Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 10.11.1948, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Atgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marinó H. Pítursson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sírni 166 Blaðio kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn koslar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí l’RENTVERK OBu* ItJORNSSONAR H.F. I Hvcnær ætlar ríkið sjálft að hef ja sparnaðarviðleitnina? FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1949 var lagt fyrir Alþingi í s. 1. viku og hefur þegar farið fram útvarpsumræða um það. Varð frumvarpið fyrir allharðri gaðnrýni við þá _umræðu og má því vænta þess, að allverulegar breytingar verði gerðar á því í meðförum þingsins. Stjórnarflokk- arnir eru ekki sammála um frumvarpið eins og það liggur nú fyrir. Af hálfu Framsóknarflokks- ins hefur þegar verið bent á annmarka á því, sem nauðsynlegt er að lagfæra. Einn hinn veigamesti er sú staðreynd, að á sama tíma, sem gert er ráð fyrir niðurskurði i'járframlaga til verklegra fram- kvæmda í landinu, svo sem til vegagerðar úti urn land, er ætlað meira fé en nokkru sinni fyrr til reksturs ríkisins og ríkisfyrirtækja. Nemur sú hækkun mörgum milljónum króna. í athuga- semdum fjármáiaráðherra við sjálft frumvarpið kemur í ljós, að þessi hækkun ú m. a. rót sína að rekja til aukins starfsmannahalds ríkís, og auk- inna umsvifa ríkisstofnana og ríkisskrifstofa. T. d. nemur launahækkun í stjórnarráðinu einu saman 270 þús. krónum. Kostnaður við nefndir og skrif- stofur ríkisins virðist einnig fara síhækkandi. oooOooo ÞESS VERÐUR hvergi vart í þessu fjárlaga- frumvarpi, að hér í landinu hefur verið starfandi nefnd um nokkurt skeið, sem hlotið hefur nafnið „sparnaðarnefnd“. Var hún skipuð af sjálfum fjár- málai'áðherranum og eiga sæti í henni nokkrir starfsmenn stjórnarráðsins, og á s. 1. ári voru 2 alþingismenn fengnir henni til aðstoðar. Litlar fregnir hafa ferið af störfum hennar, þó er vitað, að hún hefur lagt til, að nokkrar nefndir væru lagðar niður og nokkrar fleiri tillögur mun hún hafa gert um sparnað á ríkisrekstrinum. En það kom í ljós við útvarpsumræðuna um fjárlaga- frumvarpið, að þingmenn vita ekki til þess, að þessar tillögur hafi verið framkvæmdar, að nefnd- ir hafi verið lagðar niður, að starfsliði hafi verið fækkað eða reynt að koma ríkisrekstrinum á starfhæfari grundvöll. Fjárlagafrumvarpið vitnar beinlínis um aukningu skrifstofukostnaðar ríkis- ins á nær því öllum sviðum. oooOooo ÞAÐ ER VERT að minnast þess nú, að á árun- um fyrir stríð, er Eysteinn Jónsson var fjármála- ráðherra, lét hann jafnan starfsmannaskrá ríkis- ins fylgja fjárlagafrumvarpi og var þar getið allra þeirra, er tóku laun úr ríkissjóði og tilgreind launaupphæð. Þegar Sjálfstæðismenn tóku við stjórn fjármálanna, var þessi regla lögð niður og hefur ekki fengizt tekin upp aftur, þrátt fyrir margar áskoranir frá alþingismönnum. Hvað er það, sem fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið að hylja á liðnum árum með því að tregðast við að láta slíkar upplýsingar af hendi? Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi það mjög hér fyrr á árum, að óhófs gætti í útgjöldum ríkisins. Þá lágu fyrir skýrslur um það til hverra greiðslur fóru og fyrir hvaða störf. Síðan Sjálfstæðismenn tóku við stjórn fjármála ríkisins, fyrir 10 árum, hafa þessar greiðslur aukizt alveg gífurlega, en jafnframt hefur verið tregðast við að birta Al- þingi og þjóðinni nákvæma greinargerð um skiptingu þeirra. Þessi reynsla gerir heldur lítið úr þeim yfirlýsingum flokksins að hann mundi gæti meiri hag- sýni og ráðdeildar í fjármálum ríkisins en aðrir flokkar, fengi hann þau mál til umráða, svo að ekki sé meira sagt. Þess er eindregið að vænta, að Alþingi sýni nú lit á því, að gæta þeirrar sparsemi, sem það með löggjöf síðustu ára hefur krafizt af almenningi og sem þingmenn ræða gjarnan um í útvarpi eða á opinberum fundum. I fjárlaga- frumvarpinu, eins