Dagur


Dagur - 16.02.1949, Qupperneq 5

Dagur - 16.02.1949, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 16. febrúar 1949 DAGUR 5 ÍÞRÓTTIR OG UTILÍF Skíðaskálasjóður ÞORS 5-KRÓNA VELTAN Stórhríðannótið 1949 er nú ákveðið næstk. sunnudag í brekkunni ofan við Knarrar- berg og hefst kl. 2 e. h. Verður byrjað á svigkeppni í A- og B- flokki saman og síðan í C-flokki. Þá er ráðgerð önnur keppni þarna í C-flokki í svigi — fyrir þá, sem aldrei hafa áður tekið þátt í slíkri keppni. í þann hóp þurfti að fá eina 12—15 pilta; — ágætt tækifæri að byrja með þessu — og enginn fer upp í A- flokk í einu stökki. Keppendur eiga að mæta við Ferðaskrifstofuna kl. 1 á sunnu- daginn. Þaðan verða svo einnig úr því sætaferðir fyrir áhorfendur, og til baka að mótinu loknu. Ef gott verður veður gefst þarna til- valið tækifæri að njóta hressandi útivistar og góðrar skemmtunar. Fréttir og tilkynningar frá Skíða- sambandi íslands (S. K. 1.) o. fl. 18. jan. „Vegna ráðagerða um það að útvega hingað þýzkan svigkennara í stað Reinalters hef- ir formaður S. K. í. rætt við land- lækni I tilefni af þeim mænu- veikifaraldri, sem nú gengur um landið. Eru það eindregin ráð landlæknis að ekki verði gerðar frekai'i ráðstafanir en þegar hafa verið gerðar til að efna til skíða- námsskeiða. Telur landlæknir íþróttaæfingar það fyrsta, sem bannað yrði, þar sem mænuveiki kæmi upp. Þess vegna er samþ. að gera ekki frekari íáðstafanir til að útvega hingað erlendan svigkennara að þessu sinni.“ Magnús Guðmundsson, Hafn- arfirði, hugsar til dvalar í skíða- kennaraskóla í Sviss. Stjórn S. K. í. mælir með umsókn hans til Viðskiptanefndar varðandi gjald- eyri til ferðarinnar. -----Hór á landi vantar tilfinn- anlega skíðakennara og ekki að iasta það, ef góðir íþróttamenn vi’ja leita sér menntunar í þeim efnum. En svo höfum við og nokkra skíðamenn hérlendis, sem notið hafa um lengri eða skemmri tíma leiðbeininga og þjálfunar hjá ágætum kennurum erlendis. Nú er íull ástæða til að sæta færi og reyna að fá þessa menn til að kenna þeim, sem skemmra eru komnir í þessari grein, en áhuga hafa. Slíka kennslu yrði vitanlega að launa sómasamlega og þakka sem ber. Því tel eg mjög athuga- vei'ða eftirfarandi ákvörðun í. S. I., sem birt skal öllum meðlimum S. K. í. „Stjórn í. S. í. hefir gert bráða- birgðasamþykkt um það, hver há- markslaun áhugaþjálfari í skíða- íþróttum megi taka fyrir skíða- kennslu, án þess að missa áhuga- mannarétt sinn sem skíðamaðui'. Samþykktin, sem var tilkynnt S. K. í. með bréfi, dags. 10. jan. sl., gildir fyrir árið 1949. Er það ákveðið, að hámark launa fyrir allt árið 1949 skuli vera kr. 1450.00 auk ferðakostnaðar og ennfremur fæði og húsnæði einn mánuð.“ Með þessari samþ. er komið í veg fyrir að okkar beztu skíða- menn fáist til kennslu nema einn mánuð á vetrinum, því að varla er hægt að ætlast til bess, að þeir kenni að auki svo að nokkru nemi, og þurfi að borga með sér við starfið. Er ekki óþarft hjá okkur ennþá að láta gilda ákvæði um atvinnumenn — á íþróttasviðinu? — Þeir munu í fáum tilfellum standa betur að vígi til keppni, þótt þeir hafi kennt íþróttir um lengri tíma en oinn mánuð. Síðastl. sumar reyndum við hér a Akureyri að fá einhverja góða knattspyrnumenn úr Rvík til að leiðbeina í knattspyrnu hér. Því var tekið líklega í fyrstu, en við nánari athugun þótti það elcki fært vegna þess ,að hætta var tal- in á að þeir yrðu þá dæmdii' frá keppni með félögum sínum í Rvík þar sem þeir