Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 16.02.1949, Blaðsíða 8
s Miðvikudaginn 16. febrúar 1949 DAGUR Krapastíflurnar í Laxá: Það er hægt að tryggja rennsli Laxár, án þess að stofna íghættu A - segja tveir þingcyskir bændur Rannsóknarefni fyrir verkfræðinga Fyrir nokkrum dögum var gestkomandi hér í bænum Þorgeir bóndi Jakobsson á Brúum við Laxá. Þorgeit er gagnkunnugur rennsli Laxár, hefir haft rafstöð við ána, til eigin afnota síðan 1934 og bekkir áhrif veðurfarsins á vatnsmagnið. Dagur ræddi við Þorgeir um krapastíflurnar í Laxá í vetur og um athuganir þær, er kunnugir menn hafa gert við upptök árinn- ar. Þorgeir kvað krapastíflur í ánni ekki nýtt fyrirbrigði. Hefði jafnan sezt krap í upptök árinnar í norðvestanátt og mundi svo enn verða, nema það yrði fyrirbyggt með einhverjum ráðum. Þorgeir sagði ,að hann hefði rætt við Stefán bónda á Geira- stöðum um mál þetta og mögu- leika á úrbótum, en Stefán er manna kunnugastui' aðstæðum öllum við upptök Laxár, hefir um langan aldur búið í nágrenni þeirra og haft þar rafstöð síðan 1930. Báðir voru þeir þeirrar skoðunar, að aðgerðii' þær, sem Rafveitan lét framkvæma eystra fyrii' nokkrum árum, væru til lít- ils gagns, sem bót á hinum venju- legu krapastíflum, þótt vei'a mætti að eitthvert gagn gæti orð- ið að þeim í einstökum tilfellum. Um aðrar leiðir ræddu þeir þetta: Hækkun vatnsins töldu báðir frá- leita, enda kynni það að reynast erfitt verk fyrir utan það gífur- lega tjón, sem slíkt mundi valda Mývatnssveit. Onnur leið væri líklegri og mun álitlegri: Svo .hagar til eystra, að norður frá Haganesi liggur hraunliryggur, sem heldur að Mývatni að vestan, er hann nokkuð breiður, 500— 1000 metrar. Vestur undir hraun- hryggnum koma fram lindar, sem renna áfram í Laxá og vaxa þær er vatnið hækkar. Austan þessa hryggs leggur vatnið strax á haustin, er það djúpt þar, 4—5 metrar, og jafnan kyrrt vatn og allmikil uppistaða undir ísnum. Ef grafið væri gegnum hrygginn mætti veita miklu vatnsmagni að upptökum Laxár, er þörf væi'i á því. Lokur yrði að hafa í rennu þessari. Væru þær aðeins hafðar opnar, er útrennsli Laxár væri í hættu frá krapastíflum. Mývatn er grunnt á nokkru svæði við upptök árinnar, eða um 1 metri. Þegar norðvestan hvassviðri er, er sem stormurinn varni því, að vatnið fái nauðsynlega framrás og síðan sezt krap og snjór í þessa uppistöðu á stóru svæði, og hefir reynzt erfitt að ryðja þeim stífl- um í brott. Ef hægt væri að auka vatnsmagnið, með fyrr- greindum hætti er þannig stend- ur á, töldu þessir menn mjög sennilegt að forða mætti stíflun- um. Þorgeir hafði vakið máls á þessu fyrir nokkru við kunnáttu- mann, sem taldi hugmyndina mjög líklega og þess virði að rannsaka hana ýtarlega. Hvað segja forráðamenn Rafveitunnar? Blaðið telur rétt að koma þess- ari hugmynd á framfæri nú þeg- ar. F orráðamenn Rafveitunnar hér hafa enn ekki svarað spurn- ingum þeim, sem fyrir þá voru lagðar hér í blaðinu upp úr nýj- árinu, né heldur gert almenningi nokkra viðhlýtandi grein fyrir ástandi og horfum í rafmagns- málum bæjarins. Almenningur í bænum mun því fagna hverri þeirri hugmynd, sem líkleg er til nokkurra