Dagur - 15.09.1948, Side 6
G
DAGUB
Miðvikudaginn 15. september 1948
»
MAGGIE LANE
Saga eftir Frances Wees
43. DAGUIt.
Díana horíði til skiptis á
Miggie og Karl. Loksins rauf hún
þögnina. „Eg trúi ekki einu orði
af því, sem þú hefir sagt. Þú vilt
bara ná í hann sjálf. Þú ætlar að
taka hann frá mér.“
Karl sneri sér að henni. „Nei,
góða mín,“ sagði hann. „Því er
ekki þannig farið. Maggie hefir
alltaf haft augastað á stærri fisk-
um en mér.“
Það var auðséð, að það var að
renna upp fyrir Díönu, að Karl
vildi ekki þræta algjörlega fyrir
það, sem Maggie hafði sagt.
„Jæja, Díana,“ sagði Maggie.
„Nú skulum við koma.“
Það var barið að dyrum. Paley
horfði spurnaraugum á Karl, sem
opnaði síðan, varlega. Anthony
stóð í dyragættinni. Hann var í
kjólbúningi, rólegur og ákveðinn
í fasi eins og ævinlega.
„Mér þykir leitt að eg kem svo
seint,“ sagði hann, „en það tók
mig svo langan tíma að koma
bílnum fyrir.“ Hann sneri sér að
Maggie. „Eg ákvað nefnilega að
veita þér eftirför."
Karl Gulick horfði undrandi á
Anthony. Vonleysi skein úr svip
hans. Hann sá nú, að taflið var
tapað.
Anthony hélt áfram, í rólegum,
kurteislegum tón. „Hvað lengi
hefir systir mín verið hér?“
spurði hann.
. „Um það bil klukkutíma,“ svar-
aði Karl með nokkrum erfiðis-
munum.
„Er það rétt, Díana?“
Hún kinkaði kolli.
„Þú hefir ekki verið hér í allan
dag?“
„Neí,“ sVaraði Karl. Honum
var mikið niðri fyrir. „Við ókum
til Penfield. Eg get sannað það.
Við komum hingað fyrir klukku-
tíma.“
„Það er gott fyrir þig, karlinn,"
sagði Anthony.
Maggie gekk hvatlega inn í
næsta herbergi og kom þaðan að
vörmu spori aftur með kápu Dí-
önu, hatt hennar og tösku. Hún
fékk Anthony kápuna. Hann
gekk til systur sinnar, tók glasið
af henni og hjálpaði henni í káp-
una.
„Það var gott að Maggie vissi
hvar þér áttuð heima,“ sagði
Anthöny, um leið og hann gekk á
eftir systur sinni út úr herberg-
inu.
Frú Carver heyrði er þau komu
heim. Hún liljóp á móti þeim og
brast í grát, þegar hún sá að Dí-
ana var með þeim. Allur virðu-
leikinn var nú af henni. Maggie
sá hana í fyrsta sinn eins og hún
var í rauninni, venjuleg móðir,
sem er hrædd um barn sitt. Frú
Carver faðmaði dóttur sína að
sér um leið og hún lét hverja
spurninguna reka aðra. Díana
svaraði engri þeirra. Hún var
þreytuleg og virtist áhugalaus
fyrir öllu, sem gerðist í kringum
hana.
En allt í einu rann það upp fyr-
ir frú Carver, að hún mætti ekki
láta tengdadóttur sína sjá sig
svona og hún rétti úr sér og
þurrkaði tárin af vöngunum. Hún
horfði hvasst á Maggie. „Það er
auðséð, að það ert þú, sem hefir
komið þessu til leiðar,“ sagði hún.
„Eg hefi þolað þér margt hingað
til, en nú er nóg komið. Viltu
gjöra svo vel að skýra mér frá því
hvað hefir gerzt. Eftir það vil eg
að þú farir héðan, tafarlaust. Eg
mun ekki þola nærveru þína hér
í húsinu stundinni lengur."
Þögn. Anthony ræskti sig. „Eg
held að þú misskiljir það, sem
gerzt hefir, mamma," sagði hann.
„Það er Maggie að þakka, að Dí-
ana er komin heim. Við eigum
henni mikið að þakka.“
(Framhald).
Vil selja
4 ungar kýr.
Pdll Vigjússon,
Syðri-Varðgjá.
Tek að mér
i'lutning á rauðmöl úr Mý-
vatnssveit,
Bjarni Tryggvason,
Y triV arðgjá.
Fjármark mitt er:
Tvístýft aftan hægra, sýlt og
gat vinstra. Brennimark:
J. V. S.
Hallandsnesi, 13. sept. 1948.
Jón Sigfússon.
Eldri kona
óskast í vetur á fámennt
heimili, rétt við bæinn. —
Sérherbergi.
Afgr. vísar á.
