Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 18. ágúst 1948 Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innlieimta: Marinó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sfmi 166 Blaðið kemur út á hverjum iniðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí !; PRENTVERK ODOS BJÖRNSSONAR H.F. 'I Vandi verzlunar- og innflutnings- málanna bíður enn óleystur Á SÍÐUSTU ÁRUM hefir þróun atvinnulífsins og þjóðmálanna verið slík á landi hér, að fram- leiðslustéttirnar hafa mjög staðið höllum fæti í samkeppninni við aðrar atvinnugreinar, og þá fyrst og fremst verzlunina og hið geysilega skrif- stofubákn ríkisvaldsins sjálfs. Ekki er ólíklegt, að nauðsyn og neyð muni áður en langt um líður kenna þjóðinni aðra og betri lifnaðarhætti að þessu leyti. Segja má og, að ýmsar ráðstafanir, er gerðar hafa verið í tíð núverandi stjórnar við- víkjandi innflutningsmálunum, miði beinlínis — a. m. k. á pappírnum — í þá átt að draga úr sjúk- legum ofvexti verzlunarinnar, og þá fyrst og fremst heildsölustéttarinnar. Þær lækningatil- raunir hafa þó fram að þessu borið stórum minni árangur en almenningur mun hafa gert sér vonir um og nauðsynlegt hefði verið. Sízt skortir það, að alls konar sterkar og fremur ólystugar inntökur hafi verið reyndar, svo sem geysivíðtækt skömmt- unarbrask og hvers konar innflutningshömlur. Vafalaust hafa þessar tilraunir borið nokkurn ár- angur og tafið öfugþróunina að einhverju leyti. En það mun þó mál manna — og með fullum rétti — að allt hið geysilega umstang stjórnarvaldanna í viðskipta- og gjaldeyrismálunum hafi fram að þessu borið hryggilega rýran og ógiftusamlegan ávöxt, og enda að ýmsu leyli runnið algerlega út í sandinn. EKKIÞARF AÐ FARAí neinar grafgötur um það, hvernig á því muni standa, að svo illa hefir til tekizt. Núverandi stjórnarsamstarf — sem vissu- lega var þjóðarnauð.syn, 'eins og á stóð, og hefir þegar borið heillaríkan árangur að ýmsu leyti, — varð að kaupa því dýra verði, að fela Sjálfstæðis- flokknum raunverulega framkvæmd og yfirstjórn viðskiptamálanna og innflutningsins með for- mennsku og meirihluta-aðstöðu í Fjárhagsráði, æðstu ráðsmennsku fjármálanna og í skjóli við- skiptamálaráðherra, sem flest virðist vilja vinna til friðar og stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðis- fl. Þar með var raunar fyrirfram vitað, að allar leiðréttingar og umbætur í þessum efnum myndu sæta vísvitandi tregðu og jafnvel beinum fjand- skap sjálfs hins æðsta framkvæmdavalds. Hverj- um þeim manni, sem ekki er haldinn því hatram- legri pólitískri starblindu, má vera fyililega ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn er í innsta eðli sínu fyrst og fremst hagsmunasamtök og stjórnmálalegt áróðurstæki verzlunarstéttarinnar, og þó raunar einkum og sér í lagi þrengstu, auðugustu og vold- ugustu heildsalaklíkunnar í Reykjavík. Hags- munir, sérréttindi og völd þeirrar klíku er vissu- lega það mikla og volduga segulskaut, sem komp- ásnálin á stjórnpalli þeirrar fleytu stefnir alltaf á, hvort sem hinu fríða lystiskipi þessa „flokks allra stétta“, er annars stefnt austur eða vestur, norður eða suður, um hin breiðu úthöf stjórnmál- anna, með allan hinn fjölmenna hóp meinhægra og velviljaðra, einfaldra og hrekklausra kjósenda og óbreyttra flokksmanna innan borðs. STÓR OG SKRAUTLEG skemmtiferðaskip eru jafnan dýr í rekstri, og há var leigan, sem um- bótaflokkarnir í landinu urðu að gjalda til þess að fá lystisnekkju íhaldsins sér til hjálpar um stund- arsakir til liðflutnings á hinar sameiginlegu vígstöðvar allra þjóðhollra manna gegn bráðu hruni þjóðveldisins og skemmda- störfum niðurrifsmannanna. Áður hafði skútan verið í fararbroddi flotans, er sigldi með liðsauka og hergögn til hinna gagnstæðu herbúða, svo að eftir miklu var raunar að slægjast. Enginn þarf því að kippa sér upp við það, þótt fyrsta afborgun þeirrar stríðs- leigu sé alltilfinnanleg: Vandi verzlunar-, innflutnings- og gjaldeyrismálanna bíður enn óleystu rað mestu. Framkvæmd innflutningshaftanna og skömmt- unarkerfisins fer