Dagur


Dagur - 01.12.1948, Qupperneq 4

Dagur - 01.12.1948, Qupperneq 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 1. desember 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Atgrciösla auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Stmi 16G lllaöic kemur út á hverjum miðvikudegi Árganeurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRENTVERK ODuj RJORNSSONAR H.F. „Krambúðarlokur“ og „frjáls verzlun“ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefir löngum talið sig höfuðmálsvara og forvígisflokk verzlun- arstéttarinnar í landinu. „Frjáls verzlun“ hefir um langt skeið verið einna efst ó blaði meðal allra hinna mörgu vígorða og auglýsinga-upphrópana þessa „flokks allra stétta“, enda vafasamt, hvort nokkur áróðursbrella íhaldsins hafi dugað því betur til kjörfylgis og lýðhylli en einmitt slíkt skrum og hreystiyrði. Saga flokksins og stefna hans í framkvæmd hefir þó þráfaldlega leitt þá staðreynd í ljós — og ekki hvað sízt sérlega skýrt og skilmerkilega nú upp á síðkastið — að upphróp- anir þessar og áróður eru hin verstu öfugmæli og blekking. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki — og hef- ir aldrei verið — flokkur verzlunarstéttarinnar í heild; heldur hefir hann verið — og þó aldrei fremur en nú — hagsmunasamtök og pólitískt á- róðurstæki þröngrar og tiltölulega fámennrar klíku stórgróðamanna og heildsala í Reykjavík sem með hjálp og atbeina flokksins hafa komizt furðulega langt að því takmarki að einoka alla innflutningsverzlun landsmanna til hagsmuna fyrir þennan tiltölulega fámenna hóp. DUGMIKIL, hæfilega fjölmenn, ráðdeildarsöm og vel menntuð verzlunarstétt er víssulega mik- il nauðsyn og blessun hverju lýðfrjálsu þjóð- félagi, og frjáls verzlun, án gæsalappa og í réttum skilningi þeirra orða, ætti sannarlega að vera ein þeirra meginstoða, sem menning og velmegun lands og þjóðar styddist við á hverjum tíma. Sízt skal það heldur dregið í efa, að vér íslendingar eigum marga hæfa og ágæta verzlunarmenn, sem eiga fullan rétt á góðri afkomu og hæfilegu at hafnafrelsi í landinu, svo að þeir fái notið dugn- aðar síns og hæfileika til fulls, enda tvímæla laust, að liagsmunir verzlunarstéttarinnar og hagsmunir alls almennings í landinu gætu og ættu að fara saman, ef allt væri með felldu um ástand verzlunarmálanna og æðstu stjórn þeirra. En hvar er tryggingin, eða jafnvel líkindin fyrir því, að allir hæfustu verzlunarmenn þjóðarinnar séu saman komnir á einum slað, höfuðborginni við Faxaflóa, eða réttara sagt aðeins innan vissra fyr- irtækja og fjölskyldna þar í bæ, er njóta nú geysi- legra forréttinda umfram önnur fyrirtæki og ein- staklinga í krafti „kvóta‘-fyrirkomulagsins ill- ræmda, sem enn virðist við lýði og í fullum blóma, þrátt fyrir hreystileg loforð og fögur fyrirheit nú- verandi ráðamanna verzlunarmálanna, er þeir tóku við stjórnartaumunum. Svo hatramt er á- standið jafnvel orðið að þessu leyti, að hinar „nýju innflutningsreglur“, sem talað hefir verið um, að settar hafi verið, fást alls ekki birtar, ályktunum Alþingis um meira réttlæti og jöfnuð í innflutn- ingsmálum til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggð- ir, er stungið undir stól og þær að engu hafðar, og loks er farið með allar sundurliðaðar skýrslur um skiptingu og tilhögun innflutningsins eins og algert einkamál og leyndardóm þeirra virðulegu manna, sem sýnist hafa verið selt fullt og óskorað sjálfdæmi um alla tilhögun og framkvæmd inn- flutningsverzlunarinnar og vörudreifingarinnar í landinu. ÞÓTT HÉR HAFI aðeins verið dvalið við á- stand í verzlunar- og innflutningsmálunum, hefir sama sagan vissulega einnig gerzt á öðrum sviðum félagsmálanna, þótt ekki séu tök á að rekja það nánar að sinni. En í skemmstu máli sagt hefir þró- unin að undanförnu verið á þá leið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú á seinni árum lagzt markvisst á sveif með Sósíalista- flokkunum í landinu að draga allt pólitískt vald úr höndum byggð- anna og „útskæklanna“, -— svo að orðalag