úrbóta og vænta þess, að kunnáttumenn, sem því nafni mega kallast, athugi úrbótatil- lögurnar. Athuganir þessara gagnkunnugu manna virðast þannig vaxnar, að þeim beri að gefa gaum. Akureyrarsíldin gefst ágætlega til beitu Fregnir frá verstöðvunum sunn- anlands herma, að sjómenn telji síldina, sem veiðst hefir hér á Pollinum, ágæta beitu. Hefir afl- ast vel á hana og mun betur en á gamla síld. Sömu sögu er að segja fró verstöðvunum austanlands. Stjórnar ko min únistahe rj um Votheystumar verða reistir á að minnsta kosti 22 jörðum iröi i Reynslan af votheysturninum í Gunnars- holti er ágæt Myndin er af Chu Teh, hershöfð- ingja, sem stjórnar sókn komm- únistaherjanna í Kína. Komm- únistar hafa nú sótt súður á bóg- inn, allt til Yangtze-fljóts. Talið er að friðarráðstefna sé um það bil að hefjast í Kína, en allar fregnir um það eru óljósar og næsta ósamhljóða. „Kaldfaakiir“ fékk ágætan afla á 13 dögum S. 1. þriðjudag sigldi „Kald- bakur“ til Englands með 4100 kit fiskjar, sem skipið hafði fengið í 13 daga útivist þrátt fyrir hina mjög óhagstæðu tíð, sem þá var hér við land. Skipstjóri í þessari veiðiför var Þorsteinn Auðuns son, sem er ráðinn skipstjóri á ,,Svalbak“. Þorsteinn sigldi skip inu einnig til Englands að þessu sinni. „Kaldbakur" seldi aflann í sl. mánud. fyrir 13.087 sterlings- pund. Frumvarp um gagnfræðadeild Meuutaskólans hér Nokkrir þingmenn flytja frum- varp á Alþingi um það, að gagn- fræðadeild Menntaskólans hér fái að starfa áfram, en nú starfar deildin með undanþágu, sem kunnugt er. Er frumvarpið var til 1. umræðu í Nd., mælti Sigurður E. Hlíðar fyrir því, en Gylfi Þ. Gíslason o. fl. andmæltu því. a— Menntamálaráðherra, Eysteinn Jónsson, gerði og athugasemdir við frumvarpið. Sex lömunarsjúldingar liéðan farnir til Kaup- mannahafnar I morgun fór Snorri Sigfússon námsstjóri flugleiðis til Kaup- mannahafnar ,til dvalar á hress- ingarstofnun vegna lömunar. Eru þeir þá orðnir 6 lömunarveikis sjúklingarnir, sem búið er að flytja héðan til Kaupmannahafn- ar. Fimm þeirra dvelja á Kom mune Hospitalet og mun líðan þeirra allra góð og um framför að ræða hjá öllum, þótt hægt fari Hjúskapur. 5. febrúar sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju: Eiríkur Eyfjörð Jónsson, loftskeytam., og Ásdís Auður Ingólfsdóttir. — Heimili þeirra er í Þórunnarstræti 118. 6! febrúar sl. voru gefin saman í hjónaband: Óskar Ósvaldsson prentari, og Aðalheiður Valdi mai’sdóttir. Heimili þeirra er í Norðurgötu 13. — Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúðhjónin saman. Eins og áður hefir verið greint frá hér í blaðinu, ákváðu Kaup- félag Eyfirðinga og Samvinnu- byggingafélag Eyjafjarðar á sl. hausti, að hefjast handa um að útvega hingað Prómetó-voíheys- turnamót frá Svíþjóð. Samvinnu- byggingafélagið auglýsti þá eftir umsóknum bænda um turnbygg- ingar og jafnframt var sótt um gjaldeyris- og innfluíningsleyfi fyrir mótunum. Leyfi þetta mun nú fengið og munu mótin vera væntanleg til landsins í marz—apríl í vor, ásamt nokkrum mótum til Suð- urlandsins. Dagur hefir átt tal við formann Samvinnubyggingafélagsins, Val- demar Pálsson, og spui't hann um undirtektir