Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 1
F orustugr einin:
Fiórlagafrumvarpið: aukinn
kostnaður við embættis-
mennskuna, minni framlög
til framkvæmda.
AGUR
* ...... ■1 1 - 11 1
Fimmta síðan:
Merkileg grein um stjórnar-
skrármálið eftir Erlend
Björnsson bæjarstjóra í
Seyðisfirði.
XXXI. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 10. nóvember 1948.
Heildarmiiflutniiiffur yefuaðarvöru er mikiIL eu saiut
er
]
Miklar jarðabófifrarakvæmdir
r
a
sumar
Sknrðgrafa Ræktunarsambands Svalbarðs-
strandar og Grýtubakkahrepps hefur grafið
50-60 þúsund teningsmetra
HiiitdeiW héraðanna af heildarinn-
flutningimm allt of lítill - Nanosyn-
legt a§ lialda fast fram kmfimum
nm aukið viðskiptafrelsi
Á'umræðuíundi Framsóknarfélags Akureyrar um verzlunarmálin
sl. fimmtudagskvöld, kom fram sú skoðun, að helzta viðfangsefni
landsmanna nú í sambandi við verzlunarmálin, ætti að vera að
lialda fast fram kröfum sínum um aukið réttlæti í skiptingu inn-
flutningsins í milli landsfjórðunganna og höfuðborgarinnar og að
krefjast þess, að landsmenn sjálfir fengju að ráða því, hvaða aðilar
annast innflutningsverzlunina fyrir þá.
Dalvíkurbátur
í hrakningum
f fyrrinótt og gærmorgun
var tekið að óttast um vélbát-
inn Gunnar Pálsson frá Dal-
vík, sem fór í róður á sunnu-
dagskvöld og lagði línu sína
á fremra Skagagrunni. Um
miðjan dag á mánudag var
báturinn búinn að draga lín-
una og mun afli hafa verið
ágætur. Seimii part mánudags
gerði afspyrnu austan rok.
Höfðu bátverjar samband við
land í gegn um talstöð sína og
létu illa af veðrinu. Er kom
fram á kvöldið rofnaði sam-
band við bátinn og heyrðist
ekki til hans fyrr en í gær-
morgun, er talstöðin í Héð-
insfirði náði sambandi við
hann. Var báturinn þá áleið
íil lands og væntanlegur til
Dalvíkur seinni partinn í gær.
Mun hann hafa náð þangað
heilu og höldnu. Gunnar Páls-
son es 20 snjál. bátur, formað-
ur er Stefán Gunníaugsson,
skipverjar samtals 4. Veður-
spá á sunnudagskvöldið var
allsæmilcg, en síðari hluta
mánudagsins gerði ofsaveður
af austri, sem stóð fram á
þiiðjudagsmorgun. Aðrir Dal-
víkurbátar, sem reru á sunnu-
dagskvöld, munu ekki hafa
sótt eins langt og Gunnar
Pálsson og náðu þeir allir
landi þegar á mánudagskvöld.
Góð aflasala
í Bretlandi
í sl .viku seldu tvö skip báta-
fisk í Bretlandi, á vegum Fisk-
sölusamlags Eyfirðinga. M/s.
Auður seldi í Fleetwood 3. nóv.,
1030 kit, fyrir 4201 sterlingspund,
og m/s. Ingvar Guðjónsson seldi
4. nóv. 2138 kit fyrir 8048 sterl-
/
ingspund. M/s. Straumey mun
selja í Bretlandi í dag'. „Súlan“
fór áleiðis til Bretlands í fyrradag
með fullfermi fiskjar og m/s.
Akraborg tekur nú fisk hér í
firðinum.
Flugfélögin segja upp
starfsfólki
Bæði flugfélögin íslenzku hafa
sagt upp starfsfólki sínu öðru en
flugmönnum millilandavéla, frá
n. k. áramótum, vegna uppsagnar
flugvélavirkja á samningum og
fyrirsjáanlegrar vinnudeilu, að
því er Vísir skýrir frá
Snemma á s.l. vori tókst Rækt-
unarsambandi Svalbarðsstrandar
og Grýtubakkahrepps að fá
keypta skurðgröfu og þar með
hefja stórvirka jarðabótafrain-
kvæmdir á ræktunarsvæðinur
Skurðgrafan tók til starfa hér um
miðjan maímánuð s. 1. og hefur
unnið sleitulaust í allt sumar.
Dagur snéri sér nýlega til for-
manns Ræktunarsambandsins,
Sverris Guðmundssonar bónda á„
Lómatjörn og spurði hann frétta
af framkvæmdum.
Sverrir sagði að svo hefði verið
um samið að unnið yrði með
skurðgröfunni að framræslu og
þurrkun lands þhnnig, að hún
hæfi starf syðst á ræktunarsvæð-
þ. e. innarlega á Svalbarðsströnd
og héldi svo út eftir, til Höfða-
hverfis. Samkvæmt þessu hófust
framkvæmdirnar á Veigastöð-
um á Svalbarðsströnd um miðjan
maí. Hefur verið lialdið út
ströndina eftir því sem lokið
hefur verið verkinu og mun nú
eftir vinna á tveimur bæjum á
ströndinni. Er svo ætlað að
skurðgrafan byrji í Grýtubakka-
hreppi í vor, en þar eru mikil
verkefni fyi'ir hendi.
