Dagur - 08.09.1948, Síða 4
DAGUR
Miðvikudaginn 8. september 1948
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sfmi 166
Blaðið kernur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí
L
PRENTVERK ODi)S BJORNSSONAR H.F.
„Slagirnir“ og orsakir þeirra
„SLAGIRNIR“ við búðardyr eru að verða sér-
einkenni á íslenzku þjóðlífi. Hvar, sem leið manns
liggur um hina stærri verzlunarstaði, má sjá
mannþyrpingar við búðardyr einhvern tíma vik-
unnar eða mánaðarins. Það, sem furðulegast er við
þessa slagi er það, að þeir eru flestir háðir um
skömmtunarvörur, um vöruútlát á skÖmmtunar-
miða, sem ríkisvaldið hefir miðlað þegnunum.
Hvergi, þar sem skömmtun er í gildi, mun þetta
fyrirbæri þekkjast, nema hér á landi. í sumum
löndum, þar sem skömmtun er ströng, má sjá
ýmiss konar vefnaðarvörur og aðrar nauðsynjar
í sýningargluggum, en enginn „slagur“ er um
þessar vörur. í þessum löndum hefir þess verið
gætt, að vörumagnið og skömmtunarmiðarnir
væri í samræmi hvort við annað. Ástandið í
verzlunarmálunum hér er hins vegar þannig, að
ekkert samræmi er í milli útgefinna skömmtunar-
að nokkur hluti þjóðarinn-
ar hefir fengið tækifæri
til þess að kaupa allt að því
helmingi meira af nauðsynlegum
skömmtunarvörum en hinn hlut-
inn.
ÞESSAR síðustu aðgerðir í
verzlunarmálunum hljóta að rifja
upp hátíðleg loforð stjórnar-
flokkanna í stjórnarsáttmálanum
um endurbætur á verzlunarfyrir-
komulaginu og jafn hátíðlegar
yfirlýsingar viðskiptamálaráð-
herrans um „nýju reglugerðina",
sem aldrei hefir séð dagsins ljós.
Skömmtunarsljórinn hefir upp-
lýst, að aðeins helmingur þeirrar
vefnaðarvöru, sem leyft var að
flytja inn á fyrri helmingi árs-
ins, hafi komið til landsins í tæka
tíð. Almenningur getur upplýst
skömmtunarstjórann og við-
skiptamálaráðherrann um þau
sannindi, að ekki sinu sinni þessi
helmingur áætlaðs magns, hefir
komið í verzlanir eða verið fáan-
legur út á skömmtunarmiða al-
mennings. Spákaupmenn og
spekúlantar hafa fengið leyfi til
að flytja inn vefnaðarvöru á
sama tíma og kaupfélögum og
kaupmönnum, sem í rauninni
starfrækja verzlunarbúðir fyrir
almenning, hefir verið neitað um
innflutning. Vefnaðarvörukvóti
spekúlantanna kemur almenningi
ekki að gagni. Hans njóta þeir
bezt, sem mesta gagnið hafa af
„nýju reglugerðinni" í innflutn-
ingsmálunum, sem viðskipta-
málaráðherra ,,alþýðunnar“ boð-
aði í fyrra, en ekki hefir séð dags-
ins ljós ennþá, þrátt fyrir marg-
ar áskoranir og hátíðleg loforð.
/w/œ.
Fyrstu skóladagarnir
FOKDREIFAR
miða í sumum greinum og vöruinnflutningsins.
Miklu fleiri miðar í umferð en vörur út á miðana.
