Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 Fallega byrjar Iiann! Það hefðu fundarmenn síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins getað sagt, þegar Ólafur Thors hóf hina eftirminnilegu ræðu sína á þeirri samkundu, og hafa líka, ef til vill látið sér þau orð um munn fara svona í kyrrþey. Óiafur Thors hóf sem sagt mál sitt á landsfundinum með þeim ósannindum, að Fi amsóknar- flökkurinn hefði skonzt úr leik við stjórnarmyndun 1944. Það þarf nokkuð mikla fyrirlitningu gagnvart sannleikanum að bera þetta fram með köldu blóði, eins og Ólafur sýnist hafa gert, þar sem honum sjálfum og að sjálf- sögðu einnig mörgum af fundar- mönnum var fullkunnugt um bréf Farmsóknarflolvksins til Sjálfstæðisflokksins, þar sem boðin var samstjórn með hlut- lausum forsætisráðherra. Tilboð þetta var sent í bréfi 3. okt. 1944 og hefir verið birt opin- berlega. Fyrst er þar minnzt á undanfarandi tilraunir til fjög- urra og þriggja flokka stjórnar, en þar sem þær tilraunir hafi engan árangur borið, taldi Fram- sóknarflokkurinn að við slíkt yrði ekki lengur unað, og væri því rétt að reyna aðrar leiðir til stjórnar- myndunar. Síðan segir orðrétt: „Fyrir því gerir Framsóknar- flokkurinn það að tillögu sinni, að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn standi saman um ríkisstjórn, er þannig sé mynduð, að núverandi forsætis- ráðherra, dr. Birni Þóroarsyni, sé faiið forsæti í henni, ef liann er fáanlegur til þcss, en flokkarnir tilncfni sína 2 ráðhevra hvor til viðbótár.“ Síðan er getið um nokkur samningsatriði milli flokkanna og að því búnu segir: „Uppástunga Framsóknar- flokksins um forsætisráðherrann er á því byggð, að hlutlaus mað- ur í þeirri stöðu henti bczt því samstarfi, sem nú virðist geta vcrið fyrir hendi milli þessara tveggja ÍIokka.“ Jafnframt var það u.ndirstrikað við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að auðvitað væri tilboðið ekki bundið við Björn Þórðarson í for- sæti, heldur aðeins bundið við sem hlutlausastan mann, sem samkomulag fengist um. Bréfi þessu var aldre'i svarað af Sjálfstæðisflokknum. Nokkrum dögum síðar hafði Sjálfstæðisflokkurinn myndað stjórn með kommúnistum og Al- þýðuflokknum undir íorustu Ól- afs Thors. Þetta er það, sem Ólafur Thors kallar, að Framsóknarflokkurinn hafi skorizt úr leik. Það var tvennt, sem Ólafi Thors geðjaðist ekki að í tilboði Fram- sóknarflokksins. Hann langaði sjálfan til að verða forsætisráð- herra, en það gat hann ekki orðið án kommúnista, og hann gat ekki snúizt á móti vexti dýrtíðarinnar fyrir kommúnistum. Hann vann því til að gleypa ofan í sig allar fyrri kenningar sínar i;m bölvun dýrtíðarinnar. Þeim bita varð hann að kyngja að skipun kommúnista, ef hann átti að eiga þess kost að verða forsætisráð- herra í dýrtíðarstjórninni. Áður hafði Ólafur kallað komm- únista ábyrgðarlausa lýðskrum- ara, sem síðar myndu fá sinn dóm .Við stjórnarmyndunina 1944 brá svo við að Ólafur gerði kommúnista að leiðarljósum sín- um um taumlausa fjáreyðslu og vöxt dýrtíðarinnar alla sína stjórnartíð. Það er var því hann, sem skauzt úr leik á mikilli örlagastund