Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 1
F orustugreinin: Hörmuleg framkvæmd vöruskömmtunarinnar. Fimmta síðan: Sagt frá íslandsmóti í knatt- spyrnu II. fl. og drengja meistaramóti íslands. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. september 1948 35. tbl. Framtak finnskra samvinnuinanna 'r I síðasta blaði vav lauslega greint frá því, að finnsku kaupfélögin ættu flest glæsilegustu verzlun- arhúsin í Helsingfors. Ilér er sjó n sögu ríkari. Myndin er af nýjustu stórbyggingu samvinnusam- bandsins SOK, í hjarta hinnar fi nnsku höfuðborgar. Neðsta hæðin er fyrir verzlanir, efri hæðirnar cru hótel og gildaskálar. Þetta er eihhver glæsilegasta bygging sinnar tegundar á Norðurlöndum. Danskt Græniandsfar strandar A leið til Grænlands með vísindaleiðangur °g vorur Um miðnætti sl. laugardag strandaði danskt Grænlandsfar á Svalbarðseyri, skammt norðan við viíann. Veður var gott, er skipið tók niðri, en háflóð. Við fjöru eru aðeins örfáir metrar úr landi út í skipið. Skip þetta heitir „Sværdfisken" og er eign Grænlandsstjórnar. Það er þrísigld skúta með hjálp- arvél, 365 brúttótonn að stærð, byggt 1920. Skipið kom hingað beina leið frá Kaupmannahöfn og er á leið til Grænlands með alls kyns nauðsynjavarning og 6 manna vísindaleiðangur, sem á að | Diesel-togari | } Guðm. Jörundssonar i j hleypur senn af 1 | stokkunum { I Brezka blaðið Fishing News I = skýrði nýlega frá því, £fð die- j I sel-togari sá, sem Guðmundur I I Jörundsson útgerðarmaður : I hér í bæ á í smíðum í Bret- I I landi, mundi bráðlega hlaupa I ; af stokkunum hjá skipasmíða- I I stöð í Lowestoft. Blaðið segir, I I að togarinn sé stærsta skip l l sinnar tegundar, sem smíðað I I hafi verið í Lowestoft. Blaðið [ I scgir, að skipið sé 450 smá- I i lestir að stærð, 165 feta langt, I I og knúið 970 hestafla dieselvél i i og mjög vandað í alla staði. M. I I a. verði þar um borð fiski- i i mjölsverksmiðja, scm geti af- I I kastað 10 tonnum af mjöli á i i sólarhring. i dvelja í Grænlandi næstu tvö ár. Skipið flytur m. a. allmikið af olíu og benzíni, byggingarefni, bifreiðar o. m. fl. Fjölmenn áhöfn er um borð, einnig eitthvað af kvikfé. Á sunnudaginn og mánudaginn var unnið að því að létta skipið. M.s. Sæfinnur tók vörur úr því og flutti þær hingað til bæjarins, en varðskipið Ægir vann að því að ná skipinu á flot. Eigi er ljóst hvernig stóð á því, að skipið strandaði þarna. Skip- stjórinn mun telja skekkju á sjó- korti sínu valda strandinu. Ótt- aðist hann grynningar norður af Oddeyri og hélt sig því svo aust- arlega, ætlaði að meira dýpi væri meðfram Svalbarðseyrinni. Skip- ið liggur þarna á sandeyri og mun óskemmt. Er gert ráð fyrir að varðskipnu takist að losa það og mun það þá halda förinni áfram til Grænlands. Áhöfn öll hefst við uin borð í skipinu. Skipið komið á flot. Á síðdegisflóði í gær náði varð- skipið Ægir danska skipinu á flot og kom með það hingað til Akur- eyrar. Skipið er talið óskemmt. Hér mun kafari athuga botn þess áður. en það heldur áfram ferð- inni til Grænlands. Faxaflóasíldin að koma? Lítill síldarafli hefir til þessa verið í reknet á Faxaflóa, en um sl. helgi sáu skipverjar á e.s. Reykjanesi mikla síld við Reykjanesröst. Var þar mikið um fugl og segja skipverjar síldar- torfurnar hafa verið mjög þéttar. Hljómleikar Tónlistar- félagsins: r Björn Olafsson og Ruth Hermanns lialda hljóm lcika hér á næstimni Blaðið hefir leitað frétta af næstu hljómleikum á vegum Tónlistarfélagsins hér hjá for- manni þess, Stefáni Ág. Krist- jánssyni. Hann skýrir svo frá, að Björn Ólafsson fiðluleikari sé væntanlegur hingað til bæjarins nú í vikunni og muni halda hljómleika hér um helgina með aðstoð Árna Kristjánssonar. — Björn er fyrir nokkru kominn til landsins frá Bandaríkjunum, en þar dvaldi hann í eitt ár við fram haldsnám hjá Adolf Busch. Síðar í mánuðinum mun Ruth Her- manns fiðluleikari halda hljóm- leika hér á vegum félagsins, með aðstoð W. Lanzky-Otto. Frk. Hermanns mun sennilega halda hljómleika víðar hér norðanlands í haust. 