Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 7

Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. marz 1949 ÐAGUR 7 MALTHUS AFTURGENGINN: ERLEND TÍÐINDI: íbúum jarðarinnar fjölgar mn 1% á ári Sir JOHN BOYD ORR, fyrrv. forstjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir rányrkju mannana eitt af alvarlegustu viðfangsefnum samtímans Kinn víðkunni brezki vítindamaður, Sir John Boyd Orr, sem til skarnms tíma var forstöðumaður Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, birti nú eftir áramótin mjög athyglisverða grein í Brezka blaðinu „Observer“. Greinir hann þar frá nokkrum staðreyndum um mannfjölgunina á jörðunni og rányrkju mannsins. Allir flokkar standa vörð um heiðarleg vinnu brögð ríkisstofiiana og embættismanna Er nú meira rætt um þessi mál en fyrr í erlendum blöðum vegna útkomu bókar um þessi mál í Bandarílcjunum seint á sl. ári. Höf- undur hennar er William Vogt og nefnist bókin „Road to Survival“. Vogt telur mannkynið stefna hrað- byri til glötunar með því að mat- vælaframleiðslumöguleikar jarðar- innar séu stöðugt rýrðir, en fólkinu haldi áfram að fjölga. Sir John Boyd Orr ræðir í grein sinni um þessa bók og kenningar hennar og kemst svo að orði, að ýmsir þykist nú sjá Malthus afturgenginn, en hann var brezkur heimspekingur, sem hélt því fram, að stríð og drep- sóttir þyrfti til þess að halda mannfjölguninni í skefjum. Þessi mál eru merkileg og umhugsunar- efni fyrir allar þjóðir. Fara hér á eftir nokkur atriði úr grein Sir John Boyd Orr, er birtist í „Ob- server“ snemma í janúar sl. Mikil mannfjölgun. I greininni segir svo: „Ríkis- stjórnir þjóðanna hafa verið var- aðar við hættunni af alheims- hungursneyð, hafa þessar viðvar- anir birzt í skýrslum matvæla- og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna og í bókum og ritgerðum yísindamanna. Menn eru yfirleitt sammála um aðal staðreyndirnar: íbúatala jarðarinnar hækkar um 1% á ári. Eftir því ætti hún að vera orðin eftir 40 ár um 3000 milljónir manna í stað 2000 mill- jóna fyrir styrjöldina síðustu. Þeg- ar á þeim árum létust um það bil 2/3 dáinna of snemma vegna skorts á sómasamlegri fæðu og öðrum Hfsnauðsynjum. Þessar hungruðu þjóðir eru nú að öðlast pólitíska sjálfsmeðvitund og þær eru að rísa upp gegn fátæktinni og eymdinni. Kommúnisminn, sem lofar að hagnýta gæði jarðarinnar og afnema fátæktina, á auðvelt með að eignast ofstækisfulla ját- endur meðal þessara hungruðu þjóða. Nefnd frá Matvæla- og Landbúnaðarstofnun S. Þ., skipuð fulltrúum 17 ríkisstjórna, skýrir svo frá, að matvælaframleiðsla heimsins þurfi að tvöfaldast á næstu 25 árum. Óspjölluð lönd. Á 19. öldinni jókst> íbúatala Ev- rópu úr 188.000.000 í sgo.ooo.ooo: Þau auknu matvæli, sem til þurfti til þess að fæða þennan fjölda, voru fengin frá hinum óspjölluðu löndum hins nýja heims og megin- löndum á suðurhveli jarðar og frá auknum afrakstri ræktaðs lands í Evrópu. I dag er ekki auðvelt að banda á nein óspjölluð meginlönd, sem auðvelt er að rækta. Á meðan á fyrra heimsstriðinu stóð og næstu árin þar á eftir voru 110.000.000 ekra af óræktuðu landi teknar til ræktunar. Á sl. 10 árum hefir lítið sem ekkert af óræktuðu landi ver- ið tekið til ræktunar, þrátt fyrir hátt verð á matvælum á heims- markaðinum. Nú eru engin ný meg- inlönd lengur til þess að létta mat- vælaáhyggjunum af börnum tutt- ugustu aldarinnar. Ástandið hefir raunverulega versnað vegna þess að hinu ræktaða landi hefir íarið aftur. Fólksfjölgunin hefir þrýst íil eyðileggingar á sk.