Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 7

Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 16. nóvember 1949 D A G U R V — Hallfr'ður Jóhannsdóttir (Framhald af 5. síðu). farin af Ströndinni. Hefir hún víða dvalið og einkum á vegum barna sinna hin síðari ár, sérstak- lega Egils skipstjóra. Meðan þau hjón dvöldu á Ár- skógsströnd, voru þau meðal leiðandi krafta í sönglífi þar, því að bæð'i voru þau sönghneigð og listelsk. Og alla æfi hafði Hall- fríður yndi af söng og öllu því sem fagurt var ,enda var hún gáfuð kona og andlega sinnuð. Og hún var svo vel verki farin að af bar. Tóvinna hennar og margs konar útprjón þótti jafnan mjög vandað og smekklegt, og hélt hún slíku áfram fram á elliár. Og svo var hún andlega sterk, að ellin bugaði ekki bjartsýni hennar og lífstrú. Slíkum er gott að kynnast. Börn þeirra Jóhanns og Hallfríðar eru: Snjólaug, húsfreyja á Akur- eyri, Egill, skipstjóri, og Frey- móður, listmálari. Gamall vinur. Lindarpenni fundinn hjá Þvottahúsinu Afgr. vísas á. Vanilledropar Sítrónudropar Möndludropar Kardemommudropar Vöruhúsið hi. Nýr pels, nr. 42, til sölu. Afsr. vísar á. Vörubíll, í góðu lagi, helzt Ford eða Chevrolet, óskast til kaups. Eldra módel en ’46 kemur ekki til greina. Afgr. vísar á. Unglingur, 17 ára, reglusamur og ábyggilegur, með gagn- fræðaprófi, óskar eftir at- vinnu. Afgr. vísar á. Sparlð kaffið með þvi að drekka te Höfum fyrirliggjandi úr- valstegundir af tei, svo sem: DURBAR MELROSE JAVA MAZAWATTE BLUE CROSS Vöruhúsið hi. Simi 420. r Oskilahestur: Mark: Biti fr. h.; fjöður fr. v. Dökkjarpur. Mikið fax. Ójárnaður. Frekar smár. 10—12 vetra gamall. — Rétt- ur eigandi geli sig fram við undirritaðan og greiða áfall- inn kostnað. C' *_. I kvöld kl. 9: \ leðurblakan) („Die Fledermaus“) 1 Óperetta eftir Jóh. Strauss, \ | með þýzkum leikurum. I i Stjórnandi: \ | Alois Melichar. § Í Aðalhlutverk: I Willy Fritz \ Harald Paulsen I \ Marta Harell 1 Johan Heesters. IIMllllllillltllllll.llllMII 111111111111111111 lllllllllllllll IIIIIIIIIUMi iiiiiiiiiiiiiiiiMian ÚR BÆ OG BYGGÐ \ SKJALDBORGAR i I B í Ó | z r \ | Astarómur I Í (Kœrlighedssönaten) \ Í Hrífandi ungversk kvik- \ \ mynd. 1 A ð $ 1 h 1 u t v e r k : \ PAUL JAVOR j j MARIA MEZEY .................. Hús á góðum stað í bænum, ein eða tvær íbúðir, óskast til kaups nú þegar eða í vor. Þarf að vera laust til íbúð- ar. — Tilboð, merkt: „íbrið- arhús“, leggist inn á afgr. Dags fyrir 15. n. m. Hreppstjóri Ljósavatnshrepps. •?> Ný NORÐRA-bók: BARN Á VIRKUM DEGI Valborg Sigurðardóttir pýddi. Norski barnasálfræðingurinn Ase Gruda Skard er tvímælalaust í röð fremstu barnasálfræðinga á Norðurlöndum. Bók hennar, Barn á virkum degi, fjaílar um börn frá fæðingu frarn á unglingsár. í fyrra hluta bókarinnar er gerð grein fyrir fyrstu sjö árum barnsævinnar og helztu viðfángseinum, sem for- eldra og aðra uppalendur varða, svo sem meðfcrð ungbarna, lystarleysi og matvendni, hreinlcetis- venjur, svefnpörf barna, gildi leikja, hrœðslu- girni, reiði, prjósku o. s. frv. — í síðara liluta bókarinnar er gerð grein fyrir sálaxjífi skólabarns- ins, tilfinningalifi pess, fclagsþroska og náms- þroska og mörgu öðru, er snertir líf þess heima og heiman. Bók þessi á gott erindi til allra uppalanda, hún er ljóslega og að- gengilega rituð, skennntileg og skynsamleg. t |«^^Í^^Í>4>^>^^>^KS>«KS^XS^S><SXS><Í«Í^HS><S>^^XS^XSXS><S>^<S><S><S>^'$HSKS>^XS>«>«><^<S>^XS«><S><$><S><Í^S>^S>^>^XS«S' □ Rún.: 594911157 — Atkv.: 1. I. O. O. F. = 1311118814 = I Kirkjan. Messað á Akureyri næstk .sunnudag kl. 2 e. h. (F. J. R.). Safnaðarfundur. Messur í Möðruvalal.kl.presta- kalli. í Glæsibæ sunnud. 20. nóv. og á Möðruvöllum sunnud. 27. nóv. kl. 1 e. h. Guðspekistúkan „Systkina- bandið>‘ heldur fund þriðjudaginn 22. þ._ m. á venjulegum stað kl. 8.30 e. h. stundvíslega. Glerárþorp. Almenn samkoma í Skálaborg ld. 2.30 næstk. sunnudag. Sunnudagaskólinn kl. 2 á sama stað. — Sæmundur G. Jóhannesson. