Dagur - 08.09.1948, Blaðsíða 2
2
D AGUR
Miðvikudaginn 8. september 1948
„islendingur" kallar það níð um
Ólaf Thors að segja sannleikann
um sfjórn hans
j*
w
r\
W/
Einn vinur
vorsms enn. «
Á þeim rúmum tveimur árum,
sem stjórn Olafs Thors sat að
völdum ,eyddi hún 1000 milljón-
um króna fyrir utan þær 300
miilj kr., sem hún varði til endur-
nýjunar atvinnutækja eða „ný-
sköpunar", eins og hún kallaði
það.
Þegar stjórn Ólafs Thors flosn-
aði upp, var arfur hennar til
framtíðarinnar og viðtakandi
stjórnar tæmdir gjaldeyrissjóðir,
févana ríkissjóður, miklar lausa-
skuldir og þungbær dýrtíð, og
þetta allt þrátt fyrir góðæri og
hátt útflutningsverð.
Þetta hefir andstöðuflokkur
fyrrverandi stjórnar kallað illa
stjórn á málefnum þjóðarinnar og
haldið því hikláust fram, að
eyðsla og sóun fjármuna á stjórn-
artímabili Ólafsstjórnarinnar hafi
átt sér stað, og af því verði þjóð-
in nú að súpa seyðið í margs kon-
ar erfiðleikum og þrengingum.
Það er nú orðið á almennings-
vitorði, að fjársóunin á árunum
3944—1946 hefir verið gífurleg, og
að hægt hefði verið, ef ofurlítilli
gætni og hyggindum hefði verið
beitt, að spara stórfé, sem gott
hefði verið að grípa til, þegar að
þrengdi.
Blöð Framsóknarflokksins hafa
lýst fjáreyðslu Ólafsstjórnarinnar
og gagnrýnt hana. Ailir vita, að
sú lýsing er rétt, og að gagnrýnin
hafði við gild rök að styðjast. All-
ir vita, að hinn mikli gjaldeyrii-
var uppétinn við stjórnarskiptin,
og að lausaskuldir höfðu safnast.
Og sök Ólafsstjórnarinnar verður
enn þyngri fyrir það, að hún
reyndi að dylja hið raunverulega
ástand löngu eftir að henni hlaut
að vera kunnugt um, hversu al-
varlegt það var orðið.
Blöð Sjálfstæðisflokksins reyna
enn að halda uppi vörn fyrir hönd
Ólafsstjórnarinnar. Siðasti „ís-
lendingur“ tekur m. a. það ráð,
að kalla ádeilugreinar Framsókn-
arblaðanna á fyrrverandi stjórn
„níðgreinar um Ólaf Thors“.
Samkvæmt röksemdafærslu ísl.
er það níð um Ólaf Thors að
skýra satt og rétt frá fjáreyðslu
stjórnar hans og lýsa afleiðingum
hennar. Tilgangur ritstjóra ísl. er
sýnilega sá að halda hltfiskildi yf-
ir Ólafi, en um varnarskrif hans
má segja, að höggur sá, er hlífa
skyldi. Ekki getur það verið sök
Framsóknarblaðanna. þó að rétt
og sönn lýsing þeirra á stjórn
Ólafs Thors reynist níð um hann.
Það skal fúslega viðurkennt, að
Ólafur átti ekki einn sök á taum-
lausu fjárbruðli stjórnar hans.
Kommúnistar hjálpuðu honum
dyggilega við það verk. Enda
þykist Morgunblaðið aldrei geta
lýst því nógu átakanlega og hrak-
yrt þá hæfilega fyriv það, hve
óhæfir' þeir séu til að koma ná-
lægt stjórnarstörfum, þar sem allt
grotni niður í höndum þeirra.
Það er engin furða, þó að komm-
únistum þyki þetta litlar þakkir
fyrir yfirlýsingar þeirra fyrir síð-
ustu kosningar um það, að Ólafur
Thors væri „vitrasti stjórnmála-
maður“ á íslandi. Þann dóm
munu kommúnistar hafa byggt á
því, að Ólafur hafi reynzt þeim
þægt verkfæri í fjáreyðslusukki
og dýratítðarþennslunni á árun-
um 1944—-‘46.
Síðasti „íslendingur“ kveður
það ekki vera á færi Framsókn-
armanna að dæma Ólaí Thors úr
leik í íslenzku stjórnmálalífi. Þar
til er því að svara, að Framsókn-
armenn -bera enga ábyrgð á Ólafi
Thors og stjórnmálaaxarsköftum
hans. Sú ábyrgð hvílir á Sjálf-
stæðisflokknum. Honum ber því
skylda til að dæma formann sinn
úr leik. Það má nú benda ritstjóra
ísl. á, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefir þegar innt þessa skyldu sína
af hendi að nokkru leyti. Það
gerði hann við síðustu stjórnar-
skipti, er Ólafur Thors fékk ekki
að vera í ríkisstjórn, þó að stjórn
hans að sjálfs hans dómi hefði
verið svo afbragðs góð, að aldrei
hefði verið eins bjart framundan
eins og þá. En þetta grobb hans
nægði þó ekki. Hann var þá
dæmdur úr leik að því er til
stjórnarstarfa kom.
