Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 16.11.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 16. nóvember 1949 Eva eða Aníta? Saga eftir Allan Vaughan Elston 10. DAGUR. IÞROTTIR OG UTILIF (Framhald). Næstu vikurnar á eftir hafði Roger engan frið fyrir blaða- mönnum og blaðaljósmyndurum. Oft heyrði hann smell í ljós— myndavél, er hann geklc and- varalaus á götunni. Oft á dag hringdi síminn og einhver kunn- ingi bauð honum ráð og aðstoð, eða einhver ósvífinn blaðamaður skaut að honum óþægilegri spurningu. Hótanabréf fóru að berast með póstinum. Roger fannst hann ekki geta svo opnað blað, að þar væri ekki fleiri dálka frásögn um Evu Lang. Eitt blaðið birti 29 myndir í sam- bandi við réttarhaldið. Stærsta myndin var í miðjunni og af henni hjálfri. En út frá henni geisluðu myndir af öllum 23 kunningjum hans, sem kallaðir höfðu verið sem vitni. Roger var heldur ekki gleymt. Og ekki heldur Carey frænda og Harriet frænku. Effie Foster og Cawfield læknir voru með. Og Leslie Pax- ton. Þarna voru myndir af kunn- ustu borgurum héraðs og bæjar. Og undir myndunum stóð með feitu letri: Réttvísin gegn Evu Lang. Réttarhöldin hófust í yfirdóm- stólnum í Detroit skömmu síðar. Roger Marsh hummaði það fram af sér að mæta þar strax. Hann bjó um sig í hótelherbergr skammt frá réttarsalnum og beið þar til þess að sjá hverju fram yndi, og hverjir yrðu valdir í kviðdóminn. Útvarpið tilkynnti allar fréttir jafnharðan, svo að hann gat fylgzt með öllu, sem gerðist. Hann ákvað að mæta ekki í réttarsalnum fyrr en hann væri kallaður sem vitni. Heil vika leið án þess að sent væri eftir honum .Þá var málinu svo langt komið, að ekki var leng- ur um að efast að Eva Lang mundi verða fundin sek um morð og verjandinn hafð iekki einu sinni áert tilraun til þess að af- stýra því. Hótelskrifari nokkur hafði bent á hina ákærðu sem konu ,er skotið hefði Rufus nokk urn Fox til bana. En þar næst hafði verjandinn leitt tvíbura- systur í réttarsalinn og h.óf yfir- heyrslu hótelskrifarans. Hann spurði hann hvort hann myndi eftir því, að önnur stúlka hefði stöðvað hann á götunni þá um morguninn og spurt hann iivað klukkan væri? „Já, eg man það,“ svaraði vitn- ið. „Hvor þeirra var það?“ En þeirri spurningu gat vitnið ekki svarað. Þannig var það, að allt málið snerist um það, hvort hin ákærða væri í rauninni Eva Lang eða Aníta Blythe Marsh. Þá var Roger kallaður sem yitni og leiddur í vitnastólinn, eftir að hafa eiðsvarið að segja satt. „Eruð þér ekkjumaður?“ spurði ákærandinn. „Já,“ svaraði hann hiklaust. „Hvenær lézt konan yðar?“ „Fyrir fjórum árum.“ „Viljið þér gjöra svo vel að segja réttinum frá kringumslæð- unum, veikindum hennar, dauða og greftrun?“ Rogei' gerði það, hann talaði lágt, en hiklaust og ákveðið. „Gjörið svo vel að horía á hina ákærðu. Hafið þér nokkru sinni séð þessa konu fyrr?“ „Já,1' ‘svaraði Roger. „Eg hefi séð hana einu sinni áður.“ „Aðeins einu sinni?“ „Já, aðeins einu sinni.“ „Og hvar var það?“ „I fangelsinu í Seattle fyrir tveimur mánuðum.“ „Það er nóg. Þakka yður fyrir herra Marsh.“ Þegar röðin kom að verjandan- um að spyrja ,spurði hann fyrst: „Játið þér því að konan ýðar hafi átt tvíburasystur,' serri' lieitir Evelyn?“ ' ' „Vitneskja, sem mér jhefir bor- izt nú í seinni tíð, hefir orðið þess valdandi að eg álít að hún hafi átt tvíburasystur.