Dagur


Dagur - 09.06.1949, Qupperneq 4

Dagur - 09.06.1949, Qupperneq 4
4 D AGUR Fimmtudaginn 9. júní 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G Blaðið kemur tit á hverjum miðvikuclegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. jiilí. | preNtverk oods björnssonar h.f. J; Skylduskóli ófrelsisins SKÖMMTUNAR-YFIRVÖLDIN í höfuðstaðn- um létu í síðustu viku þau boð út ganga, að lands- lýðnum skyldi hér eftir heimilt, meðan annað verður ekki ákveðið, að neyta jafnmikils kaffis og kornvöru og þegnarnir hafalystáaf þessumheims- lystisemdum. Sagt er, að nokkrar vonir standi til, að benzínskömmtunin sæla fari og bráðlega sömu leiðina, og verði þá öllum frjálst og heimilt að kaupa benzínlítrann — af olíufélögunum og rík- inu í bróðurlegri einin«u — á 96 aura, og þó 7 aurum betur norður hér á „útskæklum“ Morgun- blaðsins og hinna vísu feðra og forsjármanna ís- ienzkra viðskipta- og verzlunarmála. ÞESSUM SÆLA Jónsmessu-boðskap skömmt- unarherránna syðra mun almennt sæmilega fagn- að, þótt engu sé raúnar líkara en að þeim vefjist dálítið tunga um tönn, svona fyrst í stað, er þeir stíga í stólinn og boða afnám hafta og viðja. Víst er það og harla skiljanlegt, þegar sanngjarnlega er á alla málavexti litið: — Heilagur ándi frelsisins virðist að visu í þann veginn að yfirskyggja þessa menn, en honum hefir þó ekki enn tekizt að kenna þeim frjálslegt og óttalaust tungutak frelsisins, sem orðið er þeim svo framandi og ómunntamt, eftir allar hinar mörgu tilvitnanir í lagagreinarnar og reglugerðarákvæðin, sem einræðisvald þeirra hefir stuðzt við að undanförnu. — En víst eru þetta þó fyrstu sólarmerki þess, að forráðamenn íslenzkir muni, þrátt fyrir allt, ekki hafa í hyggju að halda landslýðnum ævai-andi og eilíflega í spennitreyju skömmtunarhaftanna og dárakistu hvers kyns verzlunarólags og ánauðar, svo sem ýmsir munu þó hafa verið teknir að óttast, og ekki algerlega að ósekju. SÚ SKÝRING er gefin á því fyrirbrigði, að fyrst eru þær vörutegundir gefnar frjálsar, sem flestum munu þykja einna minnstur slægur í að því leyti, að sliömmtun þeirra var aldrei sérlega knöpp né stórbagaleg, — að skömmtunarherrarnir hafi loks komið auga ó þá staðreynd, að enginn teljandi gjaldeyrir hafi sparazt við skömmtun á kaffi og kornvörum. Mikið var, að þeir skildu þó á endan- um þau sannindi, sem löngu virtust þó mega aug- ljós vera hverju barni. Og ætli eitthvað svipað þessu kunni ekki að koma upp úr dúrnum um fleiri vörutegundir, þegar þessir vísu menn þreifa betur eftir óværunni með saumunum á hæru- stakki þeim, sem þeir hafa verið að sníða þjóðinni að undanförnu. Og engan veginn er það heldur ólíklegt, að þetta verði einmitt lokasvar reynsl- unnar og dómsorð sögunnar um allt skömmtunar- braskið í heild sinni: — að það hafi ekki svarað kostnaði, heldur hafi það spillt dýrari og þýðing- armeirum verðmætum en það sparaði — a. m. k. eins og um hnútana var búið af höfundum og ráðamönnum haftanna, og sem rökrétt afleiðing þess, hversu slysalega framkvæmd þessarra mik- ilsverðu mála fórst þeim úr höndum. MEÐ ÞESSUM UMMÆLUM er engan veginn átt við það, að strangt eftirlit með innflutningi og gjaldeyriseyðslu hafi ekki verið nauðsynlegt — og jafnvel öldungis óhjákvæmilegt — a. m. k. eftir Jörvagleði þeirra Ólafs Thors og kumpána hans, kommúnista og spákaupmanna, en alþjóð mun nú Ijóst orðið og fullkunnugt að sá trölladans var stiginn með slíkum og þvílíkum ærslum og en- demum á háloftinu í spila- eða skýjaborg stríðs- | gróðans og spákaupmennskunnar, að það hið há- timbraða hof hrundi gersamlega til grunna á einni nóttu að kalla. Ekki skal það heldur vefengt, að vöruskömmtunin og innflutn- ingshömlurnar — svo hraklega sem þó hefir verið á þeim málum haldið ó flesta lund — kunni ekki að hafa sparað nokkurn erlendan gjaldeyri og tafið þannig um stund a. m. k. fyrir fullufjárhags- hruni. — En erlendur gjaldeyr- ir er engan veginn einu eða þýð- ingarmestu verðmætin, sem þjóðin á, né heldur „eini eða traustasti hornsteinninn, sem sjálfstæði okkar sliyldi reist á, svo að