Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Stjórnskipan og stjórn- lagaþing. Loforð flokk- anna rifjuð upp. Önnur síða: Rætt um tilboð Alþýðu- mannsritstjórans um að endurbæta samvinnufé- lögin: XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 16. febrúar 1949 7. tbl. Bandaríkjamenn eru farnir að framleiða nýja tegund helikopter- flugvéla. Eru þær knúnar þrýstiloftshreyflum. Vélin vegur aðeins 310 pund, er knúin tveimur þrýstiloftsvélum, sem hvor um sig vegur ekki nema 10 pund. Flugvélin getur farið með 50 mílna hraða á klst. Sagt er mjög auðvelt að stýra vél þessari og hún þarf aðeins mjög lítið rúm til þess að setjast og hefja sig til flugs. Ný tegund helikopter-flugvéla SíMveiðiti á Pollimnn: Búii að frysta um fimm fmsund tunnur tii beitu Deila togarasjómanna og úfgerðarmanna Íanílliók fyrir búðar- fólk kotnin út Deila útgerðarmanna og sjómanna um kaup og kjör á botnvöru- skipum stendur enn og var ekkert samkomulag oroið í gær, er blað- ið leitaði upplýsinga uin mál þelta hjá fréttaritara sínum í Reykja- vík. Togararnir stöðvast hver af öðrum, jafnótt og þeir koma til hafnar. Deilan stendur um áhættubóknun skipverja. Nýlega er komin út Handbók fyrir búðarfólk, sem bókaútgáfan Norðri hefir gefið út Gísli Guð- mundsson fyrrv. ritstjóri og Þor- varður Ái'nason hafa þýtt hana og íekið saman. í formála segir, að bókin sé að mestu leyti þýöing á handbók, sem sænska kaupfé- lagasambandið hefir nýlega gefið út handa búðarfólki sænskra kaupfélaga. Myndirnar, sem munu vera um 200 talsins, eru fengnar að láni úr þeirri bók. — Einnig hefir verið stuðzt við handbók, sem norska kaupfélaga- sambandið hefir gefið út. Lítill snjór á Vaðlaheiði Að undanförnu hafa Þingey- ingar nokkrum sinnum sótt hing- að til bæjarins á jeppum og farið yfir Vaðlaheiði. Segja þeir lítinn snjó á heiðinni og greiðfært alls staðar nema á tiltölulega stuttum kafla. Telja lítils um vert fyrir vegýtu að ryðja veginn, svo að hann verði greiðfær. Höfðu útgerðarmenn sagt upp samningum um áhættuþóknun- ina, en sjómenn ákváðu vinnu- Framsóknarvist annað kvöM Framsóknarfélag Akureyrar hefir Framsóknarvist og dans fyrir félaga og gesti á Hótel KEA fimmtudaginn 17. þ. m. kl. 9 e. h. stundvíslega. Fólk er áminnt um að hafa með sér spil og blýant. — Aðgöngumiðar seldir í Korn- vöruhúsinu í dag og á morgun og við innganginn. stöðvun frá og með 16. þ. m. eða hvenær sem skipin kæmu til hafnar eftir þann tíma. Afnám áhættuþóknunarinnar mundi rýra hásetahlut á nýju togurunum um 7—8 þúsund krónur á ári. Ágætar aflasölur í Brctlandi. Þessa síðustu daga hafa verið ágætar aflasölur í Bretlandi. T. d. seldu þrír togarar þar í sl. viku fyrir samtals um eina milljón kr. Annars staðar hér í blaðinu er og greint frá ágætri aflasölu Kald- baks nú á mánudaginn. Afli mun einnig vera sæmilega góður. — Stöðvun togaraflotans um lengri eða skemmri tíma, vegna kaup- deilna, eru hin válegustu tíðindi fyrir þjóðarbúskapinn í heild, og vaxa þau enn meira í augum, þegar þannig árar með sölur og afla. Ovíst ura áframhaM veiðanna - cleilt um írjálsan gjaldcyri fyrir bræðslusíM Frá því blaðið flutti síðast fregnir af síldveiðinni hér á Ak- ureyrarpolli, hefir veiðin aukizt og fleiri bátar tekið þátt í henni. f gær var talið, að búið væri að frysta um 5000 tunnur beitusíld- ar í frystihúsunum hér, á Sval- barðseyri, Dalvík og Siglufirði. Mun þá að mestu lokið við að frysta síld upp í beitupantanir og horfur á að markaður íyrir beitu- síld sé að þrjóta þai' sem 9000 tunnnur síldar eru væntanlegar til landsins innan skamms frá Noregi. Drekkhlaðnir bátai- á Pollinum Síðustu dagana hafa bátarnir ekki getað lagt afla sinn upp í frystihúsin og hafa safnað honum um borð. Hefur nú síðustu dag- ana mátt sjá hlaðna háta hér á Pollinum og er áætlað, að með afla þeim, sem í þeim er nú, sé heildaraflinn síðan síidveiðin hér hófst, orðinn 8-9000 tunnur. Deilt um frjálsan gjaldeyri Krossanesverksmiðjan og Hjalteyrarverksmiðjan munu hafa boðið útgerðarmönnum að taka síld til bræðslu fyrir 