Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 16. febrúar 1949 "4 $ U HVERFLYND ER VERÖLDIN Saga eftir Charles Morgan 7. DAGUR. f (Framhald). Sturgess hlýddi óðara þessu boði. Að því loknu tók hann sér sæti og beið þess rólegur, að hús- bændirnir kæmu. Þau liomu sam- an niðri og settust hjá honum. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði séð Maríu í samkvæmis- kjól. „Og kannske verður það líka í síðasta sinn. Það gefast svo fá til- efni nú til dags,“ sagði hún. „Þa ðer samt gaman að sjá þig í samkvæmisklæðum. Gleymdu því ekki, að eg hefi ekki séð þig síðan við unnum stríðið.“ „Já, við unnum stríðið, var það ekki?“ sagði hún við Philip, sneri sér síðari að Julian og sagði: „Philip hefir rétt fyrir sér. Það, sem gerzt hefir síðan, á ekki að spilla því, að maður geti verið hamingjusamur. Þar með er mik- ið fengið.“ „Ef eg á að segja mitt álit,“ sagði Julian, „þá er það nægilegt, að lifa og starfa. Utópía er hér ekki ennþá og eg bjóst heldur aldrei við henni. Eg verð því ekki ariðvéldlega fyrir vonbrigðum. Eg held að gestir okkar séu að koma.“ Nok-kur þögn varð. Svo heyrð- ist til Truckers, er hann var að taka á móti gestunum í anddyr- inu. Því næst birtist hann í dyr- unum og tilkynnti komu þeirra með hátíðlegum hætti. Auðséð vai', að honum geðjaðist vel að þeim báðum. „Við þekkjumst þegar,“ sagði frú Muriveh, er Philip var kynnt- ur fyrir henni. „Valería, þetta er ungi Bandaríkjamaðurinn, sem eg hitti í lestinni og eg sagði þér frá.“ Utlit ungu stúlkunnar var í svo miklu samræm við rödd hennar, að Philip var í senn undrandi og ánægður. Honum fannst einhvem veginn enn, að hann kannaðist við þessa rödd og þetta útlit, en gat ekki gert sér nánari grein fyrir því. „Nú stjórnar þú, Philip,“ sagði Maria. Þegar hann hafði hellt kokk- teilnum í glösin, horfði hann á ungu stúlkuna ganga fram nokk- ur skref til þess að móttaka sitt glas, og honum flaug í hug ungt espitré, sem svignar fyrir vind- gusti, en réttir sig svo aftur, hægt og tígulega. „Fósturmóðir mín segir, að þér hafið jafnvel verið bi-osandi á leiðinni hingað í járnbrautarlest- inni,“ sagði unga stúlkan við hann. Hann hikaði andartak, og hug- leiddi hið undarlega bergmál raddar hennar. „Það er líklega rétt hjá henni,“ sagði hann svo. „Vinur minn sagði eitt sinn við mig, að eg væri alltaf brosandi, jafnvel þegar Þjóðverjarnir voru rétt á hælum okkar. Mér þykir gaman að ferðast. Líklega hefi eg vei-ið að hugsa um hina ánægju- legu daga, sem í hönd íóru.“ „Og eru þeir alltaf jafn ánægju- legir?“ „Já, sannarlega eru þeir það. Hver dagurinn öðrum betri, síðan eg kom hingað.“ „Þessir dagar eru síðustu dag- arnir, sem eg verð hér í Englandi nú um sinn,“ sagði hún. „Eg bíð aðeins eftir fari. Býst við tilkynn- ingu á hverjum degi.“ „Eftir fari?“ spurði hann undr- andi. „Ekki þó til Bandaríkj- anna?“ Ákafi hans var svo mikill, að hún gat ekki varist brosti. „Nei,“ svaraði hún. „Til Suður-Afríku. Eg ætla að setjast að á heimili bróður míns, sem býr þar.“ Þetta var sjálfsagt satt og rétt, en hann gat ekki fengið sig til þess að trúa því. Þessi stund var svo dásamleg, að hann gat ómögulega leyft Suður-Afríku að eiga nokkurn þátt í henni. Þegar inn í borðstofuria kom, ræddi hann fyrst við frú Muriven, sem sat á vinstri hönd, en augu hans leituðu eigi að síður oft yfir borðið, svo að hann gæti fest sér vel í minni yfirbragð Valeríu. Barton. Hann gætti sín þó vel, hafði hemil á ákafa sínum. Hon- um fannst e. t. v. meira til um hina rólegu skapfestu, sem Jýsti sér í 'svip hennar, en fríðleik hennar. Var hann í rauninni róm- antískur heimskingi, sem varð ástfanginn af stúlku, sem hann þekkti alls ekki? Þessi spurning hvarflaði að honum hvað eftir annað, en hann vék henni til hliðar. Honum fannst aðdáirn sín fyrir Valeríu Barton raunar ekki koma því við. Þau ræddu um hina fyrirhug- uðu för til Suður-Afríku. Hún sagði, að sig hefði alltaf langað til að ferðast. Og raunar væri förin þangað ekki nóg. Bezt væri að geta siglt kringum hnöttinn á góðu skipi, með almennilegu fólki og gnótt af góðum bókum. „Hvað kallið þér almennilegt fólk?