Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 9

Dagur - 09.03.1949, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 9. marz 1949 U A U U K 9 irlý meostiornar rrsmsé r A nýafstöðnum aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins var eftirfarandi stjórnmálayfirlýsing samþykkt: Fjármál og dýrtíðannál. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins lítur svo á, að háskalega horfi um atvinnu- og fjárliagsmál landsins og telur það nú megin verkefni, að sporna gegn hruni atvinnuveganna, búa þeim traustan stáffsgrundvöll og tryggja lífskjör almennings. Þetta telur fundurinn framkvæm- anlegt, ef þjóðinni skilst, að það sé óumflýjanleg nauðsyn, enda þótt lnin verði þess vegna að þrengja að sér, um stundarsakir. Aðalfundurinn lítur svo á, að þau vandamál, sem nú eru erfið- ust viðfangs, séu Itein afleiðing þeirrar stjórnarstefnu, sem fylgt yar á stríðsárunum og J)() einkum á árunum 1944—1946. Þannlg á vaxandi liallareksturs ríkissjóðs einkum rætur að rekja til verð- bólgu og fjárfrekrar löggjafar þess- ara ára. Sama máli gegnir urn halla- rekstur atvinnuveganna, og þær endurtcknu, en þó ófullnægjandi ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að koma í veg fyrir stöðvun þeirra. Framsóknarflokkurinn var í stjórnarandstöðu :i þessum árum vegna Jtess að hanri taldi stjórnar- stefnuna hljóta að leiða til Jtess, sem nti er komið frani. Barátta flokksins gegn verðbólgu var að ýmsu leyti óvinsæl, enda af- flutt af andstæðingunum. Engu að síður taldi flokkurinn sér skylt að heyja hana, því að hönum var ljóst; að verðbólgan yrði þeim mun erfið- ari viðfangs, ])ví lengur sem dræg- ist að snúast gegn lienni. Þótt Framsóknarflokknum væri ljóst, að afleiðingar af stefnu fyrr- verandi stjórnar væru livergi nærri að fullu framkomnar,' vildi hann ckki skorast undan Jrátttöku í nú- verandi ríksistjórn og Jteim samtök- um, sem jafnframt voru gerð/með því markmiði að breyta um stefnu. Við stjórnarmyndunina lagði Framsóknarflokkurinn áherzlu á, að haíizt yrði lianda gegn verðbólg- unni, breytt um stefnu í landbún- aðarmálunum, og ný stefna tekin upp í fjárfestingár-, gjaldeyris- og vcrzlunarmálum. I málefnum landbúnaðarins hef- ir Jrað áunnizt, að stéttasamtökum bænda hefir íneð lögum verið falið að hafa með liöndum afurðasölu landbúnaðarins. A J)ennan hátt hafa fengizt franr mikilsverðar enckirbætur í verð- lágsmálum landbúnaðarins. Lög- um um búnaðarmálasjóð liefir vcr- ið breytt í ])að horf, sem stéttar- samtök bænda bcittu sér fyrir. Fjárframlög til ræktunar og bygg- inga í sveitum hafa fengizt aukin, og hagsnmnamála landbúnaðarins í hvívetna betur gætt en í tíð fyrr- verandi stjórnar. Fyrir starfsemi fjárhagsráðs liafa nauðsynlegar byggingar setið í fyr- irrúmi fyrir öðrum ónauðsynlegri, jafnframt því, sem tekizt hefir að forðast söfnún eyðsluskulda er- lcndis. Með dýrtíðarlögunum frá 1917 og öðrum ráðstöfunum hcfir tck- izt að draga úr vcxti verðbólgunn- ar og komá í veg fyrir liækkun framleiðslukostnaðar