Dagur - 04.08.1948, Síða 8

Dagur - 04.08.1948, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 4. ágúst 1948. Trjágróðri á Ákureyri hætta búin ef ekki er aðgert í tíma Hák.oii Bjarnason skógrœktarstjóri segir það áberandi, að tré séu svo þétt í görðum hér, að það kippi úr vexti og jafnvel eyðileggi trén Hákon Bjarnason skógræktaí'- stjóri var á ferð hér um helgina. Erindi hans var m. a. að líta eftir trjágróðrinum í Vaglaskógi og í öðrum skóglendum ríkisins. Frá Vöglum komu alls um 'J 00 þúsund plöntur til gróðursetr.ingar á sl. vori, og fór langmestur hluti þeirra í Þingeyjarsýslur, Akur- eyri og Eyjafjörð og Skagafjörð. Stendur skógræktarstarfsemin í þessum héruðum með allmiklum blóma um þessai' mundir. Skóg- ræktarstjórinn kvaðst hafa skoð- að skógargirðingu Skógræktarfé- lags Eyfirðinga hér handan við Pollinn og sagði hann að það væri undursamlegt, hversu skógurinn þroskaðist vel þar. Taldi hann engan vafa á því, að þarna í heið- inni mundi vaxa upp ragur skóg- ur á nokkrum áratugnm. Garðarnir á Akureyri i hættu. Þegar Dagur hitti skógræktar- stjó.rann að máli, barst talið að görðunum hér á Akureyri. Það eru margir fallegir garðar hér, sagði hann, og sumar trjátegundir virðast þrífast ágætlega hér, t. d. lerkið, svo sem sjá má víða í Inn- bænum, en það sefn vakti mesta athygli mína er eg gekk hér um bæinn og skoðaði garðana, var það, að trjágróðurinn ; fjölmörg- um görðum er í mikilli hættu vegna þess að ekki hefir verið hirt um að grisja trén. Standa þau mjög víða allt of þétt, svo þétt, að sums staðar eru þau að verða ónýt, annars staðar fá þau ekki svigrúm til vaxtar og þroska. Prófessor A. I. Virtanen kemur í næsto viku Á síðastliðnum vetri var greint frá því hér í blaðinu að Háskóli íslands hefði boðið hinum heims- fræga, finnska vísindamanni og Nóbelsverðlaunahafa, prófessor A. I. Virtanen, hingað lil lands. — Var lengi vel efamál hvort hann gæti komið hingað á þessu sumri, en nýlega hefir verið tilkynnt, að hann sé væntanlegu - til lands- ins 7. eða 8. þessa mánaðar. Prófessor Virtanen uppgötvaði hina svokölluðu AIV-verkunar- aðferð á grænfóðri. Þessi verk- unaraðferð á heyi hefir mjög rutt sér til rúms á Norðurlöndum og víðar og þykir hið mesta hagræði fyrir landbúnaðinn. Picldes í glösuin, 5 kr. glasið. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú Þetta er mál, sem Akureyringar ættu að gefa gaum. Ástandið er víða mjög slæmt,-en þó mun það takast í Lystigarðinum. Eg get ekki betur séð en trén þar séu að verða ónýt af þessum sökum. Þyrfti að hefjast handa um grisj- un þeirra strax og reyna ð bjarga því, sem bjargað verður. Það er sjálfsagt að planta trjám þétt í upphafi, en þegar trén vaxa upp, er nauðsynlegt að grisja, en það virðist mér hafa verið vanrækt mjög hér. Menn, sem eiga lauftré, er nú eru að vaxa á legg, og standa allt of þétt, gætu sér að meinlausu látið ná- granna sína eða menn, sem eru að koma sér upp nýjum görðum, hafa tré. Væru að því þægindi fyrir báða aðila og ti járæktina í bænum. Þegar Dagur spurði skógrækt- arstjórann að því, hvernig hon- um litist á trjáræktina á RáShús- torgi, þá taldi hann að trén þar mundu eiga langa liídaga fyrir liöndum, ef þau fengju góða að- hlynningu. En misráðið væri að rækta blóm meðfram þeim. Það gerði þeim ekkert gott. Sennilega væri gott að flytja ánega lag af góðri mold á torgið og hækka jarðveginn þannig að nokkru. Mundi það auka vaxtarmöguleika trjánna. Þessar athuganir og ábendingar skógræktarstjórans eru íhugun- arefni fyrir bæjarmenn. Það væri hörmulegt ,ef trjágróðrinum hér á eftir að hnigna á næstu árum fyrir vankunnáttu og hirðuleysi. Þyrfti hver garðeigandi að litast um hjá sér og athuga hvort þar er þörf á grisjun. Uppdráttur af nýja íþróttasvæðinu full- gerður íþróttabandalag Akui'eyrar hef- ur fyrir sitt leyti samþykkt til- högun á hinu nýja íþróttasvæöi, sem ráðgert er að koma upp norðan við Brekkugötu. Hafa arkitektarnir Gísli Halldórsson og Kjartan Sigurðsson gert upp- di'átt af svæðinu, sem íþrótta- mennirnir hafa fallist á. Hefur stjórn íþróttabandalagsins ritað bæjarstjórninni bréf um málið og óskað þess eindregið ;.