“ „Það er nóg,“ sagði verjandinn. Roger réyndi að flýta sér sem mest hann mátti út úr réttarsaln- um. Hann hafði búizt við miklu verri meðferð. Hann hafði haldið að verjandinn mundi þaulspyrja hann langa hríð. Þegar hann kom heim á hótelið, opnaði hann fyrir útvarpið á ný og fylgdist með því, sem síðar gerðist í réttinum. Og hann las líka frásagnir blaðanna. Tíu borg arai' að heiman voru kallaðir sem vitni af ákærandanum, og allir neituðu því að hin ákærða gæti verið Aníta Marsh. Allir höfðu verið við jarðarför hennar. Þegar ákærandinn settist niður, virtist mál Evu Lang vera vonlaust. Þá tók verjandinn til máls og kallaði hina ákærðu upp í vitna stólinn. Hún sagði þar nákvæm- lega sömu söguna og hún hafði fyrr sagt Wipple lögreglufor- ingja. Verjandinn kallaði 10 vitni frá Baltimore, vitni, sem hann hafði valið af handahófi eftir að hafa kynnt sér málavexti alla. — Þetta fólk var ekki ákveðið i skoðun sinni og svaraði aðal- spurningunni með orðunum: „Eg veit það ekki. „Eitt vitnið var sendill, sem hafði oft flutt vörur heim á Marsh-heimilið. Hann mundi vel, að hann hafði eitt sinn kíkt inn í eldhúsið og séð þar tvær konur, sem voru nákvæm- lega eins að því er honum virtist. „Var hin ákærða önnur þeirra?" „Það held eg.“ Komið út! Dásamlega kvöld, fagra veröld. Eg geng um hálf freðin tún ofan við Ak- ureyrarbæ og horfi til fjalla. Tunglið skín frá heiðbláum himni og loft ið er undrahreint eftir regnskúr í ljósaskiptun- um. Sviflétt ský koma líðandi úi' suðri, snudda við mánann ef þau geta og hverfa í húmdökkt norðrið. Hér neðra er snjólaust sem á sumar- degi og golan strýkur næstum því hlýlega um vangann, og þó er vetur í bæ síðustu vikurnar tvær! En aðeins hæstu tindar og brúnir bera vetrarins lit að þessu. Fann- ii'nar þar virðast mjallahvítar og ósnertár. Þangað upp nennir nú varla nokkur, nema ef ske kynni um einstaka byssubera í veiði- hug. Rjúpurnar hafa nú flestar náð' sínum vetrarlit og leita því þess umhverfis, hátt til fjalla. Einstaka rauður flekkur í hvítri fönninni þarna efra gæti e. t. v. sannað di'ápgirni manns-nefnunn ar, „Óhræsisins“ og það, að enn fær fyrir hana að líða „blessuð rjúpan hvíta“. Því ekki að gefa þeim fullan frið um lengri tíma, þessum sem eftir eru — svo fáar, en svo dásamlegar í lítillæti sínu, hógværð, kærleika og fórnarlund. „Pollurinn“ liggur þarna lygn, og dimmui' að nokkru í skugga Vaðlaheiðar. Útiljósið á Varðgjá byggir samt brú um álinn, ógenga að vísu en góða þó. Stórt skip kemur hljóðlega inn með Tangan- um. En skriðið er þungt, ferlíkið virðist óstöðvandi eins og tím- inn — en þó, — það er bara stutt- ur spölur inn að bryggju! BoS- arnir liggja á ská aftur frá skutn- um; hver af öðrum líða þeir í áttina að sínu endamarki og upp- hafi um leið, — dropi í ógrynni hafsins — lækka og hjaðna, en hver lítil bára er brydduð mán- ans fagra silfri. í skugga heiðar- innar verður skipið allt ljósum prýtt, verður „ljóssins knörr“ þegar máninn sleppir af því hendi sinni. Á leið minni verða nokkrar kindur. Hvítar og lagðprúðar liggja þær og láta sig engu varða skrauthbúin skip eða fannkrýnd „Ei' hún þá frú Marsh eða hin konan?“ „Það veit eg ekki.“ „Eg veit það ekki,“ eða „eg get ekki sagt það með vissu,“ voru svörin, sem hinir níu gáfu einnig. Starfsstúlka, sem hafði unnið hjá Marsh-hjónunum var spurð: „Er einhver efi í huga yðar um, að ákærða geti ekki verið frú Marsh?“ „Já, það er efi í huga mínum. Eg skil ekki hvernig hún getur verið frú Marsh, því að það er sagt að frú Marsh sé dáin. En samt lítur hún út eins og frú Marsh. Eg veit ekki hverju eg á að trúa.