bátaútvegsins á árinu 1948. Aftur á móti telur fundurinn, að í verzlunarmálunum hafi eigi feng- izt framgengt nauðsynlegum endur- bótum, énda afleiðing þess orðin sú, að nú viðgengst margs konar okur, svartur markaður, óeðlileg vöruþurrð og mikil mistök urn vörudrcifingu. Fjárhagur ríkisins er og í öngþveiti, og viðunandi afgreiðsla fjárlaga lítt viðráðanlegt vandamál, og raunar óviðráðan- legt, nema gerðar séu nýjar ráð- stafanir í fjárhagsmálunum. Þótt tekizt liafi í bili að hindra stöðvun framleiðslunnar, er óhjákvæmilegt að grípa til nýrra og víðtækari ráð stafana, ef koma á í veg íyrir stór- fellda kreppu og atvinnuleysi. í því sambandi leggur aðalfundurinn sér- staklega áherzlu á eftirfarandi: 1. Verzlunarmál. 'Fekin sé upp ný stefna í verzl- unarmálum, sem tryggi neytendum og framleiðendum sem mest frjáls- ræði til að velja á milli verzlana og útiloki svartan markað. Þessu tak- marki sé náð með þeim úrræðum, sem felast í verzlunarfrumvarpi Framsóknarmanna, eða öðrurn ráð- um, sem ná sama árangri. Jafn- framt sé unnið að ])ví, að gera framkvæmd innflutnings og gjald- eyrishafta og skönnntúnar sém ódýrasta og auðveldasta- meðan nauðsynlegt telst að beita slikum ráðstölunum. 2. Iðnaðarmál. Búið sé þannig að verksmiðju- iðnaðinuin í landinu, að afkasta- geta fyrirtækja, sem liafa fullkonm- ar vélar, nýtist sem bezt, til að lækka verð og spara gjaldeyri. Slíkum fyrirtækjum verði .með samningum tryggðir möguleikar til hráefnaöflunar, gegn því að verðið á framleiðsluvörum Jreirra lækki svo að J)að verði sambærilegt við erlendar vörur. 3. Húsnæðismál. I húsnæðismálum ber að gera eftirtaldar ráðstafanir: Lcggja á háan stóríbúðaskatt, er renni í sjóði, sem veiti ódýr og hent- ug lán til samvinnubyggingafélaga og byggingar vérkamannabústaða. Lögbjóða lækkun á húsaleigu, sem ákvcðin hefur vcrið á verðbólguár- unum, og tryggja framkvæmd slíkr- ar löggjafar m. a. með því að veita leigutökum aðstöðu til að liafa á- lirif á og eftirlit með framkvæmd hennar. Refsingar fyrir lnisaleigu- okur verði stórum Jtyngdar. Heim- ilað vcrði með lögum, að J)eir, sem búa við hina háu húsaleigu síðari ára, megi draga hluta af henni frá skattskyldum tekjum. Barnafjöl- skyldum sé tryggður forgangsréttur að leiguhúsnæði. Byggingarefni J)ví, sem ráðstafað verður til ibiiða- bygginga, til sjávar og sveita, verði varið til að reisa sem flestar og hag- kvæmastar íbúðir, og byggingakostn aður lækkaður með aukinni bygg- ingatækni. 4. Sparnaður ríkisins. Dregið " ’sé' úr rekstrarútgjöldum ríkis og ríkisstofnána. Sérstök á- hcrzla á það lögð að taka upp sem fullkomnasta tækni og bezta starfs- tilhögun og draga þannig úr starfs- mannalialdi. Dregið sé úr eftir- vinnu og eftirlit með vinnubrögð- um aukið til muna: Starfsmönnum ríkis og ríkisstofnana því aðeins fjölgað að komi til samþykki Al- þingis eða fjármálaráðherra, er á- kveði jafnhliða laun hinna nýju starfsmanna í samræmi við launa- lög. Skrá um starfsmannahald rík- isins og fyrirtækja J)ess og launa- greiðslur sé árlega lögð fyrir Al- þingi. 