Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 16. nóvember 1949 , DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemtir út á hverjura miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalcldagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. I Ýfirráð Moskvu í Sósíalista- flokknum ! Hvaðanæva úr löndum berast nú fregnir um mikinn ágreining innbyrðis meðal kommúnista. Það verða árekstrar og deilur í kommúnistaflokk- um ýmsra landa. Og deiluefnið er jafnan það, hvort flokkarnir eigi að standa í skilyrðislausri þjónkunarstöðu gagnvart stjórninni í Moskvu eða þeim sé heimilt að mynda sér sjálfstæða stefnu og afstöðu heima fyrir. I Danmörku hefir komið upp missætti meðal forustumanna kommúnista og ýmsir leiðtogaf þeirra yfirgefið flokkinn og slitið öll tengsl við hann. í Svíþjóð var að verulegu leyti skipt um starfs- lið við höfuðmálgagn flokksins og flestum þeim, sem við það höfðu unnið, ýtt til hliðar: Kommúnistaflokkur Noregs er nú nýlega klof- inn. Þar hafa deilur félaganna innbyrðis vakið mikla athygli, enda háðar af hita og beiskju, 'svö sem vænta má, rétt eftir hinn geypilega kósninga- ósigur flokksins. Þannig er ástatt í þeim löndum, sem okkur eru næst. Og þetta er ekki annað en þáttur í því, sem er að gerast í flestum eða öllum löndum utan Rússlands. Munurinn er aðeins sá, að í leppríkj um Rússa eru þeir, sem dirfast að j rísa gegn Moskvustjórn, kallaðir vargar í véum, óalandi og óferjandi skemmdarverkamenn. En hér á íslandi fara engar sögur af ágreiningi :í flokki kommúnista. Hér hafa Moskvumennirnir fengið að ráða og gera það enn. Þeir hafa að vísu hrakið ýmsa kunna áhrifamenn frá flokknum, en innbyrðis í flokknum sjálfum fréttist aldrei af neinum ágreiningi. Og Þjóðviljinn segir til um það, af hverju þetta stafar. Allur fréttaflutningur Þjóðviljans og Verka- mannsins af heimsviðburðum er með þeim hætti, að stjórn og áhrif Moskvu segir þar glöggt til sín Allt, sem þessi blöð segja um alþjóðleg mál, gæti staðið í kommúnistablöðunum hvar í heiminum sem vera skyldi. Það er aðein? einn munur á þeim og kommúnistablöðum nær Moskvu. Ritstjórarnir leiða hjá sér að taka beina afstoðu gegn Tító og minnast á „Títóista“ innan kommúnistaflokka annarra landa. Þetta er af því, að það er ekki talið hagkvæmt. Þjóðviljamennina brestur kjark og drengskap til að tala hreint og beint um þessi mál eins og þeim býr í brjósti. Kommúnistafiokkurinn á íslandi telur það hag- kvæmast á þessu stigi, að tala ekki neitt um Tító. Þögn Þjóðviljans og Verkamannsins um þessi mál stafar af því, að það þykir bezta þjónustan við Moskvu að þegja, eins og sakir standa. En það er líka hægt að skilja þögnina. Hin algeru yfirráð Moskvumanna í Sósíalista- flokknum sýna það ótvírætt, að umbótasinnaðir lýðræðismenn, sem fylgt hafa flokknum, hafa ekki nema einn kost að taka. Þeir verða að víkja úr flokknúm og fara aðra leið til að knýja fram hug sjónir sínar um þjóðfélagslegar umbætur. Sú stund er nú komin, að fjöldi manna, sem tylgt hefir Sósíalistaflokknum, stendur á vegamót- um. Nú er það komið í ljós, að flokkurinn er einskis trausts maklegur á sviði innlendra um- bótamála og með tilliti til þeirra. Hann er rúss I neskur flokkur, flokkur hins heimsvaldasinnaða kommúnisma, sem sjálfir komm- únistar í öllum frjálsum löndum eru nú sem óðast að snúa baki við. Sú þróun hlýtur líka að ná til íslands. Hennar er þegar farið að gæta og það mun bera meira og « meira á henni í hverjum kosn- ingunum af öðrum, þar til Moskvumennirnir standa uppi fá- liðaðir og einangraðir, svo sem þeir eru nú orðnir í öllum fremstu lýðræðislöndum. FOKDREIFAR Bændur og verðlagsmál. Jón H. Þorbergsson á Laxamýri skrifar blaðinu: „ERLINGUR FRIÐJÓNSSON ritar um verðlagið á búsafurðum bændanna og virðist trúa því, að hann fari með