Morgunbl. sé viðhaft — með breyttri kjördæmaskipan, hlutfallskosningum í tvímenn- ingskjördæmum, uppbótarþing- sætum og öðrum slíkum „rétt- lætisrráðstöfunum“ — með þeim glæsileg'a árangri, að allt póli- tískt vald er nú raunar saman- komið í einum brennidepli, Reykjavík, og í framkvæmdinni eins og stendur ofurselt fá- mennri klíku sérréttindamanna, sem jafnframt myndar innsta kjarna og úrslitavald Sjálfstæðis- flokksins. Þessarri klíku hefir síðan tekizt að hagnýta sér hinar hagkvæmu, pólitísku aðstöðu til þess að tryggja viðskiptaleg for- réttindi sín og auka þau stór- kostlega í skjóli hvers konar hafta og ófrelsis, sem í sjálfu sér var óhjákvæmileg nauðvörn þjóðfélagsins gegn fyrirsjáanlegu fjárhagshruni, sem ofboðseyðsla og takmarkalaust ráðleysi og sukk þessarra sömu manna hafði bakað íslendingum við lok stór- kostlegasta gróða- og hagsæld- artímabils, sem þjóðinni hefir nokkru sinni borið að höndum. MORGUNBLAÐIÐ lét ser sæma það á laugardaginn var að velja fjölmennasta hluta verzl- unarstéttarinnar, afgreiðslu- og búðarfólkinu, sæmdarheitið „krambúðarlokur" og þrástagast á þeirri nafngift. Það er auðsætt, að þetta aðalmálgagn flokksins, sem kennir sig við „frjálsa verzl- un“ og þykist vera forvígisflokk- ur verzlunarstéttarinnar í land- inu, telur sig og flokk sinn nú komið í þá aðstöðu, að það þurfi ekki lengur að gera sér tæpi- tungu við óbreytt starfslið verzl- unarinnar, nema helzt þá, er kosningar standa fyrir dyrum og hentugt þykir að beita þessum „krambúðarlokum“ enn um stund fyrir sigurvagn flokksins á leið til aukinna valda og forrétt- inda. Kaupsýslumenn utan af landi — og eins þeir verzlunar- menn í Reykjavík, sem ekki eru kynbornir til forréttinda, eða hafa verið „aðlaðir", sökum póli- tískra verðleika sinna, til aðstöðu á borð við „kvóta“-fjölskyldurn- ar — þykjast kenna þess hins sama anda, er kemur fram í þess- arri virðulegu nafngift, í öllum viðskiptum sínum við meirihlut- ann í æðsta ráði íslenzkra verzl- unarmála nú um sinn. En kann- ske væri þó ekki úr vegi fyrir þetta ágæta blað og húsbændur þess að gera sér það ljóst, að pólitískt vald dreifbýlisins — og þar með allrar alþýðu í þessu landi —■ hefir að vísu verið skert en þó ekki ennþá afnumið með öllu, svo að vísast er það varleg- ast að dylja hina sönnu ásjónu blaðsins og flokksins enn um stund bak við kjörorðin fögru, lýðskrumið og „mannréttinda kröfurnar", sem bezt hafa dugað til þess að fleyta flokknum og málaliði hans inn á fríhöfn þá, er hann nú hefir hlotið. FOKDREIFAR F járhagsráðs -f ormaðurinn í pontu útvarpsins. VÍST VAR ÞAÐ nýlunda nokkur, að formaður fjárhags- ráðs steig nýlega í eigin persónu í pontu útvarpsins okkar og flutti upphafserindi að nýjum útvarps- þætti, að því er helzt var á hon- um að skilja, og mun það dag- skráratriði kallast „fjárhagsþætt- ir“ útvarpsins, og verða þeir væntanlega vikulega á dag- skránni eftirleiðis. Er vissulega gott eitt um það að segja, að for- x'áðamenn þessarra þýðingar- miklu mála virða þjóðina viðtals um verksvið sitt og framkvæmd þess ábyi'gðai'mikla hlutvei’ks, sem þeim hefir verið falið að gegna, enda mun það algengt er- lendis, að vii’ðingarmenn þeii-, er fax-a með framkvæmd mikils- verðra, opinberra mála, er mjög skipta afkomu og daglega hags- muni alls almennings, ræði stefnu sína, framkvæmdii' og stjónarmið fyrir opnum tjöldum, á blaða- mannafundum, í útvarpi og ann- ars staðar þar, sem þeir ná helzt eyrum alþjóðai'. MAGNÚS JÓNSSON er á margan hátt fremur viðfelldinn og áheyrilegur útvaipsrabbari, hress í máli, orðglaður og alþýð- legur. Það mun þó almannaróm- ur að harla lítið og ekki neitt'hafi verið að græða á spjalli hans og heimspekilegum vangaveltum yf- ir innflutningsmálunum og verzl- unarástandinu í þetta sinn. Ýms- ir munu mæla, að hann hafi hringsólað kringum aðalkjarna málsins líkt og köttur ki'ingum heitan graut. Það er engin ný- lunda að heyra það, að innflutn- ingshöftin og skömmtunin hafi vei'ið — og sé enn — óhjákvæmi- leg nauðsyn, því að jafnvel