5. Framkvæmd skaítalaga. Framkvæmd skattalaga sé gerð öruggari og einfaldari cn nú er, hert verði á eftirlit með skattfrasn- tölum og ný löggjöf sett J)eim fram- kvæmdum til stuðnings, og aðstaða hlutafélaga í skattalöggjöfinni end- urskoðuð. 6. Verðlagsmál. Hert verði á verðlagseftirlitinu með eftirfarandi ráðstöfunum: í Samtök neytenda fái fulltrúa túð framkvæmd verðlagseftirlits. Skip- aðir verði fulltrúar frá neytendum, sem meðdómarar með almennum dómurum í vcrðlags- og gjaldeyris- málum. Refsingar fyrir verðlags- og gjaldeyrisbrot verði stórum þyngd- ar, og málsmeðferð opinber. Framangreindar ráðstafanir í verzlunarmálum, húsnæðismálum, verðlagsmálum, iðnaðarmálum, skattamálum og fjármálum ríkisins tclur aðalfundurinn nauðsynlegt, að gera á undan eða jafnhliða frek- ari aðgerðum, til að tryggja af- komu atvinnuveganna og næga at- vinnu í landinu, ])ar sem þjóðin myndi })á betur undir það búin að taka á sig byrðar viðreisnarinnar. Álítur aðalfundurinn, að ])ær leiðir, sem um geti verið að ræða í því efni séu allsherjar niðurfærsla eða gengislækkun eða hvorttveggja, og telur rétt að l.eitað verði álits og samráðs stéttasamtakanna um það, hvor leiðin sé farin, og að hve miklú leyti, áður en endanleg á- kvörðun sé tekin um það. Jafnliliða Jtessum ráðstöfunum verði lagður á sérstakur stóreigna- skattur. Jafnóðum og Jressar ráð- stafanir beri árangur, verði dregið úr höftum og dýrtíðarskattar lækk- aðir eða felldir niður eftir því, sem unnt er. Edikssýra á 1/1 og 1/2 flöskum Soya Sykurvatn Ávaxtasaft Búðingsduft, 6 teg. Kjötbúð IÍEA. Karlm. armbamlsúr tapaðist í vikunni sem leið. Vinsamlegast skilist á afgr. Dags, gegn fundarlaunum. SEXTUGUR: Baldur Helgason trésmíðameis tari Sextugur varð 11. f. m. Baldur Helgason trésmíðameistari Laxa- götu 4, Akureyri. Hann er fædd- ur á Grund í Höfðahverfi 11. fe- brúar 1889, sonur hjónanna þar Sigurfljóðar Einarsdóttur og Helga Helgasonar, bæði af þing- eyskum bændaættum. Var Sig- urfljóð rrióðir hans hin mætasta kona, með afbrigðum dugleg og gjöful við fátæka. Var hún því mjög dáð og vinsæl af almenn- ingi. Helgi, faðir hans, var mjög snjall veggjahleðslumaður og mikið eftirsóttur, og svo hagur á margt, að hann mundi að mín- um dæmi og margra annarra er til þekktu, hafa verið í tölu snill- inganna, ef lært hefðu og lifað nú á tímum. Baldur ólst upp á Grund hjá foreldrum sínum við algeng sveitastörf og í hópi efnilegra systkina, en J)au voru J)essi: Snæ- bjöm bóndi að Grund, látinn 1916, Magnús skósmíðameistari á Akureyri, látinn 1934, Hallfríður saumakona á Akureyri, Jón, hef- ir lengi dvalist erlendis, fyrst í Rússlandi, og nú.síðari ár í Dan- mörku, alþekktur sundgarpur og íjrróttamaður. Eftir að Baldur fluttist frá Grund var hann á ýmsum stöðum í sveit og við sjó, og þótti liðtækur í bezta lagi. Um 1920 eða 21 flutt- ist hann til Akureyrar og hefir dvalið þar æ síðan. Eftir að hann varð húsasmíðameistari, stundaði hann