Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 10

Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 10
10 DAGUR Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 -KA-KA-KA-KA-K-KA-K^-KA-KA-KA-KA-KA-KA-KA-KA-K-fc-K^-K-A-K MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 52. DAGUR. (Framhald). eldri kona og ágætis manneskja. Hún talar um móður stúlkunnar sem frænku sína. Frú Wilson er að ala upp litla stúlku, sem heit- ir Elísabet, og barnið er með rauðgullið hár. Eg hefi aldrei séð móðurina. En hún kemur hingað tvisvar eða þrisvar á ári, eftir því sem frú Wilson segir. Kannske þetta geti komið yður á sporið?11 Anthony stóð á fætur. „Hvar er hús frú Wilson?“ spurði hann, Húsið var snoturt einbýlishús í stórum garði. Innan úr húsinu bárust glaðleg hljóð. Anthony staldraði við augnablik og hlust- aði áður en hann barði að dyr- um. Hann var að reyna að gera sér grein fyrir, hvaða hljóð þetta væri. Jú, nú -þekkti hann það, þótt hann hefði ekki heyrt það síðan hann var drengur. Það var skilvinda. Og í næsta herbergi var verið að sauma á saumavél, og þaðan bárust líka hljóð frá litlu barni, sem var að leika sér. Anthony barði að dyrum. Skilvindan hélt áfram að suða, en saumavélin stöðvaðist. Ein- hver gekk hratt fram að dyrun- um og opnaði þær. Það var Maggie, sem stóð þar. Eftir andartaks þögn sagði Anthony, mjög vingjarnlega: „Ætlarðu ekki að bjóða mér inn fyrir?" Hún horfði á hann, hreyfingar- laus, hún bærði varirnar, eins og til þess að svara honum, en ekk- ert hljóð kom. Loksins sagði hún: „Hvernig komst þú hing- að?“ „Þú máttir alltaf vita, að eg mundi finna þig,“ svaraði hann. Hún hristi höfuðið. „Eg óska ekki eftir nærveru þinni hér. Ef nauðsynlegt er að eg tali við ykk- ur, skal eg koma til borgarinnar. Ef eg þarf að undirrita einhver skjöl eða staðfesta framburð minn með eiði.“ ,,Eg er ekki kominn hingað til þess að biðja um neitt slíkt.“ Einhver stuttstígur hraðaði sér fram að dyrunum. Litla stúlkan birtist allt í einu við hlið Maggie. Hún var smækkuð mynd af móð- ur sinni, ákaflega elskulegt og fallegt barn. Hún laumaði litlu hendinni í lófa móður sinnar. „Hver er þetta, mamma?“ spufði hún. „Jæja,“ sagði Maggie. „Nú ertu búinn að seðja forvitní þína óg fá að vita, hvar eg er. Er þá ekki nóg komið og viltu ekki fara?'“ Anthony lét þessu ósvarað, en snA-i sér að litlu stúlkunni. — .. Veiztu hvað,“ sagði hann, „mér er orðið hálfkalt að standa hérna og mamma þín hefir ekki einu sinni boðið mér inn fyrir. Finnst þér ekki að eg’megi koma inn og láta mér hlýna ofurlítið?" „Jú, auðvitað,“ sagði Elísabet undir eins. Hún dró móður sína með sér afsíðis. — „Hann segir að sér sé kalt, mamma;“ sagði hún. „Hvernig veiztu, hvað hún heitir?“ spurði Maggie þegar hún heyrði Anthony nefna nafn litlu stúlkunnar. „Eg spurðist fyrir. Og það var hún, sem vísaði mér leiðina hing- að. Eg vissi, að þessi litla stúlka var til,,.en eg var alls ekki viss um að þú værir hér.“ Elísabet tók í hendina á hon- um. „Ef þú kemur ekki inn fyrir strax, heldur stendur í dyrunum, verður kalt inni. Það segir Ellen frænka alltaf," sagði hún. Maggie hvarf úr dyrunum með uppgjafarsvip á andlitinu. Hún settist á snotran sófa í dag- stofunni. Þar hafði hún setið við sauma. Hann sá, að hún hafði verið að vinna við kjól á dóttur sína. Hann lá . á saumavélinni. Anthony lagði hattinn frá sér á borðið. „Ætlarðu ekki að fara úr káp- unni?“ spurði Elísabet. „Má eg það?“ „Auðvitað. Maður á alltaf að fara úr kápunni, þegar maður er boðinn inn í hús.“ Litla telpan hljóp allt í einu út úr stofunni og kallaði um leið: „Ellen frænka! Það er kominn gestur!" Skil- vindan þagnaði allt í einu. Virðuleg, góðleg eldri kona birt- ist allt í einu í dagstofudyrunum og sléttaði ákaft úr vinnusvunt- unni sinni. Hún sá Anthony standa á miðju gólfi og Maggie sitja í sófanum með sorgarsvip. „Hvað gengur á hér?“ spurði hún. „Eg heiti Carver,“ sagði Ant- hony. „Eg er vinur ungfrú Lane. „Vilt þú tala við hann, Margrét, eða viltu það ekki?“ spurði kon- an með nokkrum þunga. „Æi, það er sama héðan af,“ svaraði Maggie. „Eruð þér hingað komnir til þess að skapa okkur áhyggjur og erfiði, ungi maður?“ spurði Ell- en frænka og var mikið niðri fyi'ir. Maggie leit upp. „Eg verð að tala við hann, Ellen ‘frænka,1 sagði hún. „En þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Það verður í góðu.