Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 4
•+*1> tt 4 DAGUB Miðvikudagmn 1(>. febrúar 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla auglýsingar, innheimta: Martnó H. Pétursspn Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G ltlaðic kemur út á hverjum miðvikudegi - Áreancrurinn kostar kr. 25.00 Gjahldagi er 1. júlí rRENTVERK. ODo* TtJORNSSONAR H.F. Stjórnarskrá - Stjórnlaga|>ing friður og samkomulag væri fyrir- fram tryggt um afgreiðslu henn- ar og endanlegt samþykki allrar þjóðarinnar. En segja má, að rétt hafi verið að reyna þá leið til þrautar, og hrapa ekki að neinu um undirbúning og afgreiðslu svo þýðingarmikils stórmáls. En naumast er líklegt, að þjóðin taki til langframa mark á slíkum af- sökunum, og vissulega verður mönnum ekki láð, þótt þeir tæki, senn hvað líður, að leita annarra og e. t. v. raunhæfari skýringa á þeirri stöðugu þögn, athafnaleysi og undandrætti, er ríkir um þetta mál í herbúðum þingflokkanna. Gefur það vissulega gilt tilefni til ýmis konar hugleiðinga og álykt- ana um þá harla misjöfnu hags- Á SÍÐARI ARUM hafa þrá- sinnis heyrzt raddir úr ýmsum áttum ,er benda til þess, að þjóð- in óski ekki eftir því, að æðstu stjórnskipunarlög hennar í fram- tíðinni — lýðveldisstjórnarskráin nýja — hljóti afgreiðslu á vett- vangi pólitískrar togstreitu og flokkadrátta, enda treysti hún þingfulltrúum sínum miðlungi vel til þess að standa á þeim vett- vangi nægilega fast í ístaðinu á þann veginn, að einhiiða þing- ræði, pólitísk flokkshyggja og skefjalaust alræði ríkisvaldsins, er þjappað sé saman á einn og sáma stað — keyri ekki hið sanna lýðræði í landinu algerlega um þvert bak, svo sem stefnt hefir nú um sinn. Þessar raddir hafa kraf- FYRIR ALÞINGI því, er nú situr á rökstólum, liggur frumvarp frá Páli'Zóphoníassyni um skip- un sérstaks stjórnlagaþings til þess að setja ís- lenzka lýðveldinu nýja stjói'narskrá. Furðu hljótt hefir verið í sunnanblöðunum og þingfréttum rík- isútvarpsins um frumvarp þetta — enn sem komið er a. m. k., — svo að almenningi mun naumast Ijóst orðið, hvaða leiðir flutningsmaður þess ætl- ast til að farnar verði í stjórnarskrármálinu, né heldur á hvern veg skuli um hnútana búið um kosningar og fulltrúaval til slíks stjórnlagaþings, hvert skuli valdsvið þess og önnur slík atriði, er auðvitað myndu ráða úrslitum um það, hvort menn hneigðust til fylgis við. málstað þess eða ekki. Þegar þetta er ritað hefir heldur ekkert frétzt um afgreiðslu málsins á Alþingi ,né heldur um undirtektir þær, er það hafi hlotið hjá ein- stökum þingmönnum eða þingflokkum. Hins veg- ar fer naumast hjá því, að fréttirnar um slíkt frumvarp, þótt harla lauslegar séu og lítt til þess fallnar að skýra það í einstökum atriðum eða hjálpa mönnum til þess að taka til þess endanlega afstöðu, — verði þó til þess að minna menn á nauðsyn þess, að íslenzka lýðveldinu verði sett ný og endurbætt stjórnarskrá, og eins hitt, hversu hvimleiður er orðinn drátturinn og illþolandi van- efndir stjói'nmálamannanna í þessu mikilsverða máli. Á FIMMTA ÁR hefir það loforð verið efst á stefnuskrá tveggja ríkisstjórna að setja þjóðinni