húsasmíðar á Akureyri og hér í nærsveitunum, og þótti allt traust og vel af hendi leyst, er hann smíðaði. Nú hin síðustu ár hefir hampmest stundað smíðar á vélaverkstæði sínu við Laxa- götu 4, Akureyri. Baldur hefir ekki kvænst, en á einn son, Kára, sem kvæntur er Guðbjörgu Björnsdóttur, eiga þau 3 börn og eru búsett á Akureyri. Hallfríður systir hans var lengi ráðskona hans, en nú hin síðari ór hefir Pálína Sigurðardóttir, ættuð frá Austfjörðum, verið ráðskona hans, og hefir heimili hans ætíð verið rómað af rausn og mynd- arskap. Baldur hefir ekki skipt sér af opinberum málum, og myndi hann þó hafa ^orðið liðtæk- ur þar sem annars staðar, en hann er hlédrægur og fáskiptinn um annaira hagi, en stundar iðn sína af kappi og fyrirhyggju. Hann hefir erft frá foreldrum sínum snilli föður síns, en höfð- ingslund, hjálpsemi og gjafmildi móður sinnar, því að oft mun hann hafa hjálpað fátækum og gefið í kyrrþey. Baldur er glaður og reifur og svo unglegur, að maður trúir varla að hann sé eldri en hálf fimmtugur. Þannig er hann ung- ur og þó sextugui' í senn. Hann er traustur maður og svo áreið- anlegur, að hvert hans loforð stendur sem stafur á bók, og hefir hann því áunnið sér traust og álit samborgara sinna. — Það sendu því margir honum hlýjar kveðjur á sextugsafmæli hans, og hlýjastar þeir, er þekkja hann bezt, J)ví að hann er einn sá mað- ur, er ekki smækkar heldur stækkar við vaxandi kynni. Björn Árnason. Vil kaupa vel liýsta, góða jörð í Eyjafirði. Upplýsingar hjá EIRÍKI GUÐMUNDSSYNI, Möðruvallastræti 9, og í síma 113. - GRÓANDIJÖRÐ (Framhald af 5. síðu) aukna tækni. Fólkið verður að staðnæmast og f jölga í sveitun- um og flytja þangað inn úr kaupstöðunum, þar sem það er orðið of margt. Þaö þurfa 20 þús. ha. af túni eða ræktuðu landi handa 20 þús. mjólkurkúm, því að víða yrði að beita þeim á ræktaða landið. Hér er mikið verkefni, sem ljúka verð- ur á næstu ármn. Að sjálfsögðu þurfa til þess miklu fleiri ár cn þrjú. í sambandi við þetta má benda á það, að árið 1945 var stærð allra túna í landinu 38,484 ha. Þótt mikið hafi verið unnið að stækkun túnanna þau þrjú ár, sem liðin eru síðan, má þó sjá það í hendi sinni, að ekki getur jarðræktarfólkið í landinu neitt nálægt því komið því í verk, að rækta 20 þús. ha. í tún á næstu þrem árum. En þessi þörf er fyrir hendi og hún kallar miklu fleira fólk af landsmönnum til starfa við jarð- ræktina, hvort sem þeim þykir betur eða verr, því að sjálf- sögðu verður þjóðin að bjarga sér frá sulti. Getá má þess að á árunum 1940—1945 stækkuðu'túnin í landinu aðeins um 3500 ha. Þau ár var tregða á framkvæmdum vegna stríðsins. — Má telja víst að þau þrjú ár, sem liðin eru síðan 1945, hafi meira verið framkvæmt í túnrækt en á nokkrum jafnlöngum tíma áður. Eigi að síður erum við óralangt irá því marki að geta, á næstu þrem árum, aukið túnin um 20 þús. ha. og fjölgað mjólkandi kúm um 20 þúsundir, svo að hægt verði að full- nægja mjólkurþörf landsmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.