Dagur - 28.09.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1949, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Forustugrcinin: Hvers vegna rofnaði stjórnarsamstarfið? AGUR Fimmta síðan: Kommúnisminn, mann- kynssagan og kennisetn ingarnar. XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. september 1949. 39. tbl. Glœúlcgt Atlantshafsfar 'Snemma í þessurn mánuði skeði merkisatburður í sögu fluglistarinn- ar. Stærsta farbegaflugvél heimsins, Brabazon I, hóf sig íil flugs af brezkum flugvelli. Ilefir síðan verið á æfingaflugi og reynzt vel. — Flugvél þessi er smíðuð af brezkum verltsmiðjum fyrir forgöngu brezka ríkisins og hófst undirbúningur þegar á stríðsárunum. Hún á að geta flutt 100 farbega yfir Atlantshafið og er búizt við að hún hefji áætlunarferðir frá London til New York nú í haust. Framkvæmdum við nýju drátta brautina miðar vel áfram Dýpkunarskipið „Grettir“ hefur unnið að dýpkimarframkvæmdum hér undanfarið Dýpkunarskipið Grettir hefir verið hér á höfninni undanfama daga og unnið að dýpkun við nyrðri Torfunefsbryggjuna og ennfremur hefir skipið dýpkað innsiglinguna við nýju drattar- brautina á Oddeyrartanga. Búið er að grafa sundur eiðið, sem var í milli dráttarbrautar- lægisins og sjávar og dýpka renn- una sunnan við hlífðargarðinn. — Að undanförnu hefir verið unnið að því að koma fyrir brautartein- unum. Vélar dráttarbrautarinnar eru hins vegar ókomnar. Þessum framkvæmdum er samt svo langt komið, að búast má við því að dráttarbrautin nýja geti tekið til starfa að einhverju leyti á þessu ári. Menn sjá það nú, er þeir athuga aðstöðu þá, sem verið er að koma upp þarna norður á Oddeyrinni, að dráttarbrautin verður ágæt- lega sett þar. Nægilegt athafna- rúm er þar og aðstaða mannvirk- isins yfirleitt hin ákjósanlegasta. Framsóknar-whist á laugardagskvöldið Framsóknarkvennagél. Sókn hefii' skemmtikvöld að Hótel KEA á laugardagskvöldið kemur. Verður spiluð Framsóknar-whist, Tómas Árnason lögfræðingur flytur stutt erindi og síðan verð- ur dansað. Er þess vænzt að fé- lagskonur og gestir þeii’ra fjöl- menni á þetta skemmtikvöld. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvort dýpkunarframkvæmdir Grettis utan við nyrðri bryggjuna eni þáttur í hinni nýju áætlun um bryggju við Strandgötu, sem samþykkt var á aukabæjarstjórn- arfundi fyrir skemmstu. En að öðru leyti verður ekki vart við að undirbúningur þess mannvirkis sé hafinn. Hins vegar er nú unnið að því að styrkja syðri Torfunefs- Landhelgisbrot Ríissa vekja mikla athygli erlendis Er’end blöð, sem hingað eru að berast þessa dagana, sýna. að landhelgisbrot rússnesku síidveiðiskipanna hér við land á dögunum hafa vakið mikla athyg’i á Norðúrlöndum og í Bretlandi. Það, sem sérstak- lega þykir athyglisvert er, að Rússar, sem sjálfir krefjast viðurkenningar á 12 mílna latidhelgi við sírendur sínar og verja þessi landhelgi með vopnum, virða ekkP3-mí!na landhelgi smáþjóðar. Síldarsöltunin er orðin um 90 þúsund tunnur Um helgina var söltun á Norð- urlandssíld á vertíðinni orðin um 90 þúsund tunnur og hafði hækk- að mjög mikið í sl. viku, enda var efli ágætur flesta dagana, en að- eins fá skip á miðunum. Lítið hefir bætzt við bræðslusíldina. — Chopin-tónleikar Árna Kristjánssonar í kvöld Árni Kristjánsson píanóleikari heldur Chopin-tónleika hér í kvöld, á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Hljómleikarnir eru haldnir í tilefni af 100 ára dánar- afmæli tónskáldsins. Hljómleik- arnir verða í Nýja-Bíó kl. 9 í kvöld ,en ekki í Samkomuhúsi bæjarins ,eins og áður var aug- lýst. Björn Olafsson fiðluleikari hafði hljómleika hérá mánudagskvöld- ið, á vegum Tónlistarfélagsins. — Árni Kristjánsson lék undir á hryggjuna og sýnist því verki píanó. Leik Björns Ólafssonar var miða allvel áfram. ágætlega fagnað af áheyrendum. SársaukaSausar tannaðgerðir framkvæmdar af dönskum fann- Aðferðin nýlega sýnd á tannlæknaskólanum í Kaupmannahöfn Danskur tannlæknir hefir upp- götvað aðferð til nær því sárs- aukalausra tannaðgerða, án deyfilyf, að því er nýleg dönsk blöð hcrma. Segja þau að fram- kvæma megi allar meiriháttar tannaðgerðir sársaukalaust fyrir sjúklinginn og sé þetta mikil framför frá því, sem áður hefir þckkst. Uppfinning þessi cr sögð frá- frámunalega einföld. Sjúklingurinn situr í kekningastólnuni og hugsar um það ei.tt að „slappa af“; gæta Jtess að enginn