Af þessum ástæðum verða „slagirnir" til og þann-
ig hefir skömmtunarkerfinu íslenzka tekizt það,
að bregðast fyrstu skyldu sinni við þjóðina, sem
helga átti alla tilveru þess: að tryggja jafna og
réttláta vörudreifingu. Misræmið í milli einstakra
fjölskyldna og milli einstakra verzlunarstaða er
gífurlegt. Þetta er harðui' dómur um framkvæmd
skömmtunarinnar hér, en hann verður ekki um-
flúinn. Þrátt fyrir skrifstofubákn, fjölda starfs-
manna, mikla skriffinnsku og mikinn tilkostnað,
hefir framkvæmdin farið hörmulegá úr hendi
það sem af er. — Það er engu líkara en
skrifstofur þær, sem ríkið starfrækir til þess að
annast skömmtun á vörum og skömmtun á gjald-
eyri til vörukaupa, hafi ekkert samband sín á
milli, heldur starfi eins og sjálfstæð ríki í ríkinu,
meira að segja án diplómatísks sambands. Eða
hvernig verður það öðruvísi skýrt, sem síðast hef-
ir gerzt í skömmtunarmálunum hér? Skömmtun-
arstjórinn sjálfur hefir upplýst það, í blaðaviðtali,
að skorturinn á vefnaðarvörum út á vefnaðar-
vörumiðana, sem gefnir voru út um sl. áramót,
stafi einkum af því, að vöruinnflutningurinn hafi
ekki numið nema rösklega helmingi þeirra leyfa,
sem gefin voru út í þessu augnamiði. Það verður
að ætla, að magn skömmtunarmiðanna hafi verið
miðað við hinn áætlaða innflutning allan. En
stað hans „slást“ menn um helming hans við aðr-
ar hverjar búðardyr. Fjöldi manna hefir því ekki
haft tækifæri til þess að kaupa þann skammt vefn
aðarvöru, sem talinn var hæfilegur hálfs árs
skammtur um sl. áramót. Þrátt fyrir þessar stað-
reyndir — og maður verður að ætla að skömmt-
unarstjórinn haldi sér við staðreyndir þá sjaldan
hann gefur upplýsingar — leyfa Fjárhagsráð og
Viðskiptanefnd sér að ógilda þessa skömmtunar
miða nú, er það er augljóst, að aðeins helmingur
áætlaðs vefnaðarvöruinnflutnings hefir komið til
landsins og mikill fjöldi landsmanna hefir ekki
haft tækifæri til þess að afla sér nauðsynlegrar
vefnaðarvöru út á þessa miða. Samfylking gömlu
stjórnarflokkanna í Fjárhagsráði felldi þá sjálf
sögðu tillögu Framsóknarmanna, að framlengja
miðana. Var það þó beinlínis skylda ríkisvaldsins,
að sjá um að skömmtunin stæðist þá lágmarks-
kröfu að tryggja réttláta vörudreifingu. —
Nú er því sjónarmiði varpað fyrir borð, því
að nýju miðarnir gilda aðeins fyrir hálfvirði fyrri
miðanna. Oll framkvæmd innflutningsmálanna og
skömmtunarinnar hefir því farið þannig úr hendi,
Taugaveiklun í kommúnistaher-
búðunum.
„Verkamaður" skrifar blaðinu:
„ÞEIR VIRÐAST hafa verið
alvarlega taugaveiklaðir, sem
skrifuðu í Verkamanninn sl.
föstudag. Virðist þeir sjá útsend-
ara íslenzku ríkisstjórnarinnar á
hverju götuhorni, og álíta að dag-
ar verkalýðssamtakanna séu
taldir. Það hvað vera bruggað
launráð gegn verkalýðnum hér á
Akureyri, á skrifstofum kaup-
manna og forstjóra, og að senda
eigi „stóra“ menn á Alþýðusam-
bandsþingið, sennilega forstjóra,
kaupmenn, fulltrúa, ráðunauta og
jafnvel atvinnurekendur sjálfa,
en verkamennirnir eiga hvergi
að koma nærri! Það er von að
aumingja fyrrverandi ritstjóri
Verkamannsins verði miður sín
út af öllum þessum ósköpum,
enda ber grein hans, „Verkalýðs-
fundir fínu mannanna“, þess
vitni. í fyrrnefndi'i grein segir hr.
