Dagur - 09.06.1949, Page 2

Dagur - 09.06.1949, Page 2
2 D AGUR Fiinmtudaginn 9. júní 1949 Vörn eða sókn gegn dýrtíðinni Forsætisráðherrann í eldhúsinu 1 eldhúsumræðunum síðustu lýsti Stefán Jóh. Stefánsson for- sætisfáðherra ástandinu við síð- ustu stjórnarskipti m. a. á þessa leið: „í fáum setningum sagt, eins og eg mun nánar rekja hér á eftir, var aðstaðan sú, er núverandi ríkisstjórn tók við völdum, að er- lendur gjaldeyrir var genginn til þurrðar, lánsfjárþenslan orðin gífurleg, mjög óhagstæður verzl- unarjofnuður, verðlag aðfluttra vara hækkandi, baggi bundinn með ábyrgðarverði útfluttra vara, verðbólga vaxandi — og ofan á allt þetta komu óvenjuleg síldar- leysisár. Þegar stjórnin tók við, var vísi- tala framfærslukostnaðar 316 stig. Nokkru áður en stjórnin var mynduð, setti Alþingi lög um ábyrgðarverð á hraðfrystum fiski og saltfiski. í landinu höfðu hrúg- ast saman miklar vörubirgðir, sem að nokkru leyti höfðu verið fluttar inn leyfislaust, en að öðru leyti samkv. leyfum, en með báð- um var það sameiginlegt, að er- lendan gjaldeyri skorti til að leysa þær út, og lágu þær í vöru- skemmum á hafnarbakkanum, — „hafnarbakkavörur" svonefnd- ar.“ Það sem þessi greinargerð for- sætisráðehrrans nær, er hún glögg lýsing á viðskilnaði fyrrv. stjórnar snemma á árinu 1947. — Þessi var arfurinn, sem núver- andi stjórn varð að taka við: Hin- ar miklu erlendu inneignir gengnar til þurrðar, verzlunar- jöfnuðurinn mjög óhagstæður, útflutningsverzlunin orðin þung- ur ómagi á þjóðarbúinu, verð- bólgan sívaxandi, svo að í tíð fyrrv. stjórnar hafði framfærslu- vísitalan hækkað um 45 stig. Þar við bættist svo, að vanskilaskuld- ir höfðu hrúgast upp vegna óhóflegs innflutnings á lítt þörf- um eða alóþörfum vörum, sem kaupmannastéttin heimtaði til að græða á og hafði að nokkru flutt inn leyfislaust. Með allt þetta í baksýn er það vel skiljanlegt, að fyrrv. forsæt- isráðherra, Ólafur Thors, fari fram á, að menn gleymi fortíð- inni. En það gerast stundum þeir atburðir, sem ekki eiga og ekki mega gleymast. Þeirra á meðal er óstjórn Ólafs Thors og kommún- ista á árunum 1944—1947. Aðal- yfirsjón „nýsköpunar“-stjórnar- innar var sú, að hún gleymdi eða kærði sig ekki um að leggja grundvöll að nýsköpun sinni, en byggði hana á kviksyndi verð- bólgu og dýrtíðar þrátt fyrir að- varanir og brýningar Framsókn- armanna. Af skiljanlegum ástæðum orð- aði forsætisráðherrann hina ákveðnu gagnrýni sína á fyrrv. stjórn svo gætilega sem hægt var. Alþýðuflokkurinn tók sjálfur þátt í þeirri óhappastjórn og ber því ábyrgðina að sínum hluta af hcnni. Afleiðingar óhappastjórn- arinnar eru þær, að cftir hinn mesta gróðatíma ,er þjóðin hefir búið við, er hún nú að sligast undir skattaþunga og margs kon- ar haftaófrelsi. Á þessu ástandi bera Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurihn ábyrgðina, því að nú er svo komið, að ekki verð- ur rætt uni kommúnista sem ábyrgan flokk. Tvær stcfnur í dýrtíðarmálunum. Við síðustu stjórnarskipti lá það í augum uppi, að