ð málinu vei'ði hraðað eins og kostur er. Þá hefur stjórn íþróttabandalagsins sótt um að mega reisa hús á svæðinu í sambandi við íþrótta- leikvanginn og mega koma upp tennisvelli á svæðinu milli Brekkugötu og Hólabrautar. Á fundi bæjarstjómarinnar í gær vai' samþykkt að fá álit skipulags- nefndar á uppdrættinum áður en bæjarstjórnin afgreiddi málið endanlega. Kominn úr sumar- leyfi Það vakti mikla furðu á Vest- ur löndum, er það varð kunnugt að í sama mund og sérstakir er- indrekar Vesturveldanna komu til Moskvu til þess að ræða við Sovétstjórnina um Berlínar- vandamálin öðru sinni, var til- kynnt að Molotoff utanríkisráð- herra væri kominn '■ sumarírí. Næst æðsti maður ráðuneytisins, Vishinsky, var einnig fjarverandi, á Dónárráðstefnunni í Belgrad. Fulltrúi Bandaríkjamanna, Be- dell Smith sendiherrn, ræddi því við aðstoðarutanríkismálaráð- herrann Zorin fyrst í stað. Ekki er kunnugt hvað þeim fór í milli, en daginn eftir var Molotoff sjálf- ui' kominn á vettvang og mun hann svara fulltrúum Vestur- veldanna fyrir hönd Sovétstjórn- arinnar. Berlínardeilan virðist fara ískyggilega harðnandi. Blöð kommúnista í Þýzkalandi, hvetja nú þýzkan almenning opinber- lega til mótþróa og óhlýðni við hernámsyfirvöld Vesturveldanna. 10 daga frestur til að ákveða breytingar á nýju togurunum! Bæjarstjórn Akureyrar hefur borizt bréf frá nefnd, er ríkis- stjórnin hefur skipað til að und- irbúa kaup hinna nýju botnvörpuskipa, þar sem spurzt er fyrir um það, hvoi't bæjar- stjórnin, sem hefur sótt um að fá að kaupa tvö af hinum nýju skip- um, hafi nokkrar óskir eða til- lögur fram að bera í sambandi við hin nýju skip, er fælu í sér breyt- ingar frá því, sem í aðalatriðum var lagt til grundvallar við bygg- ingu hinna fyrri skipa, er samið var um smíði á 1945. Bi éf þetta er dagsett 20. júlí, en svars er óskað fyrir 1. ágúst. Aðilum úti á landi er m. ö o. ætlað að hafa þessar til- lögur tilbúnar innan 10 daga! Bæjarstjórnin ákvað að leita um- sagnar framkvæmdastjóra og stjórnar Útgerðarfél. Akureyr- inga h. f. og skipstjórnns á Kald- bak, í trausti þess að fresturinn til að svara bréfinu yrði fram- lengdur. Hjúskapur. Síðdegis í gær voru gefin saman í hjónaband hér á Akureyri, af biskupinum, herra Sigurgeir Sigurðssyni, séra Pétur Sigurgeirsson og ungfrú Sólveig Ásgeirsdóttir, Ásgeirssonar kaup- manns í Reykjavík. Síldveiðihorfurnar óglæsilegar Reknetasíldin veiðist nú fjær landinu en fyrr Síldveiðimönnum ber yfirleitt Sildarleitaflugvelarnar töldu saman um að mjög óglæsilegasig hafa séð allmikla síldargengd horfi með síldveiðina. Alla sl. viku var veiðin mjög lítil, einstaka skip hafa náð sæmi- legum köstum en meginhluti flot- ans hefir lítið sem ekkert fengið. í gær og fyrrinótt sást varla síld- artorfa nokkurs staðar á veiði- svæðinu og engai' fregnii' bráust um neina veiði. Reyndir síld- veiðiskipstjórar telja útlitið mjög slæmt m. a. vegna þess að tæpast getur heitið að vart vei ði við átu. Þar að auki óttast þeir að það lít- ið af síld, sem komið hefir hér upp að noi'ðurströndinni, sé nú að hverfa þaðan aftui'. Marka þeir það m. a. af því, að