þjóðarinnar, en ekki Framsókn- arflokkurinn. Fyriy þetta tiltæki hefði Ólafur Thors átt það skilið að verða dæmdur úr leik i íslenzku stjórnmálalífi. Kommúnistai' hlupu úr stjórn Ólafs Thors vegna flugvallar- samningsins, að þeir sögðu, en sátu samt kyrrir í valdastólunum meðan sætt var. Þegar þetta los kom á kommúnista, baðst Ólafur Thors lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt, þó að hann hefði nægi- legt þingfylgi til að halda stjórn- inni áfram. því að ekki gat hann hugsað sér að stjórna án komm- únista — gat ekki hugsað sér tveggja flokka stjórn. Síðast sat Ólafuj' með þingið aðgerðalaust á annað hundrað daga og var allan þann tíma að stritast við að mynda nýja stjórn, en gekk ekk- ert og varð loks að gefast upp, bæði sár og móður. Var þá leitað til annars manns um stjórnarmyndun og gekk hún greiðlega. Var þá Framsóknar- flokkurinn kvaddur til þátttöku í stjórninni, til þess að bjarga því, sem bjargað yrði eftir óstjórn Ól- afs Thors og kommúnista. En við hina nýju stjórnarmyndun urðu kommúnistar utar.gátta . sem maklégt var. Nú víkur sögunni til síðasta landsfundar Sjálfstæðismanna. í endemisræðu þeirri, sem Ólafur Thors flutti þar, lætur hann í það skína, að honum hefði ekki þurft að verða um megn að mynda stjórn í síðustu stjórnarkreppu, ef hann hefði kæi't sig um það. Um það segir hann: „Eg er sannleikanum samkvæm- ari, er eg segi, að ekki var ólík- legt, að eg gæti myndað stjórn, án þess að ganga inn á nokkur þau skilyrði, sem ekki gátu talizt við- unandi.“ Það er nú svo. Hér hlýtur Ól. Th. að eiga við það ,að hann hefði getað fengið kommúnista til fylgi- lags við sig afarkostalaust. Rétt áður er hann í sömu ræðu búinn að taka það fram, „að sósíaiistar ætluðu aö ráða stefnu íslcndinga í utanríkismálum, og stjónia eftir því boðorði, að allt, sern ekki væri Rússum þóknanlegt, væri and- stætt hagsmunum lslendinga.“ Hér með viðurkennir Ólafur Thors, að kommúnistar hafi feng- izt til stjórnarsamstarfs við sig, ef þeirri kröfu yrði fullnægt, að Rússar fengju að ráða hér. „Inn á slíka skilmála var eg ófáanleg- ur til að ganga,“ segir Ólafur. Mikið var! En þó er eins og hann hafi verið á báðum áttum, því að hann telur, að hann hefði að lík- indum getað myndað stjóm með kommúnistum með viðunandi skilyrðum. Hvers konar hugsanagrautur er þetta? Taldi Ólafur Thors þá við- unandi að lofa Rússumaðráðahér í bili, ef hann fengi áfram að vera forsætisráðherra? Hann sagði fulltrúunum á landsfundinum, að hann hefði óttast, að með slíkri stjórn yrði aðeins tjaldað til einn- ar nætui', og hefir honn eflaust séð það rétt, því að íslendingar myndu ekki hafa þolað það til lengdar, að kommúnistar stjórn- uðu hér í nafni Rússa, jafnvel þó að svo æruverð og fín persóna sem Ólafur Thors væri í stjórn- arforsæti. í öðru lagi segist ÓI Th. hafa hætt við stjórnarmyndun, af því að hann taldi að nýsköpuninni væri borgið. En þar var lands- fundurinn sjálfur á öðru máli, svo að þar stendur staðhæfing móti staðhæfing. í þriðja lagi segist svo Ól. Th. hafa haft „gaman af að láta Fi'amsóknarmennina ganga inn um þröngar dyr upp í valdastól- ana.