Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 D AGUR 5 m l»órlcifur Bjarnason: Hvak sagði tröllið? Skáldsaga. Bókaútgáfan Norðri AIí. 1848. Kunnugir menn segja mér, að hinar eiginlegu Hornst-.anair séu komnar í eyði, nema Vivað vita- vörðurinn við Hornvita liafist þar að sjálfsögðu enn við. Til skamms tíma var þó þarna all- fjölmenn og á ýmsan hátt blóm- leg byggð í fangi stórbrotinnar <.g andstöðuþrunginr.ar nátturu, sem hvorki mun með sanni haCa getað kallazt blíðlynd né mildi- leg á nokkurn hátt, en þó stór- gjöful og töfrandi á sína vísu. Og víst er um það, að hveit eitt evði- býli á þessum feiknþrungnu furðuströndum á sér sína sögu. og hana sízt ómerkari né verr fallna til mikilla frásagna en líf það og tilvera, er hrœzt hefir í skauti blómlegri byggðarlaga, er fremur hafa legið í þjóðleið skálda vorra og frásagnarmanna fram að þessu. Víst hafa Horn- strendingar þeir, sem ýmist hafa nú safnazt til feðra sinna, eða flutzt búferlum á önnur lands- horn, elskað og hatað, vonað og örvænt, notið og þjáðst engu síð- ur né ósögulegar en aðrir menn, þeir, sem hafa þó annars orðið stórum tíðara- og margþvældara yrkisefni. Þórleifur Bjarnason hefir öðr- um m.þnnum betur lýst Horn- ströndum og íbúum þeirra, nátt- úrufari og staðháttum, atvinnu- lífi og ævikjörum — í hinni merku og alkunnu Hornstrcnd- ingabók. Stutt skáldsaga „Og svo' kom vorið“, er út kom fyrir skemmstu, -' fjallar og um þetta sama efni. Og enn vegur Þórleif- ur í hinn sama knérunn í stórri skáldsögu, er hann nefnir: „Hvað sagði tröllið?“ Aðalpersóna þeirr sögu, Agnar, ungur og framgjarn hagleiksmaður, kemur barn að aldri aðvífandi inn í sveitina og flytur ekki annan far- angur né veganesti með sér en æskuþrek sitt, harða og óvægna skapsmuni, framaþrá sína og metorðadrauma, svo og góða hæfileika líkama og sálar, smiðs- hendur og stórhuga. Honum er harla misjafnlega fagnað í sveit- inni. Bæring í Dufansvík drepur hund hans góðan í skapofsa-kasti og flæmir drenginn aftur á ver- gang. Að lokum hafnar hann hjá hjónunum á Hóli, Einari Jósúa- syni, fjölvitrum og lífsreyndum geðprýðismanni, einum hinna sjaldgæfu gæfumanna, sem auðn- ast að verða mildari og betri með auknum aldari og lífsreynslu, — og Elinborgu, húsfreyjunni ungu og stórlátu, er gengið hefir að eiga gamlan mann vegna efna hans og aðstöðu fyrst og' fremst, að því er helzt verður ráðið af sögunni. Þarna ílendist drengur- inn, og örlögin haga því svo und- arlega, að sagan endurtekst á nokkurn hátt: Afreksmaðurinn ungi hafnar Sólveigu, ungri ást- mey sinni, til þess að ganga að eiga Elinborgu húsmóður sína, þegar hún missir mann sinn, og kaupir þar með völd og veraldar- auð fyrir gæfu sína, — fórnar með ráðnurn hug „helft gleði sinnar fyrir höfðingdóminn á Hóli.“ Víst er söguþráður sá, sem hér hefir verið mjög lauslega rakinn, allvel fallinn til þess að spinna og vefa úr honum áhrifamikla og stórbrotna sögu, enda tekst höf- undi það .vel’á margan hátt. Um- hverfi, atvinnuháttum og ævi- kjörum fólksins er vel lýst, og ýmsar skýrar og minnisstæðar myndir dregnar af hugsunarhætl i þess og sálarlífi. Málfar höfundar er þróttmikið og kjarnyrt, og víða hæfilegur hraði og kraftur í atburðarásinni. Þórleifur Bjarna- son kann vissulega að segja sögu vel og skilmerkilega. En ó hinn bóginn verður þess alls staðar vart, að mínum dómi, að höfund- ur skáldrits þessa er fremur rit- höfundur en skáld. Fúslega slcal það játað, að erfitt er — og kann- ske ómögulegt — að færa fullgild rök fyrir slíkum dómi, enda hefir engum — a. m. k. svo, að rnér sé kunnugt — tekizt að skera úr óll- um landamerkjaþrætum milli þeirra tveggja heimaríku óðnls- bænda, skáldsins og sagnan eist- arans. Hætt er við, að ýmsum mundi vefjast tunga um tönn, eí þeir ættu í stuttu máli að skil- greina muninn á list og lis iðnaði, Og mun þó fæstum blandast hug- ur um, að á því tvennu sé vcru- legur og markverður