni væri fyrir hendi, en tafir hefðu orðið vegna vöntunar á steypujárni. Vélar til þessarar nýju verksmiðju eru fengnar víða að, en mjög langur af- greiðslufrestur er á öllum ullar- vinnsluvélum nú. Veístólar eru væntanlegir frá Svíþjóð og spunavélar frá Sviss. Voru þær raunar pantaðar fyrir heilu ári, en gjaldeyrisleyfi hér fyrir fyrstu greiðslunum til verksmiðjunnar fékkst ekki fyrr en ári síðar en Gefjun óskaði þess og tefst af- greiðslan úr tveimur árum í þrjú af þeim sökum. Erfiðlega hefir gengur að fá tilboð í nokkrar vél- ar, er verksmiðjan þarfnast, en von um að hægt verði að útvega þær í Bandaríkjunum. Þegar verksmiðjan verður búin að fá hinn nýja vélakost, en það mun taka nokkur ár, og bygging- um öllum verður lokið, verður Gefjun orðin nýtízlcu fyrirtæki um allan búnað og fyrirkomulag. Ætlunin er að verksmiðjan geti þá afkastað að vinna úr megin- hlutanum af ullaríramleiðslu landsmanna. Er það mjög þýð- ingarmikið atriði fyrir þjóðarbú- skapinn í heild, að ullin sé ekki flutt óunnin úr landi, heldur full- unnin hér, til notkunar á inn- lendum markaði og iil útflutn- ings. Framkvæmdir Sambandsins á Gefjun eru því mjög mikilvæg- ar fyrir endurbyggingu atvinnu- vega landsmanna og v'yrir Akur- eyrarbæ hafa þær að sjálfsögðu geysilega þýðingu. Stúlkur óskast • til hreingerninga í Barna- skólanura nú þegar, og í vetur konrandi. Upplýsing- ar hjá umsjónarmanni skól- ans eftir kl. 6 síðdegis. Varabjól af Jeppa hefir tapazt á leiðinni frá Akur- eyri að Máskoti. Skilvís finnandi vinsamlega beðinn að gera mér aðvart. Vilhjáhmir Sigurðsson, Þingvallastræti 8, Akureyri. Svið niðnrsoðm Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvöntdeild og útibú. - Raforkumálin (Framhald af 1. síðu). aðarverði. Tekjuafgangur, sem verða kann á rekstrinum, skal renna í varasjóð stofnunarinnar. Aðalágreiningsefnið mun vera að finna í 5. grein samningsupp- kastsins, en þar segir svo m. a.: Eignarhlutfall Akureyrarkaup- staðar og ríkisins í Laxárvirkjun- inni skal' vera sem hér segir: Við uncþrskrift samnings þessa verð- ur Akureyrarkaupstaður eigandi að 85 hundraðshlutum en ríkið að 15 og skal svo haldast þar til lok- ið er næstu framhaldsvirkjun. Þegar henni er lokið verður Ak- ureyri eigandi 65 hundraðshluta en ríkið 35 og skal svo haldast þar til lokið er aukningu virkjunar- innar upp í 20000 hestöfl alls eða fram yfir það. Þegar þeirri aukn- ingu er lokið verður Akureyrar- kaupstaður eigandi 50 hundraðs- hluta og ríkið að 50 og skal svo haldast áfram. Ennfremur:, Ríkið verður eigandi að mannvirkjum þeim, sem fyrir eru í fyrirtækinu í framangreindum hlutföllum — -----Um stjórn fyrirtækisins er svo sagt í samningsuppkastinu, að hún skuli falin 5 manna nefnd og skal bæjarstjórn Akureyrar kjósa 3 menn á meðan Akureyri á meira en helming fyrirtækisins, en ríkið tvo. Þegar eignin skiptist til helminga milli ríkis og bæjar, skal (\.kureyri kjósá tvo menn í stjórnina, ríkið tilnefni tvo og hæstiréttur þann þriðjá. Bæjar- stjórnin mun hafa rætt þessi mál á fundi sínum í gær, en ekki var kunnugt um afgreiðslu málsins þar er blaðið fór í pressuna. Dönsk fyrirtæki munu gera tilboð. Á fundi rafveituneíndar í sl. mánuði skýrði Indriði Helgason bæjarfulltrúi frá för sinni til Danmerkur á fund Sambands norrænna