“ Þetta síðasttalda hefir honum tekizt ágætlega. Honurn hefir með hjálp kommúnista heppnast að gera eftirmönnum sínum í stjórn mjög örðugt að bjarga málefnum þjóðarinnar úr voða. Það er giftu þjóðarinnar og sameiginlegum átökum þriggja lýðræðisflokk- anna að þakka, ef það tekst, en ekki stjórnmálalegum verðleikum þess manns, sem ætlar að gamna sér í ellinni við gjaldeyrisvand- ræði og lamaða atvinnuvegi vegna dýrtíðar, sem hann væntir, að Framsóknarmenn eigi örðugt að ráða við. Það gæti verið nokkurt íhug- unarefni fyrir flokksmenn Ólafs Thors, hve vænlegur sá maður sé til foringjatignar, sem elur með sér þenna hugsunarhátt. NYJA BIO............... i næsta mynd: [ Ástaraunir Andy | Hardy i (Love Lauglis at Andy Hardy) i Amerísk gamanmynd gevð i i tf Metro—Goldwyn—Mayer | f samin af Harry Ruskin og i i William Ludwig eft'r sögu Howárds Dimsdale. Leiksl jóri: Willis Goldbeck. Aðallilutverk: | MICKEY ROONEY - \ \ Lewis Stone — Benita i I Granville — Lina Romay. \ SUNNAN FRÁ SUNDUM ★ "ár ZSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSt Sveinn Suðræni skrifar úr Rvík. Ólympíuleikarnir eru nýaf- staðnir í London. Um þá er vit- anlega mikið og margt rætt í borginni, einkum í sambandi við þátttöku íþróttamanna okkar. — ‘Flestir ræða um líkutnar til þess að þeir standi sig þar þjóðinni til sóma. Aðrir ræða um líkurnar til þess að þeir geri það ekki. Sumir telja eftir gjaldeyririnn. Segja, að fleiri hafi verið sendir heldur en þeir, sem líklegir geta talizt til sæmilegra afreka. Og fylgifisk- arnir séu allt of margir. Svo eru hinir, sem telja slíkar eftirtölur bera vitni kotungshætti, minni- máttarkennd og matarsjónarmiði. Sennilega hafa þar allir nokkuð til síns máls eins og oftast vill verða þegar deilt er. Vart fer hjá því, að þeir, sem lengur muna en frá degi til dags, rifji upp'fyrir sér ýmislegt það, er gerðist í sambandi við síðustu ólympíuleikana, er þeir nú heyra upptuggin sömu slagorðin og þá um íþróttaafrek og þjóðarmenn- ingu. Aldrei hefir fengizt ótví- ræðari og óvéfengjanlegri sönnun fyrir rangmæti háværrar fullyrð- ingar heldur en þeir leikir voru, hvað snertir þá kcnningu að líkamsmenning sé mælikvarði á andlegt menningarstig og sannan þroska þjóða. Þá bar þýzk æska langt af æsku annarra landa, hvað líkamsmennt snerti, hreysti og heilbrigði. Framkoma þessarar sömu æsku við fórnardýr hins nazistiska grimmdaræðis í fanga- búðum og herteknum þorpum, er öllum svo kunn, að ekki þarf um að fjölyrða. Þar, sem hernaðar- andinn og valdadraumarnir ráða lögum og lofum, eru íþróttafrek og líkamsmenning aðeins mæli- kvarði á vissa tegund hernaðar- styrks. í augum slíka þjóða er maðurinn aðeins vígvél, og því sjálfsagt að vanda til hans eins og annarra hernaðartækja. Með smáþjóðum, einkum vopn- lausum, er þetta á annan veg. Og samt er þar nokkur hætta á, að líkamsmenningin sveigist inn á miður hollar brautir. Verði eins konar skipulögð auglýsingastarf- semi, þar sem mest ræktin er lögð við met og afrek. Öll áherzla lögð á þjálfun fárra einstaklinga, sem vegna meðfæddra eiginleika eru öðrum líklegri til þeirra