ógum, til rán- yrkju og ofbeitingar, og land, sem fyrir því hefir orðið, stendur verr að vígi en áður að þola áföll nátt- úrunnar, svo sem flóð og langvinna þurrka. Eftir miklar úrkomur renn- ur vatn í stríðum straumum yfir hið rúna land og fleytir yfirborðs- jarðveginum með sér. í þurrkatíð hafa stormar sömu eyðileggjandi áhrifin. Uppblásturinn. Hin aukna matvælaframleiðsla eftir báðar heimsstyrjaldirnar var fengin með þeim hætti, að tekið var af dýrmætasta fjársjóði Banda- rikjanna: yfirborðsjarðveginum. Sams konar eyðing á sér stað víðs vegar í öllum heimsálfum. I októ- ber sl. skýrðu skip frá heljarskýj- um af rauðleitu dufti langt úti á Kyrrahafi, 600 mílur frá megin- landi Ástralíu. Þessi ský voru sögð 8000 feta há og ná yfir 400 mílna svæði. Þar var yfirborðsjarðvegur frá hinu þurrlenda meginlandi Ástralíu. Á seinni árum hafa nokkr- ar ríkisstjórnir gert sér Ijóst að eitt- hvað verður að gera til þess að varna uppblæstrinum og vernda yfirborðsjarðveginn. Bandaríkja- menn gerðu jarðvegsverndaráætl- un fyrir 13 árum. Þessi áætlun hef- ir gert mikiðgagn,enuppblásturinn er ekki þar með búinn. Langt frá því. Hann er talinn nema sem svar- ar 200 45-ekra býlum á hverjum degi, sem guð gefur yfir. Stærsta átakið mun gert í Rússlandi og jarðfræðingar Rússa eru fremstir í sinni grein. Rússar eru nú að framkvæma stórfellda áætlun um jarðvegsvernd. Þar er gert ráð fyr- ir stórfelldri skóggræðslu og öðr- um ráðstöfunum, sem að gagni koma gegn uppblæstri og við að auka nothæft ræktunarland. En sameinuð átök nokkurra ríkis- stjórna eru samt allsendis ófull- nægjandi til þess að móðir Jörð geti séð öllum börnum sínum far- borða. Til þess að ná því marki, þyrftu allir íbúar jarðarinnar að leggjast á eitt í starfinu, og starfið yrði að vera innt af höndum með eigi minni krafti en nú íer í það að undirbúa næstu heimsstyrjöld. 200 milljón munnar í viðbót. Það er staðreynd, að þótt nú sé 200 milljón fleiri magar að seðja en til voru fyrir heimsstyrjöldina síðustu, hefir mannkynið enn ekki náð því magni matvælaframleiðslu, er var 1939. Þetta ætti að vera nægilega alvarleg áminning fyrir þá, sem rikjum ráða, að hin mikla mannfjölgun, samfara minnkandi matvælaframleiðslu og eyðingu þeirra náttúrugæða, sem undir henni standa, er miklu alvarlegra vandamál íyrir þjóðir heimsins en barátta pólitískra stefr.umála. — Nokkrir þeirra, sem hafa kynnt sér þessi mál rækilega, telja ástandið orðið vonlaust. Hin vélræna, vest- ræna menning, sem hefir eytt nátt- úruauðæfum jarðarinnar miskunn- arlaust, er, segja þessir menn, dauðadæmd. Heimsstyrjaldirnar tvær, og hinn æðislegi undirbún- ingur undir þá þriðju, eru dauða- teygjurnar. Framundan séu langar, dimmar aldir, og á þeim muni nátt- úran e. t. v. fá tækifæri til þess að endurskapa það, sem eyðilegt