Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 D AGUR 7 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- íör móður minnar PÁLÍNU EINARSDÓTTUR, ílvoli, Glerárþorpi. Fyrir hönd aðstandenda Njáll Jakobsson. «KHKHKH>ÍHKHKHWKHKHKHKaKHKHKHKHKHKHXHKHS<«HKKKHKHW Hjartanlegt þakklæti vil eg fœra öllinn þeim, er glöddu mið með heimsóknum, gjöfum, kveðjuskeytum eða á annan hátt á fimmtugsafmæli mínu 8. þ. m. ■ AIARTEINN SIGURÐSSON. hKhkhkhkhkhkhkhKbkhkhkhkhkhkhkhkhkbkhkhki ChKHKhkh miiiiiiiiiiiiiiiiiiiii IIIII111IIIIlllllllll III IIIIIII B Framvegis verður tekið á móti ull í Korn- i vöruhúsi voru á Ákureyri. Pokarnir verða að vera glögglega merktir | nafni innleggjanda. Kaupfélaq Evfirðinga. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Veiðimenn - Ferðafólk Regnkápur - Regnhattar I Olíutreyjur og buxur l fyrir veiðimenn. — Verð kr. 18.50. í Sendum gegn þóstkröfu um land allt. Brynjólfur Sveinsson h. f. i Akureyri. Sími 580. Pósthólf 125. 1111111111111111111111111111111111111111 llllllllllllllllllllllll! I ■ 1111111111111111111111111 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111III TÓMIR SÍLDARMJÖLSPOKAR, ónotaðir, TIL SÖLU NÚ ÞEGAR með tækifærisverði. Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri h. f. ii i■ 111111 ■ ■ ■ii 11111 ■ 11111 ■ 11 ■ 1111 ■ i ii 11 ii i Vcentanlegir þátttakendur í knattspyrnumóti íslands, í 2. aldurflokki, gjöri svo vel og tilkynni þátttöku fvrir 15. þ. m. til Knattspyrnuráðs Akureyrar. ÚR BÆ OG BYGGÐ — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). hirtnar konur og hreinlátar en í bæjunum. Mætti segja mér það, að andlitið á þeim væri ekki eitt sólskinsbros, er þeim er fært svona góðgæti, og er það að von- um. Þetta má ekki haldast stund- inni lengur. Ferðamannastraum- urinn er farinn að berast inn í bæinn. Von er á skemmtiferða- skipi frá útlöndum með fjölda fólks. Það fólk mun grannskoða allt hér, kæmi mér ekki á óvart þótt því yrði starsýnt á fiskkas- irnar. Mér kæmi það heldur ekki óvænt að hugmyndir þeirra um þrifnað og menningu okkar tækju ekki verulega hátt hopp upp á við við þá sjón. Væri til of mikils mælzt, að K. E. A. kippti í spottann og út- rýmdi ósómanum. Það hefir á- reiðanlega oft áður velt þyngra hlassi til hagsbóta fyrir bæ og sveit. Gæti það ekki séð af svo- lítilli kompu af sínum mikla húsakosti, þar sem sveitafólkið gæti geymt fiskinn sinn meðan það dveldi í - bænum, en þyrfti ekki að láta liann liggja úti í svaðinu? íslenzk Olynipíu-afrek. ÓÞARFT ER að geta þess, sem allir vita, að vér íslendingar sendum fríða sveit sveina og meyja á Olympíuleikana í Lund- únaborg. Hefir sú landkynning vafalaust kostað álitlega fúlgu erlends gjaldeyris, en í það var auðvitað ekki horfandi, því að með því skapaðist einnig erindi íslenzkra fréttamanna blaða og útvarps og' ýmissa annarra gesta út fyrir pollinn, sem annars hefðu naumast getað fundið sér nokkurt hæfilegt tilefni til utanlandsfarar. Hvert sterlingspund, sem varið hefir verið til þessa loflega fyrir- tækis hefir þannig borið marg- faldan ávoxt nýrra sterlings- punda, se'ni einnig hefir verið eytt erlendis. Fyrirtækið hefir því í hvívetna borið sig vel, á sama hátt og fiskverzlun karlsins, sem keypti fiskinn dýrará verði á Svalbarðseyri en hann gat selt hann á Akureyri og gaf þá skýr- ingu á þeim blómlegu viðskiptum, að þau gætu borið sig, því að um- setningin væri svo mikil. — Og Olympíu-umsetning sumra blað- anna hér heima hefir líka verið mikil og kostað firn prentsvertu og pappírs, og stærstablaðilands- ins gafst enn eitt tækifæri til þess að slá sín fyrri met í rökréttri ályktun, þegar það fullyrti nú á dögunum, að íslenzku íþrótta- mennirnir hefðu unnið glæsileg afrek í London, þótt enginn þeirra kæmist þar í úrslit í neinni grein. Venjulegum lesendum mundi sennilega veitast nokkuð erfitt að átta sig á þessum upplýsingum, ef svo vel vildi ekki til, að Jón prófessor Helgason hefir áður — í sambandi við fyrri Olympíuleiki — gefið fullgilda skýringu á þessu fyrirbrigði, og fer naumast hjá því, að sú skarplega ályktun hans rifjist upp fyrir mönnum í þessu sambandi ,en hún er annars á þessa leið: „Undir blaktandi fánum og hérlúðrum hvellum og gjöllum sig hópaði þjóðanna safn, þangað fór og af íslandi flokkur " af keppendum snjöllum og fékk á sig töluvert nafn: í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum var enginn í heimi þeim jafn.