dáða, og þeir síðan sendir stað úr stað og land úr landi til bess að aug- lýsa sannan þjóðarþroska, og er þá illa skrumsæld göfug hugsjón og eitt hið gæfuríkastn uppeldis- meðal gei't að óheillavænlegu nautnalyfi. Það má vera hverri smáþjóð nokkurt stolt, að eiga einn eða tvo atgerfismenn, er renna hundrað metraskeiðáhálfri elleftu sekúndu, eða stökkva tvo metra í hástökki. En þá er betur sönnuð líkamsmenning hennar, ef hún á hundrað syni, er renna sama skeið á ellefu sekúndum eða stökkva hundrað og áttatíu sentímetra í hástökki, því að þá má sjá, að líkamsmenning er al- menn þar í landi og tkki miðuð eingöngu við metin, — en bezt væri samt hverri þjóð að eiga þúsundir sona, sem daglega iðk- uðu spretthlaup og aðrar íþróttir sér til hi-eysti og án þess að mæla tírnann, því að þá fæi'i vart hjá því að líkamsmenningin væri ávöxtur heilbrigðrar menningar. Þetta er nú mín skoðun. Annars er afar dauft yfir borg- inni þessa dagana. Allir í sumar- leyfum. Fjöldi verzlana, sem hefir lokað um skeið og enn nokkrar, sem hafa opið aðeins fáa tíma á dag. Póstberar, símskeytasendlar, — en þó einkum rukkarar — kvarta mikið yfir því, að þeir komi víða aö tómum kofunum. — En frammi við Fiskivötn eða að Fjallabaki, og í að minnsta kosti öðrum hvei'jum afdal á landinu, una glaðværir og sólbrenndir borgarbúar vel hag sínum. Hrósa happi að vera um hríð lausir við ýmsa annmarka, sem hinni svo- kölluðu menningu fylgja, eins og t. d. póstbera og símskéytasendla, sem alltaf hringja dyrabjöllunni þegar þreyttur maður ætlar að fá sér blund, — að maður nú ekki tali um rukkarana. Það er beinlínis skemmtilegt að koma í verzlanir, þar sem af- greiðslufólkið er fyrir skömmu komið úr sumarleyfi. Það er þá svo hresst í viðmóti og brosmilt. Manni getur jafnvel ekki gramizt við það, þótt þáð segi, að hlutur- inn, sem mann vanhagar svo mjög um, fáist því miður ekki og muni hvergi fást. Sumarleyfisferð í sól- skini og blíðu um fjöil og afdali hefir tendrað þahn bjarma í aug- um búðarborðsfanganna, að mað- ur getur fyrirgefið þeim flest, og rödd þeirra er rödd lifandi manna og vakandi, en ekki hálfdauðra svefngengla. Ferðaskrifstofa ríldsins er ein þeirra fáu ríkisstofnana, sem hlýtur almennignslof. En hún ætti að skipta sér meira af æskunni en hún gerir. Skipuieggja sér- stakai' æskulýðsferðir um ó- byggðir landsins. Aldursmunur- inn kemur óvíða betur í ljós en á ferðalögum. Og hún ætti ekki / eingöngu að miða slík ferðalög við æsku kaupstaðanna, heldur stofna til kynnisferða með æsku sveitanna norðanlancb og sunnan, austanlands og vestan, en sýslu- félög og ríki að launa erindreka, er ferðast um sveitir á vegum ungmennafélaganna, hnlda fyrir- lesra um ferðalög, ferðatækni og ferðamenningu og sýna kvik- myndir frá fögrum leiðum, auk þess sem þeir skipulegðu ferða- lög næsta sumars fyrir félags- menn fyrir hönd Ferðaskrifstof- unnar, einkum kynnisferðirnar. Eg er viss um að slíkum erind- rekum yrði hvarvetna vel tekið og að starf þeirra mundi bera mikinn og blessunarríkan árang- ur. Þessa dagana er það einkum (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.