munur. þótt hvor tveggja íþróttin sé vissulega góð og gild á sína vísu. Og hin nýja skáldsaga Þórleifs Bjarnasonar er einnig^ góð og gild á sína vísu. Hún þolir allvel, að mælistikur skynscmi. rök- hyggíu og þekkingar séu á hana lagðar. Hitt þykir mér stóru'n óvissara, að hún reynist fulllör.g á mælikvarða innblásturs, synis, og er þetta engan veginn sagt sögunni til lasts eða vafa- lauss frádráttar, með því að slík- mælikvarði hefir naumast iiokkru sinni til verið, svo að oyggjandi hafi getað talizt — og verður líklega aldrei fundinn né skapaður. Guðbrandur Jónsson: Furð- ur Frakklands. Hlaðbúð. — Rvík 1948. Góðar ferðasögur hafa jafnan svo sem alkunnugt er, verið eitt hið vinsælasta og eftirsóttasta lestrarefni, enda sízt að furða, því að þær sameina hið skemmti- lega og hið fróðlegar oftast betur en flestar aðrar bækur. Og alltaf eru þeir margir — jafnvel á þess um síðustu og beztu tímum bif- reiða, flugvéla og hvers konar annarra gandreiða hinnar nýju loftkastala-aldar, sem við lifum á —- er verða því enn að láta sér nægja það að sitja kyrrir á sama stað og samt að vera að ferðast — í huganum. — Og þá er sá vissu- lega sæll, sem er svo stálheppinn að slást í för með snjöllum, margfróðum og andríkum ferða- bókarhöfundi, sem kann þá furðulegu list að láta lesendur sína sjá og heyra það, sem hann sjálfur skynjar í flaumi framandi heimsborga og fjarlægra landa. Hin nýja bók Guðbrandar Jónssonar er ferðabók og fer að flestu að þeim forskriftum, er að' ofan greinir. Af nafni bókarinnar mundu flestir draga þá eðlilegu ályktun, að liún fjalli því sem r.æst einvörðungu um frönsk efni, en sé betur að gáð, kemur fljótt í ljóst, að því fer fjarri. Inn- gangskaflinn nefnist Vaglaskóg- ur, og hefir hann að geyma hug- leiðingar höfundar um skóga og skógleysi, heima og erlendis, en við það efni dvelur hugur hans, á meðan flugvélin ber líkamann á breiðum vængjum af flugvellin- um í Reykjavík, yfir Reykjanes- hraunin og Atlanzhaf þvert, allt til Suðureyja og Skotlands. Næst er „dokað við í Hraunahreppi“ — heimsborginni miklu við Tham- esfljótið — og ýmsum furðum hennar lýst allýtarlega, áður en hinar frönsku furður koma nokk- uð við sögu. Það yrði öflangt mál í örstuttri ritfregn að nefna fyrirsagnir allra kaflanna í bók þessari — og gefa þeir þó allglögga hugmynd um efni hennar — hvað þá heldur að rekja innihald þeirra nánar. Það verður að nægja að geta þess eins, að söguþekking höfundar varpar víðast lit og ljóma á frá- sögn hans, hvort sem hann segir frá heimsborginni frægu og glæsilegu við Signufljótið, þar sem skin og skuggar stjórnar- byltingarinnar miklu, Napóle- onsstyrjaldanna og annarra heimssögulegra viðburða •—• leika stöðugt um sviðið —, eða hann íeikar um fornar rústir í kastala- bæjum Suður-Frakklands. En næst þessu setur kaþólskur átrúnaður höfundar svip sinn á frásögnina, þannig, að honum verður séi'lega skrafdrjúgt um kirkjur, dýrlinga og aðra helga dóma pápiskra manna, sem hvar- vetna verða á vegi hans. Krafta- verkabærinn Lourdes verður þá heldur ekki útundan, svo sem nærri má geta, og gerir höfundur heilagri Bernadette og furðum hennar hin rækilegustu skil. En trúarlegs ofstækis verður þó hvergi vart, og fjörleg frásögn, sögufróðleikui', ásamt góðlátlegri kímni höfundar, skara ávöxtum hans ávallt út úr eldinum, áður en þeir skaðbrennast eða stikna úr hófi fram. Furður Frakklands er mikið rit, 448 bls. í allstóru broti. Er bókin smekkleg og veglega gefin út og skreytt miklum fjölda skemmti- legra mynda. Alfred Jolivet, prófessor í Norðurlandabók- menntum við Sorbonneháskólann í París, ritar formála fyrir bók inni, og kemst hann þar svo að orði að lokum, að bók þessari „megi og beri að skipa bekk með gáfulegustu og skemmtilegustu bókum, sem ritaðar hafa verið um Frakkland.