Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 8
8 DAGUR Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 í félaginu eru 31 kúabú með alls 237 kúm og mjólkandi kvígum á skýrslu. Meðalnyt fullmjólka kúa er (1947) 3081 kg. x 3,65% fita = 11.245 (1946) 3044 kg. x 3,57% fita = 10.867 Yfir 14.000 fitueiningar mjólkuðu 11 kýr eða 8,2% fullmjólka kúa. Yfir 12.000 fitueiningar mjólkuðu 47 kýr eða 42% fullmjólka kúa. I. verðlaun á sýningu í vor hlutu þessar kýr: 1. Gullinhyrna 18, Mýrarlóni f. 1937. Faðir Lýti. Meðalnyt 1946 og 1947: 3584 kg. x 3,73% t= 13.332 fitueiningar. 2. Síða 18, Garðshorni, Þelamörk f. 1937. Faðir Abel. Meðalnyt 1946 og 1947: 3204 kg. x 3,81% = 12.197 fitueiningar. 3. Kinna 13, Skógum f 1938. Faðir Lýti. Meðalnyt 1946 og 1947: 4151 kg. x 3,97% = 16.515 fitueiningar. 4. Banga 9, Hamri f. 1938. Faðir Roði. Meðalnyt 1946 og 1947: 3743 kg. x 3,63% = 13.606 fitueiningar. 5. Lukka 18, Lögmannshlíð f. 1941.' Faðir Blakkur. Meðalnyt 1946 og 1947: 3687 kg. x 3,52% = 12.971 fitueiningar. 6. Huppa 28, Mýralóni f. 1943. Faðir Blakkur. Nyt 1947: .. .. 3871 kg. x 3,82% = 14.788 fitueiningar. Nautgriparæktarfélag Arnarnesslirepps Kúabú í félaginu eru 33 með 298 kúm og mjólkandi kvígum á skýrslu. Meðalnyt fullmjólka kúa er (1947) 3102 kg. x 3.74'$> fita = 11.600 fitueiningar. (Árið 1946 var hún 3217 kg. x 3.63% fita = 11.681 fitueiningar). Yfir 14.000 fitueiningar mjólka 24 kýr eða rösk 12%. . Yfir 12.000 fitueiningar mjólka 80 kýr eða rösk 40%-.' Á sýningunni í vor hlutu þessar kýr I. verðlaun: 1. Tinna 2. Syðri-Reistará. Meðalnyt 1946 og 1947: 4494 kg. x 3.70% = 16.604 fitueiningar. 2. Ófeig 7, Möðruvöllum f. 1932. Faðir Þór. Meðalnyt 1946 og 1947: 3748 kg. x 3.89% = 14.583 fitueiningar. 3. Hjálma II. 18, Möðruvöllum f. 1933. Faðir Þór. Meðalnyt 1946 og 1947: 3199 kg. x 4.05% = 12.971 fitueiningar. 4. Kolskjalda 10, Ásláksstöðum f. 1938. Faðir Laufi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3551 kg. x 4.37% = 15.518 fitueiningar. 5. Leista 8, Spónsgerði f. 1938. Faðir Dumbur. Meðalnyt 1946 og 1947: 4014 kg. x 3.76% = 15Æ74 fitueiningar. 6. Dumba 11, Ytri-Reistará f. 1938. Faðir Dreyri. Meðalnyt 1946 og 1947: 3213 kg. x 3.94% = 12.682 fitueiningar. 7. Flóra 32, Möðruvöllum f. 1939. Faðir Laufi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3181 kg. x 3.88% = 12.331 fitueiningar. 8. Hrefna 1, Syðri-Reistará f. 1939. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3570 kg. x 4.22% = 15.084 fitueiningar. 9. Krumma 25, Hallgilsstöðum f. 1939. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3244 kg. x 3.84% = 12.459 fitueiningar. 10. Hjálma 10, Spónsgerði f. 1939. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947: 4018 kg. x 4.00% = 16.084 fitueiningar. 11. Dumba 40, Möðruvöllum f. 1940. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3043 kg. x 4.09% = 12.447 fitueiningar. 12. Rauðka 11, Spónsgerði f. 1940. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947: 4002 kg. x 4.11% = 16.446 fitueiningár. 13. Kola 12, Ásláksstöðum f. 1942. Faðir Skuggi. Meðalnyt 1946 og 1947: 3330 kg. x 4.03% = 13.426 fitueiningar. 14. Vallhyrna II. 44, Möðruvöllum f. 1943. Faðir Skuggi. Nyt 1947: 3430 kg. x 4.18% = 14.337 fitueiningar. Margar dættur Skugga á Möðruvöllum (frá Jódísarstöðum) hafa reynzt mjög vel, einkum er fituprósentan góð. - Forseti og framkvæmdavald (Framhald af 7. síðu). hinum ýmsu landshlutum nokkra sjálfstjórn. Vér eigum að fela Al- þirigi allt löggjafarvaldið, forseta og e. t. v. héraðsstjórnum allt framkvæmdarvaldið og dómstól- um allt dómsvaldið. Þar sem eitt- hvað kann að vanta á, að stjórn- arskráin dragi glöggar marka- Jínur milli valdsviðanna, munu þær smáskýrast með tímanum, ef þessum aðalatriðum er slegið föstum. Þá virðist og heppilegt og jafnvel nauðsynlegt, að for- seti og Alþingi geti hvor um sig innan vissra takmarka borið gerðir hins undir úrskurð þjóð- arinnar, þ. e. forseti geti látið þjóðina segja já eða nei við lög- gjöf frá Alþingi, sem hann telur skaðlega, og Aljiingi geti á sama hátt borið vantraust á ríkisstjórn forseta undir þjóðaratkvæði. Forsetinn og stjónnnálabaráttan. Sú skoðun hefur verið sett fram af þeim, sem litlu vilja breyta frá núverandi stjórnskip- un, að halda beri forsetanum ut- an við stjórnmálaafskipti og dægurþras, til þess að öll þjóð- in geti sameinast um hann á ör- lagastundum. Hér virðist frem- ur vera um fræðilegan en raun- hæfan möguleika að ræða. Hver á að segja til um það, hv'enær tímarnir séu orðnir hæfilega ör- lagaríkir til þess að láta forsetann fara að stjórna? Ekki getur for- setinn ráðið því sjálfur, ef hon- um er ekki fengið vald til þess. Ekki háttvirtir kjósendur, því að Alþingi fer með fullt umboð frá þeim. Hér er því varla um annan möguleika að ræða en þann, að Alþingi feli forsetanum að taka við stjórninni, þegar það hefur gefizt upp við að stjórna sjálft. En næsta ólíklegt er, að slíkt kæmi til, fyrr en málefni þjóðar- innar væru komin í hundana eins og hjá Dönum í síðustu heims- styriöld, þegar þeir sáu ekki annan kost vænni en að safnast um hinn háaldraða konung sinn, Kristján X. En það eru fleiri tímar örlagaríkir en þegar allt er komið í hundana. Það voru ör- lagastundir fyrir Bandaríkja- menn og Breta, þegar þeir börð- ust upp á líf og dauða í síðustu heimsstyrjöld, þótt málum þeirra væri engan veginn komið í neitt óefni. Stjórnarskipun þessara þjóða var með þeim hætti, að þjóðkjörinn forseti fór með fram- kvæmdarvald hjá annarri, en hjá hinni forsætisráðherra, foringi hins ráðandi stjórnmálaflokks. Menn þessir stóðu því mitt í dægurþrasi stjórnmálaátakanna og voru hinir mest umdeildu, hvor með sinni þjóð. Ekki varð það samt því til fyrirstöðu, að þjóðir þeirra létu að stjórn og sameinuðust um leiðtoga sína, til að vinna stríðið. Ef Bretar hefðu ekki borið gæfu til að eiga stjórn- arskipun, sem tryggði, að valda- mikill maður færi með stjórn landsins, hefðu þeir