sauð- svartur almúginn hefir þegar fyr- ir löngu gert sér það fyllilega ljóst, að fjái’hag landsmanna var þannig komið eftir hið tiltölulega skammvinna stjórnarskeið Olafs Thox’s og kommúnistanna, að ekki varð hjá því komizt að grípa þeg- ar til harðvítugra og óþægilegra ráðstafana, svo að allt keyrði ekki óðar um þvert bak í þeim efnum. Og ekki gerðist þess held- ur nokkur þörf að skýra það ná- kvæmlega fyrir þjóðinni, hvei’su óvinsæl og umdeild framkvæmd innflutningshaftanna og skömmt- unarinnar hefir orðið í höndum þeirra virðulegu herra, sem ábyrgð bera á þeim málum. Al- þjóð manna er og vel um það kunnugt, að upphaflegur tilgang- ur allra þessarra ráðstafana var auðvitað sá, að koma í veg fyrir hamstur, svartan markað og sí- vaxandi verðbólgu. Hitt hefði menn fýst að heyra af vörum for- mannsins, hvað helzt muni valda því, að allar þessar ráðstafanir hafa á ýmsan hátt snúizt öfugt í höndum ráðsmannanna — og þá ekki sízt hans sjálfs 1— og hafa (Framhald á 5. síðu). Jólaglaðningurinn er kominn SKÖMMTUNARYFIRVÖLDIN hafa serit út til- kyunningu nr. 40. Þetta er jólaglaðningurinn í ár, sem beðið hefir verið eftir með óþreyju, séi'staklega af húsmæðrum, sem margar hverjar voru oi'ðnar áhyggjufullar út af jólabakstrinum og því, hvort nokkuð kaffikorn yrði eftir til að gæða sér á og gleðja aðra, á hinni miklu hátíð. Og svo kom tilkynningin, og alla setur hljóða, meðan boðskapurinn er fluttur: Reitir í gömlu skömmtunarbókinni (nr. I) koma nú í gildi, sem hér segir: L I gildir fyi’ir 300 gr. af óbrenndu kaffi eða 250 gr. af brenndu, og reitur E I gildir fyrir 500 gr. af sykri. Ekki veit eg, hve langt þetta hrekkur til þess að hægt vx-eði að gera dagamun um jólin, en sjálfsagt er að gleðjast yfir „gjöfinni" og áreiðanlega er nokkur fengur í þessum auka-skammti, sérstaklega þar sem margt er í heimili, en í fámennu heimilun- um kemur skömmtunin harðast niður, sem kunn- ugt er. ★ Á ALÞINGI er nú rætt um að afnema með öllu kaffi-skömmtunina, þar sem talið er, að sára-lítill sparnaður sé að skömmtun á þessari vörutegund, og þar að auki bent á það, að illa sé gert og óvinsælt að klípa við nögl sér kaffið, þetta sé „þjóðardrykkur fslendinga“ á sama hátt og ölið sé þjóðardrykkur Breta, og þar í landi myndi engin ríkisstjórn hafa ráðist í það fyrirtæki, að skammta ölið. EKKI VEIT EG hvað húsmæðrum sjálfum finnst um þetta. Vafalaust yi'ði það vel þegið að fá nægi- legt kaffi aftur, en eg er ekki frá því, að ef þær hefðu verið spurðar, hefði kaffið ekki orðið númer éitt á óskalistanum. Mér þætti ekki ósennilegt, að einhver hefði fórnað kaffinu fyrir sokka eða tvinna- rúllu, svo að eitthvað sé nefnt, en sénnilega er þessi varningur „í öðru númeri" en neyzluvörur, þegar til innflutningsins kemur, svo að okkur leyfist ekki að bera það saman. Það er svo margt í skömmtun- ar- og' innflutningsmálunum ,sem ei-fitt er að skilja, eða öllu heldur í framkvæmdum þessarra mála, og sem við vei’ðum að gjöra svo vel að hafa, af því að skömmtunaryfirvöldin segja að svona eigi bað að vera. Það er hart og lítt skiljanlegt, að afhenda beri skömmtunai’seðla fyrir saumalaun sængurfatnaðar, sem einhver „gerðin“ hefir saumað sanxan, í stað þess að húsmæður fái sjálfar efni, að ógleymdum tvinnanum, og þeim þannig gert kleift að útbúa sjálfar sængurfatnað sinn og spara sér um leið bæði peninga og seðla. Um þetta atriði hefir áður verið ritað í þessum dálki og fyrirspurnir verið gerðar, en hver voru svörin? Jú, samkvæmt fyrirmælum skömmtunaryfirvaldanna. HÚSMÆÐUR VONA, að þessi nýkomni jóla- glaðningur sé fyrirboði bætts fyrirkomulags á skömmtunai-málunum og fagna því, að ríkisstjórnin hefir nú loks skipað fjórar konur, sem ráðgefandi nefnd í þessum málum, en ekki fer hjá því, að kon- um úti um byggðir landsins finnist sú nefndarskip- un bera svip annarra slíkra ráðstafana: Allar úr Reykjavík. Reykjavík fyrst og Reykjavík síðast. Jólatré, margar stærðir, væntanleg Byggingavörudeilclinin llltlllllllllllBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.