nýja og endurbætta stjórnarskrá, enda ljóst, að allir hugsandi menn telja það höfuðnauðsyn, að bráður bugur sé undinn að því að leiðrétta verstu villurnar í núverandi stjórnarkerfi og setja ríkinu viðhlítandi grundvallarlög. Gildandi stjórnarskrá er auðvitað áð langmestu leyti aðeins gamall arf- ur frá konungsríkinu, og þótt hún hefði upphaf- lega ýmsa góða kosti, var búið að stórspilla henni með vanhugsuðum kákbreytingum, auk þess sem breyttir tímar og nýjar aðstæður höfðu fyrir löngu valdið því, að hún var úrelt orðin og aflóga í ýms- um greinum. Við stofnun lýðveldisins voru hins vegar ekki gerðar neinar breytingar á henni aðrar en þær, sem tvímælalaust voru óhjákvæmilegar vegna þess, að æðsta valdið var flutt inn í landið. Um þetta voru allir flokkar og menn sammála og eins hitt, að stjórnarskrána þyrfti að endurskoða hið' bráðasta. Skorti þá heldur ekki fögur fyrir- heit allra flokka og frambjóðenda um þetta efni við næstu kosningar. EKKI SKAL HÉR um það fjölyrt að sinni, hvað valda muni drætti þeim og tómlæti, er ómetanlega virðist einkenna allan undirbúning og afgreiðslu þessa stórmáls af hálfu þings og ríkisstjórna. Víst skal það viðurkennt, að ýmsar eðlilegar ástæður kunna að valda því, að seinna sækist róðurinn í þessum efnum en upphaflega var ráð fyrir gert. Mörg og harla óskyld sjónarmið þai'f vafalaust að reyna að fremstu getu að sætta og samræma, áður en undirbúningnum er að fullu lokið, svo að málið verði lagt fyrir þjóðina í því horfi, sem vænlegast þykir til fullra sátta og einhuga afgreiðslu. Vísast er þó, að vér þyrftum að bíða nokkuð lengi eftir stjórnarskránni nýju, ef ekki þætti fært að leggja hana fram til umræðna og úrslita, fyrr en fullur I muni, sem hinir ýmsu stjórn- málaflokkar eiga nú að gæta í sambandi við verstu meingalla og reginfirrur gildandi kosningalaga og kjördæmaskipunar. Þá munu þingflokkarnir hugsa með harla misjafnri tilhlökkun til leiðrétt- inga þeirra, sem sjálfsagt er að gera með stjórnarskrá á dreif- ingu ríkisvaldsins og til aðstöðu- jöfnunar milli höfuðstaðarins annars vegar, en byggðanna og landsins alls hins vegar. Fjölmörg önnur atriði mætti nefna er gætu verið fullgild skýring á því, hversu hægt sumir þingflokk- anna láta sér um stjórnarskrár- málið ,þar eð þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við verstu galla og meinlokur gildandi stjórnskipunarlaga. En eigi verður þó lengra farið út í þá sálma að sinni. izt þess, að sérstaklega kjörið stjórnlagaþing verði látið fjalla ,um stjórnarskrána nýju. Ekkert skal hér um það fullyrt, hvort 'áðurnefnt frumvarp stefni í þessa átt. En hitt er öldungis víst, að fulltrúar hinna pólitísku flokka á Alþingi sleppa ekki úrslitavald- inu úr höndum sér að þessu leyti, nema geysisterkt og einhuga al- menningsálit knýí þá til þess, enda verði afstaða kjósenda til flokka og frambjóðenda við næstu þingskosningar fyrst og fremst miðuð við framgang þessa máls og lýsi einhuga vilja á því að setja brýnar leiðréttingar á verstu villum núgildandi stjórn- skipunarlaga ofar öllum flokks- sjónarmiðum og pólitískum dæg- urmálum. FOKDREIFAR Um þrifnaðarmál