Rósberg Q. Snædal að borgara-
blöðin, en svo nefnir hann and-
stöðublöð kommúnista, gefi skýr-
ingu á því að þau vilji stjórnar-
skipti í Alþýðusambandi íslands,
en hún sé sú, að aumingja menn-
irnir heiti því nafni, sem prestur-
inn skírði þá. Er eg alveg sam-
mála hr. Rósberg G. Snædal, að
það sé heldur bágborin rök-
færsla. En við verkamenn á Ak-
ureyri getum gefið skýringu á
því, og hún er sú: Við viljum ekki
hafa þá stjórn í Alþýðusambandi
íslands, sem notar verkalýðssam-
1 tökin, sem pólitískt vopn gegn
hagsmunum þjóðarinnar. Við
munum enn Krossanesdeiluna sl.
sumar og kærum okkur ekki um
að senda þá sömu menn á Al-
þýðusambandsþing, sem sköðuðu
bæjarfélagið um fleiri tugi þús-
unda króna, sem við urðum svo
að greiða aftur með hærri skött-
um. Við viljum ekki þá menn í
stjórn Alþýðusambands íslands,
sem eru leiguþý erlends stór-
veldis og meta meir hagsmuni
þess en þjóðar sinnar. Eg vil
skora á herra Rósberg G. Snædal
að nefna nafn þess forstjóra KEA
sem sagður var á verkalýðsfundi,
þegar hann átti að gegna starfi
sínu, svo að framkvæmdastjóri
KEA geti gefið honum áminn-
ingu fyrir að vanrækia starf sitt.
Ef hr. Rósberg G. Snædal gerir
það ekki tel eg skrif hans fleip-
ur eitt frá upphafi og til enda, og
sem eingöngu eru skrifuð til þess
að hræða akureyrska verka-
menn til að fylgja kommúnistum
að málum.
„Austrænt lýðræði“ í verka-
mannafélaginu.
AÐ LOKUM mun eg skýra frá
sýnishorni á vinnubrögðum
kommúnista innan verkalýðsfé-
laganna, og munu þeir dyggilega,
Þegar eg gekk til vinnu minnar í morgun, mætti
eg heilum hópi af litlum börnum með litlar skóla-
töskui' um öxl.
Þau voru þvegin og greidd og glaðleg mörg hver,
en í sVip flestra var eftirvænting og undrun.
Þessir fyrstu dagar septembermánaðar, eru
merkisdagar í hug og hjarta þessara smávöxnu og
stuttstígu Akureyringa. Það eru fyrstu skóladag-
arnir.
Miklu máli skiptir fyrir barnið og alla þess fram-
tíð sem skólabarns, að foreldrarnir fylgist vel og af
alhug með þessum fyrstu skóladögum. Að vísu eru
dagarnir á undan engu síður mikilvægir, allur und-
irbúningurinn undir það sem koma skal, bæði beinn
undirbúningur við að kaupa ýmis áhöld og bækur,
og einnig hinn andlegi undirbúningur, umtalið um
skólann og hið væntanlega nám þar.
Fullorðnu fólki, sem ekki hefir haft meiri eða
minni afskipti af börnum, hættir til að gleyma því
að setja sig í hugarheim barnsins þegar jafn merki-
'legur atburður í lífi þess á sér stað og fyrsta skóla-
gangan.
Foreldrarnir þurfa að sýna áhuga og skilning á
öllu því, er að náminu og skólanum lýtur og tala um
stofnunina og starf það, er framundan er með virð-
í því, stæla húsbændui sína í jngU) svo ag gu afstaða barnsins verði jákvæð þegar
austri. Sl. sunnudag var haldinn
félagsfundur í Verkamannafélagi
Akureyrarkaupstaðar. Á fundin-
um s’óttu allmargir um inngöngu
í félagið. En svo einkennilega brá
við, að tveim verkamönnum var
neitað um inngöngu í félagið, á
þeim forsendum, að annar þeirra
hefði aldrei unnið verkamanna-
vinnu og að hinn væri iðnnemi.