700-800 manna sótfu uppskeru- háfíð þingeyskra hænda síðast- liðinn sunnudag Nefnd kjörin til að undirbúa uppskeruhátíð næsta haust Minnzt 100 ára afmælis Svalbarðskirkju Sunnudaginn 22. f. m. var að Svalbarði í Þistilfirði haldin minningarguðsþjónusta til að minnast 100 ára afmælis kirkj- unnar á staðnum. Við athöfnina mættu fjórir prestar, flest fullorðið fólk úr Svalbarðssókn og allmargt úr næstu sveitum. Aðalræðu flutti sóknarpresturinn sr. Kristján Bjai'nason, en auk hans fóru í ræðustól kirkjunnar séra Þórður prófastur á Sauðanesi, er minnt- ist allra presta er þjónað höfðu í kirkjunni, og Jón skóld í Garði, er flutti afmælissálm, sem einn- ig var sunginn í kirkju, en lag við hann samdi Björgvin tónskáld og gaf kirkjunni. Fyrir nokkru gerði Jón II. Þor- bergsson bóndi á Laxamýri það að tillögu sinm í grein liér í b!að- inu, að bændur helguðu sér fyrsta sunnudag í september ár hvert og héldu þá hátíðlegan bændadag og uppskeruhátíð. Tillaga þessPhlaut góðar und- irtektir og í Suður-Þingeyjar- sýslu var ákveðið að efna til slíkrar hátíðar. Fékk Jón á Laxa- mýri nokkra bændur í lið með sér og auglýstu þeir samkomu að Laugum sl. sunnudag. Mikill fjöldi manna sótti sam- komuna, eða 700—800 manns, að því er blaðinu var skýrt t'rá í gær. Fór hún í alla staði ágæt- lcga fram. Nefnd manna var kjörin til þess að undirbúa uppskeruhátíð næsta haust og er Jón á Laxamýri formaður hennar. Má telja víst, að bænd- ur í Suður-Þingeyjarsýslu taki nú upp þann hátt að helga landbúnaðinum og uppsker- unni fyrsta sunnudag í septem- ber ár hvert. Líklegt má einnig telja, að bændur annars staðar á landinu feti í fótspor Þingey- inganna að þessu leyti og bændastéttin helgi sér einn há- tíðisdag á ári, svo sem aðrar stéttir hafa gert. Samkoman á Laugum hófst um kl. 2 síðdegis. Jón á Laxamýri stjórnaði henni og flutti aðalræð- una. Að setningu lokinni var hlýtt á messu og prédikaði séra Sig- urður Guðmundsson á Grenjað- arstað. Eftir messu hófust ræðu- höld og almennur söngur. Ræðu- menn voru, auk Jóns á Laxamýri, Jón Haraldsson á Einarsstöðum, Stefán Helgason í Haganesi o. fl. Edvard Sigurgeirsson sýndi ís- lenzkar kvikmyndir. Þennan sama dag fór fram íþróttakeppni Siglfirðinga og Sigurður skóla- meistari sjötugur Hinn 3. þ. m. varð hinn þjóð- kunni skólafrömuður og rithöf- undur Sigurður Guðmundsson fyrrv. skólameistari, sjötugur að aldri. Hann lét af skólameistara- embætti hér á sl. ári fyrir aldurs sakir, svo sem kunnugt er, og' flutti búferlum til Reykjavíkur. Bæjarmenn og héraðsbúar minn- azt hinna miklu starfa hans hér á þessum tímamótum í ævi hans og senda honum kveðjur og þakkir héðan að norðan. Þingeyinga að Laugum og var gert hlé á samkomunni meðan á keppninni stóð. Um kvöldið var dansað. Aðgangur að hátíðinni var ókeypis fyrir alla. Blaðið átti í gær tal við Jón Þorbergsson á Laxamýri um þennan bændadag þeirra Þingey- inganna. Var hann mjög ánægð- ur yfir þeim undirtektum, sem tillaga hans hefir fengið, og taldi samkomuna á Laugum hafa tekizt ágætlega. Var hann þess fullviss að þingeyskir bændur mundu framvegis helga sér þennan dag, fyrsta sunnudag í september, og minnazt þar starfsins og uppsker- unnar á myndarlegan hátt. íslenzkur togara- skipstjóri sektaður í Bretlandi Brezka blaðið Fishing News skýrir frá því með stórum fyrir- sögnum, að íslenzkur togaraskip- stjóri, Vigfús Sigurjónsson, hafi verið sektaður um 350 sterlings- pund í Grimsby, fyrir að tilkynna ekki tollgæzlunni 79 flöskur af áfengi um borð og 1740 sígarett- ur. Skipið var á heimleið frá Cuxhaven. Norðmenn keppa að 4-mílna land- helgi við Lóíót Norski sjávarútvegsmálaráð- herrann, Reidar Carlsen, flutti nú fyrir skömmu ræðu á norsku fiskimannaþingi. — Ráðherrann skýrði frá því, að norska stjórnin hefði þegar hafizt handa um að- gerðir til þess að viðhalda fiski- stofninum við Lófót. Þessar að- gerðir eru samningaumleitanir á alþjóða vettvangi. Ráðherrann sagði m. a.: „Það er kunnugt, að stórveldin hafa lengi viðurkennt 3-mílna landhelgina við strendur Noregs. Við höfum lengi reynt að fá viðurkenningu þeirra fyrir 4- mílna landhelgi, en án árangurs. Samningaumleitanir munu nú hafnar á alþjóðavettvangi til þess að vernda þau fiskimið, sem eru hrygningarsvæði og fiskigöng- urnar á leið til Lófót fara um. Þessi fyrirhugaða vernd mun ná til allra fiskitegunda. .. .“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.