Dagur - 28.09.1949, Blaðsíða 10

Dagur - 28.09.1949, Blaðsíða 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 28. sept. 1949 Eva eða Aníta Saga eftir Allan Vaughan Elslon > I 1. DAGUR. -UNGA FOLKIÐ- „Þetta er fjarstæða," sagði Roger Marsh. Andlit lians bar vott um innri þjáningu, en hann reyndi að tala skýrt og ákveðið, eins og ekkert hefði í skorizt. „Konan mín er látin fyrir fjórum árum.“ Whipple leynilögregluforingi leit undrandi á ljósmyndina, sem hann hafði sýnt Marsh. Hann hafði gert sér ferð frá Baltimore til þess að hafa tal af herra Marsh og hann hafði sjálfur tekið þessa mynd fyrir tveimur dögum í Seattle á Kyrrahafsströnd. „Og þér teljið þá fullvíst, að þessi kona geti ekki verið eigin- kona yðar?“ spurði hann. „Það er fjarstæða, að bera fram slíka spurningu," sagði Roger Marsh, kuldalega. „En þér játið að þessi kona lík- isí henni mjög?“ „Eg játa það. Ef þér hefðuð sýnt mér þessa mynd fyrir fjórum ár- um, hefoi eg hiklaust sagt, að myndin væri af Anítu. En þar sem þér segist hafa tekið þessa ljósmynd nú fyrir tveimur dög- um, getur það alls ekki verið, heldur hýtur hún að vera af ann- arri konu.“ Þetta samtal fór fram í dagstof- unni í hinu aldna og virðulega heimili Marsh-fjölskyldunnar. — Fimm kynslóðir þessarar fjöl- skyldu höfðu fæðst og dáið í þessu húsi. Þar höfðu alizt upp menn, sem allt fram til þessa dags voru taldir í hópi fremstu borg- ara Nýja Englands. Roger Marsh bar þess aug- Ijós merki, að hann var kominn af rótgróinni, auðugri ætt. Hann var þrjátíu og fimm ára gamall, glæsilegur maður, einbeittur, e. t. v. dálítið harðlegur á svip, samt góðlegur og hlýlegur ef betur var að gáð. Hann hafði mikinn svip af afa sínum, en mynd afans stóð ó arinhyllunni. Whipple leynilögregluforingi leit rannsakandi á manninn, sem sat gegnt honum, og sagði síðan: „Viljið þér ekki segja mér, hver var hjá konunni yðar á dánarbeð- inu, herra Marsh?“ Roger minnti sjálfan sig á, að þessi lögreglumaður var gestur hans þessa stundina og þess vegna varð hann að vera kurteis við hann. Hann svaraði því spurningu hans, en auðheyrt var, að hvert orð var valið. Hann sagði: „Vitaskuld var eg þar. Einnig heimilislæknirinn. Enn- fremui- hjúkrunarkona frá spítal- anum hér í bænum.“ „Viljið þér segja mér meira um þetta, um allar aðstæður? Hversu lengi höfuðuð þið verið gift?“ „Það eru nú átta ár, síðan eg gifti mig. Fyrir sjö árum gekk eg í herinn. Eg gegndi hei þjónustu í London. Eg var þar, er eg fékk símskeyti frá dr. Cawfield, heim- ilislækni okkar, um að konan mín væri hættulega veik af lungnabólgu. Eg fékk orlof og flaug þegar heim.“ „Og hún hefir enn verið lifandi, er þér komuð heim?“ „Já ,hún var lifandi, en átti mjög skammt eftir. Hún lifði sex daga eftir að eg kom heim.“ „Átti hún tvíburasystur?" „Nei, alls ekki. Hvað eruð þér að fara, lögregluforingi?“ „Eg meina, hvort þér hafið ver- ið alveg viss urri, að konan, sem dó hér í húsinu, hafi í raun og sannleika verið konan yðar?“ Auðséð var, að Roger stillti mjög vel skap sitt. „Eruð þér í raun og sannleiká, að leiða líkur að því, að eg hafi ekki þekkt eig- inkonu mína? Eg segi yður, að eg var við dánarbéð henanr. Einnig dr. Cawfield. Þessa síðustu sex daga gat hún annað slagið talað við fólk, sem kom í heimsókn. — Margir af nán'ustú vinum okkar komu tif hennar." „Var kistan ppin við kveðjuat- höfnina heima? Sáu margir kunnugir lík konu yðar þá?