það mætti endast um alla framtíð. MEÐ FYRRI ummælum er að- eins að því vikið, að svo hörmu- lega hefir til tekizt um fram- kvæmd þessarra nauðsynlegu ráðstafana — sem og raunar fjöl- margra annarra afskipta ríkis- valdsins og frelsisskerðinga þegnanna nú um alllangt skeið — að allur landslýðurinn hefir verið skyldaður og tilneyddur að kalla að setjast á skólabekk í þeirri uppeldisstofnun, þar sem aðal- námsgreinamar eru ólöghlýðni, svartamarkaðsbrask, mútugjafir, baktjaldamakk, hreppa- oglands- hornapólitík, sérgæðingsháttur og hvers konar óreiða, en þó fyrst og fremst algert virðingarleysi fyrir lögum og rétti. VIST ER ÞEIM, sem þetta rit- ar, mætavel ljóst, að þetta eru stór orð og þungir áfellisdómar. En skyggnist nú hver um sína sveit og hugleiði hvers konar menn það muni vera, sem hæstar einkunnir hafa hlotið og flest verðlaunin og hvers kyns verald- leg fríðindi borið úr býtum við fullnaðarpróf í þessum lang- stærsta skylduskóla ríkisvaldsins nú að undanförnu. Myndu það vera löghlýðnustu, ósíngjörnustu og ærukærustu borgararnir, sem bezt hafa fiskað í Stórasjó svarta markaðarins, innflutningshaft- anna og hvers konar þarfra og óþarfra afskipta ríkisvaldsins af verzlun og vörudreifingu nú hin síðustu árin? Eða eru það máske hinir, sem duglegastir hafa verið að ota sínum tota, hvernig sem á stóð og með öllum hugsanlegum ráðum, ólöglegum jafnt sem lög- legum? OG SVO ERU TIL þeir herrar, sem heimta sérskóla — og lang- skólanám allri þjóðinni til handa í þessum eftirlætis-vísindum alls ríkisrekstrar og ónauðsynlegra frelsisskerðinga! Ætli okkur ís- lendingum væri ekki hollara og ódýrara að styrkja efnilegustu og áhugasömustu nemendurna í þessum fræðum til framhalds- náms í fullkomnasta háskólanum á þessu sviði — austan járntjalds- ins — en að stofna enn til nýrra, dýrari og umfangsmeiri nám- skeiða í slíkum vísindum hér heima? ★ FOKDREIFAR „Upplýst einveldi“ og annað veldi. ÞOTT MIKIÐ vatn sé að vísu runnið til sjávar, síðan eg nam frseðin, fæ eg ekki betur munað en að mannkynssögu- og þjóðfé- lagsfræðikennari minn í þá daga virtist hallast helzt að þeirri skoðun þá — og vænt.anlega er hann þeirrar meiningar enn — að stjórnarhættir þeir, sem hann kallaði „upplýst , einveldi“ séu bezta stjórnarform, sem sagan kann frá að greina, eða ennþá sé völ á, enda sé stjórnarherrann „maður fyrir sinn hatt“, eins og þar stendur og kunni vel og spaklega með vald sitt að fara. Líklega er þetta miklu sannarra en menn vilja eða þora almennt að viðurkenna. En því miður er ekki öllum hent að sjá það fyrir, hvaða einræðisherraefni muni reynast vandanum vaxin, þegar í hásæti einvaldans er komið, en á hinn bóginn er vísast, að of seint sé að átta sig á því, að hann sé alls óhæfur, þegar þangað er komið og fylgismenn hans og hins „upp- lýsta einveldis" hafa stutt hann dyggilega til valda. Við getum því sennilega flest orðið sammála um það, að hæpið sé og raunar stórhættulegt að miða stjórnaf- kerfi þjóðanna við stopula spá- dómsgáfu þeirra, er velja skulu einræðisherrann hverju sinni, og margt fleira skyggir einnig á þessa fræðisetningu í fram- kvæmd. Um krosstré tízkunnar, aðra krossa og tré. OG SVO BREGÐAST jafnvel hinir þaulreyndustu og dugleg- ustu einvaldar stundum, þegar sízt skyldi, og gerast hikandi og tvíráðir, svo að þegnarnir vita naumast lengur í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Eitthvert nýj- asta og nærtækasta dæmi þessa er hin einvalda drottning Tízkan, sem venjulega er þó svo skjótráð, örugg og einhuga, þar sem hún beitir sér. En nú er það orðið lýð- um ljóst, að forystu hennar og óskeikulum ákvörðunargófum er ekki alltaf treystandi, því að ný- lega brást henni bogalistin og það á því sviði, sem menn töldu þó myndugleika hennar og vald hvað vafalausast og sjálfsagðast, en það er auðvitað á vettvangi kvenfatasniðsins. Fyrirskipun drottningarinnar um síðklæða- móðinn hefir nefnilega aldrei verið fullkomlega hlýtt, og hefir hún tekið þeim mótþróa með furðulegu langlundargeði og undanlátssemi, sem kynlega þyk- ir stinga í stúf við