En ennþá er Ólafur Tliors tal-
inn formaður Sjálfstæðisílokksins
af misskildum brjóstgæðum.
•••111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111';
T^AGUR er liðinn að kveldi, og
komið fram í 23. viku sumars.
— Haust og rigning. Sólskins-
sumar að kveðja — þegar saga
þessi gerðisí.
Maður kemur til mín, þar sem
ég er við vinnu mína, heilsar mér
og segir: „Það er eitt, sem mér
finnst, að ég hafi svildð. Ég hef
alltaf ætlað mér að gefa þér fáein-
ar krónur til íþróttahússins, en
aldrei orðið neitt úr framkvæmd-
um. En a£ því að ég hítti þig nú,
skal ég láta vcrða af efndum.“ Og
um leið tekur liann upp úr vasa
sínum fimmtíu krónur, réttir mér
þær og segir um leið: „Svo hehl-
ur þú kjafti.“ Hann hlær við og
veifar til mín hendinni, síðan
snarast hann burt með svo skjótri
svipan, að ég fékk eigi svigrúm
til að svara honum neinu eða
þakka Honuin gjöfina í það sinn.
Ég glotti með sjálfum mér,
því að suinu leyti þótti mér
áminningin góð, en hugsaði þó
Samband Nautgriparæktarfé-
laga Eyjafjarðar (S. N. E.) var>
stofnað árið 1930 og hefir nú inn-
an vébanda sinna 11 sjálfstæð fé-
lög í hreppum Eyjafjarðar.
Markmið S. N. E. er að efla
nautgriparækt héraðsins fyrst og
fremst með skipulögðum kyn-
bótum kúastofnsins.
Nýjasta skrefið í þá átt var
stigið 1946 með stofnun sæðing-
arstöðvar fyrir nautgripi að
Grísabóli við Akureyri, þar sem
nú eru aðalbækistöðvar S. N. E.
í þjónustu sambandsins er
ráðunautur, sem meðal annars
hefir eftirlit með skýrsluhaldi
meðlimanna og vinnur úr þeim
eftir hver áramót.
Á síðastliðnu vori voru haldn-
ar kúasýningar í 9 hreppum sam-
bandsins. Á sýningunum mætti
Páll Zóphoníasson ráðunautur
Búnaðarfélags íslands og dæmdi
hann gripina.
Hér fara á eftir nokkrar niður-
stöður úr skýrslum S. N. E.
I. Nautgriparæktarfélag
Svalbarðsstrandar.
í því eru 23 kúabú með 211
kúm og mjólkandi kvígum (árið
Rafmagnseldavél
Sá, sem getur útvega'ð mér
íbitð, 1—2 lierbergi og eld-
bús, getur fengið keypta
rafmagnseldavél.
O
Afgr. vísar á.
þessum vini mínum þegjandi
þörfina, þótt síðar yrði, og skal ég
nú vissulega segja ykkur, hver
þessi vinur vorsins er. Hann er
enginn annar en Jón Svein-
björnsson, hyggingaverkamaður
hjá KEA, Eiðsvallagötu 3 hér í
bæ.
Hvað skyldu þeir annars vera
margir, sem einhvern tíma hefur
flogið það í hug að styrkja höll
æskunnar mcð fáeinum •krónuni,
en aldrei komið því í verk? Vildu
þeir nú ekki fara að ráði nafna
míns, Jóns Sveinbjörnssonar, og
þeirra annarra, er slíkt hafa gjört,
og láta verða af framkvæmdum?
Vinir vorsins, gamlir og nýir!
Ég færi yður innilegar þakkir og
kveðju frá höil æskunnar á Ak-
ureyri, og hún spyr um leið:
Hverjir verða nú næstir í leik
með sól og sunnanvindi?
Höfuðdag 1948.
Jón Benediktsson,
prenteri.
1946 voru þær 185). Meðalnyt
fullmjólka kúa var 3153 kg. +
3.75% fita = 11824 fituein. (Árið
1946 3247 + 362 = 11758 fitúein.).
Yfir 14.000 fituein. mjólkuðu 19
kýr eða 15% fullmjólka kúa.
Á sýningunni í vor fengu þess-
ar kýr I. verðlaun:
1. Leista 13, Leifshúsum, fædd
1934. Faðir Búi. Meðalnyt 1946
og 1947 3479 + 3.90 = 13567 fitu-
ein.