og viðkvæmar sálir. EG IIEFI OFT heyrt það utan að mér, að ýmsum bæjarmönnum þykir illa til fundið að gera hol- ræsakerfi bæjarins að umtalsefni, eins og gert var hér í blaðinu á dögunum. Kalla sumir það „að bera bæinn út“ og telja Ijótt at- hæfi. Þessir menn munu fæstir þeirrar skoðunar, að þrifnaðar- mál bæjarins séu til fyrirmyndar, en þeim finnst óviðkunnanlegt að ræða um það, sem miður fer, á opinberum vettvangi. Sumt fólk er þannig gert, að það vill þola ósómann sér til skapraunar og tjóns bara ef nágrannarnir fá ekkert um það að vita. Þeir munu þó fleiri, sem eru þeirrar skoðun- ar, að þrifnaðarmál bæjarins beri að ræða opinberlega og þannig muni bezt að því unnið, að þau séu í sæmilegu lagi. Mér þykir t. d. ólíklegt, að nú ,eftir að það er borgurunum kunnugt, fyrir skrif- in hér í blaðinu, að vatnsæðar liggja gegnum holræsabrunna á nokkrum stöðum á Oddeyri, muni það þolað til frambúðar, enda þótt bæjarmenn hafi í þögn búið við þetta ástand í mörg ár. VIÐKVÆMNUM sálum þykir miður, að þessi fregn skuli berast út fyrir takmörk bæjarins. Ottast „að enginn þori að koma hingað“, fyrst þrifnaðarmálin eru ekki betur á vegi stödd. Slíkt er auð- vitað fjarstæða. Eg vil benda þessum mönnum á grein í Vísi í Reykjavík nú á dögunum; þar ræðir einn af lyfjafræðingum höf- uðborgarinnar um þá staðreynd, að vatn úr Elliðaánum, ásamt skólpi frá mörgum bæjum, er að ánni liggja, blandast hitaveitu- vatni borgarinnar, sem talsvert mun notað til neyzlu. Ekki er þetta nú falleg lýsing né til þess fallin að lokka ferðafólk til höf- uðbórgarinnar, en ekki hefi eg orðið þess var af blöðunum, að nokkur hafi stokkið upp á nef sér vegna þessarar ábendingar. Miklu fremur er ástæða til að ætla, að borgararnir séu þakklátir fyrir vitneskjuna og fyrir þessar um- ræður sé líldegra en áður, að úr þessu verði bætt. Umræður um þrifnaðarmálin — hér og þar — geta vissulega ekki gert illt, en þær geta gert gagn og það er fyrir mestu. Óánægja örfárra einstakl- inga verður létt á þeirri vogar- skál. ANNARS MÁ víðar drepa nið- ur fingri, þar sem þörf væri á um- bótum í þrifnaðar- og heilbrigð- ismálum þessa bæjarfélags. Við eigum enn óleyst mörg verkefni þar. Má t. d. minna á sorphaug- ana hér ofan við bæinn og óþrifin og rottumergðina, sem þeim fylg- ir. Einu sinni var rætt um sorp- brennsluofn. En væntanlega þarf að nefna það orð oft áður en því bráðnauðsynlega verkfæri verð- ur skipað hér upp á bryggjuna. Fisksalan í bænum er hvergi nærri þannig, að viðunandi sé. Enn má sjá ffiskkippur liggja í svaðinu í miðbænum klukku- stundum saman. Er það ófögur sjón og ómenningarleg. Aðstöðu fyrir fisksala vantar hér enn. Eru þó mörg ár síðan það mál bar á góma í bæjarstjórn — allt að því eins mörg ár og síðan farið var að tala um almenningssalerni eða eilífðarklósettin, sem sumir nefna svo til heiðurs bæjarstjórnum (Framhald á 5. síðu). Bæjarlífið færist í gamla horfið Spjall um samkomubann o. fl. Þá er sú stund upprunnin, að bæjarllfið hér fari að færast í eðlilegt horf á ný. Samkomubanninu hér var aflétt í gær. Þegar um helgina fóru fyrstu dans- leikja- og skemmtanaauglýsingarnar að