Dagur - 28.09.1949, Blaðsíða 9

Dagur - 28.09.1949, Blaðsíða 9
^VIið' ikudaginn 28. scpt. 1949 DAGUR 9 ÍÞRÓTTSR Knattspyrnumót Noróurlands 1949. Norðurlandsmótið fór fram á Siglufiröi 17.—19. sept. s.l. Að þessu sinni tóku aðeins þrjú félög þátt f mólinu, ]). e. Knattspyrnufélag Siglufjarðar og Akureyrarfélögin, K. A. og íþróttafél. Þór. Fyrsti leikurinn var milli tveggja hínna sfðarnefndu, og liófst hánn á vellinum á Siglufirði (cf völl skylcli kalla) á laugardaginn kl. 5 e. h. Talsverður sunnanstrekkingur var á, og kaus K. A. að leika undan vindi, og áður en tvær mínútur eru af leik missir Þór knöttinn aftur ívrir vörnina. Hermann hleypur út, en hikar, og er of seinn. Arni Ingi- mundar ketnst inn úr og breytir <>r- lítið stcfnu knáttarins, cr rúllar ró- lega í mark. Og eftir stundarkorn kemst K. A. aftur í sókn, er endar með horni. Olsen spyrnir vel fyrir, en Árni skallar í niark Þórs. Það eru aðeins sex mínútur af leik, og 1C. A. hefir gert tvö mörk en Þór ekkert! En nú setur Þór kraft í leikinn og sækir fást að marki K. A. Þar myndast þvaga, og spyrnir Hreintt f netið. Litiu síðar fær Þór auka- spýrnu rétt fyrir utan vítateig. Dúlli spyrnir mjög laglega og béint í mark K. A. 15 ntín. eru af leik, oe: skoruð hafa verið fjfigUr mörk. Dómari f þessum leik var Alfreð Jónsson frá Siglufirði. VaV hann nijög hikandi og óákveðinn í dóm- um sínum, og sumt er hann dæmdi, virtist mér hreinasta fjarstæða. Þá var og ekki annað sýnilegt, en Al- freð flautaði eftir pöntunum annars línuvarðarins, Sig. Steindórssonar, seinni hluta þessa hálfleiks. M. a. voru þá dænular á Þór tvær víta- spyrnur, og er eg Víss um, að clóm- arar liér á Akureyri hefðu ekki dæmt svo, því að cftir því sem eg liefi séð til þeirra, líta þeir fyrst og fremst á ásetningsbrotin. Leikurinn stóð 3 : 2 K. A. f vil, er seinni hálf- léikur hófst. Var hann nokkuð þóf- kenndur og hvergi nærri eins vel leikinn og sá fyrri. Er um 15 min. vortt af siðari hálfleik, dæmir Al- íreð þriðju vítaspyrnuna á Þór. Tildrög hennar eru þessi: Olsen og Gunrtar eru í „einvígi" utarlega á vítateigi Þórs. Gunnari veitist betur og er í þann veginn að spyrna knettinum burtu, en Olsen vill ekki láta sitt. eftir liggja, og gerir eina tílraun enn að ná knettinum, en sþyrnir í fætur Gunnars, er hrasar yið og ber höndina fyrir sig til að verjast falli, en snertir í sama rnund knöttinn á jfirðu niðri. Það var varla hægt að merkja að knötturinn liíeyfðist við þessa viðkomu og eng- iti ástæða til að dæma vításpyrnu og hefði engirin sæmilega sjálfstæð- ur dómari gert það. Leikurinn stóð nú 4 : 2 lyrir K. A., og var svo, þar tfl ér Um 10 mín. voru eítir af leikn- um, að Þór gerði harða hríð að marki og tókst að setja 2 mörk með stuttu millibili. Endaði leikurinn því með jafntefli, 4 : 4 mörkum. A sunnudaginn kl. 5 kepptu svo K. A. og K. S. Veður var gott fyrra lihita leiksins, en fór að rigna í síð- ari hálfléik. Áttðséð var strax, að nú ætluðu báðir að vinna leikinn. K. S. spilaði slrax sinn gamla, stóra lcik, þannig að bakverðir spyrntu lrá