rekrietaskipin, t. d. Norðmenn, fá nú helzt veiði djúpt undan landinu, alllangt norður af Grímsey, en lítið sem ekket nær landinu. Rekneta- veiði Norðmanna var allgóð um tíma um daginn ,en mun nú vera orðin lítil. á Húnaflóa í sl. viku, og leitaði veiðiflotinn þá þangað, en ekkert varð úi' véiði þar. Sáu skipin litla sem enga síld. Þótt hovfurnar séu þannig allt annað en glæsilegai', binda menn samt nokkrar vonir við næstu dagana, allt fram undir miðjan mánuðinn. Rætist ekki verulega úr á því tímabili, er hætt við að síldarvertiðinni ljúki að þessu sinni hér með eindæma lítilli veiði. Engum getum þarf að því að leiða, hvert áfall það yrði fyrir þjóðarbúskapinn. HVAR VORU FLUGVÉLASPRENG J URNAR? Sunnanblöðin greina frá því, að lögreglumaður úr Reykjavík hafi nýlega komið hingað t:l bæjarins til að eyðileggja tvær flugvéla- sprengjur uppi í „fjalli“. Voru báðar sprengjurnar sagðar virkar. Menn hér kannast ekki við þess- ar sprengingar. Vitamálaskrifstofunni falin efnisút- vegun til Torfunefsbryggju Bæjaryfirvöldin hafa falið vita- málaskrifstofunni að útvega allt nauðsynlegt efni til Torfunefs- bryggjunnar, samkvæmt þeim uppdráttum af stækkun og við- gerð bryggjunnar, sem fyrir liggja. Enn mun ekki hafa tekizt að útvega lán til þessara fram- kvæmda, en þess mun fastlega vænzt, að úr þeim málum greiðist í tæka tíð. Vitamálaskrifstofan hefir annast teikningarnar og lagt fram sundurliðaða skrá yfir efni. Magnús Konráðsson verkfræð,- ingur sat fundi hafnarnefndar er fjölluðu um þetta mál. Þá hefir vitamálaskrifstofan ennfremur gert teikningar af fyrirkomulagi dráttarbrautanna norðan á Odd- eyri. Hefir hafnarnefnd falið vita- málaskrifstofunni að reyna að útvega allt að 900 metrum af járnteinum til dráttarbrautarinn- ar. Tæplega 2000 mál hafa komið til Krosaness síðastliðna viku Krossanesverksmiðjan hóf aft- ur bræðslu á mánudaginn og var unnið úr þeirri síltl, er borizt hafði í sl. viku og fram til dagsins í gær. Alls fékk verksiniðjan 1973 mál frá því sl. miðvikudag þangað til í gær. Þessi skip iogðu upp í Krossanesi á þessu tímabili: Kristján 127 mál, Straumey 146 mál, Auður 506 mál, Ingólfur 94 mál, Pólstjarnan 410 inál, Snæfell 512 mál og Sigríður 168 mál. Söltim á öilti laedinu aðeins 6925 tn. -var 25213 tunniir í fyrra Bræðslusíldaraflinn ekki nema 1/8 liluti aflans í fyrra. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands var heildarsíldaraflinn á öllu landinu á miðnætt.i 31. júlí sl. samtals 139.307 hl. í bræðslu og 6925 tunnur í salt. í fyrra nam bræðslusíldaraflinn á sama tíma 1.056.784 hl. og búíð áð salta í 25.213 tunnur. Nemur aflinn nú ekki nerna rösklega 1/8 hluta af aflanum í fyrra, sem þá þótti mjög rýr. Samkvæmt skýrslunni var afli eyfirzku skipanna, er hafa 500 mál og meira, sem hér segir: Auður, Ak. 1100 mál og. tunnur, Bjarmi, Dalvík 623, Einar Þveræ- ingur, Ólafsf. 689, Eldey, Hrísey 1024, Eyfirðingur, Ak., 571, Garð- ar Rauðuvík 1384, Gylfi Rauðu- vík 1898, Hannes Hafstein, Dalvík 613, Narfi, Hrísey 1881, Njörður, Ak. 1060, Pólstjaman, Dalvík 1207, Snæfell, Ak., 1604 (kom með rösklega 500 mál til viðbótar ífyrrinótt), Stígandi, Ólafsf. 1158, Straumey, Ak. 747, Súlan, Ak.' 1195, Sædís, Ak. 675, Sævaldur, Ólafsf. 875, Vörður Grenivík 598, Þorsteinn, Dalvík 556. Hæsta skip samkv. skýrslunni var Helga úr Rvík með 2092 mál. Bálför Steingríms Matthíassonar fór fram í.gær Bálför Steingríms Matthíasson- ar læknis fór fram frá hinni nýju kapellu í Fossvogskirkjugarði i Reykjavík í gær. Fánar voru dregnir í hálfa stöng víðs vegar hér í bænum í gær í tilefni at- hafnarinnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.