Sverrir sagði að vinnsla skurð-
gröfunnar hefði gengið vel í
sumar og vélin reynst vel. Tveir
menn úr Svarfaðardal hafa
stjórnað greftrinum, þeir Vil-
helm Þórarinsson og Hjálmar
Jónsson. Taldi hann mikið happ
fyrir Ræktunarsambandið að
hafa fengið svo duglega og vana
menn til starfsins. Búið er að
grafa skurði samtals 50—60 þús.
teningsmetra í sumar. Ekki kvað
Sverrir hægt að segja að svo
stöddu hvað hver teningsmetri
kostaði, eða ekki fyrr en reikn-
ingar verða uppgerðir, um ára-
mót n. k. Onnur ræktunarsam-
bönd hér í héraðinu hafa einnig
verið athafnasöm. Mun blaðið
reyna að fá fregnir af starfi þeirra
innan skamms.
• íslenzknr togari
á Grænlaiidsmiðnm
Síðastl. miðvikudag lagði tog-
arinn „Marz“ frá Reykjavík af
stað þaðan til Vestur-Grænlands.
Er ætlun útgerðarinnar að skipiS
reyni fyrir sér þar um veiðar, þar
sem afli á miðian togaranna hér
viS land hefir reynst mjög litill
síðustu vikumar. Miklar fregnir
hafa að undanförnu gengið um
fiskmergð við Grænland.
Til fundarins var boðað til þess
að ræða verzlunarmálin almennt
og tillögur Framsóknarmanna,
sem nýlega hafa verið lagðar
fram í frumvarpsformi á Alþingi.
Flutti dr. Kristinn Guðmundsson
ýtarlegt framsöguerindi um
verzlunarmálin almennt og fyr-
irkomulag þeirra hér á landi síð-
ustu áratugina og rakti síðan ýt-
arlega hið nýja frúmvarp Fram-
sóknarmanna.
Fjörugar umræður urðu á
fundinum og kom þar m. a. fram
hörð gagnrýni á skömmtunarfyr-
irkomulaginu og þeim órétti, sem
landsfjórðungarnir eru nú beittir
í skiptingu innflutningsins.
Vefnaðai'vöruinnflutningur
fyrir 20 inilljónir.
Á fundinum benti Jakob Frí-
mannsson framkvæmdastj. á þá
staðreynd, að í sumar hefði Við-
skiptanefndin gefið blöðunum
þær upplýsingar, að þá hefði ver-
ið búið að veita leyfi fyrir vefn-
aðarvörum fyrir 19 milljónum.
Ætla mætti eftir þessu, að leyfis-
veitingar til ágústloka hefðu
numið a. m. k. 20 milljónum.
Þetta væri í rauninni mikill inn-
flutningur, en hann væri ekki í
neinu samræmi við það vöru-
magn, sem verzlanir úti um land
fá. Ef þessum leyfisveitingum
hefði verið skipt á landsfjórð-
unga og héruð, svo sem ætlast er
til í tillögum kaupstaðaráðstefn-
únnar og Framsóknarmanna.
hefði t. d. mátt gera ráð fyr-
ir, að Akureyri, og það verzl-
unarhérað, sem bænum er
tengt, hefði fengið a. m. k.
8% af þessu vörumagni, eða
vefnaðarvörur fyrir 1,6—2
millj. króna. Staðreyndin
væri hins vegar sú, að á öllu
þessu ári mundi vefnaðar-
vöruskammtur verzlunar-
héraðsins aðeins nerna nokk-
ur hundruð þúsundum
króna, eða langtum minna
magni, en hæfilegt væri mið-
að við hcildai'innflutninginn.
Spurningin væri þá sú, hvað
hefði orðið af þessum vefnaðar-
vörum. Skýringin lægi að nokkru
leyti í því, að búið væri að, koma
þeirri skipan á, að húsmóðirin
gæti ekki lengur fengið sængur-
veraefni í búðunum, heldur
þyrfti að kaupa þau frá sængur-
veragerð í Reykjavík. Allar þess-
ar „gerðir“ — koddaveragerðir,
axlabandagerðir, sokkabanda-
gerðh’, vinnufatagerðir, sauma-
stofur o. s. frv. o. s. frv. tæku til
sín mikinn hluta vefnaðarvöru-
innflutningsins og landsmenn al-
mennt væru neyddir til þess að
kaupa þessar vörur frá fram-
leiðslufyrirtækjum Reykvíkinga,
í stað þess, að geta ráðið því
sjálfir hvort þeir keyptu þær af
þeim, eða létu búa þær til heima
eða á eigin verkstæðum. Ef kröf-
um kaupstaðaráðstefnunnar í
fyrra væi'i fylgt eftir og sú breyt-
ing, sem þar var gert ráð fyrir,
viðtekin af ríkisvaldinu, , væri
komið í veg fyrir þennan órétt og
(Framhald á 11. síðu).
Enn gleymdi
póststjórnin
að auglýsa!
Um mánaðarmótin fækkaði
póststjórnin ferðum á leiðinni
Akureyri-Reykjavík úr dagleg-
um ferðum í 2 á viku. Hvergi var
þessi breyting auglýst og hefur
póststjórninni því enn láðst að
gera almenningi viðunandi grein
fyrir fyrirkomulagi ferða sinna,
svo sem sérleyfishafar almennt
gera þó. Þá virðist það og all-
undarleg ráðstöfun að halda uppi
dagleg'um ferðum allan október
en fækka þeim í tvær á viku í
nóvember. Eðlilegast virðist að
halda ferðum áfram a. m. k. 5—6
sinnum í viku, meðan heiðar eru
færar. Var sú venjan hér áður
en póststjórnin og ríkisvaldið
tóku þennan rekstur í sína um-
sjá.