yrði þeirri stjórnarstefnu haldið áfram að láta dýrtíðina leika lausum hala, mundi það hið bráðasta leiða til fullkominnar ; atvinnustöðvunar og fjárhagslegs hruns. Núver- andi stjórn og flokkar þeir, er að henni stóðu ákváðu því að reyna í sameiningu að stöðva dýrtíðina og færa hana síðan niður ,ef fært reyndist. Með þetta fyrii' augum tók Framsóknarflokkurinn þátt í stjórninni, því að einmitt í þessu höfðu björgunarráð hans falizt á meðan hann var í stjórnarand- stöðu, en sem þá var enginn gaumur gefinn. Með því að marka þessa stefnu, fékkst viðurkerining beggja samstarfsflokkahna á því, að Framsóknarflokkurinn hefði haft rétt fyrir sér í gagnrýninni á dýrtíðarstefnu fyrrv. stjórnar, þó að gagnrýnin . væri þá kölluð ,,hrunsöngur“ og „ba'rlómsvæl". En loks höfðu staðreyndirnar tal- að svo skýru máli með málstað Framsóknarmanna, að fyrrv. stjórnarsinnar í Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum gátu ekki dulið sannleikann leng- ur. Tilraunirnar til stöðvunar dýr- tíðinni hafa borið allmikinn ár- angur, þegar miðað er við það, sem áður var. Dýrtíðinni hefir verið haldið í skefjum meira en áður var, þegar hún var látin leika lausum hala, sem sést á því, að vísitalan hefir ekki hækkað nema um 10 stig í tíð núverandi stjórnar, í stað þess að hún hækk- aði um 45 stig í tíð fyrrv. stjórnar á jafnlöngum tíma. Framleiðslu- kostnaðurinn stóð í stað á síðast- liðnu ári, sem hann hafði ekki gert áður. Þenna árangur ber að viðurkenna af núveranýli stjórn- arsamstarfi. Tekizt hefir að veita það viðnám, sem nægt hefir til að forða frá atvinnulegu hruni og stöðvun framleiðslúnnar. En þessi áx-angur nægir ekki lengur. Dýrtíð og verðbólga er sjúkdómur í þjóðlífinu, sem þarf að lækna. Hingað til hafa allar í'áðstafanir stefnt að hokkurs konar lyfjainntökum, sem áttu að varna því, að sjúkdómurinn yrði banvænn. Allar ráðstafanir gegn dýrtíðinni hafa aðeins verið til bráðabirgða. í stað vai'naraðstöðu þeirrar, sem við höfum verið í, þarf nú að hefja sókn gegn dýr- tíðinni sjálfri, lækna meinsemd- ina með uppskurði. Þetta er stefna Framsóknarflokksins. Á síðasta þingi bar hann fram nokk- ur frumvqrp í þessa ótt. Ekki fundu þau náð hinna flokkanna. Þeir viðui'kenna að vísu nauðsyn þess að lækka dýrtíðina, en að- eins í orði. Þegar ákveðnar til- lögur í þessa átt eru lagðar á borðið, ei' svai'ið jafnan: Ekki svona, heldur einhvein veginn öðruvísi; en sjálfir leggja þeir svo engar tillögur fram. Kennir hér þefs fi'á stórgróðamönnunnum í Sjálfstæðisflokknum, sem láta sér dýrtíðina vel lynda í skammsýnni von um aukinn gróða sér til handa. Og Alþýðuflokkui'inn er fui-ðanlega fylgispakur Sjálf- stæðisflokknum. Seinasta nóttin. Framsóknarflokkurinn krefst raunhæfra aðgerða til lækkunar dýrtíðinni til hagsbóta fyrir al- menning og tryggingar atvinnu- veganna. Hinir stjórriai'flokkarn- ir trégðast við og felldu eða svæfðu allar tillögur Framsókn- armanna í þessa átt á síðasta þingi. Eftir, að hafa stx-eitzt við að koma saman fjái'lögum í marga