hefir verið, og eftir það muni heilbrigð- ari menning rísa upp, líklega fyrst í Asíu. Nokkrir vísindamenn Bandaríkjanna hafa mjög róttækar skoðanir á þessum málum. I þeim hópi er William Vogt, sem hefir nýlega ritað bók um þau (Road to Survival, sem fyrr getur). Hann rekur þar eyðileggingu uppblást- ursins í öllum heimsálfum og sýnir fram á að mannkynið er nú þegar á barmi hungursneyðar og minnk- andi möguleikar til matvælafram- leiðslu og aukinn mannfjöldi er hraðstíg þróun, sem hleður utan á sig eins og snjóbolti á hverju ári. Takmarkanir mannfjölgunar. Vogt tekur upp þá kenningu Malthusar, að aukning matvæla- framleiðslunnar geti ómögulega fylgt eftir mannfjölguninni. Til- raunir til þess að forða hungurs- neyð og drepsóttum í löndum, sem þegar eru allt of mannmörg, kalla aðeins ennþá ægilegri neyð yfir fólkið síðar meir. Einasta björgin, segir hann, er takmörkun barns- fæðinga, en hungur og drepsóttir muni sjá fyrir fækkun fólksins nið- ur í það, sem hvert land getur fætt og klætt. Vogt skilur, að þessar kenningar hans hrófla við undir- stöðum vestræns hugsunarháttar. Hann telur að tilfinningasemi, sem veldur því að reynt er að rétta hungruðum þjóðum í allt of fjöl- mennum löndum hjálparhönd, á kostnað náttúrugæða þeirra landa, sem hjálpina veita, og hina óháðu frjálsu samkeppni, sem óhindrað eyðir náttúrugæðum, verði að beizla, þótt sárt þyki. Ýmsar siðfræði- og pólitískar skoðanir höfundarins munu ekki eignast marga fylgjendur, hvorki í Hinn 3. febrúar sl. fóru fram athyglisverðar umræður í brezka þinginu. — Aðalræðumcnn voru þeir ATTLEE íorsætisráðherra og CHURCHILL, formaður stjórnarandstöðunnar. Umræðuefnið var heiðarleikinn í opinberu lífi og misfellur, sem ný- lega liöfðu komið í ljós. Til glöggv- unar skal hér lauslega getið helztu atriða forsögu málsins. Forsagan. Seint á sl. ári komst á kreik orð- rómur um það, að háttsettir starfs- menn rílcisins, er hafa með hönd- um fjárfestingarleyfi, innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi óg annað eftirlit af hálfu ríkisvaldsins, hefðu gert sig seka um hlutdrægni vegna kunningsskapar og jafnvel þegið mútur. Orðrómurinn gróf um sig og varpaði nokkrum skugga á ríkis- stjórn Verkamannaflokksins og embættismenn hennar. Er Attlee forsætisráðeherra varð hans var, greip hann þegar tií róttækra ráð- Bandaríkjunum né annars staðar. En hann hefir safnað markverðum fróðleik og aðalkenning hans er, að hagkerfi, þjóðfélagsvísindi og stjórnmál, verði að skoða sem mis- V munandi hliðar hins mikla vanda- máls, —- afstaða mannsins til nátt- úrugæðanna, og hvorki hagkenn- ingar né pólitísk vísindi geti þrifist til langframa ef ekki sé tekið tillit til hinna ósveigjanlegu lögmála' náttúrunnar. En engin lausleg um- getning nægir til þess að gera við- hlítandi grein fyrir þessari efnis- miklu og umdeildu bók. Menn verða að lesa hana sjálfir og skilja hana. (Utdráttur úr henni birtist nýlega í ameríska mánaðarritinu „Reader’s Digest"). Aðrir fræði- menn eru þeirrar skoðunar, að með hærri lífsstandard þjóðanna, muni fæðingum fækka að því marki, að mannfjölguninni verði haldið í skefjum. Nú er hún mest í Asiu. Þangað