venjulegt ráð- ríki hennar og skilyrðislausar hlýðniskröfur. Mega nú allir sjá, hversu alvarlegar afleiðingar það kann að hafa, þegar tvær grímur renna á mikilsháttar einvalds- persónur, því að síðan vitum við piltarnir ekki hót, hvort við eig- um að láta okkur lítast betur á þær, sem draga síða falda hátíð- lega og virðulega í sorpið, eða hinar, sem stríplast um stutt- klæddar og sýna okkur íturvaxna kálfa og fagursköpuð kné, eða beina jafnvel hugum okkar og sjónum ennþá hærra upp frá dufti jarðar. Að við minnumst nú ekki á það, hvílíkan vanda slíkt hik og hálfvelgja einvaldans hlýtur að baka kvenþjóðinni sjálfri og auka á alla lund herkostnað hennar í kalda stríðinu um hin heitu hjörtu okkar karlanna. Gömul tízka og ný — í félagsmálum. EN HAFI drottningin Tízka látið undan síga að þessu leyti í einu hinna elztu og tryggustu skattlanda sinna, hefir hún jafnað metin með því að færa sig sífellt (Framhald á 5. síðu). Unga fólkið í dag FYRIR 15 ÁRUM sneri ritstjóri tímaritsins „Dvalar“ sér til sjö málsmetandi manna í Reykja-r vík og bað þá að skrifa stuttan þátt um unga fólkið — í Reykjavík og annars staðar í hinu verðandi, ís- lenzka lýðveldi — skyldi hver þeirra skrifa um þetta efni frá því sjónarmiði, er hann — eða hún — kysi sér sjálf. Kvenþjóðin mun vissulega láta sig nokkru varða ,hvaða svör þessir þjóðkunnu menn kunnu við þessarri spurningu, enda er sjálf megin- ráðgáta dagsins — uppeldi æskulýðsins og þar með framtíð þjóðarinnar — lýðveldisins, ríkisheildar- innar og mannkynsins sjálfs — eða hvaða nafni sem þú kýst að kalla það, lesari góður, — óneitanlega fyrst og fremst falin þér á hendur, móðir og kona nútíðar og framtíðar — hér á voru landi, fslandi, sem og alls staðar annars staðar í heiminum. Próf Alexander Jóhannesson svaraði á þessa leið m. a.: „.... Lögmál hraðans drottnar nú voldugar en nokkru sinni áður í heiminum. Æskulýður bæjanna leitar nú upp um fjöll og firnindi, rennir sér á skíð- um, klífur hæstu tinda og öðlast útsýn yfir óbyggð- ir íslands.... Hann veit, að um leið og hann stælir vöðva sína og vilja, mun hin andlega útsýn hans stækka, og hann öðlast þó þekkingu og þann þrótt, er honum er nauðsynlegur til þess að geta barizt fyrir málefnum þjóðar sinnar, — til aukinnar vel- megunar og framfara. Því að hann á landið og fram- tíðina.. ..“ Ragnar E. Kvaran svaraði spurningunni á þessa leið m. a.----: „.... Blöð, skáldsögur og önnur rit síðasta ára- tuginn hafa að jafnaði flutt frekar kaldranalegar lýsingar af því (þ. e. æskufólkinu) brugðið því um rótleysi, alvöruskort og áhugaleysi. — — — Að sjálfsögðu dregst æskan að þeim pólitískum stefn- um, sem sjálfar eru skyldastar óþroskuðu fólki, (þ. e. kommúnisma og nazisma), en þetta er þó vottur um mótsetningu áhuga- og alvöruleysis." Tómas Guðmimdsson sagði m. a.: „.... En það eru ungu stúlkurnar, sem fyrst og fremst setja svipinn á umhverfi sitt — því að eng- inn strákur er svo írakkur, að hann sé ekki vilj- andi, eða óviljandi, undir áhrifum hins kvenlega — og það er ekki einleikið, hvað mikið er af ungum, laglegum stúlkum í Reykjavík. Nú er það svo, að laglegar stúlkur eru yfirleitt betur gefnar en hin- ar(?), og þó það, að vera lagleg, sé ef til vill hvorki annað né meira en ungum stúlkum ber að vera, þá er þessi þáttur í fasi reykvískrar kvenæsku að því leyti eftirtektarverður, að hér virðist frekar vera að ræða um áunninn hæfileika til að mótast, heldur en meðfæddan eiginleika. Þess vegna eru reykvísk- ar stúlkur grannvaxnar í dag, ef tízkan krefst þess, — hættar því á morgun, ef .það á ekki lengur við. —• Um hitt má deila, hvað þessi hæfileiki er úthalds- góður. Það er að minnsta kosti raunalegt — ekki, hvað sumar ungar stúlkur eru laglegar — heldur hitt, hvað þær hætta stundum skyndilega að vera það.-------- ÞANNIG MÆLTI Zaraþústra — skáldið, leikar- inn og prófessorinn. — Næst taka dómkirkjuprelát- inn, íþróttakennarinn — og loks heimspekingurinn (skáldið) og skólamaðurinn (náttúrufræðingurinn) til máls um sama efni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.