rafveita. í þessari för hafði hann átt viðræður við dönsk firmu um byggingaframkvæmdir við Laxá f. h. rafveitunefndar. Skýrði hann frá því að þrjú dönsk fyrirtæki hefðu áhug'a fyrir að gera tilboð í byggingu aflstöðvar- Kristjana í Garði sjötug. Fólkið þroskast ljóst og leynt, — lífið menntun geftir — sjötug kona séð og reynt sitt af hverju hefur. Marga sá hún sólskinsstund og sumarblóm í haga, líka sára og opna und oft um sína daga. Deila kjörum skin og skúr — skiptin sérhvefn varðar, — botninn dettui' ann’s úr öllu lífi jarðar. Sumum það er lánið léð lífs í ölduróti, að gildið vex og getan með, 'er golan blæs á móM. Hefur þú í þraut og raun þroskast mörgum fcetur. Bezt þau eru ellilaun Eftir kaldan vetur. Ung og hress, þó sjötug sért og sólsKin stundum brysti; hárin grána, en enn þú ert eins og fugl á kvisti. Fyrir unnin afrek hér við allra heilla óskum þér, — eg það hiklaust segi — öil, á þessum degi. i-órólfur Jónasson. / innar, þ. á. m. Hójgaard & Schultz. Þá skýrði hann ennfrem- ur frá því, að líklegt mætti telja að hægt væri að fá lán í Dan- mörku til innkaupa á erlendu efni til virkjunarinnar. jólkurduf! N ým jól Jui rduft Undan rennuduft aforeiðura vér í heildsölu O og smásölu. Kaupfélag Eyfirðinga □ Rún.: 594885. Fundur fellur niður. Kirkjan. Messað í Lögmanns- hlíð næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Akureyri kl. 5 e. h. (F. J. R.). Rottueitrun. Fengist hefir rottueitur hingað frá Danmörku og hefir heilbrigðisnefnd ákveðið að láta fara fram rottueitrun í bænum nú í þessum mánuði. — Mun ekki vanþörf á því. Rottu- plágan er orðin mikil og fer versnandi. Heilbrigðisnefndin hefir skorað á hafnarnefnd bæjarins að láía fara frain hreinsun á skipa- kvínni rnilli Torfunefsbryggj- anna og koma upp sæmilegum SandgöngupöJlum innan skipa- lcvíarinnar og sunnan á bryggj- unni. Fjöldi ferðamanna stígur þarna á íand, t. d. úr sjóflugvél- unum. Sömuleiðis munu er- lendir skemmtiferðamenn stíga þarna á land, er skemmtiferða- skip taka að venja komur sínar liingað. Eru úrbætur á þessum stað nauðsynlegar. Sjónarhæð. Samkoma á sunnu- daginn kl. 5 e. h. Allir velkomnir. Iiúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi föstudaginn 6. ágúst kl. 8 e. h., ef veður leyfir. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur fund mánudaginn 9. ágúst kl. 5 e. h. í kirkjukapellunni. Byggingarsjóði Svalbarðskirkju hafa á þessu ári borizt eftirfar- andi gjafir: Frá Jóhannesi Bene- diktssyni kr. 500. — Frá Indíönu Kristjánsdóttur kr. 40. — Frá Kvenfélagi Svalbarðsstrandar kr. 1000. — Frá Önnu Halldórsdóttur kr. 200. — Frá Sigmai'i Jóhannes- syni kr. 2000. — Frá Þóroddi Magnússyni kr. 200. — Frá Helga Guðmundssyni kr. 200. ■—■ Frá Sæunni Jónsdóttur kr. 500. — Með beztu þökkum meðtekið. — J. A. Sírandgatan. Hafnarnefnd bæj - arins hefir nú svarað bréfi hús- ráðenda við Strandgötu, er greint var frá í síðasta blaði. Segir í fundargerð nefndarinnar, að ekki verði hægt að fylla upp bátakvína á meðan ekki sé fullgengið frá skipulagi þessa svæðis. Þá segir nefndin, að ekki sé fært að flytja burtu þá báta, sem veiði stunda frá bænum. Þá segir ennfremur, að suðurbrún St.randgötu sé óhlaðin á kafla vegna ágreinings í milli nefndarinnar og inanna. er eigi lóðir að StrandgÖtu. Heilbrigðisfulltrúi hefir tjáð blaðinu að lokið sé fyrstu um- ferð rotíueitrunarinnar. Notað hefir verið ratin-eitur. Þcss er óskað ,að mcnn láti hann vita, eí hús þeirra eða lóðir hafa fall- ið úr í þessari urnferð. Næsta umferð mun verða hafin bráð- lega. Hjálpræðisherinn. Sunnud. 