sínu eigin ntarki, alveg að marki K. A. og var oft svarað í sömu mynt. Leikurinn cinkenndist því að mestu leyti al tilgangslausum loftspyrnum. Stöku sinnum brá þó fyrir stuttum samleik hjá K. A., en hann sást ekki hjá K. S. Er 15 mín. voru af leik, er spyrnt Iangri spyrnu á K.A. markið. Sveinn llleypur of snemma út, missir knött- inn yfir sig, og Geiri potar lionum i netið. A 17. íriín. spyrnir Gógó vel fyrir mark eftir innvarp. Markmað- ur K. S. níissir knöttinn yfir sig, bakvörður ætlar að bjatga, en Minningarathöfn um eiginmann minn, . GUÐMUND GUÐMUNDSSON, biívélávirkja, sem drukknaði þann 8. sept. sl., fer fram í Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 1. okt. næstk., kl. 2 e. h. Petra Steindórsdóitir. a Þakka öllum innilega, sem glöddu mig á sextíu ára g ajríneli minu, 15. september siðastliðinn. $ Lifið heil. AÐALSTEINN TRYGGVASON, Jórunnarstöðum. 4 KHKBKHKBKBKHKBKBKBKBKHKBKBKBKBKBKBKBKBK!<BKBKHKBK Veitingasalerinn á Melgerðismelum verður lokaður í októbermán- uði, nema fyrir flugfarþega og hreppsbúa. HÖYER JÓHANNESSON. ■ tituiitiiiiiimiuiiiniiMiii IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIII •1111111111111111 iitiiiiikiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminhiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiii,,**iiiiliiiiiimiiiii,iiM,iiiiiii,ii.. Sendisvein vantar oss nú þegar. Kjötbúí KEA. .......... ■ ■■ iuiii i i.m.1,1 „uiuimiiiiiiiiiiiiiimiiiii, i„ ..... immmmmmmmm immmmmmmmi tii feartöfluframleiðenda Allir þeir, seni ælla að biðja oss að annast sölu á kartöflum fyrir sig, þurfa að tilkynna oss fyrir 20. okt. n. k., livað rnikið magn þeir vilja selja. Kartöfluframleiðendur eru minntir á að uppbótar- greiðslá frá Grærimetisverzlun ríkisins er bundin því skilyrði, að magnið sé tilkynnt fyrir 20. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga KJÖTBÚÐIN nm „ iiiiiiiiiii„iiii„i„^ni imi iiimmmimimmm „ „ 06 UTILIF hleypur knöttinn í mark. Á 24. mín. kemst Geiri 1 gott færi inn við mark- téig, en spyrnir yfir á alveg óskiljan- legan liátt. 1 Scinni hálfleikur gengur á með sama „spili". Geiri kemst þar einnig í dauðatæri, cn spyrnir í slána. Leik- urinn endar með jafntefli, 1 : 1 marki. Dómari var Jakob Gíslason, og dæmdi hann sæmilega. Síðásti leikur mótsins var á milli K. S. og Þór á mánudaginn kl. 2 e. h. Hafði þá regn dropið úr lofti viðstöðulaust frá því daginn áður og gcrði svo, meðan leikurinn stó.ð yfir. Völlurinn var með stórum tjörnum og larigt frá því að vera hælur til kappleiks. Eigi að síður var leikið, og var eðlilega lítið uni knattspyrnu í leiknum, mest háar sendingar og lnioð. K. S. gerði fyrst mark. Þá gerði Þór atlögu að marki K. S., ef endaði með því, að einn leikmanna þeirra bjargaði marki með því að slá knöttinn út úr því með báðum höndum. Þór fær vítaspyrnu, og Dúlli spyrnir í netið. í seinni hálfleik gerir Þór annað mark, en það er dæmt ógilt, því að sagt er, að knettinum hafi verið spyrnt úr höridum markmanns. Er um 15 mín. vóru eftir af leik, spyrn- ir vinstri bakvöfður K. S. langri spyrnu frá sínum vítateigi á rnark Þórs. Hermann hleypur út, en knötturinn hoppar yfir hann og í netið. Litlu sfðar er vinstra framverði Þórs vísað úr leik. Hann yfirgefur völlinn, en 5 mín. síðar tilkynnir dómarinn lionum, að liann megi koma í leikinn aftur, sem hann þá gerði. Dómarinn var Alfreð Jónsson, en gaman og fróðlegt þætti mér, það, el nefndur Allreð gæti bent mér á hvar í lögum og rcglum Í.S.I. og K.S.