Dagur - 22.09.1948, Page 8

Dagur - 22.09.1948, Page 8
8 Miðvikudaginn 22. sept. 1948 Ungur Breti í hrakningum í Ódaðahrauni Hann fór fótgangandi frá Svartárkoti til Grímsstaða Nýi Ákureyrartogarinn kemur væntanlega í febrúar Þorst. Auðunssoii yerður skipstjóri Útgerðarfélagið er að auka hlutafé sitt um 700 þúsund krónur Hingað til bæjarins er nýlega kominn ungur, brezkur náms- maður eftir sögulega svaðilför um Ódáðahraun. Maður þessi heitir George Checklin og er nemandi við háskólann í Nott- ingham. Erindi hans hingað til lands var að kynna sér jurta- og dýralíf í sumarleyfi sínu frá há- skólanum. Ætlun hans upphaf- lega var að ferðast um hálendið sunnanlands, en hætti við það og kom hingað norður. Ákvað hann þá að fara fótgangandi yfir Ódáðahraun norðanvert, frá Svarftárkoti til Jökulsár. Lagði hann upp í ferðina frá Svartár- koti, einn síns liðs, 2. seþt. sl. — f ljós kom á leiðinni, að hann var allsendis ónóg búinn til slíkrar ferðar, hafði takmarkaðar og óhentugar vistir og of lítið af skjólfötum. Hann hreppti þegar hin verstu veður á leiðinni og náði til Jökulsárbrúar eftir 5 daga ferð, mjög þrekaður. Var lionum ágætlega tekið á Gríms- stöðum og hlúð þar hið bezta að honum. Checklin segist vera ákveðinn í því að koma hingað til lands aftur og ferðast um óbyggðir, en reynslan hefir nú kennt honum að það þarf góðan útbúnað til þess að ferðast um hálendið á íslandi á þessum árs- tíma. Danskir kaupsýslumenn fá nægan gjaldeyri Hinn fyrsta september gekk í gildi ný reglugerð um utanlands- ferðalög danskra kaupsýslu- manna. Samkvæmt frásögn „Po- litiken" fá þeir nú frjálsan að- gang að gjaldeyri til ferðalaga í þágu viðskiptalífsins. Skemmti- ferðamenn fá aftur á móti engan gjaldeyri hjá dönskum bönkum. Samkvæmt hinni nýju reglugerð, geta kaupsýslumenn nú snúið sér til bankanna með ósk um kaup á gjaldeyri til ferðalaga og eiga þeir rétt á ákveðinni upphæð pr. dag í hverju landi. Til dæmis fá menn 1000 belgíska franka á dag eða 50 svissneska franka. Ungur Þingeyingur kominn heim frá námsdvöl erlendis í gær kom hingað til bæjar- ins ungur Þingeyingur úr náms- dvöl erlendis. Er það Jónas Bald- ursson í Lundarbrekku í Bárðar- dal. Stundaði hann nám við sam- vinnuskólann brezka í vetur og vor, en áður hafði hann dvalið við norska samvinnuskólann. Jónas dvaldi í sumar á ýmsum stöðum í Bretlandi og nú síðast í París. Hann er á heimleið og hef- ir í hyggju að gerast bóndi Dagur Opnar vörusýningu Um þessar niuudir stendur yfir mikil brezk vörusýning í Kaup- mannahöfn. Var hún opnu'ð um helgina af verzlunarmálaráð- lierra Breta, Harold Wilson. — Mörg hundruð brezk fyrirtæki sýna framleiðslu sína á þessari sýningu og í sambandi við hana hefir verið efnt til alls konar há- tíðahalda til þess að stuðla að auknuin viðskiptum og kynnum Breta og Dana. M. a. keppa frjáisíþróttamenn Breta og Dana í Kaupinannahöfn nú í vikunni. Brezka útvarpið skýrði frá því í fyrradag, að íslenzkir og sænskir íþróttainenn mundu taka þátt í keppninni. Óli