8. ágúst. Kl. 11 f. h.: Helgunarsam- koma. — Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræð- issamkoma. Allir velkomnir! Hestámannafélagið Léttir fer skemmtiferð í Leyningshóla laugardaginn 7. ágúst næstk. Lagt verður upp frá skeiðvellinum í Stekkjarhólma kl. 1 c. h. Þátt- takendur gefi sag fram við Þorl. Þorleifsson ekki síðar en á föstudagskvöld. Rafmagnseftirlit ríkisins hefir óskað eftir tilboði frá Rafveitu Akureyrar um eftirlit með hús- iögnum og innanbæjarkerfum hjá almenningsrafveitum við Eyja- fjörð og í S.-Þingeyjarsýslu. — Mun hér átt við rafveitur Húsa- víkur, Staðarsveitar, Svalbarðs- str., Hríseyjar og Dalvíkur, auk rafveitu Akureyrar. Rafveitan hér hefir boðist til að taka þetta að sér fyrir kr. 2000,00 á mánuði að viðbættum ferða- og dvalar- kostnaði eftirlitsmanns. Lokun sölubúða. Á bæjarráðs- fundi 29. júlí var samþykkt að fresta að taka ákvörðun um breytingu á lokunartíma sölu- búða, samkv. erindi Fél. verzlun- ar- og skrifstofufólks, þangað til viðræður hefðu farið íram í milli forráðamanna félagsins og for- ráðamanna Verzlunarmannafél. Akureyrar og KEA. Segir meiri- hluti bæjarráðs að engar við- ræður hafi farið fram um málið í milli þessara aðila og telur því heppilegast að fresta ákvörðun í málinu þangað til séð verður hvort ekki næst samkomulag í milli þessar aaðila. Alþýðuhús sunnan íþróttasvæð- isins. Fulltrúaráð verkalýðsféiag- anna hefir sótt um lóð undir fyr- irhugað alþýðuhús sunnan hins fyrirhugaða íþróttasvæðis við Brekkugötu, við Smáragötu, í milli Laxagötu og Geislagötu. Fór fulltrúaráðið • frarn á að bærinn kaupi lóð Sverris Ragnars austan Laxagötu í þessu skyni. Bæjar- ráð samþykkti 29. f. m. að ætla þessu húsi stað þarna, svo fram- arlega sem lóð sú, er kaupa þarf, fæst með sæmilegum kjörum. Glíman við freistarann (Framhald af 5. síðu). virtist, sem blaðamönnum Akur- eyrar þætti flest annað merkara þá daga en hún. Reykjavík, 12. júií 1948.“ ATHS. ÞAÐ FER naumast hjá því, að mönnum þyki búnaðarmálastjór- inn hafa stokkið upp á nef sér af litlu tilefni. Bréf það, er Dagur birti, fjallaði um fyrii'komulag hópferða almennt. Var þar á eng- an hátt verið að gera lítið úr ferð þeirra Kjalnesinga eða gestrisni Mývetninga og Héraðsbúa, eins og búnaðarmálastjórinn lætui' liggja að í þessari athugasemd sinni. Dagur telur sjáifsagt að Ijá þessu skrifi búnaðarmólastjórans rúm, þótt tilefnislítið sé það,. — Hinn fyrri bréfritari fær þá að sjálfsögðu rúm fyrir athuga- semdir, ef hann óskar, enda þótt blaðið óski ekki að lengja þessar umræður. í sambandi við um- mæli búnaðarmálastjórans unj afskiptaleysi blaðanna á Akur- eyri, er rétt að benda á, að þau eru ómakleg hvað Degí viðkem- ur. Blaðið gat ýtarlegá um bændaförina, er hópurinn fór hér um austur yfir. — Ritstj. Nýlen d uvörudeild iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimmmi H ATTA ±-:d O' "1. »«i - 23 oV V:. ÉSÉPG jllL™. tmW, »1 Kaupfélag Eyfirðinga V ef naðarvör udeild ^iiIiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.