rétt mál. En því fer þó mjög fjarri og það svo, að ekki er hægt að ræða við hann alvarlega um þetta mál. — En hitt vildi eg leyfa mér að benda honum á, að áðúr en hann skrif- aði þessar greinar sínar, hefði hann endilega þurft að gera tvennt: í fyrsta lagi að fara sjálf- ur að búa til þess að afla sér reynslu og þekkingar um rekst- urskostnað við landbúnaðarfram - leiðslu og í öðru lagi að afla sér upplýsinga um stórbú ríkisins, sem eru með tapi, þrátt fyrir fullkomnustu aðstöðu til bú- reksturs og fullkomnustu fram- leiðslutæki ,undir stjórn manna, sem vilja láta þessi bú bera sig Og Jeggja sig fram til þess. . Ef. til .vjll gerir Erlingur þetta áður. en hann skrifar næst um verðlagið og gæti þá komið ann- að hljóð í strokkinn. Erlingur er uppalinn í sveit og við landbúnað. Ætti honum því að liggja það nær að st.yðja að efl- ingu landbúnaðarins ,en aö vinna honum í móti,“ Unglingarnir og gróðurinn. Finnur Árriason garðyrkuráðu- nautur skrifar: „BÖRN OG ÆSKUFÓLK, munið að skemma ekki þá staði, sem verið er að reyna að laga til og prýða! Kirkjukantarnir eru nú að stór- skemmast af því að þið rennið ykkur niður þá ,og sverfið með því alla grasrót í burtu af þeim, það má því búast við að þeir verði eitt moldarflag næsta vor, ef þið hættið ekki uppteknum hætti. í blómabeðunum eru bæði fjölær blóm og blómlaukar, sem þið hafið eflaust öll ánægju af að sja næsta vor. vaxa og klæða beðin með sínu blómaskrúði. En ef þið rennið ykkur eftir beðunum eyðileggið þið bæði blómin og laukana og fáið því engin blóm að sjá í þessum beðum á næsta sumri. Oll börn hafa gaman af blómum og öllu því, sem fallegt er, eg vil því vona að þið, börnin góð, gangið hér eftir tröppurnar en ekki kantana, og varðveitið þar með bæði graskantana og blómabeðin, svo að það geti verið fallegt næsta sumar.“ Enn segir Finnur Árnason: „GÓÐU, LITLU VINIR í innbænum! Þar sem þið voruð svo natin og dugleg við að passa blómin á leikvellinum ykkar í sumar, og skemmduð þau alls ekkert, þá vildi eg biðja ykkur að passa þau einnig í vetur, því að þessi blóm eru flest fjölær og lifa því árum saman, þar sem þau ekki eru skemmd. Þið hafið svo góða aðstöðu til að gæta að því, að á þeim sé ekki troðið, eða á annan hátt misþyrmt. Einnig vildi eg treysta ykkur til að passa vel og vandlega að börn renni sér ekki mikið niður kantana, því sé það gert, verða þeir að moldar- flagi og þá verður völlurinn svo voða ljótur og leiðinlegur, Mesta hættan á skemmdum af troðningi er þegar frost er í jörðu en þíð rótin.“ Enn um andatjömina. Finnur Árnason skrifar í tilefni af ummælum í síðasta blaði: „ÆSKUFÓLK og aðrir þeir, er leið eiga hjá andatjörninni, ættu að muna eftir að taka með sér brauðmola handa fuglunum. Þeir eru afar margir núna og munu taka feginsamlega á móti öllum þeim brauðmolum, sem úr hönd- um ykkar falla. Nú loks er heita- vatnsleiðslan í pollinn að komast í lag, og má því vona að tjörnin verði að mestu frostlaus í vetur þó nokkuð frost komi. Gagnvart ádeilu á Fegrunarfélagið, er fram kom í síðasta tölublaði Dags gagnvart heitavatnsleiðslunni í andatjörnina, vil eg taka það fram, að eg var margsinnis búinn að tala um þetta mál í haust við þá, sem hafa með framkvæmdir við sundlaugina að gera, og 'tel því ómaklegt að áfella Fegrunar félagið fyrir sofandahátt annarra. En þetta heitavatnsspursmál er vandamál, sem leysa þarf á ann- an öruggari hátt en sem nú er, er tímar líða. Þar sem nú er hug- mynd að nýta miklu betur heita vatn laugarinnar en nú er gert, og aðeins að leiða í andapollinn kaldasta vatnið úr lauginni, er engjn leið til að það dugi til að halda þessum polli þíðum ,hvað þá þegar þeir eru orðnir tveir, eins og vonir standa til að verði á næstunni. Þessi staður er yndi allra bæjarbúa og þeirra gesta, og verður því að vera skýlaus krafa þeirra að þessum stað sé haldið við, bættur og prýddur eft ir því sem unnt er.