Konráðsson MINNING.. Þeir eru áreiðanlega margir, sem minnast Óla Konráðs með hlýhug og þakklæti og er eg ein af þeim. Hversu oft var það ekki til uppörfunar og hugarléttis að mæta honum, með sitt glaða og hlýja bros, sem alltaf sá eitthvað gott í öllum erfiðleikum og ætíð boðinn og búinn, eftir getu, til að rétta hjálparhönd þeim, sem þess þurfti með ,enda átti hann til þeirra að telja, sem voru hinir valinkunnu foreldrar hans, Guð- laug Ólafsdóttir og Konráð Sig- urðsson. — Starf hans hér var víðtækt og eflaust erfitt, þar sem hann varð fyrst og fremst að bera ábyrgð á öllum gan'gi fyrirtækis- ins og síðan að eiga það undir hollustu og þegnskap viðskipta- vina sinna hvernig afkoman yrði. Honum var ekki gjarnt að ræða um störf sín á einu eða öðru sviði og eg held að hann hafi aldrei ætlað neinum illt og sér- staklega orðvar, um það sem miður mátti vera í annarra garð. Það er skaði mikill þegar goður drengur og athafnamaður fellur frá á miðju æviskeiði en huggun- arríkt fyrir ástvini og aðra sem þekktu hann, að minningin um hann verður ætíð hugljúf og sterk. Það skein líka í heiðríkju him- inblámans þegar hann kvaddi heimili sitt í hinnsta sinn. Helga Jónsdóttir frá Oxl. Starfsstúlkur vantar í heimavist Mennta- skólans. — Upplýsingar gei- ur ráðskonan. S'ími 43fi. Eins og kunngut er ákvað Út- gerðarfélag Altureyringa á aðal- fundi sínum í maímánuði s. 1. að auka hlutafé sitt um rösklega 700.000 krónur, eða í kr. 1,500.00 og sækja jafnframt um að kaupa togara þann, sem Akureyrarbær á í pöntun í Bretlandi. Á fundi bæjarstjórnar í júní var ákveðið að framselja byggingarsamning togarans til Útgerðarfélagsins, enda fengi bærinn tækifæri til þess að eignast allt að 50% af hlutafjáraukningunni. Á fundi bæjarráðs fyrir nokkru var til umræðu bréf frá Útgerðarfélag- inu, þar sem spurst var fyrir um, hvort bærinn hyggðist notfæra sér þetta skilyrði. Bæjarráð sam- þykkti að Útgerðarfélaginu væri heimilt að selja það, sem það gæti af hlutabréfum án hluttöku bæj- arins, en bæjarstjórnin sjálf féllst ekki á þetta, heldur samþykkti að halda við hið fyrra skilyrði. Mun bærinn því væntanlega kaupa allt að 50% af hlutafjár- aukningunni, en afgangurinn, um 350.000 kr., er til sölu fyrir bæj- armenn. Hefur útgerðarfélagið auglýst hlutabréfasöluna fyrir nokkru og stendur hún enn yfir. Nokkuð hefur þegar selzt af bréfum, en allmikið er óselt. Er þess eindregið vænzt að bæjar- búar gerist almennt kaupendur að hlutabréfum og að upphæð sú, sem ákveðið er að selja, gangi öll út nú á næstunni. Reynsla sú, sem þegar er fengin af útgerð Kaldbaks hefur sýnt, að togara- útgerð héðan er arðvænleg. Rekstur félagsins hefur farið mjög vel úr hendi og má eindreg- ið vænta þess að aukin togara- útgerð héðan geti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjar- manna og fjárhagsafkomu bæjar- félagsins 'í heild. Nýja skipið kemur væntánlega í febrúar. Dagur leitaði frétta af smíði hins nýja togara hjá forstjóra Út- gerðarfélagsins, Guðm. Guð- myndssyni. Sagði