Vil kaupa góða
Kolaeldavél
Gunnar Árnason,
Sími 580.
iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiii
GEFJUNAR
iiimmmim i'A
ULLARDÚKAR, margar gerðir, i
KAMGARNSBAND, margir litir, j
LOPI, margir litir, í
venjulega fyrirliggjandi í öllum
kaupfélögum landsins. i
I Ullarverksmiðjan GEFJUN |
riiliiiimiiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiimiimmiiiiiiiiimimiiiiimmiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimmmi*
! Við önnumst vöruflutningana |
j Bifreiðastöðin Stefnir s.f. I
§ Sími 218 — Akureyri. |
'hIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍ
«mmmmm ii iii mmmmmimi ....
| AUGLÝSING
| frá Viðskiptanefnd |
Viðskiptanefndin vísar til auglýsingar, dags. 20. í
í ágúst urn innköllun dollaraleyfa, og vill hér með endur- i
1 taka það, sent segir í umræddri auglýsingu, að óheimilt i
| er bönkum og toHafgreiðslum að greiða eða tollafgreiða =
= vörur gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum útgefnum i
1 í dollurum, nema þau hafi verið skrásett og stimpluð af i
Í Viðskiptanefnd. |
Reykjavík, 7. september 1948.
Viðskiptanefndin. j
•iifiimiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimpiiiiiimiiiiiiiliiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmi?
«iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiijiiiiii|iiliiiiiimiimiiiiiiiil"*
1 Tvær stúlkur
óskast til vinnu í Kristneshæli 1. október eða fyrr. I
Ennfremur kemur til mála að ráða karlmann til 1
hreingerninga á gólíum. Góð kjör. Upplýsingar í
gefur yfirhjúkrunarkonan, sími 119 og skrifstof- I
j an, sínti 292.
7n immmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmimimmmmmmmmm*
ÁualÝsið í „DÉGI"
Fræg skáldsaga um Eftir GARLAND ROARK MYNDASAGA DAGS — 14
ævintýri og hetjudáðir Myndir eftir F. R. Gruger
Ralls var drukkinn. Hann hélt á svipu.
Kjölfar Ráuða drekans
„Eg sver, að eg skal hefna mín,“ sagði Sidneye við Ralls.
ÞEGAR SIDNEYE hafði sagt mér, hvemig það bar að,
að hann gerði Ralls að skipstjóra á Rauða drekanum,
var sögu hans lokið. Eg vissi allt, sem síðan hafði gerzt,
um örlög Rauða drekans og gullfarmsins. Sidneye horfði
spurnaraugum á mig. „Eg hefi sagt Ralls, að sviksemi
við mig muni verða grimmilega hefnt,“ sagði hann.
Eg skildi nú, hvað undir bjó í viðskiptum þessara
manna. Eg varð að taka ákvörðun. Hann var að bjóða
mér grið og að gerast sinn maður. Hann var ennþá
Sidneye, forstjóri Batjak Ltd., gamall maður í hjólastól,
en samt einvaldur voldugs fyrirtækis. Hann var sterkur
maður, þrátt fyrir allt, raunar hvergi veikur fyrir hema
þegar fullhugar töluðu um ævintýri og hetjudáðir, þá
hreifzt hann með. Ralls hafði kunnað þau tök á honum.
Eg sá nú atburðina í nýju ljósi. En eg gat ekki stillt
mig um að spyrjast frekar fyrir um Angelique „Hún var
dásamleg eiginkona og móðir,“ sagði Sidneye. „Hún lézt
þegar hún gaf mér þriðja barnið. Ef hún hefði lifað, hefði
„Varstu búin að gleyma aðvörun minni,“ sagði eg við
Teleia.
eg kannske látið mál okkar Ralls niður falla nú.“
Sidneye beið eftir svari mínu. Mundi eg skilja við
Ralls og koma yfir um til hans? Það dró nærri dögun, og
eg vissi að við sólarupprás mundi Ralls koma, eins og
við höfðum talað um, nema eg væri kominn til skips
áður.
„Þú verður að taka ákvörðun,“ sagði Sidneye. „Ertu
með okkur eða með Ralls?“
„Hvað hefi eg langan frest?“
„Til sólarlags. Ekki lengur.“
Eg var í þungum þönkum á leiðinni til skipsins. Eg
gat ekki tekið ákvörðun mína nema gera fyrst upp sak-
irnar við Ralls, hreint og ærlega.
Þegar eg var komin nhálfa leið til skipsins, mundi eg
eftir því að Ralls hafði verið drukkinn kvöldið áður og
eg þekkti hann svo mikið, að hann mundi undir þeim
kringumstæðum ekki hafa haldið kyrru fyrir í skipinu.
Hver skyldi hafa orðið fyrir barðinu á honum í þetta
sinn? Allt í einu flaug mér Teleia í hug. Eg hraðaði mér
aftur til hússins, milli vonar og ótta. En eg varð rólegur
þegar eg sá Teleiu í garðinum.
Hún brosti glaðlega þegar eg nálgaðist. „Sást þú Ralls
í gærkveldi?" spurði eg strax. „Já,“ svaraði hún. „Eg sá
hann um ellefu leytið.“
Eg þreif um úlnlið hennar. „Varstu búin að gleyma
aðvörun minni?“ spurði eg.
„Mijnheer,“ sagði hún. „Skiptir það þig nokkru máli?“
Hún sá að mér rann í skap og hætti að stríða mér. Eg
varð æfareiður er hún sagði mér að Ralls hefði komið
um borð í snekkjuna Flores, er hún var ein þar fyrir.
Hann var drukkinn og hélt á svipu í hendinni. „Hann
var ægilegur ásýndum," sagði hún, „þegar hann kom
inn í káetuna með svipu í hendinni. Eg reyndi að brosa
og láta ekki á bera á ótta mínum, en í rauninni var eg
viti mínu fjær af'hræðslu.“
(Framhald í næsta blaði).