og það er nú, verður þeirrar sparsemi ekki vart þar sem helzt skyldi. FOKDREIFAR Eiga fslendingar fjögur heimsmet? í VIÐTALI við brezkt blað fyrir nokkru gat Gísli Jónsson al- þm. um þrjú heimsmet íslendinga og átti hann sjálfur eitt þeirra, að eigin sögn, er hann undirritaði togarasamning fyrrv. ríkisstjórn- ar með sjálfblekungnum gull- búna, sem hann hampaði framan í brezka fréttamanninn. Fór þess vegna aldrei svo, að okkar yrði ekki getið í heimspressunni í sambandi við heimsmet, þótt þær fregnir kæmu ekki frá Olympíu- leikunum. En mér er nær að halda að við höfum eignast fjórða heimsmetið nú á dögunum. Það hefir sem sé verið borið fram frumvarp á Alþingi íslendinga, sem fjallar um innflutning á einni jeppabifreið af sömu teg- undinni og standa í röðum fyrir framan hús góðborgaranna í höf- uðstaðnum og öðrum kaupstöð- um landsins. Þessi einmanalegi jeppi er utan og ofan við 600 jeppana góðu, sem nokkrir þing- menn Sjálfstæðisflokksins vilja flytja inn handa bændum, af því að það gleymdist að láta þá fá sinn skerf af 1200 jeppunum, sem fluttir voru inn á ,,nýsköpunar“- árunum. Með frumvarpi þessu er opnaður nýr kapítuli í sögu verzlunarmálanna og 1000 ára sögu Alþingis. Ef þessi aðferð verður almennt tekin upp, má eindregið vænta þingmanna- frumvarpa um heimild til þess að flytja inn raksápu, tannkrem, handklæði, sokka og ótal margt fleira, sem nú er öldungis ófáan- legt í landinu, jafnvel á svarta markaðinum. En þar kvað þó vera hægt að krækj í jeppa og jeppa ennþá, með lagi. Fái kjós- endur guJan miða frá Viðskipta- nefndinni í framtíðinni, má búast við því að þeir snúi sér til þing- manns síns og feli honum að flytja lagafrumvarp um innflutning á þeim hlutum, er þá vanhagar mest um í þann svipinn. Verður þá komin á hin dæmalausa skipan, sem birtist í jeppafrumvarpinu, að flytja verður frumvörp á Alþingi til þess að eyðileggja tilskipanir nefnda, sem Alþingi hefur sjálft ráðið til starfa til þess að gefa út tilskipanir. Hringavitleysa í hámarki. EN SAGAN um þennan dæma- lausa jeppa, sem löggjafarsam- koma þjóðarinnar fjallar nú um. er í stuttu máli sú, að nýsköpun- ar-forkólfunum láðist að úthluta þeim 1200 jeppum, sem fluttir voru inn um árið, til þeirra sem helzt þurftu þeirra með. Þess vegna hafa Sjálfstæðisþingmenn flutt frumvarpið um 600 jeppa handa bændum, og þcss vegna hefir einn meðlimv" Þingvaila- nefndar flutt sérstakt lagafmm- varp um innflutning á einum jeppa til eftirlitsins á Þingvöllu n og upplýsir í .greinargerð, að cft- irlitsmaður Þingvalla sé eins sár- fættur á hraunnibbunum þar og hann hafi verið áður cn liið mikla sköpunarverk fyrrverandi ríkis- stjórnar upphófst hé.’ á landi. Viðskiptanefr.din •iú\ erandi viidi ekki bæta fyrir syndir feðranna og neitaði Þingvallanefnd um innflutning á þeim forsendum. að bílar væru nú orðið öldungis for- boðinn varningur. En Sjálfstæð- isþingmaðurinn rekur það í greinargerð sinni, að bílainn- flutningur á þessu án nemi rösk- um 3 milljónum króna og telur að einhvers staðar muni hafa lekið í Viðskiptanefndinni. Hon- um láist þó að geta þess, að hann er þarna að glíma við afiurgöngu nýsköpunarstjórnarinnar, sem búin var að veita leyfi fyrir svc miklum bílakosti, að þau virðast liafa enzt fram á þennan dag. En hvað á almenningu'r, sem fær svona upplýsingar frá löggjafar- þingi þjóðarinnar með tilvitnun- um í innflutningsskýrslur, að liugsa? Hefir lekið hjá Viðskipta- nefndinni? Er ekki hringavitlcys- an í stjórn gjaldeyris- og inn- flutningsmálanna komin í há- mark? Það eru til lög um svartbakinn. ÞAÐ ER mikið til af lögum í þessu landi, en þau eru misjafn- lega haldin og um mörg þeirra hafa þegnarnir litla hugmynd. — Nú fyrir nokkrum dögum fluttu nokkrir þingmenn frumvarp á Alþingi um framlengingu laga um eyðingu svartbaks. Þegar eg heyrði þingfréttirnar um þetta, rifjaðist upp fyrir mér, að eg hafði einhvern tíman heyrt getið um slík lög. Eg sló upp í doðrant- inum þeim binum mikla, sem nefnist lagasafn, og sjá, þar