gætu þó talist at- vinnumenn. Og svo fengum við engan. Erlendir kennarar munu stundum að sumu leyti eða í viss- um greinum vera betri, en bæði er þess að gæta að þeirra vegna þarf þá dýrmætan gjaldeyri og stundum eru þeir og ófáanlegir. — Eg held að við ættum í þessu efni íyrst og fremst að neyta þeirra krafta innlendra, sem völ er á og hæfir eru, og setja þar ekki óþarfar hindranir í veginn. Undanfarið hefir verið fremur lítið um snjó hér niðri um lág- lendi í Eyjafirði. Skíðafæri þó gott í brekkum. Magnús Bryn- jólfsson var með drengjum hér á Akureyri eina 10 daga nýlega að æfa svig. Var áhugi mikill, oft 30 —50 fjörugir drengir með þessum ágæta skíðamanni og hlutu þeir mikilsverða leiðbeiningu og góða þjálfun þennan stutta tíma. Þegar verið var að setja íþróttaþáttinn kom fregn um það, að brezku skíðamennirnir, sem áætlað var að kæmu til keppni við íslendinga í svigi í næsta mánuði, væru hættir við förina. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). okkar fyrr og síðar, sem allar hafa reynst jafn framtakslausar í því máli. Er þetta e. t. v. ljótasti bletturinn á þrifnaðai' og heil- brigðismálum bæjarins. BORGARARNIR hafa vænt- anlega veitt athygli auglýsingu frá heilbrigðisnefnd, sem birtist í bæjarblöðunum þessa dagana, þar sem fisksalar eru aðvaraðir um að nota ekki sjó úr höfninni til þess að þvo fiskbörur og önn- ur ílát. Væntanlega er þessi aug- lýsing ekki birt að tilefnislausu og ætti almenningui' sjálfur að hafa eftirlit með því að þessum reglum sé framfylgt a. m. k. með- an holræsi, víð og stór, liggja í sjó fram örskammt frá helzta fiskimarkaðstorgi bæjarins. En við erum nú samt þrifnir að sögn reykvískra ferðanianna! Hér er þegar margt talið af því, sem miður fer. Hinu erekkisann- gjarnt að leyna, að margt fer hér vel úr hendi í þessu efni og betui' en sums staðar annars staðar. Er það að sjálfsögðu nokkur hugg- un, þótt ekki megi þar fyrir halda að sér höndum og halda allt í himnalagi. Nýlegabirtistínýjustu uppáfinningu Rvíkinga, Mánud.- blaðinu, grein um framkomu kvikmyndahúsgesta í Reykjavík og um skrílslæti þau í höfuðborg- inni, sem kúlmínera á gamlárs- kvöld. Greinina ritar Ólafur Hansson (menntaskólakennari ?) Gerir hann nokkurn samanburð á framkomu almennings hér og í Rvík og segir svo m. a.: „.. . .Reykjavík þyrfti ekki að vera skrílbær, ef hinn siðaði hluti bæjarbúa væri samtaka um að sýn óaldalýðnum enga vægð og uppræta þá skrílmenningu, sem er að verða ljótur blettur í bæj- arlífinu. Að þetta er vel hægt má greinilega sjá með því að bregða sér til Akureyrar. Allir Reykvík- ingar, sem þangað hafa komið, hljóta að hafa veitt því eftirtekt, hve allur bæjarbragur er ger- ólíkur þar og hér. Þar er meiri þrifnaður, meiri stundvísi, starfs- fólk í verzlunum og skrifstofum er miklu kurteisara, og aldrei hef ég orðið þess var, að Akureyr- ingar væru að abbast með frekju upp á ókunnugt fólk. Á bæjarlífi Akureyrar er menningai'bragur, sem sýnir glöggt, að skrílsháttur þarf ekki endilega að vera fylgi- fiskur íslenzkrar bæjarmenning- ar....