Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 11.08.1948, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 11. ágúst 1948 Hörmulegf slys á Húnaflóa Fjórir menn drukkna við ásiglingu út af Reykjafirði. Sauðfjárveik/varnirnar: Um 100 km. vamargirðingu komið upp í sumar Lengstu girðingarnar í Húnavatns- sýslu og Skaftafellssýslu. Um klukkan 8 á iaugardags- kvöldið sigldi vélbáturinn Stíg- andi frá Olafsfirði á tvo snurpu- nótabáta frá vélbátnum Arinbirni frá Reykjavík, er voru að síld- veiðum út af Reykjafirði á Ströndum. Voru 14 sjómenn í nótabátun- um og lentu 13 þeirra i sjóinn við ásiglinguna, enda brotnaði annar báturinn í spón, en hinn færðist í kaf. Drukknuðu þarna fjórir menn, svo sem fyrr getur: Bjarni Guðmundsson, Sörlaskjóli 22, Haraldur Kjartansson, Melahúsi, Sandvíkurvegi, Birgir Guðmunds- son, Grettisgötu 20A, allir úr Reykjavík, og Guðjón Sigurjóns- son af Vatnsleysuströnd. Lík þeirra Bjarna og Harald- ar náðust fljótlega úr sjónum, og var farið með þau þegar í stað til Djúpavíkur, en þar er nú læknir. Voru gerðar á þeim lífgunartil- raunir frðm eftir nóttu, en þær báru ekki árangur. Voru þau síð- an flutt hingað til bæiarins. Lík þeirra Birgis og Guðjóns voru hins vegar ófundin, síðast, er til fréttist. Brezku háskólakenn - ararnir staddir hér í bænum Brezku háskólakennararnir fimm, sem Anglía, ensk-íslenzka félagið, hefir boðið hingað til lands með aðstoð kennslumála- ráðuneytisins, komu hingað til bæjarins í gær. Háskólakennar- arnir eru þessir: Mrs. Ida L. Gor- don, sem kennir ensku og fornís- lenzku við háskólann í Man- chester. Gwyn Jones prófessor við háskólann í Aberystwyth í Wales. Harold Orton, prófessor í ensku við háskólann í Leeds. Dr. A. H. Smith, sem kennir engil- saxnesku og forníslenzku við há- skólann i London og G. Turville- Petre frá Oxford. Aðeins tveir háskólakennar- anna, Mrs. Gordon og Mr. Tur- ville-Petre, hafa komið áður hingað til lands. Mrs. Gordon rit- aði hér doktorsritgerð um Vest- firðingasögu, en Mr. Turville- Petre var eitt sinn sendikennai'i í ensku hjá háskólanum hér. Talai' hann prýðilega íslenzku, en allir eru gestirnir kunnir vísindamenn í íslenzkum fræðum og góðir ís- landsvinir. Nýjasta bókin: SÖLVI II. bindi Nánari atvik að slysinu eru enn ekki að fullu kunn, en málið er nú í rannsókn fyrir sjórétti hér. - Áætlun Eimskips (Framhald af 1. síðu). um ferðir frystiskipanna e.s. „Bri\arfoss“ og m.s. ,,Goðafoss“ og leiguskipsins „Horsa“ vegna óvissunnar um hvar farmur skuli hverju sinni tekinn, og hvar hon- um skuli skilað. Munu þessi skip að sjálfsögðu einnig ltoma við á höfnum út um land, eftir því sem aðstæður leyfa. M.s. „Tröllafoss“ verður vænt- anlega í ferðum til New York og Halifax, en e.s. „Selfoss“ verður ýmist í strandferðum eða ferðum milli landa þegar um flutning á þeim vörum er að ræða,semþetta skip er hentugast fyrir. Blaðið hefir átt þess kost að. sjá nánar athugasemdir stjórnar Eimskipafélagsins varðandi áætl- un þessa en skýringar þær, sem prentaðar eru á áætlunina sjálfa. Segii' þar m. a. á þessa leið: „Það hefði að sjálfsögðu verið æskilegast, af unnt hefði verið að gera nú þegar áætlun fyrir öll skip félagsins. Vér teljum það hins vegar með öllu þýðingarlaust að gera áætlun um ferðir frysti- skipanna, með því að eins og nú háttar, er aldrei ákveðið fyrr en á síðustu stundu, á hvaða höfnum skipin eiga að taka farminn, og hvar eigi að afferma hann. Auk