koma fram í auglýsingagluggana og kvikmyndahúsin auglýsa nú á ný í blöðunum. Þá gelur nú að líta daglega börn með skólatöskurnar sinar á bakinu á leið í skóla eða úr skóla. Allt eru þetta gleðileg merki afturbatans og raunar ekki nema eðlilegt, að fólkið fagni því mjög að geta aftur tekið upp fyrri hætti. Hætt er þó við því, að mjög skorti á að allir bæjar- menn eigi þess kost, að taka þátt í skemmtanalífinu. Víða í bænum búa menn enn við eftirstöðvar veik- innar og annars staðar er fólk enn rúmliggjandi. En hvað um það. Allir munu fagna því að bæjarlífið tekur aftur að líkjast sjálf usér, því að það merkir það fyrst og fremst, að vágestur sá hinn mikli, sem hér hefir dvalist, illu heilli, er nú loks að hverfa brott — vonandi fyrir fullt og allt. Eg sá í síðasta „Verkamanni“ mjög hvatvíslega grein, þar sem ráðist er á heilbrigðisstjórnina hér fyrir að hafa sett skóla- og samkomubann vegna mænuveikinnar. Sjálfsagt má sitt hvað finna að framkvæmd þessa banns — svo og má með rökum gagnrýna heilbrigðisstjórnina fyrir ýmislegt — en þessi árás skýtur áreiðanlega fram hjá marki. Hver er sá, sem treystir sér til þess að taka ábyrgð á af- leiðingum þess, að láta allt skemmtanalíf, svo og alla skóla, vera í fullum gangi, .á sama tíma og mænuveikistilfelli voru hér mörg 'á degi hverjum? Kansnke þeir Verkamannspiltar? Og hald hefði þá líka reynst í þeirri ábyrgð! Líklegt rná telja — þótt um það verði ekkert fullyrt með rökum — hvorki af Verkamanspiltum né öðrum — að samkomu- bannið hér hafi gert gagn að því leyti, að það hafi varnað því, að veikin breiddist enn örar út. Hitt er víst, að lokun skólanna gerði stórmikið gagn, er veikin stóð sem hæst, að því leyti, að skólafólk hjálpaði mjög víða í þeim fjölmörgu heimilum bæj- armanna, sem illa voru stödd. Er þá að vega og meta, hvort sé meira virði, sú góða hjálp eða nokk- urra vikna bókvizkuítroðsla. Alls staðar þar, sem mænuveiki hefir orðið vart úti á landi nú í vetur, hafa samkomubönn verið sett og gat vestfirzkt blað þess nýlega að læknar þar teldu þau hafa gert mik- ið gagn. Héraðslæknar hér nyrðra hafa yfirleitt gripið til þessa ráðs og virðist heimskulegt að fjand- skapast við þá út af því eins og gert er í pistli þess- um. ---o---- ELDSPÝTNAFARALDUR. Borgari hafði orð á því við blaðið nú á dögunum, að mjög bæri á því að drengir færu óvarlega með eldspýtur á almannafæri. Gerðu sér leik að því að skjóta logandi spýtum á eftir fólki o. s. frv. Þetta er ljótur leikur og stórhættulegur. Getur hæglega valdið tjóni. Foreldrar ættu yfirleitt ekki að láta eldspýtur liggja í vegi barna sinna og verzlanir ættu ekki að selja smáhnokkum eldspýtustokka. Eld- spýtur í óvitahöndum eru mjög hættulegt leik- fang. ---o---- MIKILL MUNUR. Tímaritið Nation í USA skýrir frá því, að Banda- ríkjamenn hafi ekki gefið nema 10% af áætluðu framlagi þeirra til Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Aðeins 1 milljón manna gaf fé til hjálpar- starfseminnar. Ritið getur þess til samariburðar, að íslendingar hafi gefið sem svarar 4 dollurum á hvert mannsbarn í landinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.