að líkindum tapað styrjöldinni þegar í stað, eins og Frakkar gerðu og frægt er orðið. Þá hefði ekki neinum (Framhald af 7. síðu). griðastaður fyrir endur og æðar- fugla óg aðrá slíka góða gesti. Á hverju vori grandar svartbakur- inn saSar- og andarungum svo hundruðum skiptir. Þeir', sem vantrúaðir eru á grimmd hans, ættu að bregða sér austur í Lax- árósa á sumardegi, þegar æðar- fuglinn er að flytja unga sína til sjávar. Dag eftir dag má sjá varg- inn renna sér niður að unga- hjörðinni og grípa aumingjana bráðlifandi í nefið og kyngja þeim í heilu lagi á nokkrum sekúnd- um. Það er vafalaust að svart- bal:smergðin hér stendur því fyr- ir þrifum, að anda- og æðarstofn- inn vaxi eins og æskilegt er hér nærlendis og þess vegna ætti bærinn að gera hreint fyrir sín- um dyrum og ráða einn eða tvo skotmenn til þess að eyöa varg- inum eða jafnvel eitra fynr hann, ef fært þætti. Margt bendir til þess, að vargurinn leiti sárstaK- lega hingað í bæjarlandið., þv: að hér fær kann að vera í friði fyrir skotum og áreitni. Með því að gera gangskör að því að eyða honum, væri stigið spor til auk- ins gagns af' friðlýsingu Pollsins og bæjarlandsins fyrir skotum. Ekki vcldur sá. er varar. Hannes J. Magnússon skóla- stjóri skrifar blaðinu: Það eru stundum orð látin falla um það, að börnin og ungling- arnir setji svip sinn á bæinn. — Þegar vel er að gáð, ei þetta hið mesta öfugmæli. Þar er einmitt bærinn bæjarbragurinn og heim- ilisbragurinn, sem setja svip sinn á börnin. Sá sterki gefur alltaf tóninn, en sá veikari líkir eftir. Þetta er lögmál, sem ekki lætur að sér hæða og óft. r.éýnist Öi'- lagaríkt í uppeldi barna. Börnin eru þarna eins konar loftvog, sem sýnir bæjarbraginn. Jafnvel svo ómerkilegur viðburður sem það, að verið sé að selja sokka eða skó einhversstaðar í bænum, hefur truflandi áhrif, sem börnin flytja með sér í skólann, hvað þá stærri og merkilegri viðburðir. Og nú síðast er það tyggi-gúm- íið (ósmekkíegt og leiðinlegt orð) sem sýnir okkur þátt úr bæjar- lífinu. Þessarar plágu hefur ekki orðið vart nú um nokkurt skeið en nú hefur þessi munaður bor- izt hingað eftir einhverjum duld- um leiðum, því að ekki er vitað, að hann sé til sölu hér í verzl- unum. Og ef það er satt, að ung- lingar og jafnvel börn gangi sníkjandi í skip sem hingað koma, er illa komið. Er þá sýni- legt, að þessi óhugnánlegi ósið- ur er að verða nautn, sem börn og unglingar ráða ekki við. Tyggigúmmí er sjálfsagt ákaf- lega meinlaus hlutur út af fyrir sig, en það er fullkomið alvöru- mál, að á bak við neyzlu þess, Churchill verið falið að stjórna landinu, en konungur tekið því meiri völd, eftir gjaldþrot hinn- ar lýðræðislegu stjórnar lands- ins. Reynsla þessara tveggja stór- þjóða ætti að vera öllum lýðræð- isunnendum næg sönnun þess, að bezta forustan á örlagastund- um er hin sama og ætíð hefur reynst bezt, á hvaða tíma sem er: Óskorað framkvæmdavald í höndum eins manns eða fárra, stutt af hæfilega fjölmennum hópi