Í. um knattspyrnu og kna'tt- spyrnumót það er leyfilegt, að mað- ur, sent vísað' h'efir verið af lcik- velli, ntegi gariga inn á völlinn aftur í sama leiknum og leika með áfram. Leiknum lauk því með sigri K. S. 2 : 1 marki. Um einstaka leikmenn er lítið að segja, en æfingaskortur auðsær í «11- um liðum. Eg tel þó II. flokks mennina bezta í öllum liðunum. Óp óg ólæti áhorfenda væru e. t. v. ei'ni í aðra grein, en verður ekki gert að umræðuefni að sinni. Því- líkan munnsöfnuð hefi eg aldrei heyrt, og er þó ýmsu vanur af vell- inum hér. Það er ekki hægt að segja, að mót þetta ltafi farið friðsamlega fram, því að meðan það stóð yfir og síðan hafa klögumálin gengið á víxl. K. A. reið á vaðið óg kærði Þór fyrir að hafa of marga II. fl. menn í liði síriu, og dæmdi Í.B.S. Þór tapaðan leikinn við K. A. K. S. kærði Þór einnig fyrir það sama, en Þór áfrýjaði dóminum til K. S. í. og kærði einnig framkvæmd mótsins. Enginn úrskurður hefir borizt frá K.S.I. í niáli þessu, er þetta er skrifað. Stærð vallarins á Siglufirði er að- eins 51 X 92 metrar. Ijöluverður hliðarhalli er einnig á vestari helm- ing lians, og þó aðstæður liér séu slæmar, tel eg þær mun verri á Siglufirði, og því óhæft að ráðstafa meiri háttar mótum þangað, fyrr en úr vallármálum þar vérður bætt. Að lokum var setið kaffiboð hjá K. S. að Hótel Hvanneyri. Voru þar aðeins K. S. og Þór, því að K. A. var lagt af stað heimleiðis í bíl fyrir stundu. Þórsfélagar komtt til Akureyrar með Drang kl. 11 á mánudagskvökl í blíðskaparveðri. EssBé. Næsti þáttur. Síðastl. laugardag flugu knatt- spyrnumenn K. A. til Siglufjarðar. Skyldi nú gert út um það, hvoru þeirra, Ií. A. eða Þór, bæri Norður- landsmcistaraheitið, en þetta tókst ekki. Utlitið var þó glæsilegt fyrir K. A. léngi vel, 2 : 0 í hálfleik og allt þar til 17 mín. voru eftir af leik. K. S. átti bafu ögn eftir og kvittaði áður en dómari blés að lokum. Síðan var framleiigdur léikúrinn, 15 mín. á mark. Margt var reynt, en meistaraheitið vannst ekki. Lauk þessúm þætti með 0 : 0 mörkum. Meistaramótinu er því ekki lokið enn. Og svo eru kærumálin óafgréidd frá K. S. í. Æskilégt væri fyrir suma a. m. k., að mötið yrði endurtekið á Akur- eyri á næstunni, samkv. kröfu þeirra er kæra framkværiid mótsins, eins og það fór fram á Siglufirði. Frá innanfélagsmóti K. A. G0 m Jón S. Arnþórsson 5.5 sek. 200 — Kjartan Jóhannss. 22.9 — 300 — Jón S. Arnþórsson 39.3 — 400 — Óðinn Árnáson 56.1 — 4 X 100 m boðlilaup 46.8 — Stöng: Jón Steinbergsson 2.95 m Hást.: Jón Steinbergsson 1.53 — 1000 m boðhlaup 2 mín. 11 sek. Þríst.: Herm. Sigtryggsson 11.94 m Hástökk kvenna: Svava Snorradóttir 1.25 — María Guðmundsdóttir 1.25 — 800 m hl.: Ásdís Karlsdöttir 2.56.6 200 m hl.: Svava Snorradóttir 31.6 100 m hl.: Svava Snörradóttir 14.3 Langst.: Jóh. Ingimarsson 6.00 m Kúluv.: Anna Sveinbjarnard. 