mjög í handa- skolum, og loks er tillögum kaup- staðaráðstefnunnar um réttlátari dreifingu innflutningsins og aðr- ar aðkallandi umbætur í þessum efnum stungið algerlega undir stól, og fyrirmæli alþingis í því sambandi að engu höfð. Hinar „nýju reglur" um skiptingu og dreifingu innflutningsins fást alls ekki birtar, og fullkomin leynd er viðhöfð um alla framkvæmd þessara mála á hinum æðstu stöðum. Leiðarsteinn íhaldsins vísar vissulega enn rakleitt á hið gamla og eina segulskaut flokks- ins, þótt skútunni sé annars stefnt um stund þvert á hina gömlu siglingaleið niðurrifs- mannanna og eyðingaraflanna. FOKDREIFAR • 1 Þankar í sumarleyfinu Ef allir gætu átt sumarleyfi. Óhjákvæmilega skýtur einhverri slíkri hugsun upp í kollinum, þeg- ar maður veltir sér áhyggjulaus í sól og sumri langt burt frá bæjarþys og borgarlífi. Ef allir gætu átt indæla sumardaga — áhyggju- lausa hvíldardaga á einhverjum undurfögrum stöð- um, eins og Mývatnssveitin geymir og Fljótsdals- héraðið. Það er svipuð hugsun og stundum gei'ir vart við sig ,þegar sezt er að fögru matborði, hlöðnu ótal réttum og krásum. „Ef allir gætu sezt að jafn mat- arlegu borði og notið af“. ---o---- Gamlar syndir — eða nýjar? EKKI SKAL það rengt, að þeir góðu menn, sem eiga nú að gegna því vandasama hlutverki að ráð- stafa takmörkuðum gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar til kaupa á erlendum varningi, hafa vissulega þungan og óræstilegan djöful að draga, þar sem eru syndir ,ný- sköpunarstjórnarinnar‘ sælu, sem ekki lét þaðdugaaðsólundaöllum m i 11 j ó n afúlgum striðsgróðans, heldur batt einnig hendur eftir- manna sinna langt fram í tímann, með því að ráðstafa innflutningn- um og gjaldeyrisnotkuninni fyr- irfram með alls konar loforðum og leyfum, er gilda skyldu um langt skeið, og flest voru af sama ráðleysis - toganum spunnin og fyrri gerðir þeirrar stjórnar. — En ekki geta þó núverundi stjórn- endur þessara mála eilíflega skot- ið sér í það skjól, að kenna fyrir- rennurum sínum um allt það, sem aflaga fer í þessum efnum, og kemur nú senn að því, að dómur almenningsálitsins skelli á þeim sjálfum af fullum þunga. ÁHUGASAMUR bindindis- maður, sem oft ritar um þessi mál í eitt Reykjavíkurblaðanna, lét þess nýlega getið í pistlum sínum, að víst sé það hart, að menn geta hiklaust hlaðið bíl með áfengi og vindlingum á sama tíma og ekkierhægtaðfákeyptasokka, skyrtu, handklæði eða sápu, þótt gull sé í boði. Og léreft í líkklæði sé nú naumast fáanlegt, svo að það reki að,því, að jarða verði fólk í fatagörmunum, sem það hafi gengið í frá því fyrir endalok hinnar sælu tíðar Ólafs Thors og kommúnistanna, þegar síðustu gjaldeyrisinnstæðunum mikluvar að fullu eytt með ævintýralegum hraða og stofnað var til nýrra stórskulda erlendis. EKKI ER LANGT síðanaðkona, er stödd var hér í bænum, lét þess getið við mig, að hún hefði þá um daginn ekið í bifreið niðui' Strandgötuna og þótzt þá koma auga á heilt kaffi-„sett“ í búðar- glugga einum. Konuna rak í roga- stanz, því að ekki hafði hana órað fyrir því, að slíkur munaðarvarn- ingur væri nokkurs staðar á boð- stólum í bænum. Og þar eð hún hafði að undanförnu — eins og svo fjölmargar aðrar húsmæður bæði hér og annars staðar — orð- ið að notast við alls konar ósam- stætt bolla- og diskaski'an, meira og minna af séi' gengið, hraðaði hún sér við fyrstu hentugleika inn í búð þessa og hugðist hreppa hið dýra og sjaldséða hnoss. Jú, mikið rétt! Kaffi-„settið“ vai' svo sem til, en því miður var það bara barnaleikfang, brúðu-„sett“, að vísu óvenjulega stórt og fallegt, en þó ónothæftívenjuleguaugna- miði. Konunni hafði bara vaxið það svona í vonaraugunum, sem hún renndi til þess út um bílrúð una, er hún ók þar framhjá. ÉG GERI NÚ að vísu ráð fyrir því, að héi' sé aðeins um „gamlar syndir" að ræða, vöruleifar, sem birzt hafi með einhverjum und- arlegum hætti og skotið nú aftui' upp á yfirborðið, mönnum til skiljanlegrar ömunar og ásteyt- ingar. En getur sú skýring dugað í öllum hinum mörgu og ólíku tilfellum svipaðrar ráðamensku? Mundu það aðeins vera „gamlar syndir“, sem valda því, að rak- sápa, tannkrem, handsápa, vasa- hnífar og ótal aðrir ómissandi smáhlutir eru algerlega ófáanleg- ir á sama tíma og alls konar rán- dýr ilmvötn, andlitsduft, glitrandi eyrnalokkar, perlusettir hár- kambar, skrauthringar, arm- bandsglingur og óteljandi aðrar munaðarvörur skarta í haugum í sumum búðargluggum - ekki sízt í höfuðstaðnum.