Eftir nánari vitneskju um þessa
menn, þá hefir annar þeirra
stundað verkamannavinnu lengri
eða skemmri tíma undanfarin ár,
og nú sl. 5 mánuði unnið við
byggingarvinnu og geta vinnu-
skýrslur atvinnurekandans sýnt
og sannað það. Hinn maðurinn
hefir unnið sem verkamaður í
nokkur ár á bifreiðaverkstæði
hér í bænum og hefir aldrei verið
skráður sem iðnnemi né verið í
iðnskóla. Finnst mönnum þetta
harla einkennileg afgreiðsla hjá
þeim meiri hluta, sem greiddi at-
kvæði gegn því að þessir menn
fengju inngöngu í félagið, en það
voru allt kommúnistar, sem at-
kvæði greiddu gegn því.
Verkamaður.“
Nýjasta bókin:
FÆREYJAR
BÓK
Hafnarstræti 81 — Sími 444
Blómadagamir
10.—11 SEPTEMBER.
Hjálpræðisherinn selur blóm
þessa daga til þess að
geta
haldið áfram andlegri og þjóð-
félagslegri hjálparstarfsemi. —
Gjörið svo vel að kaupa blóm!
í upphafi.
Allir góðir skólar kappkosta að taka vel á móti
nemendum sínum, þegar þeir fyrst koma í skólann.
Fyrsti dagurinn, eða jafnvel fyrstu augnablikin í
skólanum og áhrif þeirra á lítið barn, geta verið
mjög mikilvæg og það skiptir ekki svo litlu máli að
áhrifin verði jákvæð og góð. Það er því auðsætt, að
allir aðiljar, bæði heimilin o gskólarnir, þurfa að
vinna saman hér eins og víða annars staðar, ef góðs
árangurs á að vera hægt að vænta.
Og fyrstu skóladagarnir ættu að vera eitt þeirra
atriða, sem áherzla væri lögð á að vel tækist.
HEILHVEITISKORTURINN.
Húsmóðir ein kom að máli við mig á dögunum, og
sagðist ekkert skilja í því, að ekki væri hægt að fá
heilhveiti, meðan nóg er til af hvítu hveiti og ýms-
um öðrum korntegundum.
Þetta kemur sér afar illa fyrir marga, sem sam-
kvæmt læknisráði eiga að borða heilhveiti í brauð,
einkanlega og í sjálfu sér er það mjög óhagstætt
fyrir alla, sem komizt hafa upp á það að nota heil-
hveiti í stað hvíta hveitisins að verulegu leyti, því
að heilhveitið er sem kunnugt er miklu hollara og
betra fyrir mannslíkamann.
Nú hefir frétzt að heilhveitið sé komið aftur og
muni verða á markaðnum, áður en langt líður. Von-
andi eru birgðir miklar og að áframhald verði á út-
vegun þessarar vöru, svo að neytendurnir geti valið
þá vöruna, sem þeir álíta bezta.
GOTT RAÐ.
Agúrkur geymast bezt, ef þær eru smurðar að
utan með matarolíu. Olían varnar því, að mikil út-
gufun eigi sér stað og gúrkan verður öll mýkri og
betri.
HEIMAGERÐAR SÚKKULAÐISTENGUR.
Það er hægt að gera ágætar súkkulaðistengur
heima á eftirfarandi hátt: Hart franskbrauð er skor-
ið í fingurstórar ræmur. Súkkulaðiduft eða kakó
er hrært út i heitri mjólk og þar í settur sykur eftir
smekk. Brauðræmunum er velt upp úr þessu og
síðan eru þær látnar á plötu og þurrkaðar í ofni við
mjög hægan hita, þar til þær verða þurrar vel og
harðar. Þetta þykir flestum börnum hið mesta sæl-
gæti.