“ Þetta er góður vitnisburður, sem við megum vel njóta með hófsamlegri sjálfsánægju — þrátt fyrir allt og allt. Laun heimsms eru vanþakklæti. SKRÝTIÐ er það. Þegar ég nefndi orðið sjálfsánægja í pistl- inum hér að ofan, datt mér strax í hug „Alþýðumaðurinn" hér, sem stýrt er af skáldspekingnum í tryggingarhægindinu. í síðasta tbl. er embættismaðurinn mjög hneykslaður á því, að eyfirzkir samvinnumenn skuli ekki hafa tekið margendurteknu tilboði hans umaðenduabætasamvinnu- félagsskapinn hér um slóðir, en til þess telur hann sig allra manna bezt fallinn. Já, svona getur það gengið. Andleg ofurmenni fá sjaldnast notið sín til fulls. Laun heimsins eru vanþakklæti. Þegar skáldspekingurinn hefur til fulls sannað það, að hann sjálfur sé „sannari kaupfélagsmaður“ en „klíka“ sú, sem eyfirzkir sam- vinnumenn hafa kjörið til þess að stýra félagi sínu, snýr hann sér að því, að rifja það upp, sem hann hefur nokkrum sinnum fyrr frætt lesendur sína um, að ritstj. Dags sé haldinn „sjúklegu“ hug- arástandi. Af skrifum mannsins undanfarna mánuði munu les- endur blaðs hans vera orðnir all- kunnugir sálarástandi og heilsu- fari Dagsritstjórans og mun ýms- um þykja merkilegt, að slíkur maður skuli ganga laus. Loks segir vitringurinn, að Dagur ali á sjúklegu „Reykjavíkm'hatri.“ Þarna hafa menn afstöðu hans til þeirra raka Dags, að mjög halli á bæi og landshluta í skiptunumvið í'íkisvaldið og Reykjavík. Þótt flestum munu standa á sama, hverum megin hryggjar málgagn þetta liggur í átökum um mál, er það þó sízt að lasta, að afstaða þess til þessa mikilvæga málefnis landsbyggðarinnar komi fram. Af orðanna hljóðan er hún hin sama og Morgunblaðsins og fer prýði- lega á því. 5-krónu vetlan niagnast óðum. Upphæðin er orðin kr. 945.00. Venjulega gjaldið er kr. 5, en sumir hafa greitt allt að 50 kr. fyrir það að fá að.koma kunn- ingjum sínum á fratnfæri. Flestir bregða mjög fljótt við og er það ágæt, en vegna þrengsla í blað- inu verður nokkuð af listunum að bíða prentunar. — Sjáið annars í glugga Sportvöruverzl Brynjólfs Sveinssonar, Skipagötu 1. — Stjórn íþróttafél. Þórs. Sigurður Sívertsen skorar á: Þorv. Áka Eiríksson, M. A. Margr. Oddsdóttur, Hótel KEA. Guðmund Bjarnason, M. A. Gréta Pétursdóttir skorar á: Karl Friðriksson, verkstjóra. Sverri Jóhannss., Noi'ðurg. 16. Ægi Þorvaldsson, Árskógsstr. Jóhannes Júlíusson skorar á: Baldur H. Aspar, þingv.str. 6. Jón V. Tryggvas., H.m.str. 7. Kolbein Helgas., Þingv.str. 12. Kristján Kristjánsson skorar á: Jón Sigurðsson, hljómsv.stjóra. Þorkel V. Ottesen, vélsetjara. Svavar Ottesen, prentara. Þorsteinn Benediktsson skorar á: Gunnar Sigþórss., Norðurg. 41. Sigurð Hjálmarss., Munkaþ.str. Þórð Valdimarsson, Eiðsvallag. Ragnar Skjóldal skorar á: Harald Karlsson, BSA. Ólaf Benediktsson, BSA. Gunnar Bogason, BSA. Sigurjón Á. Ólafsson skorar á: Hrefnu Stefánsd., Klettaborg 4. Kristrúnu Finnsd., H.m.str. 1. Gunnar Jónss., Gránufél.g. 43. Brynjólfur Jónsson skorar á: Láru Láu'usdóttur, Spítalav. 1. Lóu Sigurjónsd., Gránufélg. 41. Ástu Sigurjónsd., Norðurg. 12. Garðar Svanlaugsson skorar á: Ragnheiði Karlsdóttur, BSA. Jón Stefánsson, BSA, verkst. Laufeyju Bjarnad., „Amaro“. Vilhelm Þorsteinsson skorar á: Gísla Þórðars., Munkaþ.str. 34. Alfreð Finnbogas., Grænug. 3. Finn Sigurðsson, Sæbóli, Glþ. Guðný II. Jónsdóttir skorar á: Önnu L. Gunnarsd., Fjólug. 16. Gíslínu Sumarliðad , Eyr.v. 14. Báru Sigurjónsd., Brekkug. 19. Árni M. Ingólfsson skorar á: Gísla Einarss., Helgam.str. 44. Agnar Jörgenss., Helgamstr. 14. Guðjón Kristjánss., H.m.str. 44. Sverrir Georgsson skorar á: Ge.org Karlsson, Ránarg. 6. Agnar B. Óskarss., Ránarg. 2. Tryggva Georgsson, Ránarg. 6. Kolbeinn Helgason skorar á: O. C. Thorarensen jr. Hafn. 104. Stefán B. Einarss., Goðab. 2. Hinrik Hinrikss., Brekkug. 