vöðvi sé strengdur er tanuborinn er að starfi, jafn- framt á hann að gæta þess að draga andann reglulega og djúpt. Samkvæmt frásögn Berlingske Aftenavis nú nýlega, hefir þessi að- ferð verið reynd ýtarlega í Dan- mörku að undanfiirnu. ni. a. á börntim, sem fram til þessa liafa haft mikinn ótta af tannaðg'erðum. Þá hefur aðferðin nú nýlega verið sýnd í tannlæknaháskólatium í Kaupmannahöfn. Blaðið segir, að af fjölmörgum tilraunum, sem gerðar hafi verið, ltafi aðeins tvær mistekizt, önnur á lækni, sem fyrirfram hafði skýrt frá j því, að liann hefði enga trú á þessu. Bílsfjóraíél. Akureyrar mótmælir nýrrl reglugerð um kennslurétt- inds bifreiðarstióra Skorar á meðlimi sína að taka ekki jiátt í fyrir- hiiguðu námskeiði til kennsluréttinda Nýleg reglugerð um réttindi bifreiðasíjóra til þess að taka að sér kennslu í akstri, heíir sætt gagnrýni og andmælum bifreiða- stjórastéttarinnar. Breyting sú, sem fólgin er í reglugerð þessari er á bá lund, að kennarar í akstri þurfa nú að fá löggildingu, en áð- ur höfðu allir meiraprófsbifreiða- stjórar, sem náð höfðu 25 ára aldri, rétt til þess að annast kennslu. Bílstjórafélag Akureyr- ar samþykkti nýlega eftirfarandi tillögur út af þessu máli: „Fundur í Bílstjórafélagi Ak- ureyrar, haldinn 26. sept. 1949, lýsir sig eindregið mótfallinn ákvæðum 8. gr. í reglugerð þeirri um kennslu og próf bifreiðastjóra, sem gefin var út 13. des. 1948. Ástæður fyrir þessum mótmæl- um félagsins eru margar og all- veigamiklar, og eru þessar helzt- ar: Þá er bifreiðastjórar hafa tekið meira pi’óf, hafa þeir lögum sam- kvæmt öðlazt réttindi til .kennslu í aksti-i og meðferð bifreiða og greitt fyrir þau verulega fjárupp- hæð, en rétlindin fengin með kennslu sérmenntaðra manna. Og þar sem ekki er krafizt meiri hæfni en áður var til minna prófs cifreiðastjóra, getur hver sá, sem náð hefir meira prófi, annazt þá kennslu. 8. gr. téðrar í’eglugerðar vii'ðist því ekki ná þeim sjálfsagða til- gangi, er hún ætti að hafa, að auka hæfni minna pi'ófs bifi-eiða- stjóra, en hefir aftur á móti í för með sér skei'ðingu á atvinnu og persónufrelsi meira prófs bif- reiðastjóra og því bein réttinda- skei'ðing gag'nvai't þeim. Enda mun það óþekkt fyrirbrigði hér á iandi, að lög séu sett, sem ógilda áður lögheimiluð atvinnuréttindi heillar stéttar. í þesu sambandi er rétt að geta þess, að þegar lög voru sett á sín- um tíma um meiri hæfni og aukna menntun verzlunai-manna, iðnað- armanna, skipstjóra og stýri- manna, hafði það ekki í för með sér neina réttindaskerðingu fyrir þá, sem áður höfðu réttindi, hver á sínu sviði. Fundui'inn mótmælir því mjög 8. gr. áðurnefndrar reglugerðar og skorar á hv. dómsmálaráðu- neyti að láta hana ekki koma til fi'amkvæmda. Fundur í Bílstjórafélagi Akur- eyrar, haldinn 26. sept. 1949, bein- ir þeii'ri áskorun til meðlima sinna og annara meiraprófsbif- x-eiðastjói'a að taka ekki þátt í fyrirhuguðu námskeiði um kennslui-éttindi bifreiðastjóra.“ Báðar tillögurnar samþykktar samhljóða. Jakob Frímannsson kominn heim Jakob Frímannsson iramkv.stj. KEA kom til bæjarins í gær eftir nokkurra vikna dvöl í Norður- löndum og á meginlandinu. Sýningar á „Kappar og vopn“ hef jast um helgina Frumsýning á leikritinu „Kapp- ar og vopn“, eftir Bei'nard Shaw, vei'ðui’ væntanlega á sunnudags- kvöldið kemur, að þvi fori-áða- menn Leikfélags Akureyrar hafa tjáð blaðinu. Leikstjói'i er Einar Pálsson leikari frá Reykjavík. — Fastir frumsýningargestir félags- ins þurfa að hafa tekið aðgöngu- rniða sína, í Bókaverzl, Eddu, fyr- ir kl. 4 e. h. á laugardag. Danir finna upp rafmagnstæki til fiskveiða Kaupmannahafnarblöðin skýrðu frá því í si. viku að Knud Larsen magister, í Bio- logiske Statioxi í Khöfn, hafi fundið upp rafmagnstæki, sem liafi reynzt fengsælt við fisk- veiðar. Tæki þetta er benzín- mótor með dynamó. Dynamór- iun lciðir straum í tvær elek- tróður, sem settar eru í vatn- ið. Umliverfis þær myndast rafmagnað belti í vatninu og verða allir fiskar, sem inn í það koma, afllausir og fljóta upp. Þegar þessi nýstárlega veiðiaðferð var reynd í ár- mynni við Sorö náðu veiði- mennimir 113 álum, 67 urrið- um, 4 geddum og hundruðum smáftska. Rafmagusbeltið náði yíir 200 metra langt svæðL — Meðal sportveiðimanna í Dan- mörku hafa fregnimar af þessum veiðiskap ekki vakið mikla hrifningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.