“ „Já, mjög margir,“ svaraði Roger. Svipur hans bar vott um, að hann var búinn að fó meira en nóg af þessu samtali. „Þessi kona í Seattle,“ sagði lögregluforinginn, og benti á Ijós- myndina, „er þekkt undir nafninu Eva Lang. Hún er þekkt innan lögreglunnar .Fyrir fimm árum varð hún manns bani í Detroit. Vitni voru að þeim glæp. Lög- reglan hafði í höndum góða lýs- ingu á útliti hennar, en ekki fingraför hennar, Fj'rir viku síð- an gerði lögreglan leit á bónda- garði nálægt Washington. Fjórir glæpamenn voru þar í leyni. Þrír þeirra voru drepnir á flótta, en sá fjórði slapp. En við fundum konu þar á bænum, og þessi kona var Eva Lang. Vöm hennar nú er þessi: Eg er ekki Eva Lang. Nafn mitt er frú Roger Marsh“.“ Roger greip Ijósmyndina aftur og horfði á hana góða stund. „Þessi kona er lík Anítu. Það er allt og sumt. Hún er að reyna að nota sér þá tilviljun til þess að bjarga lífi sínu.“ „Hún lét okkur í té lista með nöfnum 28 manna í Baltimore, sem hún segir að muni viður- kenna að hún heiti Aníta Marsh.“ Lögreglumaðurinn rétti Roger listann. Hann sá, að nafn hans var efst á listanum. Þar næst var Cawfield læknir. Þá Effi Foster, sem hafði verið nánasta vinkona Anítu. Aðrir ó listanum voru grannar og kunningjar. „Þetta er ósyífnasta blekking- ai-tilraun, sem eg hefi heyrt getið um,“ sagði Roger. „Allt þetta fólk var við jarðarförina." (Framhald). - Fokdreifar (Framhald af 6. síðu). landsmenn að láta bjóða sér lengi þessa lítilsvirðandi og furðidegu meðferð? -* Jafnaðarmannaforingjar gefa tóninn! SKÝRT ER FRÁ ÞVf í erlend- um blöðum, að brezku ráðherr- arnir Bevin og Cripps hafi báðir gengið í tóbaksbindindi í þann mund sem dollaraskorturinn var mest umtalaður og gengi punds- ins var fellt. Með þessu vildu þessir brezku stjórnmálaforingjar gefa þjóð sinni gott fordæmi Því að tóbak kostar dollara ng nauð- syn fyrir Breta að spara þann dýrmæta gjaldeyri sem mest. Þetta hefir verið veglegt, per- sónulegt átak, því að Sir Stafford Cripps tók pípuna helzt aldrei út úr sér og Bevin var sagður reykja 40 sígarettur á dag. Skyldu menn hér mega eiga von á slíkri mein- læta-demonstration frá íslenzk- um stjórnmálaforingjum, t. d. áð- ur en gengið verður frá fjárlögum í vetur eða nú fyrir kosningarn- ar? Ekki færi illa á því aðforsætis ráðherrann riði á vaðið. Vafalaust yrði fordæmi hans áhrifaríkast, auk þess sem með því fengist óræk sönnun fyrir því að Al- þýðuflokkurinn er ekki — þrátt fyrir allt og allt — eins gjörólíkur „bræðraflokkunum“ í nágranna- löndunum og illar tungur segja hann vera! Tómatsósa í glösum nýkomin. Kjötbúð KEA Brauðdropar: - VANILLE CITRON KARDEMOMMU MÖNDLU nýkomnir. Kjötbúð KEA. Tækifærisverð: Nokkur RÚM ásamt öllum sængurfatnaði. DÍVANAR. Mjög ódýrl! SÖLUSKÁLINN Simi 427. Karlmannaföt, ónotuð, til sölu miðalaust, í Hafnarstræti 100, 2. hæð (Gullfoss). Unglingsstúlku vantar mig, nú þegar, hálf- an eða allan daginn. — Sér- lierdbergi. Gott kaup. Sigurður Pálsson, Gefjun. (Framhald af 5. síðu). rtað 300 millj.) vegna atvinnu- veganna. Nei! Það var annað, sem var á þak við. Samningarnir voru að ýmsu leyti báðum hagstæðir. — Kommúnistar fengu tækifæri til að troða alls staðarinnskólanefnd arformönnum, kennurum og skólastjórum. En ó meðan fengu heildsalar og kaupmenn tækifæri til að troða í belginn og gerðu það óspart. — Sjálfstæðisflokkurinn braut það „princip" að stjórna aldrei með kommúnistum. Nauð- syn á samstarfinu var engin. Geta nú landsmenn treyst þessum flokki aftur til þess að gera ekki það, sem hann hefir áður gert? Aðalfundur F. U. M. í Eyjafjarðarsýslu Fundurinn var haldinn í Sam- komuhúsi bæjarins sunnud. 