“ „Fólk, sem vinnur störf sín, sjó- menn, verzlunarmenn, lækna, hei-menn o. s. frv. Finnst yður slíkur félagsskapur skemmtileg- ur?“ „Nei, engan veginn, einkum ef þér viljið ekki taka háskólakenn- ara með!“ „Nei, alls ekki alla stéttina." „Einn er nóg,“ sagði hann. Það var gaman að rabba við hana í léttum tón og láta mínút- urnar fljúga. En áður en kvöldverðinum væri lokið, varð að taka upp annað hjal. Það var frú Muriven, sem vakti þau til veruleikans. „Nei,“ sagði hún við Julian. „Eg er ekki vissum að þú sért rétti maðurinn fyrir mig að deila við.“ t'-. : í kvöld og næstu kvöld: j Fljótandi gull j § (Boom Toum) \ i Amerísk Met.ro Goldvyn 1 | Mayer stórmynd, samin af \ \ Jolin Lee Mahin, sam- 1 j kvæmt skáldsögunni „A i i Lady Comes to Burkbur- | I nett“ eftir James Edvard i i Grant. i e Leikstjóri: i i Jaek Conway. I e Aðalhlutverk: i | Clark Gable | i Spencer Tracy Claudette Colbert Hedy Lamarr. | íu ii 111111 ii ii 11111 ■ iii 11111111 iiiiii ii iii iii iiiiiiniiiiii iii miii» •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiikiiiiiiiiiiiiinnin •- | SKJALDBORGAR \ B í Ó | Ólympíuleikarnir | | 1948 | í St. Moritz og Lundúnum j \ Glæsileg mynd í eðlilegum = i litum, tekin fyrir J. Arthur i i Rank, í samvinnu við fram- \ i kvæmdanefnd leikanna, af i i Castleton Knight. \ \ Sýnd í kvöld og næstu | i kvöld. i Látið ekkert sæti ónotað. i i Myndin verður send mjög j fljótlega suður. ............................ * 1111111111111111111111 ii ÍBÚÐ 4 herbergi og eldhús, er til sölu. íbúðin er til sýnis dag- lega frá kl. 1—3 e. h. til loka þessa mánaðar. Tilboð ósk- ast fyrir þann tíma. Venju- legur réttur áskilinn. Gunnar Friðriksson, Aðalstræti 13. Til sölu: Smokingföt: einnig dökk jakkaföt á tæplega meðal- mann. — Upplýsingar í Múnkaþyerárstræti 8 (norðurdyr). „Végna þess að eg er þér sam-r mála?“ „Þú lætur svo. En er það ekki vegna þess, að þú hefir verið æfð- ur sem sjóliðsforingi? Þér hefir verið kennt, að sakast ekki um orðinn hlut.“ Sturgess leit hvasst á gömlu konuna. (Framhald). 1» Guðmundur Frímann: I fylgd með farandskáldi (Steindóri Sigurðssyni) /. Aö tregans jljóti eg fylgi þér á leiö, þú farandskáld og draums! Þitt lif er kvatt, þú hverfur einn á vald hins kalda flugastraums. AÖ koma og fara — hjartans IjóÖaljóð skal loksins enda taka: Að þessu sinni áttu ei afturkvæmt og enga leiö til baka. Er glóbjart voriö gislir Norðurland, og græöir vetrarmein — þaÖ finnur ekki framar meÖal vor sinn föru- og angursvein. Hann hefir þegar bergt af bikar þeim, sem beztur honum reyndist: Slík eilífgleymska og dauðclá ei fyrr í dreggjum nokkrum leyndist. II. Seni þrotlaus leit, sem flótti um fenjaskóg, þín för um heiminn var. Frá sumarveröld þinni, sjálfum þér, þig sifellt lengra bar. Hví gátu óskir þínar aðeins rætzt í æskudraumum þínum, er söngflúð hjartans vökul varði þig, gegn villu og óráðssýnutn? Ei hvarflaus reyndist óðs og IjóÖs þíns lind, svo Ijóma- og hljómatær! Heill þeim, sem sungið hungurvöku-söng til hinztu stunclar fær. — TiTferða þinna framar enginn spyr, og fölskva slær án tafar á hinzta sþölinn, dána draumaskáld, hinn dimma veg til grafar. Þér hentar vel að öðlast atlivarf þar — og una þar um stund, sem jafnan einn og liuldu liöfði fórst á hamingjunnar fund. • í kumli þinu ríkir rímlaus nótt og rökltrin gleymsliu mögnuð;---- i eilifsorta er sólskinslind þín streymd, og söngflúð hjartans þögnuð. III. Hér skil ég við þig, þreytta og þjáða skcdd, og þig ég kveðja hlýt. (Senn liverf ég sjálfur út á liúmsins hronn, og liingaÖ fylgdar nýt.) Við tregans fljót, en aðeins stutla stund, viö staðar nemum hljóðir. GuÖ blessi þína hinztu flóttaför, þú farandskáld og bróðir. iKiiiiiiiiiiiiiiiiiliii»Mii*iii'iii"iiiii»'i*niiii,*ii,i,ii,lii*ii,ii'iiiii,,"i,iiiiiii»iiiiiiiiiH»iiiiiiiiiiiiiu>viiiiii|iniiiiiuiiiii» | Bændur! Bændur á byggingarsamþykktarsvæði Eyjafjarð- I ar, er ætla að byggja hús á þessu ári, ættu að fá \ góðar teikningar af fyrirhuguðum byggingum i lijá teiknistofu K. E. A., liið allra fyr.sta. Samvinnubyggingafélag Eyjafjarðar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.