hann að stjórn útgerðarfélagsins vonaði að skip- ið yrði tilbúið í febrúar. Er það nokkru seinna en upphaflega var í'áðgert. Ekki er þó hægt að full- yrða neitt um afgreiðslutímann að svo stöddu. Útgerðarfélagið hefur þegar ráðið nokkuð af skipshöfn hins nýja skips. Skip- stjóri verður Þorsteinn Auðuns- son, sem verið hefur 1. stýrimað- ur á Kaldbak. Þorsteinn er bróð- ir Sæmundar skipstjóra á Kald- bak. Þorsteinn er fyrir nokkru farinn af Kaldbak, en í sæti hans þar kom Auðunn Auðunsson, þriðji bróðirinn. Fyrsti vélstjóri á skipinu verður Bergur Páll Sveinsson, sem nú er 1. vélstjóri á Kaldbak, en í sæti hans á Kald- bak kemur Hallur Helgason vél- stjóri. Akureyri úthlutað 1 kílówatti á útvarps- ráðstefnunni Ætlar útvarpið að byggja endurvarpsstöð hér? Á útvarpsráðstefnunni, sem nýlokið er í Kaupmannahöfn, gerðist það m. a. að Akureyri var úthlutað bylgjulengd á mið- bylgjusvæðinu fyrir 1 kílówatts orku útvarpsfetöð. Leyfisveiting þessi hlýtur að vera gerð fyrir beiðni forráðamanna útvarpsins hér og þá væntanlega að merkja það, að í ráði sé að reisa 1 kíló- watts endurvarpsstöð hér ein- hvern tíman á næstu árum. Þetta er sama orka og Eiðastöðin hefir nú, en leyft var að auka orku hennar í 5 kílówött á sömu ráð- stefnu. En þótt þessi frétt bendi til þess að útvarpið hér hafi í hyggju að reisa hér endurvarps- stöð, hafa forráðamenn ekkert tilkynnt um slíkar fyrirætlanir ennþá. Endurvarpsstöð hér yrði að sjálfsögðu mikil endurbót fyr- ii' Akureyri og nálægar sýslur og ber því að fagna þessum fyrir- ætlunum. En endurvarpsstöð er ekki nóg. Hér þarf líka að koma útvarpssalur og aðstaða til þess að útvarpa sjálfstæðum dag- skrárliðum, sem felldir væru inn í allsherjardagskrá Ríkisútvarps- ins. Norðlenzkur bátur hlutarhæstur á síldarvertíðinni Mótorbáturinn Gylfi úr Rauðuvík mun vera hlutarhæsti bátui'inn í síldarflotanum á þessu ári. Báturinn er aðeins tæp 35 tonn að stærð, en aflaði í sumar rétt um 4000 mál og mun háseta- hlutur (10 menn) vera um 8000 kr. Þessi bátur var aflahæstur af norðlenzku bátunum á Hval- fjarðarvertíðinni í fyrra, aflaði þá 14,500 mál og varð hásetahlutur þá rétt um 18000 krónur. Há- setahlutur á bátnum, frá því í nóvember í fyrra til síldarvertíð- arloka nú er því um 26000 krón- ur. Skipstjóri á Gylfa er Bjarni Jóhannesson frá Flatey, ungur maður, (á 35 ára afmæli í dag). Eigandi bátsins er Valtýr Þor- steinsson útgerðarmaður frá Rauðuvik. i ■ 111 ■ ■ ■ ■ 111111111 ■ 11 n 11 iiiiiiiiiimiiiiiin Aðal-safnaðarfundur verður haldinn í Kirkjukapellunni sunnu- daginn 26. þ. m. að aflökinni guðsþjónustu. DAGSKRÁ: 1. Lesnir reikningar kirkjunnar fyrir síðastliðið ár. 2. Kosnir tveir menn í sóknarnefnd. 3. Onnur mál. Sóknarnefndin. r Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjun til 10. flokks liefst 25. þ. m. Endurnýið i tima! Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Unglingspilíur, 14—15 ára, getur fengið atvinnu nú þegar. Smjörlíkisgerð KEA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.