30 kr. málið, en óráðið mun enn, hvort áframhald verður á veiðinni hér við þau kjör. Munu útgerðar- menn telja verðið of lágt (þsir fá 70 kr. fyrir beitusíldartunnu). Hafa þeir skírskotað til ákvæða samkomulags þess, sem útvegs- menn gerðu við ríkisstjórnina á s. 1. hausti, er samið \ar um út- gerð vélbátaflotans. Var svo á- kveðið þar, að smásíld til útflutn- ings skyldi undanþegin gjald- eyriseftirliti ríkisins og útgerðar- menn hafa frjálsan þann gjald- eyri, er sá útflutningur gæfi. Ut- vegsmenn hér telja sér nauðsyn- legt að hafa þau hlunnindi til þess að halda áfram veiðum fyrir 30 kr. verð pr. mál. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki samþykkt þennan grundvöll enn sem komið er og er óvíst að sambykkið fáist. Meðan þetta mál er ekki fram gengið, er allt í óvissu um það, hvort síldarbræðsla hefst hér eða ekki og hvort áframhald verður á síldveiðinni. Síðustu daga hafa þessi skip bætzt í hóp veiðiskipanna: mb. Narfi, ms. Njörður og ms. Sæ- rún frá Siglufirði. Fyrir voru vél- bátarnir Gylfi og Garðar frá Rauðuvík og mb. Hannes Haf- stein frá Dalvík, auk landnóta héðan úr bænum. Mikil og útbreidd óánægja í Reykjavík vegna fyrir- ætlana Kveldúlfs og borgarstjórnarinnar í þessu máli Um nokkra hríð liefir gengiS þrálátur orSrómur í Reykjavík um það, - að Kveldúlfur og Reykjavíkurbær hefðu í hyggju að breyta síIdarverksniiSjunni í Örfirisey, sem nú er í smíðum, í hvalvinnslustöð. I gærmorgun birtu nokkur Reykjavikurblað- anna greinar um mál þetta og skýra frá því, að orðrómur þessi sé á rökum reistur. Hafi þegar verið gerðar ráð- stafanir erlendis til vélakaupa í sambandi við hvalvinnsluna, for- ráðamemi Kveldúlfs hafi leitað meðmæla Fiskifélags íslands til þess að öðlast hvalveiðaleyfi og umsókn um slíkt leyfi liggi þegar fyrir í Atvinnumálaráðuneytinu. Fiskifélag íslands mun hafa veitt umbeðin meðmæli, en erindið er óafgreitt í Atvinnumálaráðuneyt- inu og mun væntanlega bíða nýrrar hvalveiðalöggjafar, sem nú er í undirbúningi. Blöðin telja borgamtjórann í Reykjavík (Reykjavíkurbær og Kveldúlfur eiga Orfiriseyjarverk- smiðjuna sameiginlega) hafa far- ið á bak við bæjarráð og bæjar- stjórn í máli þessu, því að málið hefir ekki verið rætt af þessum | aðilum. Er fært aS starfrækja þrjár hvalvinnslustöðvar hér? j Þegar er starfrækt hvalvinnslu- stöð í Hvalfirði, fyrir liggur um- ' sókn um hvalveiðileyfi frá Pat- ' reksfirði og loks umsókn Kveld- i , úlfs. Engin rannsókn mun hafa farið fram á því, livort fært sé að starfrækja hér þrjár hvalvinnslu- stöðvar án þess að ganga of nærri hvalastofninum. Veiðin frá stöð- inni í Hvalfirði í fyrra varð ágæt, en ekki er þar með sagt, að veiði- leiðangrar frá þremur lands- stöðvum fengju allar mikinn afla til langframa. Andstaða Reykvíkinga. Fyrirætlanirnar um síldai'- bræðslu í Orfirisey sættu mikilli andspyrnu borgarbúa í Reykja- vík, sem töldu óþarft og óeðlilegt Sáttasemjari ríkisins miðlar inálum. Sáttasemjari ríkisins hefir deilu þessa til meðferðar og mun hann hafa haldið fjölmarga fundi með deiluaðilum að undanförnu, en án árangurs enn sem komið er, að því er talið er. Þessum samninga- umleitunum mun að sjálfsögðu haldið áfram. Er þess að vænta að báðir deiluaðilar geri sitt ýtrasta til þess að ná samkomulagi hið bráðasta, áður en meira tjón hlýzt af deilunni. Kaldbakur stöðvast ef deilan leysist ekki. Akureyrartogarinn Kaldbakur er nú á heimleið frá Bretlandi. Mun skipið stöðvast, er hingað kemur, verði deilan þá ekki leyst. að reisa slíka verksmiðju í borg- inni. Forráðamenn fyrirtækisins fullvissuðu almenning um að vegna nýrra vinnsluhátta mundi engirrn ódaunn verða frá vinnsl- unni. Nú þykir almenningi í Reykjavík þó kasta tólfunum, er uppvíst er um þessar íyrirætlan- ir, því að kunnugt er að mjög j mikinn ódaun leggur frá hval- i vinnslustöð að jafnaði, svo sem , þeir, sem komu í Hvalfjörð sl. sumar, kannast við. Er líklegt að mál þetta verði mikið hita- og ^ deilumál í höfuðstaðnum nú um

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.