mánuði og eftir mikinn orðaflaum um það, hve skaðlegt væri að auka útgjöldin frá því, sem kom- ið var, gengur Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkur til liðs við kommúnista um það að smyi'ja 4 milljónum á útgjöldin utan fjárlaga til þess að mæta kröfum opinbex-ra starfsmanna urn launabætur. Þetta var síðasta vei-k þeirra á þinginu og gerðist seinustu nóttina, er þingið sat að störfum. Öllum er ljóst, að með þessu myrkravei’ki seinustu nótt- ina var vei'ið að hleypa af stað nýrri kauphækkunaröldu, sem enginn veit takmörk fyrir. Það er því ekki annað sjáanlegt, en að tveir stjórnai'flokkarnir hafi hreint og beint gefist upp í við- náminu gegn dýi'tíðinni, og er þá komið inn á hina gömlu braut Olafs Thors og kommúnista. Þess er skylt að geta, að Sjálf- stæðisflokkurinn skipti sér í tvo helminga með og móti 4 millj. kr. viðbótarútgjöldunum. Á þann hátt getur flokkurinn brosað til beggja hliða, annars vegar til launamanna og hækkunarstefnu kommúnista, hiris vegar til sparn- aðai'manna í Sjálfstæðisflokkn- um. Kjósendum er ekki minna ætlandi en að kunna að meta það tvíræða bros að verðleikum. Framsóknai-flokkui'inn allur beitti sér á móti launahækkun- inni á þann hátt. Hann sýndi fram á, að kröfum opinberra starfs- manna ætti að mæta með niður- færslu dýrtíðarinnai' en ekki með hækkaðri tölu króna, sem í reyndinni yrði ekki annað' en 'kjarabótafals. „Þessir peningar til stai’fsmannanna koma þeim að engu gagni,“ sagði Ilermann Jón- asson. „Þeir eru teknir úr rass- vasa þeiri-a og settir í brjóstvas- ann.“ Það þarf enga skarp- skyggni til að sjá, að þessi leið hefir það í för með sér, að skattar hækka og dýrtíð vex. Þetta á við kommúnista. Hálfur Sjálfstæðis- flokkurinn kom til liðs við þá og Alþýðuflokkurinn allur. Fáum augnablikum áður höfðu helztu menn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins verið háværir í út- vax-pinu um það, að kommúnistar hefðu lagt sig fram um að koma hér á í'íkisgjaldþroti og allsherj- arhruni með hækkun kaups og launa. Nú yrðu sljórnarfloKkarn- ir að standa þétt saman um stöðv- un dýrtíðarinnar, svo að komm- únistum tækist ekki að vekja nýja kaup- og launahækkunar- öldu ,sem leggja mundi allt fjár- mála- og atvinnulíf í rústir. Þessi loddaraleikur ætti að nægja til þess, að þingnóttin 18. þ. m. yrði síðasta nótt alllra hækkunarmanna Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins í pólitískum skilningi. Ágreiningurinn innan stjórnar- samvinnunnar er nú oi'ðinn svo stórfelldur, að til úrslita verður að koma hið fyrsta. Meii'i hluti síðasta þings felldi eða svæfði frumvörp Framsóknarmanna um um draga úr dýrtíðinni, en sam- þykkti launahækkun og þar með nýja dýrtíðai'öldu. Framsóknar- menn sætta sig ekki við, að hrun- stefna fyrrv. stjóimar sé upp tek- in á nýjan leik. Á þeim leik vei'ða Sjálfstæðisflokkui'inn og . Al- þýðuflokkurinn einir að bera ábyi'gðina. En hvað segir þjóðin, þegar til hennar kasta kemur? Vill hún aukningu dýrtíðarinnar með öllu, er henni fylgir, eða vill hún lækkun dýi'tíðarinnai' með Fram- sóknax-f lokknum ? Lyklakippa, á hring, tapaðist s. 1. mánu- ■ dag. — Skilist, gegn fundar- launum, á algreiðslu blaðs- ins. Herbergi til leigu. Afgr. vísar á. Skógræktarfélag Eyfirðinga afgreiðir plöntupantanir við Aðalstr. 