— Hér hafa að- eins örfá dæmi verið nefnd af handahófi, en svo mætti lengi telja, því að af miklu er að taka. Það er nú sennilega almennara en nokkru sinni fyrr með þjóðinni að fólk fari í sumarleyfi. Þóerþað svo, að það er ennþá ekki nægilega almennt, og hefi eg þá hugann einkanlega við húsmæður, sem sennilega langflestar fara á mis við nokkra veru- lega sumarhvíld. Þetta á þó eigkum við um húsfreyjur sveitanna, sem munu hafa lengstan vinnudag og oft erfiðastan einmitt sumarmánuðina. Enginn efast þó um að húsfreyjur í sveitinin muni eiga margar góðar stundir í sumarsól og hvíldar- daga heima, og þótt mörg'um sé svo farið, að hann kjósi helzt að dvelja sem mest heima, bæði við hvíld og störf, þá mun reyndin sú í langflestum tilfellum, að bezta hvíldin og sú eina, er að gagni kemur sé sú, þegai' farið er að heiman og breytt algerlega um umhverfi. Sálfræðingar telja slíka breytingu mjög mikilvæga og allt að því nauðsynlega hverjum manni, og oft munu einu læknisráðin, þegar um andlega þreytu, þunglyndi eða einhvern annan kvilla er að ræða: „Farið burt um tíma og breytið algerlega um umhverfi.“ Annað atriði er það í þessu sambandi, sem aldrei má gleyma, en það er hin góða tilfinning og gleði við að koma heim aftur og taka til starfa á ný. — Margir munu þá finna bezt, hve gott heimilið er og gaman að starfa. Sumarleyfin eru því mikilvæg fyrir hvern og einn og fyrir þjóðarheildina gagn- legri en kann að virðast í fljótu bragði. NYJA TÍZKAN GETUR VERIÐ BANVÆN. \ SÍZT VÆRI ÞAÐ furðulegt, þótt einhverjir hinna mörgu manna, sem kynnast því daglega, hversu lítið er nú fáanlegt af hvers konar nauðsynjavarningi,a. m. k. í kaupstöðum og þorpum úti um land, legðu þá spurningu fyrir sig, er þeir heyra eða sjá upptalningu útvarpsins og blað- anna á öllum þeim mikla sæg ís- lenzkra skipa og erlendra leigu- skipa, sem leggur leiðir sínar til landsins, og þá auðvitað fyrst og fremst til Reykjavíkur: — „Hvað hafa öll þessi skip að flytja, fyrst innflutningur bráðustu lífsnauð- synja er svo lítill?“ Varla er það allt „kapitalvörur“ til áframhald- andi nýsköpunar, og væri það þá ekki skárra, af tvennu illu, að eitthvað af „nýsköpuninni" væri látið bíða um stund, svo að fólkið gæti þó fengið brýnustu nauð- synjar, fatnað og hreinlætisvörur nokkurn veginn eftir þörfum? í löndum, þar sem arineldur (opinn eldur) tíðk- ast mikið í heimilum, þarf, eins og gefur að skilja, mikla varúð við meðferð eldsins, og gæta þess sér- staklega að engin eldfim efni komi þar nærri. Enskt blað skýrir nýlega frá því, hve brunahætta hafi aukizt, síðan nýja tízkan hélt innreið sína. — Blaðið segir að stórhætta sé á ferðum fyrir konur í hinum síðu og víðu pilsum, þegar þær séu að snúast í stofum sínum meðfram hinum opna eldi, því að nú fái þær enga viðvörun, þegar leggirnir hitni, heldur muni kvikna í pilsunum umsvifalaust. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að brýna fyrir konum að vera á varðbergi gagnvart þessari nýju „hættu“ og í einni borg hefir verið boðað til sérstakrar ráðstefnu með öllum kvenfé- lögum og kvennasamtökum í borginni til þess að kenna ýmsar varúðarráðstafanir og ræða málið. Ja, hún gerir ekki að gamni sínu, nýja tízkan. GOTT RÁÐ. VÍST ERU gjaldeyristekjur þjóðarinnar of litlar. En þær hafa þó, þrátt fyrir allt og allt, reynzt 6—7falt meiri undanfarin ár, síð- an aftur tók þó að syrta í álinn (Framhald á 5. síðu). Þegar þú þarft að hreinsa flöskur eða glös, sem hafa svo þröngan háls, að hendin kemst ekki niður í, er gott að mylja eggjaskurn og setja það ásamt volgu vatni í flöskuna og hrista síðan vel. Við þetta mun flaskan hreinsast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.