“ Rafha-eldavél til sölu í Munkaþverárstrœti 1S. Jeppabifreið til sölu. — Upplýsingar á Bögglaþoststofu n n i. Hagsýni við Íieimilisstorfin Hagsýni í vinnubrögðum tilheyrir ekki aðeins skrifstofum, vei-ksmiðjum og á öðrum slíkum vinnustöðum, segir í nýlegum húsmæðradálki í dönsku blaði. Hagsýni í stöi-fum á alls staðar við og líka á heimilinu. Ef rnenn verða þreyttir, verður nokkur tími að líða unz þreytutilfinningin er horfin, og vitaskuld þarf lengri tíma eftir því sem maður er þreyttari. Það er mikilvægt fyrir húsmóðurina að hún hagi þannig störfum sínum, að þreytutilfinningin verði elyki svo mikil, áð hún geti ekki hvilzt út áður en hún .tekur fýrir nýtt verkefni. Allir þelckja ,að þegar maður er dálítið þreyttur, en þarf að byrja á einhverju starfi, grípur mann nokkurs konar ólyst á starfinu, og jafnframt starfa menn þá hægar en ella. Þarna er ekki hagsýni í starfi ,og margar húsmæðm- mundu hressari og unglegri ef þær gættu þess jafnan, að vera hagsýnar í störfum sínum, hagsýnar til þess að halda líkam- legum og andlegum kröftum. Strauning með hvíldum. Straudagurin ner dágott sýnishorn. Flestar hús- mæður vilja straua í lotunni og hvíla sig svo á eft- ir. Stundum standa þær 3—4 tíma við straubrettið. Tilraunir hafa sýna og sannað, að þetta eru óhag- kvæm vinnubrögð. Ef maður strauar 4 tíma í lotunni, tekur það a. m. k. 1% klst. að hvílast á eftir. Ef maður trauar aftur á móti í klukkutíma í lotu og hvílir sig svo í fimm mínútur — og það verður að vera algjör hvild og afslöppun, — strauar svo annan tíma ,og hvílist í fimm mín., þriðja tímann og hvílir sig í 10 mín. og fjórða tímann og hvílir sig þá í 15 mín„ fær maður á 35 mínútum þá hvíld, sem tekur lYz klst. með því að standa í lotu. Það er ekki oft, sem húsmóðirin getur leyft sér að hvíla sig í IV2 klst. samfleytt. Oftast verður hún að byrja á einhverju starfi áður en hvíldin er fengin, og fyrir bragðið ofþreytist hún. En oft er mögulegt að raða deginum niður í smáhvíldartíma og taka svo til við störfin á ný, betur undir þau búinn en áður. Þetta er það, sem kalla má hagsýni í verkum, segir í þessu danska blaði, og konunum er eindregið ráðlagt að reyna þetta kerfi. 66 ÁR í ÞJÓNUSTU ANNARRA. í Danmörku gerðist það nýlega, að konur, sem lengi höfðu starfað í annarra þjónustu, fengu heið- ursverðlaun afhent við sérstaka athöfn. Við það tækifæri voru þær ávarpaðar af Margrétu prins- essu, sem mætti þar í forföllum Alexandrínu ekkju- drottningar. Við þessa athöfn voru 138 konur heiðr- aðar, höfðu allar starfað í áratugi í heimilum sem hjú, flestar hjá sömu fjölskyldunni. Lengsta þjón- ustutíð átti að baki kona frá Svendborg, sem hafði starfað í húsi sömu fjölskyldunnar í 66 ár. í ræðum við þetta tækifæri var bent á nauðsyn þess, að þjóðfélagið sýndi það í verki að það kynni að meta hin yfirlætislausu, daglegu störf, sem unnin væru af trúmennsku. 540.000 MUNAÐARLEYSINGJAR. í nýkomnu fréttablaði Upplýsinga- og rrienn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, er m. a. greint frá því, að litlu stríðin svokölluðu, þ. e. Palestínu- og Grikklandsstyrjöldin, hafi skilið eftir 540.000 munaðarlaus börn, sem þarfnist hjálp ar. Sameinuðu þjóðirnar reyna að vekja áhuga þjóðanna fyrir þessu vandamáli og fá hjálp handa börnunum, en árangurinn er sorglega lítill. Hundr- uð þúsunda barna lifa við skort og sárustu neyð og eru svipt möguleikum til vaxtar og eðlilegs þroska. Þótt Barnahjálp S. Þ. hafi gert mikið gagn (framlag íslands var stórmannlegt), er aðbúð barnanna í Evrópu samt einn Ijótasti bletturinn á samtímanum. Of fáar þjóðir og ríkisstjórnir hafa látið sig það mál skipta svo að um hafi munað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.