voru nær því tvær heilar blaðsíður helgaðar varginum. Það kemur í ljós, að það eru lög í þessu landi, að svartbakur sé réttdræpur, hvar sem hann finnst, en þó má ekki skjóta hann rétt við varp- lönd eða í friðlýstum höfnum, nema með sérstöku leyfi. Ríki og sýslufélög greiða ' auk heldur verðlaun fyrir ' hvern drepinn fugl, eina krónu fyrir fuglinn, og ríkið tekur þátt í kostnaði við að ráða sérstaka skotmenn til þess að vinna á honum. Einnig er leyfilegt að eitra fyrir hann. — Það er hætt við að ýmsum bæj- armönnum hér komi þessi lög undarlega fyrir sjónir, því svart- bakurinn er orðinn eins konar alifugl bæjarmanna á Pollinum. í sláturtíðinni í haust, voru þeir t. d. svo hundruðum skipti fram- an við Tangabryggjurnar, í æti frá sláturhúsinu, og hér inni á Polli og Leiru má sjá þá í stórum hópum daglega. Ymsum mun ef til vill finnast, að þetta sé eins og það á að vera, og árangur af frið- lýsingu Pollsins og umhverfis fyrir skotum. En þeir sem þekkja hvernig svartbakurinn eyðir ungum og eggjum, munu telja, að hann sé hinn mesti vágestur í hverju því landi, sem á að verða (Framhald á 8. síðu). Betra of snemmt en of seint Þótt skammdegismánuðirnir séu oft lengi að líða, mjakast dagarnir áfram einn og cinn, vikur líða, og áður en við höfum gert okliur nokkra grein fyrir er komið framundir jól. Eins og allar húsmæður kannast við, er það æði margt, sem um þarf að hugsa fyrir hótíð og í ýmis horn að líta ef vel á að vera. Á jólunum hugsum við til vina okkar og ættingja með smá-gjöfum og kveðjum, bæði þeirra, sem hjá olckur eru og eins þeirra, sem eru að heiman eða búa annars staðar. Þótt reynslan hafi kennt okkur, að síðasti tíminn fyrir hátíðina er mjög óhentugur til bréfaskrifta, virðist það endurtaka sig víða, að jólapósturinn er látinn bíða fram eftir öllu, eða þangað til frétzt hef- ir um síðustu ferð. Vill þá oft verða noldcuð flaust- urslegur á honum frágangurinn, og ýmis óþörf hlaup og læti í kringum það að koma honum af stað. Það er því gullvægt ráð, að útbúa jólapóstinn snemma, og mun marglauna sig. Ágætt er að byrja . á því að gera sér lista með nöfnum þeirra, sem skrifa á. Ættingja og vini erlendis setur maður efst á blaðið, síðan fólk í fjarlægum héruðum og síðast nærliggjandi sveitir og allra síðast heimafólk. Síðan gengur maður á röðina og afgreiðir vissan fjölda fró í einu. Þegar allt er tilbúið, er farið með það í póst, og það, sem of snemmt er að setja í póst- inn þá, lætur maður vega og frímerkja, og tekur heim með sér aftur. Þegar hæfilegur tími er að senda af stað það, sem eftir er af póstinum, er það sett í póstkassann. Með þessu móti sparar maður mikinn tíma og erfiði. Og yfirleitt er það svo, að allt það, sem hægt er að gera til þess að undirbúa jóla- hátíðina er betra að gera of snemma en of seint. P. ÓDÝRT KAFFIBRAUÐ. Rúgkex. 250. gr. rúgmjöl. 250. gr. hveiti. . ...Þ 250 gr. smjörlíki: .......... 1. teskeið salt. 1 teskeið sykur. 2 teskeiðar kúmen. ....... i/> peli vatn. Hnoðað, flatt þunnt út, skorið í ferhyrninga og pikkað með gaffli. Penslað með eggi eða vatni. Hafrakex. 500 gr. haframjöl. 250 gr. hveiti. 250 gr. smjörlíki. 125 gr. sykur. 1 peli mjólk. 1/2 teskeið hjartarsalt. 2 teskeiðar lyftiduft. Allt hnoðað saman og síðan flatt út mjög þunnt. Skorið sundur og pikkað með gaffli. Heilhveitikex. 200 gr. heilhveiti. 200 gr. hveiti. 4 teskeiðar sykur. 1 teskeið salt. 150 gr. smjörlíki. 2 dl. mjólk. 2 tesk. kúmen (steytt). Hveilhveiti, sykri, hveiti, salti og kúmeni bland- að saman. Smjörlíkið linað og hnoðað upp í, vætt með mjólk, hnoðað vel og flatt út. Deigið mótað í kringlóttar kökur, sem eru pikkaðar og bakaðar ijósbrúnar við góðan hita. Bréfaskipti. Kvenfélagskonur í Englandi vilja komast í bréfa- samband við konur á fslandi. Fyrir hencli eru þrjár umsóknir, og konur bær, sem kynnu að vilja skrif- ast á við stöllur sínar í Englandi, geta scnt nöfn sín og heimilisföng til kvennadálksins. Adr.: Dagur, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.