Dagur - 21.12.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1949, Blaðsíða 1
MUNIÐ, að áskrift að Degi kost- ar að eins- 25 krónur. — Hentug jólagjöf! D A G U R óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegra jóla! AXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. desember 1949 54. tbl. ástand og horfur í rafmagnsmálunum Ðaglegt eftirlit er ná haf t með rennsli Laxár - hætt við varnarráðstafanir vegna erfiðJeika á samningum og kostnaðar Innanbæjarkerfið kemst í viðlmandi horf að ári í grein sinni um ástand og horfur í rafmagnsmálum bæjar- ins, sem fjallar um rennsli Lax- ár, innanbæjarkerfið og samn- inginn við Hjalteyri, segir raf- veitustjórinn, Knut Otterstedt, m. a. frá samningatilraunum raf- veitunnar við Mývatnsbændur, framkvæmdum við rafleiðslur í bænum á undanförnum árum og framkvæmd samningsins við Hjalteyri. Um þessi atriði öll gerði Dagur fyrirspurnir fyrir nokkru. Svar við fyrirspurn blaðsins um möguleika á sam- vinnu við Dagverðareyri verður síðar svarað. Grein rafveitustjóra fer hér á eftir: „Reksturstruflanir við Laxá. Innanbæjarkerfi Rafveitunnar. í sambandi við virkjun Lax- ár hafa verið gerðar allýtarlegar mælingar af raf- orkumálastjóra (raforkumála- stjóra var falinn undirbúningur að aukningu virkjunarinnar), kringum Mývatn og við ósa Lax- ár Einnig hafa mælingar verið gerðar á ýmsum stöðum til þess að fá yfirlit yfir landslagið og ganga úr skugga um, hvort hægt væri að hækka Mývatn, án þess að sú hækkun yrði landeig- endum að tjóni. Loks hafa v.erið gerðar dýptarmælingar og jarð- boranir í norðvesturhluta Mý- vatns, þar sem krapastíflur aðal- lega myndast fyrst, í frosta- og hríðarveðrum. Þessum mælingum var lokið í sumar sem leið, og er nú verið að vinna úr þeim, svo að væntan- legar tillögur um að bæta úr rennslistruflunum í Laxá munu liggja fyrir seinni partinn í vet- ur, svo að hægt sé að byrja’fram- kvæmdir á vori komanda. Ljóshátíð Æskulýðsfélagsins Á jólafundi Æskulýðsfélagsins á jóladag kl. 5 e. h. í Akureyrar- kirkju verður framkvæmdur fallegur jólasiður, en hann er sá, að hver einstakur þátttakandi fundarinns kveikir á kerti meðan sunginn er sálmurinn: Heims um ból, helg eru jól. — Er þessi sið- ur víða tíðkaður á jólum. Rannsóknin við Mývatn. Þegar raforkumálastjóri og rafveitunefnd voru við Mývatn í sumar, voru ýmsar tillögur til að bæta úr truflunum, ræddar. Ein var sú, að dýpka frárennsli Mývatns á all-löngu svæði og beina aðalrennslinu að Geira- staðakvíslinni. Um leið þurfti að breikka farveginn, svo að hann gæti tekið við meira vatni. Oðr- um tillögum er erfitt að lýsa fyrir þeim, sem ekki þekkja staðhætti. í október sl. var fundur hald- inn í Reykjahlíð með landeig- endum við Mývatn og rafveitu- nefnd, og fór nefndin þá fram á, að fá leyfi til að stífla tvær kvísl- ar úr vatninu og beina öllu rennslinu að þriðju kvíslinni. ■— Þetta var samþykkt af landeig- endum, en með því skilyrði að vatnsborðið í Mývatni mætti ekki hækka. Samþykktin átti að gilda í eitt ár. Dýrar framkvæmdir til eins árs aðeins. Þegar til framkvæmda kom, kom í ljós, að brýr, sem eru á kvíslinni, þurfti