“ (Framhald). fjöll. Þær dotta þér eða jórtra á síðgrænu túni sem ímynd friðar, árgæzku og frjósemi jarðar, vit- andi ekki, að næsta haust verða þær e. t. v. hundeltar um þessi fögru fjöll og síðan látnar sigla — kaldar — út „Fjörð“ — hljóðlega eins og bylgjan blá, einnig þær þá á leið að lokamarki, til upp- hafsins — í duft jarðar. Það er gott að þær vita það ekki. „Sæl- ir eru einfaldir“. Neðan úr Ijómandi borginni berast köll, gleðilæti og blástrar. „Hraðferðin", „línan“ er kómin. Blaðadrengirnir hafa fengið sitt undir hendina eða í leðurhylkið og röddin er ekki spöruð. Kl. er 10; það er „hálfleikur" í Nýja- Bíó. Fólkið þyrpist vitanlega út. ög nú á a ðná sér í blað. Alltaf „vill mikið meira“, nú viljum við helzt allt í einu! Köll og hlátrar kveða við og bergmála handan frá skuggalegri heiðinni. Máninn glottir og gamnar sér. Fjöllin há ber við bláan himin í vestri og suðri, stjörnur tindra við hljóðlátt svífandi ský. Fjörðurinn er slétt- ur og friði vafinn á ný, rjúpurnar kú;ra víst hálfar í fönn uppi í Súlutindi og nokkrar hvítar kind- ur njóta næðis uppi á túni. En niðri í Hafnarstræti og við Ráð- hústorg fara bílar í röðum fullir af fólki og hópar troðast inn í bíó, þar sem — jæja! Eg kem þar stundum líka, en í kvöld vildi eg ekki skipta á myndum. Hversu margir Akureyringar sjá fegurð þessa kvölds? Fáum dögum síðar hefir sviðið skipt um svip — eðlilega. Það er áreiðanlega stórhríð nú á Skarða- hálsi og þúfnafyllir um Bláskóga. Norðanstormurinn er napur, ber I með sér sljóflygsur og feykir sam an í skafla því föli, sem hér er koma á frosna jörð. Hafið drynur og „hann er svartur í álinn“ þótt alda hver faldi hvítu, þegar nær er komið. Eg er enn úti og nýt lífsins, þótt svalar blási nú en fyrr. — Tvær rjúpur flugu hjá með örsnöggu vængjataki og stefndu í austui'. Leita þær í hlé Vaglaskógar nú, þegar bjartur snjórinn litar landið allt, vænt- andi friðai’ og vægðar? Engar kindur sjást úti, standa nú við grænt og ilmandi hey í hlýrri kró, vona eg. Máninn er vandlega falinn að baki þungra snjóskýja og dimman er að verða ríkjandi hér efra. En Laxá hefir ekki brugðist að þessu sinni og ljómi hennar lýsir upp borgina við „Pollinn“, svo að dimmu vaxandi skammdegis er haldið þar í nokk- urri fjarlægð bæði á jörðu og í lofti, úti og inni. Dimman umhverfis og kulda- gusturinn úti kenna okkur að meta ljósið og hlýjuna. Gefist færi og stund þá gangið út, — út úr bænum. Sjáið sjálf fegurðina og finnið kaldan gust- inn og í bæði skiptin munið þið koma betri til baka. Komið út! —o— Áhugafólk! Það er sími í íþróttahúsinu, nr. 617 — og enn getið þið komist að. — Aukaatriði um aldurinn og gildleikann, leilc- fimin er í fullúiti''gángi — Jfýrir < alla! Talið við umsjónarfólkið. fþrótafélagið Þór hélt aðalfund sinn í Félags- heimili í. B. A. sl. miðvikudag, 9. þ .m. Fundurinn var venju betur sóttur og virtist áhugi ríkjandi meðal félagsmanna. Stjórn fé- lagsins og formenn íþróttadeilda fluttu skýrslur um framkvæmdir og störf félagsins á árinu, um hag félagsins og fleira. Meðlimum hefir fjölgað all- mikið; 61 bengið í félagið, en 13 gengið úr því. Félagar nú rúm- lega 450. Stjórn félagsins skipa næsta ár: Jónas Jónsson, formaður. Kári Sigurjónsson, varaform. Jón Kristinsson, gjáldkeri Jón P. Hallgrímsson ritari. Rafn Hjaltalín, spjaldskrárrit- ari. íþróttadeildir eiga hver og ein að tilnefna menn í stjórn sinna mála. Ákveðin er nú þegar stjórn frjálsíþróttadeildar: Tómas Árnason ,formaður. Guðmundur Mikaelsson, ritari. Kristján Kristjánsson, með- stjórnandi. Einar Gunnlaugss., meðstjórn. Kristinn Bergsson, meðstjórn. Hallgrímur Tryggvason, sendi- boði. HERBERGI til leigu fyrir einlileypa stúlku. — Aðgangur að eld- húsi getur komið til mála. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.