Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 18.08.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 18. ágíist 1948 *★*★*★*★-**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* | MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 39. DAGUR. (Framhald). eftirsótt af karlmönnum, en ein- hvern veginn hafði aldrei virzt svo, sem nokkur þeirra hefði áhuga fyrir að giftast henni. Þeir drógu sig í hlé innan ííðar. Hún hafði alltaf haft lag á að breiða yfir þetta með því að láta fólk halda að hún væri að bíða eftir Anthony, og ef til vill hafði hún gert það. En Díana þóttist viss um, að Anthony hefði þó aldrei gefið henni það mikið undir fót- inn, að hún hefði ástæðu til að láta svo. Og ef Anthony giftist henni, væri útlitið heldur svart fyrir hana, hugsaði Díana. ,,Eg er alvarlega hrædd við að Anthony sé að breyta um skoðun á Maffie,“ sagði Díana. „Eg get ekki betur séð en að hann sé orðinn vingjarnlegri við hana og alúðlegri en áður. Eg heyrði þau tala kunnuglega saman við morgunverðarborðið. Það er al- veg nýtt. Þau gerðu meira að segja að gamni sínu!“ Soffía kom vindlingnum gæti- lega fyrir í munnstykkinu. „Spurðir þú frú' Davíðsson um þessa stúlku í Penfield?" spurði hún. ,,Já. En hún hafði aldrei heyrt getið um neina Maggie Lane þar. Ef hún hefði heyrt nafnið fyrr, mundi hún löngu vera búin að *egja frá því. Hún varð bálvond yfir því, að eg skyldi spyrja um þetta og sagði að hennar börn hefðu aldrei haft nein afskipti af börnunum þar í bænum. Eg sagði að Hugh og Louise hlytu að vera á eitthvað svipuðu reki og Magg- ie, en hún sagði, að upp úr því væri ekkert að hafa, þau mundu aldrei hafa kynnzt fólki úr henn- ar stétt. Þú veizt hvernig hún er.“ „Það er víst vondur vegur þangað," sagði Soffía. „Já, það er svo. Það tekur víst heilan dag að aka þangað, fram og aftur. Verst er að Georg er al- veg ónýtur til að njósna. Ant- hony mundi auðvitað vera ágæt- ur til þess, en það er ekki vog- andi að segja honum neitt.“ „Nei, líklega ekki.“ „Auðvitað getum við líka hætt við allt saman og látið allt sitja í sama farinu. En þó lízt mér illa á það. Anthony er ákveðinn í því, að Georg losni úr klípunni, og þegar Anthony setur sér eitthvað, þá framkvæmir hann það, en að- ferðirnar, sem hann notar mundu e. t. v. ekki ævinlega falla okkur í geð. Þú skilur, hvað eg meina. Ef hann er farinn að vera vin- gjarnlegui' við Maggie nú, og finnst mikið til um hvað hún syngur vel og stundar námið af miklu kappi, þá er ekki gott að vita, til hvei's það mundi leiða með tíð og tíma.“ „Ertu búin að hugsa riokkuð ákveðið, Díana litla?“ spurði Soffía. Díana tók andann á lofti. „Já. Kunningi minn ætlar að aka okk- ur þangað. Mamma og Anthony vita ekkert um hann, en hann er afskaplega sniðugur náungi og hann vill gjarnan fara. Hann er ekkert hrifinn af Maggie heldur, hatar hana eiginlega. Það var hann, sem kom auga á hana í Penfield í fyrstu. Mér datt þess vegna í hug að skynsamlegt væri að fara með honum og láta hann spyrjast fyrir. Og mömmu mundi ekki gruna neitt, þótt við hyrfum báða reinn dag, Soffía. Er ekki hefði verið þetta óskapa ástand heima, rnundi eg vera búin að segja mömmu frá honum fyrir löngu.“ Díana fákk vilja sír.um fram- gegnt. Og næsta skrefið var svo auðvitað að segja Karli, að nú gæti hún farið einn dag að heim- an og biðja hann að aka þeim tjl Penfield. Karl lét ekki á sér standa. Honum fannst ráðagerðin ágæt. Díönu fannst hann hlakka til að gera Maggie eitthvað til miska, ef þess væri nokkur kost- ur. Maggie hafði séð Díönu tvisvar sinnum í fylgd með Karli Gulick. Æfingasalur sá, sem Karl og danshljómsveit hans notaði, var í sama borgarhlutanum og músík- háskólinn gamli, sem Maggie sótti. Og þarna í æfingasalnum hittust þau, Díana og Karl, að jafnaði. Maggie hafði í fyrstu séð þau saman dag nokkurn, er hún var að koma úr söngtíma hjá Borg- mann. Maggie hafði verið svo undrandi út af ummælum Borg- manns, að hún gerði sér í fyrstu varla grein fyzár því, sem hún sá. „Þú hefir tekið miklum fram- förum,“ hafði Borgmann sagt. „Hugur þinn er eins og svampur, hann drekkur allt í sig, sem gott er. Rétt eins og þú hafir alltaf verið að bíða eftir tækifæri til þess.“ „Kannske eg hafi L'ka verið að því,“ svaraði Maggie. „Þú ert skynsöm stúlka,“ sagði hann. „En þú átt þó eftir að venja þig af ýmsu, sem mér íellur ekki. Þú beitir röddinni stundum þannig, að mig tekur sárt að heyra það.“ „Já, eg veit hvernig það er. Eg vann fyrir mér eitt sinn með því að beita röddinni einmitt þannig, en nú vil eg gjarnan læra að hætta því.