landsmanna. bak við allt gosdrykkajþambið og sælgætisátið býr óheilbrigð nautnasýki, sem án efa gei'ir meiri kröfur, þegar fram líða stundir. Það er fullkomið alvörumál, að 7—14 ára börn skuli vera komin út á þær villigötur að þurfa stöðugt að vera að smjatta á ein- hverju allan daginn. Við leyfum að vísu =ngu barni að hafa slikt um hönd hér í skólanum, en það er g'reinileg sjálfsafneitun fyrir sum börn að neita sér um slíkt. Því fer mjog fjarri, að þetta eigi við um öll skólabörnin, bað er langur vegur þar frá, en þau eru þó svo mörg þessi börn, að það er fullkomin ástæða til að skóli og heimili vinni saman að útrýmingu þessarar plágu, og þá ekki síður framhaldsskólarnir, því að meðal nemenda þeirra mun einnig vera pottur brotinn í þessu efni. Þeir, sem ganga hér eftir göt- um bæjarins, þurfa ekki að vera í vafa um, hvert börnin sækja fyrirmyndir sínar. Þar mætir maður með stuttu millibili tygg]- andi fólki. Mest eru það ungl- ingar, einkum telpur á gelgju- skeiði, vafalaust allt gott og elskulegt fólk, sem skortir þó háttvísi til að láta þetta ógert. FYRIR NOKKRUM áratugum, þegar almenn siðfágun var mun styttra á veg komin í ýmsum efnum en nú, þótti sá maður ekki kunna mannasiði, sem lét sjá sig tyggjandi á almanndfæri. Nú liggui' við, að þetta þyki fínt. — Svona geta tímarnir breytzt, og svona ægilegur harðstjóri getur tízkan orðið. Eg gat þess áðan, að tyggi- gúmmí væri sjálfsagt ákaflega meinlaus hlutur. En meinleysið getur þó farið af, þegar menn fara að eta hvor út úr öðrum, sem ekki mun óalgengt. En hvort heldur litið er á hina skoplegu hlið þessa máls, eða hina alvar- legu, þætti mér nokkru máli skipta að uppalendur, foreldrar -og kennarar í bænum, reyndu að vinna á móti þessu fyrirbrigði, eins og öðrum óheilbrigðum lífs- venjum. Og þó að þetta megi virðast óþarflega langt mál um ómerkilegan hlut, ber þó að líta á það, að á bak við þetta allt býr sjálf alvaran. FRÁ BÓKAMARKAÐINUM (Framhald af 5. síðu) Já, Kári í Víðikeri hefir kveðið kvæði, — og kveðið sér til sóma. Hann hefir í ljóðagerð sinni leit- að — eins og perluveiðarinn — þess „sem dásamlegast er“, — valið sér eingöngu náttúrleg og mannsæmandi yrkisefni, sem greitt hafa götu hans „gegn um ljóðsins helgidóm". Bókin Yfir Ódáðahraun er sönnun þessa. En eg vona samt — og tel þess sterkar líkur — að Kári eigi eftir að kveða enn þá betri kvæði, af því að hann á bezta aldur sinn ó- eyddan. Skáldskapur er, — hamingj- unni sé lof — marghóttaðui'. Svið hans er víðátta allrar veraldar og sál mannsins. Þar er „vegur undir, vegur yfir og vegur á alla vegu“. Þar ganga efni aldrei til þurrð- ar, af því að þar eyðist ekki það, Ný Singer-saiimavél (fótvél) til sölu. Afgr. vísar á. sem af er tekið, heldur vex —. Þar er hægt að gera illa — og þó takmarkað illa —, en engin tak- mörk eru fyrir því, hve vel er hægt að gera. Karl Kristjánsson. Nýjasta bókiu: LÆKNÍSÆFI Hafnarstræti 81 — Sími 444

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.