bænda. Valdemai' sagði, að þegar liefðu borizt 22 umsóknir um turna- byggingar víðs vegar úr héraðinu. Til bygginganna þarí fjárfesting- arleyfi og hafa bændur sjálfif sótt um þau, en afgreiðsla hefir enn ekki fengist frá Fjárhagsráði. — Standa vonir til að leyfin fáist. Sænskur kunnáttumaður frá verksmiðjunni, er mótin fram- leiðir, kemur hingað til lands með mótunum, og kennir meðferð þeirra. Verður hafizt handa um kennsluna í Reykjavík strax og mótin koma til landsins. Sam- vinnubyggingafélagið hefir þegar ráðið mann til þess að veita verk- inu forstöðu og mun hann, ásamt þeim 2—3 mönnum, er við verkið vinna, njóta þessarar kennslu syðra. Að henni lokinni verður strax hafizt handa hér. Mótin verða flutt bæ frá bæ. Áætlað er, að bygging hvers turns taki um vikutíma. Ef sú áætlun stenzt og unnt reynist að hefja verkið snemma í vor, ætti að mega Ijúka byggingu allra þeirra turna, sem pantaðir hafa verið, á næstkom- andi sumri. Tuminn í Gunnarsholti reynist vel. Á sl. hausti voru noltkrir vot- heysturnar reistir hér á landi, m. a. einn hér í Eyjafirði, á Grund. En aðeins einn þeirra varð svo snemma tilbúinn, að unnt væri að nota hann til heyverkunar, turninn í Gunnarsholti syðra. í viðtali við Runólf Sveinsson sandgræðslustjóra, sem birtist í Tímanum í gær, er skýrt frá því, að reynslan af þessum turni sé hin ákjósanlegasta. Segir Runólf- ur, að votheyið sé mjög vel verk- að og hafi meira sýruinnihald en vothey hefir, nema til komi utan- aðkomandi sýrur. Hann gefur kúnum 22 kg. af þessu heyi ó dag og segir þær helzt ekki vilja ann- að fóður, enda þrífist þær ágæt- lega af þvi. 130 hafa tekið í Skagafirði Mænuveikin hefir herjað á Skagafjörð að undanförnu og munu um 130 manns hafa tekið veikina, þar af 6 lamast, en lam anirnar eru ekki taldar alvarleg- ar. Flest eru tilfellin á Sauðár- króki. Nú mun veikin vera mjög í rénun, að því er segir í fréttum að vestan. Jón & Vigfús flnttir í ný húsakynni Hið góðkunna ljósmyridafirma Jón & Vigfús hér í bæ, er nýlega flutt í ný húsakynni, í Hafnar- stræti 92, áður Gudmanns-verzl- un. Hafa verið gerðar ýmsar breytingar á húsinu að undan- förnu til þess að koma ljós- myndastofum og vinriústofum fyi’ir. Breytingunum er enn ekki að fullu lokið, en ljósmyndastof urnar þó teknar til starfa í hinu nýja, vistlega húsnæði. Barnaskólinn lióf starf í gær Fjarvistir barna eðlilegar Barnaskóli Akui'eyrar hóf starf aftur í gæi', er samkomubannið hér var upphafið. Dagur átti tal við skólastjórann, Hannes J. Magnússon, og sagði hann, að fjarvistir barnanna í gær hefðu ekki verið meiri en venja er. — Samkvæmt skýrslu, er skólinn hefir látið gera, hafa rösklega 100 börn tekið mænuveikina í vetur, en flest hafa sloppið vel, aðeins örfá lamast. Aftur á móti er nokkurt skarð höggvið í kenn- aralið skólans. Einn kennari verður alveg frá verkum það sem eftir er vetrar, annar um óákveð- inn tíma og hinn þriðji kennir aðeins hálfan daginn. Loks er hjúkrunarkona skólans sjúk og fráverkum. TIL SÖLU norsk lyrsta llokks göngu- skíði. — Upplýsingar hjá Sigurði Steindórssyni; Skrifstofu I.oftleiða h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.