“ „Gott,“ sagði hann. „Það mun ekki líða á löngu, unz hljóðfærið er rétt stillt.“ Þegar Maggie var á heimleið, (Framhald). Ill«tll«illlllllllltllllllllllllllltlll«tllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllll iiiiiiiimsiiiitiiiniiiM' TILKYNNING nr, 27, 1948, | frá skömmtunarstjóra | Samkvæmt heimild í .8. gr. reglugerðar frá 23. septem- i ber 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sökL dreif- | ingu og afhendingu vara hefur viðskiptanefndin ákveð- i ið, að skömmtunarreiturinn í skömmtunarbók nr. 1 f riieð áletruninni SKAMMTUR 6, skuli hinn 10. septem- = lzer næstkomandi falla úr gildi, sem lögleg innkaupa- I heimild fyrir skömmtuðu smjöri. Verða þeir, sem eiga i þennari skömmtunarreit (SKAMMT 6), að bæta þess, I að hann verður ógildur eftir 10. september n. k. | Jafnframt er lagt fyrir allar verzlanir, er selt hafa i skammtað smjör og eiga skömmtunarreiti, sem gilt hafa f fyrir smjöri, að skila þeim öllum til skömmtunarstofu i ríkisins, með því aitnað hvort að afhenda þá á skrif- f stofunni, eða póstleggja þá til hennar í ábyrgðarpósti i fyrir 14. september næstkomandi. I Reykjavík, 13. ágúst 1948. | Skömmtunarstjórinn, i rn<«iiiMiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiii 1111111111111111111111 ii ......... I Sumarslátrun í er hafin, — Seljum slátur og mör, tvisvar I til þrisvar í viku. — Pöntunum veitt f móttaka í síma 306. ! Sláturhús K. E. A. ! ............................... Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|ll||l|l|||ltl|ll|||l|||l|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l||||(||||||||lj ] GEFJUNAR- | f ULLARDÚKAR, margar gerðir, 1 | KAMGARNSBAND, margir litir, I I LOPI, margir litir, i í venjulega fyrirliggjandi í öllum { | kaupfélögum landsins. I Ullarverksmiðjan GEFJUN •«• 1111111111111111111111111 iii ii m nlm iii miimiiiiiiimiiiilimiiimiiiiM 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111117 Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um ævintýri og hetjudáðir Eftir GARLAND ROARK Myndir eftir F. R. Gruger MYNDASAGA DAGS — 10 ,Eg mun sigra og síðan sækja þig,“ sagði Ralls. ,Taaro Tiki hefir helgað perlumar á nýjan leik. Desaix lyfti byssunni og skotið reið af. BARDAGI Ralls við ófreskjuna í hellismunnanum fékk skjótan endir. Um leið og dýrið kom með gapandi ginið í færi, rak hann hnífinn af alefli í hausinn á því. Hann fann hvernig hnífurinn skar holdið. Eft.ir nokkra fjörkippi, slaknaði á heljartökunum og hann gat, hreyft sig á ný. Eftirleikurinn var nú auðveldur. Kaðli var brugðið um kistuna og hún dregin upp í bátinn. En Ralls hné í ómegin, er ætlunárverki hans var lokið. Angeliqe stóð við sæng hans, er hann raknaði við. „nalls, Ralls,“ hvíslaði hún í eyra hans. Og hún heyrði hann hvísla á móti: „Eg elska þig, Angelique," „Hvers vegna léztu þá undan Sidneye?“, spurði hún. „Eg get ekki útskýrt það,“ svaraði hann. „En eg mun sigra síðar og sækja þig.“ Angelique leit undan og sagði: „Verði ég gefin öðr- um manr.i, þá er okkar sambandi lokið.“ Þetta kvöld var haldin mikil hátíð til þess að fagna sigri Ralls yfir ófreskjunni. Hann horfði athugull á, er innfæddu mennirnir undirbjuggu bálköst mikinn. Þar ætluðu þeir að fórna perlunum dýru til dýrðar Taaro Tiki. Ralls braut heilann um, hvernig hann ætti að villa þeim sýn og bjarga hinum dýrkeypta feng. Þegar stund- in rann upp, er kasta skyldi perlunum á bálið, gekk Ralls fram fyrir æðsta prestinn. „Ég hefi meðtekið boð- skap frá guðunum", sagði hann. „Hastaðu á menn þína meðan ég flyt þér hann.“ Mayrant Sidneye glotti á meðan Ralls hvíslaði boð- skapnum í eyra æðsta prestsins. Og hann gat ekki ann- að en dáðst að hugvitssemi mannsins, þegar æðsti presturinn hóf upp raust sína og ávarpaði lýðinn: „Taaro Tiki hefur helgað perlurnar á nýjan leik“, sagði hann. „Þær mega aldrei aftur hverfa til hellisins. Þær eru dæmdar til þess að Verða dreift um jörðma af syni Taaro Tiki“, og hann benti á Ralls. „Við munum fórna auga ófreskjunnar í stað perlanna“. Þannig hlaut Ralls perlumar. En þó ekki alveg. Jacques Desaix hafði horft á aðfarirnar með vaxandi gremju. Allt í einu hljóp hann upp, með skammbyssu í hendinni. „Sonur Taaro Tiki er ekki til“, hrópaði hann. „Sá, sem svo kallar sig, er óvandaður flakkari, sem ætlar að ræna ykki.u- auðæfum ykkar. f nafni franska lýðveldisins handtek ég yður. Ætlið þér að gangast undir það af fúsum vilja, Ralls?” Hann stóð í sömu sporum og Ralls horfði ógnandi á hann. „Jæja“, sagði Desaix. Hann lyfti byssunni og skot reið af Framhald í næsta blaði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.