þess sýnir reynslan að ferðirnar taka svo mislangan tíma, að ekki er mögulegt að þessi skip geti haldið nokkra áætlun. En að sjálfsögðu munu frystiskipin koma við á höfnum úti um land bæði til þess að skila farmi og taka hann, þegar svo stendur á, og þannig verða raunverulega miklu fleiri viðkomur úti um land en þessi áætlun sýnir. Auk þess mun e.s. „Selfoss“ verða í strandferðum eftir því sem ástæða þykir til, en aðallega mun skipið annast flutninga á þeim vörum, sem það er sérstaklega vel fallið til, svo sem þryggjuefni og öðrum vörum, sem erfitt er að flytja með öðrum skipum. Vér erum ekki í vafa um að þessi tilraun vor til þess að láta þessi þrjú skip sigla eftir áætlun og annast svo miklar strandferð- ir, muni hafa í för með sér stórum verri afkomu félagsins. En vér treystum því hins vegar, að inn- flytjendur úti á landi geri sitt til þess að þessi tilraun \'aldi félag- inu sem minnstu tapi, með því að gæta þess að ráðstafa vörum sín- um eftir því, sem þeim er mögu- legt með þessumferðum, og þannig stuðla að því, að hægt sé að flytja þær beint á ákvörðunarstaðinn án umhleðslu, en í þá átt hafa óskir viðskiptavina vorra úti á landi fyrst og fremst gengið." Lá við flugslysi vegna vegna hillinga Danska blaðið Poltiken skýrir frá því nýlega, að það atvik hafi hent yfir Málmey, að flugvél var að því komin að lenda á flugvelli, sem flugmaðurinn þóttist sjá, en reyndist svo vera hillingar einar, og tókst flugmanninum að forða slysi á síðustu stundu. Ein af farþegaflugvélum ABA var á leið frá Þýzkalandi til Málmeyjar. Loft var mistrað, þegai' hún kom yfir Suður-Sví- þjóð. Allt í einu sá flugmaðurinn flugvöll fyrir enðan sig, og þótt- ist hann svo viss í sinni sök, að hann lækkaði flugið og bjóst til að lenda. En allt í einu leystist sýnin upp og það kom í Ijós, að flugvélin var yfir Falsterbo- sundinu. Myndin var annars svo skýr, að fólk og bifreiðar sáust á götum við flugvöllinn og á götum Málmeyjar. Þetta var aðeins hill- ing af Bulltofte-flugvelli við Málmey, en ekki völlurinn sjálf- ur. skýrslum voru fluttar út 60,050 smál. fisks til markaðslandanrta á fyrstu sex mánuðum ársins og var rúmlega fimmtungur þess magns fluttur út í júnímánuði. Heildar- verðið, sem við fengum fyrir is- fiskinn fyrra árshelming, nam rúm- lega 46,5 milljónum króna. Sé gerður samanburður á útflutn- ingi isfisksins í fyrra og nú, sézt, að þá var hann ekki helmingur þess magns, sem nú hefir náðst. Voru þá seldar ísaðar samtals 27,713 smá- lestir, cn andvirði aflans var 19,9 milljónir króna. Virðist verðið í ár líka hafa verið heldur hagstæðara en á síðasta ári, svo að það gerir aðstöðu okkar heldur betri en ella. Isfiskurinn var stærsti útfluln- ingsliðurinn á fyrra hluta ársins, en næst kom síldarlýsi. Voru fluttar út rúmlega 14,000 smálestir fyrir rúm- ar 3 miljónir króna á þessu tíma- bili og tæpur helmingur þess í júnímánuði eða 6960 smálestir fyrir 17,6 miljónir króna. Á sama tíma í fyrra höfðu verið fluttar út 2463 smálestir fyrir kr. 4,2 milljónir. Freðfiskur og sildarmjöl. Þriðji stærsti liðurinn í útflutn- ingi okkar fyrstu sex mánuði árs- ins er freðfiskurinn. Af honum seldum við 12,764 smálestir fyrir tæplega 35 milljónir króna. í júní nam þessi útflutningur 1880 smá- Á vegum Sauðfjárveikivarn- anna verður í sumar girt um 100 km. vegarlengd með sexstrengdri f járgirðingu. — Stærstu girðinga- framkvæmdirnar eru í Húna- vatnsssýslu og Austur í