“ Er hér vissulega djúpt tekið í árinni, en sé eitt- hvað ofsagt í þessum ummælum er það auðvjtað á ábyrgð prófes- sorsins, en ekki mína. J. Fr. Yfir Ódáðahraun. ijóðabók. — Ný ísafoldarprentsmiðja hefir í þessum svifum gefið út rnynd- skreytta ljóðábók og fallega, sem heitir: Yfir Ódáðahraun. Ljóðin hefir ort: Kári Tryggvasön, bóndi og kennari í Víðikeri í Bárðardal, — nágranni Ódáðahrauns og tíð- ur gestur í ríki öræfanna. Eg hefi lesið þessa bók mér til mikillar ánægju. Hagmælska skáldsins er létt- fær og leikandi. Ljóðrænan óvenjulega hrein og björt. Yrkis- efnin valin af heilindum og mannslund. Bók þessi hlýtur fyrst og fremst að vera kærkomið lestr- arefni þeim mönnum og konum, sem öræfin hafa heillandi áhrif á. Hvaða íslendingur finnur ekki bærast í brjósti sér fjallaþrá Ey- vindar og Höllu, ef hann hefir einhverntíma gengið á efstu grös eða lengra? Yfir Framdalafjöllum drottnar friður og ró, jafnt á vorblámans vegum sem í vetrarins snjó. Vekur glöggskyggnum gesti bæði gleði og rpun saga yndis og ógna fram við Ódáðahraun. Þannig kveður Kári, minnugur á hvort tveggja: „gleði og raun“. Hann kveður um: Ódáðahraun, Hcrðubreiðarlindir, Fraindala fjöll, Framdali, Fjallasýn, Suð- urá og Fljótshciði, svo að nokk- ur kvæði þessarar tegundar séu hér nefnd. Frelsisunnandinn, náttúru- skoðarinn og skáldið leggja sam- an í þessi kvæði. Kvæðið Fijótsheiði sýnir glögg- lega ást höfundarins á hábyggð- inni,.en jafnframt karlmannlegt æðruleysi hans. Þrjú síðustu er- indin eru á þessa leið: En býlin dreifðu hverfa eitt og eitt, um önnur svið er nýjum kröfum beitt. Hin fornu afrek molar tímans tönn, en tímans kröfur skapa nýja önn. Þú þóttir hörð, — hér þurfti manndómstök, og það var satt, hér reyndi margoft bök. En sumir telja fremd og fyllstu laun að finna eigin styrk í þyngstu raun. Eg spái engu um hvað bíði þín þú aldna, vetrarbjarta heiðin * mín. Þig dreymir kannske óskadrauma enn um aðra veröld, — hrausta landnámsmenn. Söngur perluveiðarins er svona: Út á perluglitað haf litla bátinn minn eg bý þar sem blikar niðri í djúpunum. hafsins kóralskraut. Og við glaðan mofgunsöng verður lund mín létt og hlý. En hinn ljúfi þytur pálmatrjánna fylgir mér á braut. Sjá hve bátur minn er smár. Eg á hvorki gull né glit. En í gnægtafaðmi hafsins hvíla djásn, sem enginn sér. Víst er för mín orðin ströng, en við þýðan bylgjuþyt kallar þráin mig í leit að því, sem dásamlegast er. Kliðmýkt og ljóðræna þessa kvæðis veita bragsyndi. Bláklukkan er miög vel gert kvæði á sínu sviði. í litlum hvammi bláklukkan mín býr við bergið, þar sem iðan leikur sér. Er vetur burt úr veröldinni flýr hún vorgins angan breiðir móti þér. Með saklaus blóm við bergsins dökka þil hún brosir hlýjum stjörnuaugum tveim. Er nokkuð annað yndislegra tii. en ástai'bros, er lýsir myrkan heim? Ó, kæra blóm, þú heyrðir elfarljóð og elfarstrengjadyn við bergsins fót. Eg barst þér aldrei annað tregahljóð sem andvarp milt frá dýpstu hjartarót? í friðarreit við fljótsins hörpuslátt sá finnur ró, er kvaddi bikuð torg. Og máske hvíslar einhver — undurlágt að ungu blómi — hjartans dýpstu. sorg. Fákar ioftsins er kvæði um lann mikla sigur mannanna: „flugið að þreyta frjálst í efnis- heimi“. Þar er þetta erindi gjör- nyghnnar: Menningarþrá, sem myrka fjötva sleitst, rnarg* hefir þér í tímans göngu veitsl, súkn þm 1:1 Ijóss og lífs þá hærra beirdist Oft fékk þó guðleg gjöí á þinni braut, gálausum heimi valdið dýjastu þraut. Tvíeggjað jafnan tímans kjörvopn reyndist í kvæði, sem heitir Skógoi'blóm er þetta niðurlag: En Kári í Víðikeri yrkir einnig um margt annað. Fjölbreytni yrkisefna má ráða m. a. af þess- um fyrirsögnum: Söngur perlu veiðarans, Víkingar, Horfin Yrsa Danadrottning, í ríki þjóðtrúar- innar, Bláklukkan, Fákar lofts- ins. Draumsins bláa biæja breiðist yfir landið hljótt. Skuggar húmsins hníga hægt um milda sumarnótt. Nóttin götu greiðir gegn um ijóðsins helgidóm. — Eg hef kveðið kvæði, — kvæðið mitt um skógarblóm. (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.