“ ! KN ATTSP YRN U RÁÐID. Vörutrillur Kaupíélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild HERBERGI óskast til leigu, sem næst miðbænum. A. v. á. Hestur Tapast hefur frá Skáldalæk í Svarfaðardal jarpur hestur frekar dökkur að lit, ójárnað- ur, tvær ljaðrir lraman hægra. Þeir, sem hafa orðið hests- ins varir eftir 8. júlí, etu góð- fúslega beðnir að láta mig vita sem fyrst. Brjánn Guðjónsson, Skáldalæk. „Hóladagurinn“ er n k. sunnu- dag og verður prestafundur Hóla- stiptis haldinn í sambandi við hann. Fellur vegna fundarins messa niður hér í bænum á sunnudaginn. Ritstjóri Dags, Haukur Snorra- son, lagði af stað áleiðis til Finnlands sl. sunnudag, en þar mun hann sitja þing ritstjóra norrænna samvinnublaða, er haldið verður í Hclsingfors í þessum mánuði. Mun hann væntanlega verða fjarverandi um þriggja vikna skeið, en á meðan annast Jóhann Frímann skólastjóri ritstjórn blaðsins. — Sími hans er nr. 76. Dánardægur. Guðni Þorsteins- son hreppstjóri í Lundi í Fnjóskadal lézt 28. f. mán. að heimili sínu, og fór útför hans fram sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Var jarðset.t í heima- grafreit í Lundi. Guðni heitinn var fæddur 1. maí 1875 í Lundi og átti þar jafnan heima Var hann einn mesti héraðshöfðingi í sveit sinni og gegndi fjölda trúnaðar- starfa, var t. d. lengi oddviti sveitar sinnar, sýslunefndarmað- ur og hreppstjóri frá 1936 til dauðadags. Þá átti hann og sæti í stjórn Kaupfélags Svalbarðs- strandar frá 1905 og var formaður félagsins síðan 1936. Var hann mikilsvirtur og sérlega vel látinn drengsskaparmaður. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Guðrún Friðgeirsdóttir, frá Húsavík, og Ari Brynjólfsson, stúdent, frá Krossanesi. Heyvagii, fjórhjólaður, til sölu. A. v. á. Aktygi Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörúdeildin. G.M.C. - Ðodge - Chevrolet- vörubílar til sölu. — Til- boð óskast. Venjulegur réttur áskilinn. — Upplýsingar á Bifreiðastöðinni STEFNIR s. f. — Akureyri. — Sími 218. Hvairengi Akúreyringar! Eyfirðingar! Höfuni fyrirliggjandi HVAL.RENGI Fiskbúðin, Strandgötu 6 Tindaherfi VerzL Eyjaf jörður h.f. Heykvíslar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. Handknattleiksmót Norðurlands verður haldið á Akureyri, laug- ardaginn og sunnudaginn, 14. og 15. næstkomandi. Að öllum líkindum mun hand- knattleikslið frá Sauðárkróki taka þátt í mótin, ásamt bæjai'fé- lögunum, Þór og K. A. — Búast má við mjög skemmtilegum leikj- um. — K. A. sér um mótið að þessu sinni. Nýlcga hefir verið niáluð rauð rönd á kantstcinana báðum mcgin götunnar, á nokkrum kafla frá Kaupvangstorgi og suður eftir Hafnarstrætinu. — Hafa spjöld verið sett upp, er sýna, að á umgetnum kafla cr bifreiðasíaða bönnuð. Var full þörf þessarar ráðstöfunar, því að margoft að undaníörnu hefir verið illfært um götukafla þcnnan vegna bifreiða, sem þar hafa staðið. Til athugunar er, hvort ekki sé ástæða til að gera svipaðar í'áðstafanir víðar í bænum, þar sem umferðin er mest. Berklavörn á Akureyri heldur fund fimmtudaginn 12. ágúst kl. 8.30 e. h. í Rotarysal Hótel KEA. Fundai-efni: Kosning fulltrúa á 10. þing S. í. B. S. Fimmtugsafmæli átti 8. þ. m. Marteinn Sigui'ðsson bæjarfidl- trúi. Bárust honum í því tilefni góðar minningargjafir, og mai'gt vina hans og kxmningja heimsótti hann á afmælisdaginn, enda er hann sérlega vinsæll og vel látinn af öllum, sem hafa af honum nokkur kynni, og sómamaður í hvívetna. Hefir Marteinn um langt skeið haft mikil og góð skipti af félagsmálum í bænum. Var hann t. d. um eitt skeið for- maðxu' Verkamannafélags Akur- eyrai'kaupstaðar og á nú, svo sem kunnugt er, sæti í bæjai'stjórn Akureyrar sem fulltrúi Fram- sóknai-flokksins. Hjónaband. Gefin voru saman lxér á Akureyri 8. þ. mán. Uni Guðjónsson frá Hrauixfelli í Vopnafirði og ungfrú Ólöf Óíafs- dóttir fi-á Viðvík í Nox-ður-Múla- sýslu. Hjálpræðisherinn. Sunnu- daginn 15/8 kl. 11: Helgunarsam- koma, kl. 4: Útisamkoma, kl. 81/2: Hjálpræðissamkoma. Kaptein og frú Eskil Roos frá Reykjavík stjóx-na, tala og syngja. MikiH söngur og hljóðfæi-asláttur. Allir velkomnii-. Hjónaband. Laugardaginn 24. sl. voru gefin saman í hjónaband of séra Stefáni Snævarr á Völluixx, Sigríður Kristjánsdóttir, Hellu, og Bergsteinn Jónsson, Kjai-tans- götu 1, Reykjavík. Saumakona óskast 1. september eða síðar. Björgvin Friðriksson, klæðskeri. Stór spegill, . hentugur fyrir verzlanir, eða saumastofur, til sölu. A. v. .á Til sölu: Tún, 6 dagsláttur, vél- tækt, við bæinn. F.innig ung kýr, vorbær, af góðu kyni. A. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.