til þangað er komið, megi með hjálp nútíma vísinda auka matvælaframleiðsluna örar en fólksfjölgunin krefst. Þetta mætti takast ef þjóðirnar semdu pólitísk- an frið og sameinuðust allar um alheims matvælaáætlun. En það tekst aldrei, meðan hver þjóð fer sínar götur eftir sínum nasjónal- ísku áætlunum. Bretland þarf að flytja inn helm- ing þeirra matvæla, er þjóðin neyt- ir, jafnvel þegar núverandi áætlun um aukningu landbúnaðarins er fullnægt. Bretland er einna verst statt allra landa þegar matvæli skortir á heimsmarkaðinum. Það er mjög vafasamt hvort rikisstjórnin og þjóðin í heild hafa gert sér grein fyrir því, hversu alvarlegt ástandið er. (Lausl. endursagt). stafana. Sérstök rannsóknarnefnd var þegar skipuð, með víðtæku valdi. Kunnur lögfræðingur og dómari var formaður hennar. — Nefndin vann mikið starf á skömmum tíma, yfirheyrði mörg vitni, þ. á. m. háttsetta embættis- menn og ráðherra. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að aðstoðarráð- herrann John Belcher, einn af hin- um sigursælu frambjóðendum Verkamannaflokksins í síðustu kosnjngum, hefði í a. m. k. tveimur tilfellum beitt vítaverðri hlut- drægni við útdeilingu leyfa og hann hefði þegið gjafir og bæri að telja slikt þóknun fyrir gerðan greiða. Annar háttsettur embættis- maður, formaður mikilvægrar rík- isnefndar og einn af stjórnendum Englandsbanka, þótti undir sömu sök seldur. Aðrir voru sýknaðir og orðrómur um þá talinn úr lausu lofti gripinn .Þingmaður sá og ráð- herra, er gert hafði sig sekan um misfellur þessar, sagði þegar af sér þingmennsku og ráðherraembætti. Umræður fóru fram um þessi mál í þinginu snemma í febrúar. Fyrir margra hluta sakir eru þær svo merkilegar og sýna svo vel brezka stjórnmálabaráttu, að Degi þykir hlýða að endursegja hér frásögn brezka blaðsins „Manchester Guar- dian“ af þeim. Frásögn Manchester Guardian. Hið enska blað skýrir svo frá 10. febrúar sl. „— Á skömum tíma gerðist það allt, að Mr. Belcher (hinn sakfelldi aðstoðarráðherra) ávarpaði þing- heim, tilkynnti að hann segði af sér þingmennsku, beygði höfuð sitt fyrir þingheimi og forseta og gekk út úr deildinni. Þá flutti Mr. Attlee tillögu um að skýrsla rannsóknar- nefndarinnar væri samþykkt og skýrði jafnframt frá ráðstöfunum þeim, sem ríkisstjórnin fyrirhugaði í tilefni af upplýsingum rannsókn- arnefndarinnar. Mr. Churchill hafð orð fyrir stjónarandstöðunn og bar lof á stjórnina fyrir meðferð hennar á málinu. Jafnframt benti hann á hættu þá, sem heiðarleika í opin- beru lífi stafar frá eftirliti og af- skiptum ríkisvaldsins.... Mr. Att- lee benti á í ræðu sinni, að rann- sóknarnefndin hefði unnið þarft verk. Hún hefði grafist fyrir rætur orðróms um spillingu meðal ráða- manna ríkisins og hún hefði sann- a'ð að starfsmenn ríkisins væru yf- irleitt heiðarlegir og samvizkusam- ir. . . . Hann ræddi og samskipti ráðherra og ráðamanna og kunn- ingja þeirra og taldi að slík sam- skipti mætti oftast fela dómgreind viðkomandi embættismanna, en ríkisstjórnin mundi íhuga, hvort til- efni væri til sérstakra leiðbeininga í þessu efni. Um gestrisni og fyrir- (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.