að hækka tals- vert, en þær reyndust svo lélegar, að þær hefðu ekki þolað að það væri gert. Þurfti þá að byggja nýjar brýr, með talsverðri fyrir- hleðslu og var sá kostnaður áætlaður um hundrað þús. krón- ur. Þótti tvísýnt að leggja svo mikið fé í þetta, þegar leyfið fékkst ekki nema til eins árs, enda óvisst um árangur, úr því að ekki fékkst leyfi til að hækka Mývatn. Daglegt eftirlit við Laxá. Til þess að hafa eftirlit með rennslinu í Laxá í vetur, hefir verið ráðinn maður til að annast daglegt eftirlit og bæta úr rennslistruflunum, eins fljótt og unnt er. Oftast er versta veður þegar krapastíflur myndast og trufla rennslið, grenjandi stór- hríð og hörkufrost og er erfitt að vinna úti þegar ekki er hægt að sjá nema fáeina mefra framund- an sér, jafnvel í dagsbirtu. Rennslið í Laxá er um 35 m:l á sek. og vélarnar í orkuverinu nota við fullt álag ca. 16 m3, svo að það er skiljanlegt að útkoman verði ekki góð, þegar mestur hluti þess vatns er stöðvaður, endar er þá oftast ekki hægt að hafa meira álag en tæpl. 2000 kw. Innanbæjarkerfi og spennistöðvar. Þegar Laxárvirkjunin tók til starfa árið 1939, var hægt að framleiða 1800 kva. og voru þá 7 spennistöðvar í bænum með um 2400 kva. Árið 1944 bættist ný vélasam- stæða við í orkuverinu með 3600 kva. orku, og geta báðar sam- stæðurnar því framleitt samt. 5400 kva. í orkuverinu. í sambandi við aukningu orku- vei-sins þurfti inikla aukningu á bæjarkerfinu og hefir verið unn- ið að því undanfarin ár, eftir því sem efni og gjaldeyrir hefir feng- ist, en á því hefir oft staðið. Ymsir aðrir erfiðleikar hafa verið við að koma þessu í fram- kvæmd, t. d. hefir afgreiðslutími efnis verið allt upp í tvö ár eða jafnvel lengri. Aúkning bæjarkerfisins. Nú eru þó komnar í notkun 22 spennistöðvar með 7000 kva. og mikill hluti bæjarkerfisins kom- inn í jörð. Fáist innflutnings- og gjaldeyrisleyfi mun mega gera ráð fyrir að á næsta ári verði bæjarkerfið komið í nokkum veginn viðunandi horí. Efitrfar- andi tölur sýna hve miklu fé hef- ir verið vai'ið til aukningar bæj- arkerfisins undanfarin ár: Árið 1942 kr. 696 þús. Árið 1944 kr. 347 þús. Árið 1945 ki'. 426 þús. Árið 1946 kr. 578 þús. Árið 1947 kr. 414 þús. Árið 1948 kr. 700 þús. Tilboð í vélar og efni þegar fengin - heildarkostnaður áætíaður 15 millj. króna og greiðist af Marshallfé Framkvæmdír hefjast væntanlega í vor í þeim hluta greinargerðar raf- veitustjóra, Knut Otterstedt, sem fjallar um nýju virkjunina við Laxá, er m. a. greint frá því, að tilboð í efni og vélar séu þegar komin erlendis frá og áætlað sé að byrjunarframkvæmdir hefjist við Laxá á næsta vori. Rafveitustjóri segir svo í grein „Við'bót Laxárvirkjunarinnar. Samkvæmt síðustu upplýsing- um frá raforkumálastójra eru nú flest erlend tilboð um vélar og efni komin og er nú verið að bera þau saman og vinna úr þeim. — Samkv. lauslegu yfirliti mun heildarkostnaðurinn verða kr. 15 millj. og greiðist með Mars- hallfé. Afgreiðslutíminn er rúmlega eitt ár. Kostnaður við fram- kvæmd verksins er áætlaður aðr- ar 15 millj. kr. Þar að auki þarf að verja miklu fé til framkvæmda við Mývatn og Laxárósa ,til að tryggja rennsli árinnar. Raf- orkumálastjóri áætlar þann kostnað um 3—4 millj. kr. Fé til þessara framkvæmda, sem ekki greiðist af Marshallfé, er ætlast til að fáist innanlands. Þegar samþykkt hefir verið hvaða tilboði um efni og vélar skal taka, mu naðallega standa á ’ nauðsynlegu fé til framkvæmda verksins. Eftir öllum líkindum að dæma, mun vera hægt að byrja fram- kvæmdir í vor. Sennilega getur Rafveita Akureyrar lánað dálít- ið fé til bráðabirgða, til þess að virkjunin yrði liafin, en mestum hluta fjárins verður að afla á annan hátt. Akureyri 17. des. 1949.“ Samningurinn við' Hjalteyri. Að lokum vil eg upplýsa, að rafstöðin á Hjalteyri var tengd við bæjarkerfið í ágúst sl. og hef- ir orka frá henni aðallega verið notuð frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 5—8 e. h. Vegna reksturstruflana við Laxá síðastliðna viku var raf- stöðin notuð allan sólarhringinn. Orkuframleið'sla stöðvarinnar er tæpl. 300 kwt. Akureyri, 12. des. 1949. Knut Otterstedt. rumsýning á „Pilti og sfúlku milli jóla og nýárs lón Norðfjörð annast leikstjórn Leikfélag Akureyrar hefir að undanförnu æft sjónleikinn Pilt og stúlku eftir Emil Thoroddsen, saminn upp úr samnefndri skáld- sögu Jóns Thoroddsen. Leikur þessi cr í fjórum þáttum, og eru leikendur milli 20 og 30. Emil Thoroddsen samdi og lög við sjónleikinn, sem einnig verða flutt. Upphaflega var ætlað að leik- ui'inn yrði sýndur fyrir jól, en af því gat ekki orðið af ýmsum or- sökum. Nú er ákveðið að frum- sýningin vei'ði miðvikudaginn 28. þessa mánaðar. Leikstjóri er Jón Norðfjörð. — Meðal leikenda eru margir úr hópi kunnustu leikara bæjarins, en einnig nokkrir nýliðar. Söngstjórn og undirleik á sýn- ingunum annast Áskell Jónsson, söngstjóri. — Leiktjöld málar Haukur Stefánsson. — Hefst leikurinn með skrautsýningu úr hjásetunni upp til fjalla. Aðgöngumiðasala og leiðbein- ingar fyi'ir fasta frumsýningar- gesti verður auglýst síðar. Aðalfundur Fegrunarfélagsins Aðalfundur Fegrunarfélags Ak- ureyi'ar var haldinn 4. des. sl. — Fullgildir félagsmenn eru nú á fjórða hundrað. Vegna íjárskorts hefir félagið á þessu ári eigi getað hafið fjárfrekar framkvæmdir, heldur beitt sér tyrir því, að yfir- völd og einstaklingar létu hreinsa til og flytja burtu gamla skúxa og annað rusl, og hefir talsvert áunnist í því efni. Félagið hefir þó á eigin kostnað tekið að sér að' skipuleggja og rækta svæðið milli Bjarkarstígs og Hamarstígs, og er nú lokið undii'búningsvinnu. — Verður sáð í svæðið næsta vor, og plantað þar trjám. Formaður félagsins var endurkjörinn Finn- ur Ái-nason. Stjói'n og fulltrúa- ráð var að mestu endurkjörið. Félagið þakkar öllum stuðn- ingsmönnum sínum og staxfsliði fyrir góða samvinnu á líðandi ái'i, og óskar öllum bæjax'búum gleðilegi-a jóla og fai-sæls kom- andi ái's. Jafnfi-amt heitir það á alla Akureyringa að styðja fé- lagið og styrkja starfsemi þess á komandi ári. Stúdentafélagið á Akureyri heldur fund á Gildaskála KEA fimtudaginn 22. des. 1949 kl. 8.30 síðdegis. Brynleifur Tobiasson, yfirkennari, minnist Þorláks helga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.