18. sept. sl. Á fundinum voru mættir þeir Bernharð Stefánsson alþm. og Þórarinn Kr. Eldjórn bóndi að Tjörn, 2. maður á lista Framsókn- arflokksins í Eyjafjarðarsýslu. — Fluttu þeir báðir fróðlegar og skemmtilegar ræður og voru bjartsýnir á sigur Framsóknarfl. í sýslunni við kosningarnar. Formaður þakkaði þeim ræð- urnar og ræddi síðan almennt um starfsemi fél. á árinu. Varð hún minni en skyldi, vegna veikind- anna í vetur. Þá las gjaldkeri reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Var síðan gengið til kosninga og hlutu þessir kosningu: Steingrímur Bernharðss., skóla- stjóri á Dalvík var endurkjörinn formaður. — Meðstjórnendur: Baldur Halldórsson, Hvammi, Ingimar Brynjólfsson, Ásláks- stöðum, Stefán Valgeirsson, Auð- brekkú og Ottar Björnsson, Laugalandi. — Varamenn: Sigurður Oli Brynjólfsson, Krossanesi og Halldór Jónsson, Þverá. Endurskoðendui' og full- trúaráðsmenn: Þórir Valgeirsson, Auðbrekku og Jóhannes Krist- jánsson, Hellu. Allmargir félagar gengu í fé- lagið á fundinum. Það, sem Sjálfstæðis- flokkurinn óttast Það er ólán íslenzkra stjórn- mála, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa meirihluta á þingi með Alþýðuflokknum, en Al- þýðufl. og Framsóknarfl. ekki. Það, sem þarf að gerast í kosn- ingunum núna er að snúa þessu við. Framsóknarflokkurinn þarf .að bæta við sig fjóruin þingsætum. Möguleikarnir á því eru mjög niildir. Og það vita íhaldsmennirnir, og þau úrslit óttast þeir mest af öllu. Með hcilbrigðu samstarfi Framsóknarflokksins og Al- þýðuílokksins mætti reka „radikala" stjórnarstefnu. Það cru ekki eingöngu Sjálfstæðis- flokkurinn, sem ber ótta í brjósti vegna þessa möguleika. Kommúnistarnir, sem um þess- ar mundir cru rislágir, óttast þetta eiimig. Takmark þjóðarinnar í þess- um kosningum er því að skapa nægilega sterkan miðflokk, seni getur boðið öfgasjónarmiðum til beggja handa byrgin. Þetta skal takast. Það hefir því mikla þýðingu fyrir alla hér í bæn- um, sem vilja heilbrigða stjórn- arstefnu í framtíðinni að styðja kosningu dr. Kristins, því að hann er einmitt líklegur til að taka þátt í slíkri samvinnu. Fjarvistir Sérstaklega er skorað á alla stúðningsmenn Framsóknar- flokksins að líta inn á skrifstof- una eða hringja í síma 254 og segja til, ef stuðningsmenn flokksins eru fjarverandi. — Kommimista varðar ekkert um mannkyns- söguna (Framhald af 7. síðu). af heilbrigðri gagnrýni í huga þeirra, gagnrýni, sem er eiginleg ungu fólki og hvarvetna verður vart við utan fasistískra og kommúnistískra landa. . . . “ Þannig segir þessi brezki þing- maður frá kynnum sínum af ung- kommúnistum austan járntjalds- ins, og er lýsingin vissulega sann- köllúð hryggðarmynd. Þannig leikur hinn kommúnistíski rétt- trúnaður þá, sem ánetjast hon- um. Heilbrigð sýn er byrgð, for- ingjarnir hafa alltaf.rétt fyrir sér, flokkssstefnan er alltaf rétt, eng- inn munur á réttu og rörigu, ef flokkurinn hefir hag af því, hin marxístísku fræði alsherjarlausn- arorðið og lykillinn að öllum vandræðum mannkynsins. Tragí- kómíst er það svo, þegar hinir svokölluðu menntamenn hins frjálsa heims láta hafa sig til þess að uppárita þessi fræði sem að- alsmerki andans og frjálsrar hugsunar. Raunar leika þessir bandingjar kommúnismans þar með ömurlegra hlutverk með því háttalagi, en rétttrúnaðarmenn- irnir sjálfir. Dodge ’42 Vil skipta á 6-manna Dodge bifreið óg 4-manna íólks- bifreið, ef um semst. Bif- reiðin hefur alltaf verið í einkaeign, nema 1 ár, og er í góðu standi. Nánari upplýsingar í síma 196 og 469. C.M.C. trukkur til sölu. — Bíllinn er ný- uppgerður, með sturtum og talsverðu af varablutum. Spil getur fylgt. Upplýsingar í Möðrufalla- stræti 8, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.