39. Ármann Dalmannsson skorar á: Guðm. Guðmundss., Knarrarb. Guðm. Jónsson, Eyrarlandi. Guðm. K. Péturss., lækni. Jakobína Jónsdóttir skorar á: Guðrúnu Andrésd., Sæb. Glþ. Önnu Pétursd., Eyri, Glþ. Sigrúnu Gíslad., Eiðsvallag. 8. Úr ríki náttúrunnar. ÞAÐ ER REYNSLA bænda, að sum húsdýr verða værukær og framtakslaus þegar rausnarlega er gefið á garðann til langframa. Líklegast er, að þau séu þá harla ánægð með lífið og tilveruna og kæri sig ekki um breytingar né umskipti. Kannske vissu þeir hvað þeir gerðu, höfðingjarnir í Reykjavík hér um árið, þegar þeir voru duglegastir að búa til embættin og úða á garðann. Það er svo margt líkt hvað öðru í náttúrunnar ríki. Reginn B. Árnason skorár á: Hannes Vatnes Aras., Norðurp. Kristján Jónsson, Spítalav. 19. Árna J. Árnason, sjúkrahúsinu. Jóhannes Kristjánsson skorar á: Þór O. Björnsson, KEA. Braga Svanlaug'sson, BSA. Kjartan Jóhannsson, Þórsh. Jón Bernharðsson skorar á: Sverri Pálsson, kennara. Baldvin Haraldss., múrara. Braga Eiríksson, Austurbyggð. Hannes H. Pálsson skorar á: Snorra Pálsson, rnúrara. Kára Karlsson, verkstjóra. Jón Bernharðsson, múrara. Júlíus Bogason skorar á: Guðm. Jónsson, Hlíðarg. 6. Hafst. Halldórss., Aðalstr. 46. Guðm. Snorrason, Flúðum. Kristján Grant skorar á: Hanna Gabríelss., Hrísyjarg. 18. Kötlu Þorvaldsd., Strandg. 5. Indriða Einarsson, Þingv.str. 12. Guðrún Georgsdóttir skorar á: Kristrúnu A. Óskarsd., Ráng. 6. Gíslínu M. Óskarsd , Ráng. 2. Örn Guðmundss., Goðab. 2. Siggi, Alli, Siggi, Harald. skora á: Önnu Eyþórsd., Brekkug. 32. Oddnýju Kristjánsd., Eyr.v. 29. Margrétu Jónsd., Strandg. 25. Rósant Guðmundsson skorar á: Guðnýju Jónsd., Norðurg. 48. Jakob Pálmason, BSA. Jón Benediktss., lögregluþjón. Árni M. Ingólfsson skorar á: Hermann Eyfjörð, Zíón. Lárus Hinriksson, Hrísyjarg. 9. Valtýr Pálmason, Norðurg. 54. Vilhelm Þorsteinsson skorar á: Sumarliða Eyjólfss., Eyrarv. 16. Hrein Hreinsson, Geislag. 39. Pál Þórðars., Munkaþv.'stiv 14. Þorv. Áki Eiríksson skorar á: Þorst. M. Jakobss., Lækjarg. 2. Stefán V. Pálss., Skólast. 11. Körlu Jónsd., Hótel KEA. Kristín Alberts skorar á: Jón Guðmann Alberts, Eiðsv.- götu 28. Ódu Kristjánsd., Norðurg. 4, Kristínu Hermundsd., Gránu- félagsgötu 23. Kristján Grant skorar á: Gunnar Árnason, EyrárLv.' 4. Svein Ó. Jenss., Brekkug. 12. Pál Stefánsson, Hríseyjarg. 2. Hannes J. Magnússon skorar á: Jón Þorsteinsson, kennara. Helga Ólafsson, kennara. Eirík Sigurðsson, kennara. Sverrir Georgsson skorar á: Óskar Gíslason, Ránarg. 2. Stefán Aðalsteinss., Gilsb.v. 1. Gunnar Óskarss., Ránarg. 2. Ingvi Rafn Jóhannsson skorar á: Ingólf Ólafsson, Oddeyrarg. 24. Alfreð Konráðss., Bjarmast. 5. Sngurjón Jónss., Laxagötu 7. Gunnar Sigþórsson skorar á: Þór Sigþórsson. Björn Guðmundss., lögregluþj. Svein Brynjólfsson. Sigursteinn Kristjánss. skorar á: Sigurð Freysteinss., BSA. Guðjón Njálss., BSA. Tryggva Jóhanness., BSA. Helgi Valdimarsson skorar á: Viðar Pétursson, Eiðsgötu. Eirík Ingvarss., Norðurg. 19. Snorra Haukss., Holtag. 1. Ingólfur Kristinsson skorar á: Kristján Kristjánss., Ránarg. 1. Þórir Björnsson, c/o. Gefjun. Lórens Halldórsson, Fróðas. 3. Jón Hinriksson skorar á: Einar Malmquist, Strandg. 45. Eggert Stefánss., Eyrarv. 2. Gest Pálsson, Gránufél.götu 28. Jóhann Kristinsson skorar á: Friðrik Kristjánss., Brekkug. 4. Bened. Hermannss., Skipag. 2. Ingólf Þorvaldss., Lundarg. 9. Ingólfur Kristinsson skorar á: Eggert Ólafss., Eyrarg. 4. Stefán Hansen, Munkaþv.str. Sigfús Jónsson, c/o. Gefjun.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.