2. Skrauta 9, Veigastöðum,' f.
1936. Faðir Kroppur. Meðalnyt
1947 4032 + 3.59 = 14475 fituein.
3. Skrauta 21, E.-Dálksstöðum,
f. 1937. Faðir Búi. Meðalnyt 1946
og 1947 4683 + 3.93 = 18400.
4. Lukka 6, Sveinbjarnargerði,
f. 1938. Faðir Logi. Meðalnyt 1946
5005 + 3.91 = 19570.
5. Kolbrún 31, Svalbarði, f. 1939.
Faðir Búi. Meðalnyt 1946 og 1947
3076 + 3.99 = 12248 fituein.
6. Sóley 32, Svalbarði, f. 1939.
Faðir Logi. Meðalnyt 1946 og
1947 3615 + 3.93 = 14215.
7. Grána 25, N.-Dálksstöðumf f.
1937. Faðir Sómi. Meðalnyt 1946
og 1947 4179 + 3.83 = 16018.
8. Gríma 37, Svalbarði, f. 1940.
Faðir Torfi. Meðalnyt 1946 og
1947 3297 + 4.27 = 14073 fituein.
9. Reyður 9, N.-Dálksstöðum, f.
1939. Faðir Búi. Meðalnyt 1945
4718 + 3.77 = 17787 fituein.
10. Stjarna 34, Svalbarði, f.
1940. Faðir Logi. Meðalnyt 1946
og 1947 3580 + 3.94 = 14125 fitu-
ein.
(Framhald á 7. síðu).
Hráolíuofnar,
stærri gerðin, væntanlegir næstu daga. — Þeir,
o o o
sem átt liafa hjá okkur pantanir, eru vinsamlega i
beðnir að tala við okkur strax, annars verða
ofnarnir seldir öðrum.
Verzlunin Eyjafjörður h.f.
■ 1111 ■ 111 ■ 11 ■ 1111 ■ 111 ■ ■ • ■ i ■ 11 ■ 11 ■ 111 ■ ■ ■■ ■ 1111 ■ ■ ■ i ■ i ■ ■ ■ i ■ ■ i ■ ■ ■ 111 ■ i ■ ■ 111 •■ ■ ■ ■ ■ i ■ • i ■ ■ i ■ ■ ■ ■ i ■ 111 ■ ■ 111M11 ■ 11 ■ i ■• ■ i ■ ■
iiiriiiimiiiiiinii
• i ■ i ■ ■ ■ ■ i n ■ ■ 11 ■ i
111 ■ i ■ 11 ■ 1111 ■ 11111 ■ i ■ i ■ i ■ ■ 1111 ■ 111 ■ i ■ 11 ■ 11 ■ 11 ■ 11 ■ ■ ■ 11 ■ 11 ■ 111 ■ i
iiimiiiiiimnip
HÚTEL AKUREYR
Hafnarstræti 98. — Sími 271.
Frá Landssímastöðinni
Stúlka verður tekin tii náms
við Landssímastöðina hér frá
1. október n. k.
F.iginhandar-umsókriir, þar
sem getið er aldurs og mennt-
unar, sendist undirrituðum
fyrir 20. þ. m.
Símastjórinn, Akureyri,
7. sept. 1948.
G. SC.RAM.
Sendisveina
vantar á símastöðina á Ak-
ureyri frá 15. þ. m. — Upp-
lýsingar á skriístofu síma-
stjóráns kl. 11 — 12 og 13—14
daglega.
Þvottaefni
Flik-Flak, Tip-Top
Stangasápa
Gólfbón
W. C.-pappír
Yöruhúsið h/f
iimimmimmiimii
Sjóstígvél
Sjóstakkar
gúrnmi og oliub.
Regnkápur,
cJrengja, margar stcerðir
Vöruliúsið h/f
Rúmgóð íbúð, 3 herbergi,
eldliús, ásamt geymslu, aðg,
að vaskhúsi, klósett og
handlaug á sömu hæð. —
Nánari upplýsingar hjá
HARALDI GUÐNASYNI,
Hafnarstræti 18 P>.
Reiðbuxur
Reiðjakkar
Sportsokkar
Enskar húfur j
frd kr. 8.30 \
Treflar, ull j
| Ilramis verzlnn|
Páll Sigurgeirsson. j
•i*i ii i iiiiiuiiMiiiiiiiiimi ii ■iiiimiiimii n iiiiiiiiiiimiiii7
mmiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiuiiiiiiiiiM"iii|l.
Kvenpeysur
Kvenpils
Barnapeysur
Barnateppi
í Brauns verzlunj
Páll Sigurgeirsson. \
Landbúnaðurinn í Eyjafirði:
árangur