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 5 á sunnu dögum. Allir velkomnir. Verkamaðurinn okkar hér greindi sl. föstudag frá brunan- um í Sandgerði í sl. viku, en þar brunnu verzlunarhús h.f. Garðs. Segir svo frá þessutn at- burðum í Verkamanninum: — „Húsið brann til kaldra kola á skanunri stundu og sluppu 19 manns, 9 karlar, 9 konur og Óskar Halldórsson með naum- indum út úr húsinu.. ..“ Fíladelfía. Samkomur í Verzl- unarmannahúsinu, Gránufélagsg. 9. — Á miðvikudögum kl. 5.30 e. h. eru saumafundir fyrir ungar stúlkur. Á fimmtudögum kl. 8.30 e. h. eru almennar samkomur. Á sunnudögum kl. 1.3 Oe. h. sunnu- dagaskóli. Öll börn velkomin, og kl. 8.30 á sunnudögum almennar samkomur. Söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn, Strandg. 19B. Fö.stud. 18. nóv. kl. 8.30 e. h.: Söng- og hljómleikasamkoma. — Sunnud. kl. 11: Helgunarsam koma. Kl. 2: Sunnudaagskóli. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. — Mánud. kl. 4: Heimilissambandið. Kl. 8.30: Æskulýðssamkoma. Allir velkomnir. Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnu daginn 20. þ. m. kl. 10 f. h. — f Inntaka nýrra félaga. — Upplest ur. — Sjónleikur. — Kvikmynd. Félagar! Mætið allir á fundin- um og komið með nýja félaga. Barnastúkan „Saklcysið“ held- ur fund í Skjaldborg næstkom andi sunnudag kl. 1 e. h. Fund- arefni: Inntaka nýrra félaga. Upplestur. — Sjónleikur. Sýnd kvikmynd. — Mætið öll verið stundvís. Á mánudaginn var hafiz handa um að færa staurana við Gránufélagsgötu, sem gerðir voru að umtalsefni hér í blað- inu fyrir skömmu. Sóttist verk- ið greiðlcga og var lokið á skömmúm tíma. — Undrast menn þetta, því að staurar þessir cru búnir að þvælast fyr- ir bílstjórum og bæjaryfirvöld- um síðan umferðanefndin starfaði fyrir mörgum árum. Starfsfólk Gefjunar. „Kaffi- tíma“-samkoman er nú á föstu- daggsmorgnum kl. 9. Velkomin í salinn . —Sæmundur G. Jóhann- esson. Kvenfélag Akureyrax-kirkju minnist afmælis kirkjunnar 17. þ. m. eins og að undanförnu, með kirkjukvöldi. — Ennfremur verða merki seld allan daginn. Nánar í götuauglýsingum. Æskulýðssamkoma á Sjónar- hæð næstk. laugardagskvöld kl. 8.30. Allt ungt fólk velkomið. — Sæmundur G. Jóhannesson. Frá starfinu í Zíon næstu viku. Sunnuda gkl. 10.30 sunnudaga- skóli, kl. 2 e. h. drengjafundur (eldri deild), kl. 8.30 almenn sam koma (séra Jóhann Hlíðar). — Þriðjudag kl. 5.30 telpnafundur. — Miðvikudag kl. 8.30 biblíulest- ur og bænasamkoma. — Fimmtu- dag kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur. — Laugardag kl. 5.30 drengjafundur. (yngri deild). Brunamálanefnd bæjarins hefir falið þeim Eggert Melstað slökkvi liðsstjóra og Gesti Jóhannessyni að annast eldfæraskoðun í bæn- um nú á þessum vetri. ^ Sótarastarfið. Gunnar Haralds- son hefir verið ráðinn sótari fyr- ’ir bæinn til eins árs, fi'á 1. okt. sl. að telja. Leiðrétting. í minningargrein um frú Valgerði Magnúsdpttur, í 45. tbl., varð sú meinlega pi>ent- villa ,að sagt var að höf. greinar- innar, Jórunn Olafsdóttir, hefði komið til Akureyrar til að taka próf upp úr 4. bekk gagpfræða- skólans, átti að vera 2. bekk. Er greinarhöf. beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Aðrar prent- villur í nefndri grein, verða auð- veldlega lesnar í málið. Sextugur varð sl. miðvikudag Sveinn Þóx'ðai'son fi'á Nesi, fyrr- um hótelstjóri hér í bæ, kunnur borgari og velmetinn. Fjöldi bæjai-manna heimsótti hann á af- mælisdaginn og árnaði honum heilla. Bréfaskóli SÍS hefir bætt við nokkrum nýjum námsgi'einum. Hagnýti-i mótox-fræði, espei'anto og siglingafi'æði. Fjöldi rnanna á öllum aldri og í öllum héruðum landsins notfæi'ir sér þetta ein- falda, hagkvæma og ódýra kennslufyrirkomulag. Upplýsing- ar fást beint frá Bréfaskóla SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. — Einnig veitir afgreiðsla Samvinn- unnar, Hafnarstræti 87, Akureyri, upplýsingar og skráir nemendui'. Sænsk Iiarmonika til sölu. Afgr. vísar á. AUGLÝSIÐ í DEGI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.