“ ( Frú Wilson tók í hendi litlu stúlkunnar og leiddi hana burt. „Þú kallar í mig, ef þú þarft mín með,“ sagði hún við Maggie um leið og hún lokaði dyrunum á eftir sér. Anthony tók sígarettuveskið upp úr vasa sínum og handlék það. Hann horfði á Maggie og dáðist áð því með sjálfum sér, hversu vel og snyrtilega hún var klædd, þótt þar væri enginn rík- ismannsbragur á, og það rifjaðist enn upp fyrir honum, hversu glæsileg ung stúlka hún var og vel gerð til líkama og sálar. Hann beið þögull eftir því að hún hæfi samtalið. (Framhald). Þakka hjartanlega öllum vinum og vandamönnum, fjær og nœr, alla peirra vinsemd og höfðingsskap, sem ég varð aðnjótandi á sjötugsafmceli rninu, 30. október * siðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. RANNVEIG BJA RNA RDÓ TTIR. - tl KHKHKKHKHKHKHKHKBKHKHKHHKttKHKHKKttKHKí-iKHKStHKHKHKH ÖÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKttKHKHKHKHKHKHKttKHKí Hjartans þakkir lil allra, sem glöddu mig á 50 ára afmceli mínu, 28. október, með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytim. — Guð blessi ykkur öll. AIARGRÉT B. ÞORSTEINSDÓTTIR frá Lóni. «KbKhKHKhKhkhKhKhkhkhKhkhkhkhkhK8K8KhkhKHK8KhK1)K KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHK Innilegustu þakkir til barna minna, vina og kunn- ingja, er glödduð mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmœli mínu, 1. nóvember s. I. Guð og gæfan fylgi ykkur. — Lifið heil. Réttarholti, 9. núvember 1948. EMILÍA IIALLDÓRSDÓ TTlli. hkhkbkhkbkbkhkhkbkhkhkbkhkhkhkhkhkhkhkbkhkhk.bkhk IKVEÐJUORÐ 1 Við brottför mína af landinu vil ég nola þelta tæki- g færi til þess að þakka kunningjum mitmm og vinum g fyrir ágæt ltynni á liðnum árum. Sérstakléga vil ég kveðja g alla þá, sem ég hef eliiti getað hitt, á þenríáh hátt. g J. JENTOFT INDBJÖR. | *ifiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiifiiiiiiiimiiiiiiiii iii 111111 iii •11111111111111111111111111111111 ■■ iiiiiii iii iii itiiimiaviiiiiiiiiiir ,4^ | IÐUNNAR-skór ] I þykja I SMEKKLEGIR, I I STERKIR, ! ! ÓDÝRIR. | l Fást í öllum kaupfélögum landsins. | \ Skinnaverksmiðjan IÐUNN \ AKUREYRI Í Kjölfar Rauða drekans Fræg skáldsaga um Eftir GARLAND ROARK MYNDASAGA DAGS __________20 ævintýri og heíjudáðir Myndir eftir F. R. Gruger Skutur skipsins lyftist upp úr vatninu við sprenginguna. Ralls svaraði skothríðinni. 22J Vírstrengirnir-lágu á botninum. SKOTIIRÍÐIN FRÁ „FLORES“ færðist í aukana, en Ralls svaraði þeim með skammbyssu sinni. Eg- hrópaði til hans að taka við stjórn skipsins og auka seglin. „Eg hitti einhvern," kallaði hann. Eg sneri bátnum inn í ljósglampann fram undan, en, þá rann upp fyrir mér, hversu ágætt skotmark eg var. Byssukúla kom í sjóinn, rétt við borðstokkinn. „Hægt.á bakborða," kallaði eg, og mér létti við að vita, að þegar skipið léti að stjórn, mundi það verða í milli mín og árásarmannanna. Skipið hafði nú mikil segl uppi og jók skriðinn. Mér var það ljóst, að þetta var fífldjörf sigling eins og á stóð, en til lánsins hætti skothríðin brátt og mér varð rórra. Við vorum nú að komast að sundinu, þar sem Sidneye hafði látið strengja vírinn við yfirborðið. „Farðu hægar, Ralls,“ kallaði cg, „Við erum að nálgast vírana.“ En eg sá enga víra og þegar eg brá Ijóskerinu niður að vatninu, sá eg að þeir lágu á botninum. Teleia! flaug méi' strax í hug. Hún hlaut að hafa komizt að vélinni, sem þeim var stýrt með. „Ralls! Vírarnir eru horfnir. Fulla ferð!“ kallaði eg. „Þú ert viss um, að þú viljir ekki koma með okkur?“ kallaði hann til mín. „Góða ferð, Ralls,“ svaraði eg. „Sömuleiðis,“ svaraði hann. Eg reri frá skipinu við svo búið, brýndi bátnum í flæðarmálið og horfði á skipið. Það var nú komið út úr læginu og út á sjó. Mér varð hugsað til mannanna á Flores, og skildi ekkert í því, að þeir skyldu hafa hætt skothríðinni svo fljótt ,og að þeir skyldu ekki hafa gert neitt annað til þess að hindra för okkar. En um leið og mér flaug þetta í hug, lýsti blossi upp sjóinn utan við lægið, skutur skipsins lyftist upp úr vatninu. Ogurlegar drunur bárust mér til eyrna og jörð- in titraði undir fótum mér. Skipið hallaðist gífurlega, og á næst aaugnabliki sá eg hvar Drottningin hvarf sjónum, eins og sjórinn hefði gleypt hana. Brak úr skip- inu flaug langar leiðir og járnstykki lenti í bátnum mín- um. Á næsta augnabliki lenti eitthvað í höfðinu á mér. Eg heyrði hróp einhvers staðar í myrkrinu, en síðan vissi eg ekki meir. Mér soi'tnaði fyrir augum. (Framhald í næsta blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.