Skafta- fellssýslum. f sumar er unnið að girðingu frá fjárskiptasvæðinu í fyrra. Nær þessi girðing úr Miðfirði í Húnavatnssýslu og austur að Blöndu, sunnan heimalanda. Hún verður 20—25 km. löng og mun verða lokið við hana um næstu mánaðamót. Ætlunin er að fai'ga öllu fé frá Miðfirði og austur að Héraðs- vötnum. En ákveðið hefir verið að fá þess í stað fjárstofn vestan ugasta og sjöunda milljón króna. Síldarmjöl var fjórði stærsti út- flutningsliðurinn fram til júní- loka. Af þvi voru fluttar út 28,584 smálestir fyrir rúml. 28,7 milljónir króna. I júní nam.þessi útflutning- ur 3460 smál. fyrir kr. 3,3 milljónir króna. Útflutningur síldarmjöls fyrra helming þessa árs er rtimlega lOfalt meiri en á saraa tíma í fyrra. Þá nam hann 2520 smálestum og verðmætið var rúmlega 2,7 millj. króna. Lýsi og óverkaður saltfiskur. Þá má geta um lýsisútflutning- inn, sem nam 4210 smál. fyrir rtim- lega 17 milj. króna. Á sama tíma í fyrra var liann að magni 1931 smá- lest og að verðmæti tæþléga 8,5 milljónir króna. af Fjörðum, a. m. k. á svæðið frá Miðfirðinum og austur að Blöndu. Það er ennfremur ætlunin að halda fénu algerlega innan girð- ingarinnar fyrstu árin á eftir. Unnið er að annarri girðingu, sem nær frá mæðiveikigirðing- unni sunnanvert við Hvalfjörð, sem lögð var í fyrrasumar, og austur yfir Arnarvatnsheiði í Arnarvatn stóra. Þessi girðing verður nálægt 30 km. löng og er einnig geft ráð fyrir að henni verði loltið í haust. Ætlazt er til að næstu árin verði fjárlaust svæði á heiðunum aust- an og norðan þessarar girðingar, allt austur að Blöndu og norður að fyrrnefndri girðingu, sem nær milli Miðfjarðar og Blöndu. Snemma í vor var lögð 20 km. löng fjárgirðing yfir Mýr- dalsssand þveran. Ennfremur hefir í vor verið lokið við að koma upp fjárskiptagirðingum, sem áð- ur var byrjað á, svo að alls munu nýjar girðingar í ár vera um 100 km. langar, sem girtar eru á veg- um Sauðfjárveikivarnanna. Þörf umbóta til hag- ræðis fyrir ferðafólk utan af landsbyggð- inni Ferðaskrifstofa ríkisins vinnur nú að ýmsum umbótum á húsa- kynnum sínum í höfuðstaðnum. Fyrir ferðafólk utan af landi, er kemur til höfuðstaðarins, er það einkum athyglisvert í þessu sam- bandi, að meðal annarra umbóta er búið að koma upp böggla- og pakkageymslu í kjallara hússins. Verður þar að staðaldri sérstak- ur afgreiðslumaður, og geymir hann töskur og hvers konar pakka fyrir fólk eftir því, sem það óskar. Slíkar pakkageymslur eru nýlunda hér á landi, en annars hvarvetna á járnbrautarstöðvum, skipaafgreiðslum og víðar á slík- um stöðum erlendis, og eru þær mjög til hagræðis fyrir ferða- fólk. Fiskifélags íslands liefst á Akureyri 1. okt. n.k. I Inntökuskilyröi samkveemt lögum nr. 71, 23. i júni 1936 um kennslu i vélfrecdi i Úmsöknir sen'dist til undirritaðs, eða Fiski- I félags íslands, Reykjavik, fyrir 10. september \ | nœstkomandi \ j HELGI PÁLSSON. \ öiiilitnniimniiiniinniiiiiiiinniiiiuiuiiwwiWMiiHiiimiiiiMMniiiniiiiiuiiinniMHinumnimmwwuiinnimiu* Verzlunin janúar—júní: ísfiskútflutningur okkar tvöfalt meiri nú en í fyrra Hann nálgast fjórðung alls útflutningsins ísfiskútflutningur okkar var rúm- lestum fyrir rúml. 5,7 millj. króna. leg:t tvöfalt meiri fyrri hluta þessa Freðfiskútflutningurinn fyrra árs- árs en á sama tímabili í fyrra. helmning í fyrra nam 9272 smál. Samkvæmt nýútkomnum hag- og fengust fyrir þær nærri hálf tutt-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.