62 mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 4—7 e. h. Þó aðeins gulvíði og birki fyrstu dagana. Af einstaka teg. mun verða til sölu meira en pantað hefur verið. Ármann Dalmannsson Sími 464 „Baldursbrá“ minnist 30 ára afmælis síns með veglegu hófi Fyrra laugardagskvöld minnt- ist kvenfélagið Baldursbvá í Glerárþorpi 30 ára starfsafmæl- is síns með veglegu hófi í sam- komuhúsi þorpsins. Var þar sam- ankomið allmikið fjölmnni, því að félagið hafði mai'ga gesti. Nutu menn þar í senn ágætra veitinga og góði'ar skemmtunar. Fi'ú Jón- heiðui' Eggei-z setti samkomuna og bauð, gesti velkomna, en frú Guðrún Jóhannesdóttir, núver- andi formaður félagsins, rakti sögu þess frá byi'jun. Frú Guðrún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum var fyrsti formaður félagsins og gegndi hún því starfi í 16 ár. Var það einnig hún, sem ötullegast gekk fram í því að félagið yrði stofnað. Minntist hún með fallegri ræðu þeirra tíma, er hún og fé- lagssystur hennar störfuðu, oft og tíðum við erfið skilyrði, að áhugamálum félagsins.. Ymsir fleii’i héldu ræður og óskuðu félaginu alli-a heilla. — Jóhann Ögmundsson söng ein- söng með undii’leik Áskels Jóns- sonar, og kvenfélagskonur léku bráðskemmtilegan smáleik. Var síðan hafinn dans. Kvenfélagið Baldursbrá er stofnað 1919. Fyí-sti hvatamaður að stofnun þess var Stefán Stef- ánsson bóndi að Hlöðum. Gaf hann strax 100 krónur til félags- stofnunarinnar, en 100 krónur voru ekki svo litlir peningar á þeim ái-um. Félagið. var stofnað sem góðgerðarfélag eða líknarfé- lag, og hefir það ávallt verið aðal- starfsemi þess og stefnumál. — Hefir það, þegar þess hefir verið kostui’, haft hjúkrunai-konu á sínum vegum og lánað hana án endurgjalds á þau heimili, er fyr- ir veikindum urðu og hjálpax; þui'ftu. Einnig hefir það styrkt bæði einstaklinga og heimili með peningagjöfum eftir því, sem efni þess og geta hefir leyft. Ekki mun nú vera í félaginu nema ein kona af þeim er gengu í það á stofnfundi þess. Samkoma þessi var hin ánægjulegasta, og sást þar enginn maður með vín. Einn af boðsgestunum. Þalika hjartanlega gjafir og heillaskeyti á 50 ára af- mœli minu, 3. júni 1949. JÓN ANDRÉSSON, Höfða. m<HKBKBKHKHKHKHKHKHKBKHKBKBKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHK •IIIIIIHtllllllHIIIIIIIIMIMIMIIIIIIIMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIilllMIIHMIIIIIIIIIIKUMMMIIIIUIHIIIIIIIIimiliaiMIIIII* LOPI Verksmiðjan vinnur nú allar tegundir af lopa, bæði litaða og ólitaða. Lopinn fæst í öllum kaupfélögum landsins og víðar. Ullarverksmiðjan GEFjUN AKUREYRI 11IIIIMII Ml IIIIIIIIIMIMMMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMMIMIMIMMMIMMI IMIMllf

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.