8.86 — í nokkrum greinum er þarna mjög góður árangur og betri en áðttr hefir náðzt hér. Sumar eru svo alveg nýjar. hér á Akureyri, t. d. sum kvennahlaupin. Haustmót knattspyrnu í III. fl. Þór vann K. A. með 2 : 1 marki. I IV. II. varð jafntefli, 0 : 0. Báðir leikirnir vorti háðir í sl. viku. Irinanfélagsmót Þórs í frjálsum íþróttum stendur yfir, og bíður trá- sögn al því síns tíma. * Frakkar og Svíar Keppa í frjálsum íþróttum, landskeppni, 1. og 2. okt. næstk., en þessar þjóðir munu nú fremst- ar í frjálsum íþróttum í Evrópu. Frakkar telja sig lærisveina Svía á íþróttasviðinu, búast við sigri Svía, en gera sér von um að franskir íþróttamenn veiti læri- feðrunum harða keppni. Frá þessu móti — og svo keppni Svía við hin Norðurlöndin í þessum mánuði — berast áreiðanlega fréttir um glæsileg íþróttaafrek. * Gaston Reiff, Belgíu, slær hvert heimsmetið af öðru, 2000 m. í fyrra á 5 mín. 7 sek., 5 sek. fljótari en Gunder Hágg og nú um miðjan ágúst í Gávle, að Svíum viðstöddum, 3000 á 7 mín. 58.8 sek. Hágg átti einnig metið á þessari vegalengd: 8 mín.,1.2 sek. og var talið hans bezta met. — Svíinn Henry Eríksson, sem hljóp með í Gávle — varð 2. á góðum tíma (8 mín. 30.8 sek.) — telur Fteiff hann undraverðan hlaupara, og líklegan að ná enn betri tíma á þessari vegalengd — á léttari braut. Franski hlauparinn Hansenne segir um Reiff eftir 2000 m. hlaupið: „A minni löngu leið sem hlaupari hefir enginn erlendur meistari hrifið mig eins og Reiff þetta kvöld. Eg hefi — eftir stríð- ið — keppt við heimsins beztu hlaupara — tapað og sigrað á víxl, en móti engum hefi eg fund- ið mig jafn lítinn og vanmáttugan eins og Reiff, er hann sigraði mig í 2000 metra hlaupinu. í nærri 4 mín.. hélt eg alltaf að hann hlyti þá og þegar að draga úr ferðinni, en í þess stað jók hann hraðann síðustu 300 metrana.“ - Að lokum: „Það tók átta ár fyr- ir Reiff að verða ágætur hlaup- ari, og á meðan óttaðist hann hvorki meðkeppendur né markúr. Hann undi vel ósigrinum og lét sig einu gilda, hvað klukkan sagði. Það er dæmi um það, hvað í upphafi enginn snillihlaupari • getur komizt með þolinmæði og þrautseigju. Og það bezta af öllu er það, að Gaston Reiff er alltaf og ennþá ágætur félagi. Hann verður alltaf glaður og næstum undrandi við lof og viðurkenningu. Hann lifir óbrotnu fyrirmyndar lífi, á tvö börn og er góður heimilisfaðir. Hann vinnur fyrir sér við daglegt íþróttablað í Bryssel. Þannig er Gaston Reiff sá viðkunnanlegasti af öllum, sem eg hefi hitt.“ (Lausleg þýðing). Vetrarstúlkur Starfsstúlkur Vetrarmenn vantar nú þegar og síðar. Vinnumiðlunar- skrifstofan. Stúlka, meÖ rúmlega ársganialt barn, óskár eftir ráðskonu- stöðu í bænum. — Upplýs- ingar í Þórunnarstræti 103, neðstu bæð. Eitt herbergi og eldhús óskast strax. Sigurður O. Björnsson. Sími 45 og 370.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.