Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 22.02.1950, Blaðsíða 8
Bagur Miðvikudaginn 22. febrúar 1950 Sigurðúr á Fosshóli saknaði víð- áttunnar í Þingeyjarsýslu Undi sér vel við gleðskap í Kaupmannahöfn, og þótti gaman að sjá London íir lofti Góðkunningi alb-a Akureyr- inga, Eyfirðinga og Þingeyinga og miklu fleiri Iandsmanna, Sigurð- ur L. Vigfússon, bóndi og gest- gjafi á Fosshóli, kom hingað til bæjai-ins flugleiðis sl. föstudag, eftir að hafa skroppið til þriggja landa með Gullfaxa í boði Flug- félags íslands í sl. viku. Var Sigurður glaður og reifur að vanda, er Dagur náði tali af honum á föstudaginn, og kvað ferðina liafa orðið sér til mikllar ánægju og mundi hann lengi muna þessa daga. Upphaflega var ætlunin að Sig- urður fa:ri með Gullfaxa til Hol- lands, og fór hann til Reykjavíkur með það fyrir augum, og var ætl- unin að dvelja í Hollandi meðan skoðun Gullfaxa færi fram, eða í 2—3 daga. En vegna þess að milli- landaflugvélin Geysir tepptist í Kaupmannahöfn, varð Gullfaxi að taka farþega úr honum, og var þá yfirfullt og ekki pláss fyrir boðsgesti, og í þess stað réðist að Sigurður færi með Gullfaxa fyrra mánudag til Prestwick, Kaup- mannahafnar, London og þaðan heim til Reykjavíkur. Og hvemig fannst þér svo ferðalagið? — Ljómandi skemmtilegt, seg- ir Sigurður. Þetta er ágætur far- kostur, hvers konar þægindi um borð, og svo flugþernurnar eins elskulegar og bezt varð á kosið. Mér líkaði alveg sérstaklega vel við þær. Flugmenn voru þeir Þorsteinn Jónsson og Sigurður Ólafsson og gerði allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að ferðin gæti orðið mér ánægjuleg. Lofaðu okkur nú að heyra ferðasöguna. — Þetta er náttúrlega ekki löng ferðasaga, við fórum frá Reykjavík á mánudagskvöld og komum til Prestwick um nóttina. Var þar stutt viðdvöl, en síðan haldið áfram og.komið til Kaup- mannahafnar á þriðjudagsmorg- uninn. Við fengum inni á Hótel Cosmopolite á Kóngsins Nýja- torgi. Auðvitað datt mér ekki í hug að fara að sofa, heldur hélt rakleitt að skoða borgina. Vildi mér það til happs, að sveitungi minn, Sigurður Benediktsson blaðamaður frá Barnafelli, var í Kaupmannahöfn, og fylgdi hann mér nokkurn hluta dagsins um borgina. Nú, maður skoðaði það helzta í miðbænum og var það vitaskuld skemmtilegt. Mest fannst mér til um Ijósadýrðina í borginni eftir að skyggja tók. Og öll sú ljósadýrð er frá einni raf- magnsstöð, sem drifin er með kolum! Mér kom í hug að lítill vandi mundi að lýsa bæi íslands betur en nú er gert, og jafnvel heilar sýslur, fyrst hægt er að: gera þetta með einni kolastöð. Og ekki hefurðu nú Iátið þér nægja að sjá ljósadýrðina í Höfn þetta ltvöld? — Ónei. Við heimsóttum ýmsa staði, Atlantic Palace, Valencia og hváð þeir nú allir heita og undi eg mér vel við gleðskap og í góð- um félagsskap fram á nótt. Mað- ur fékk sér snúning á Valencia, og þær dönsuðu ágætlega, en heldur vil eg samt dansa við þær, blessaðar, hérna heima. Hvernig Ieizt þér svo á fólkið og landið? — Mér leizt vel á fólkið, og raunar vel á landið líka, en ósköp fannst mér þröngt um að litast og lítið svigrúm fyrir einstakling- inn, að sjá úr lofti yfir Sjálandi og Jótlandi. Landið er eins og tafl- borð, allt skákað niður í reiti, maður' saknaði víðáttunnar úr Þingeyjarsýslu. Þú hefur auðvitað verið eftir þig á miðvikudagsmorguninn, er heim skyldi halda? — Ekki aldeihs, eg var fyrstur á fætur og vakti félaga mína og var ágætlega hress. Frá Kastrup var farið til London, en þar var ekki nema klukkutíma töf, og sá eg ekki borgina nema úr lofti .Var það vitaskuld gaman, þótt skemmtilegra hefði verið að geta séð hana nær sér. Frá London lá leiðin til Prestwik og þaðan heim. Þótti þér víðáttan meiri í Bret- landi en í Danmörk? — Heldur meiri, en ekki nógu mikil. í Suður-Englandi var al- autt, tún græn og kýr á beit, en norðar var snjór, talsverður snjór í fjöllum í Skotlandi, en grátt á láglendi. Fagurt virðist þar víða og meira landrými ^n í Danmörk, þótt ekki jafnist það á við Þingeyjarsýslu. — Sigurður má ekki vera að því að tefja lengur hjá okkur að sinni. Hann þarf að komast heim sem fyrst. Hann var þegar búinn að frétta að Vaðlaheiði mundi al- veg ófær, jafnvel fyrir hann, og fP „Al|)ýðumaðurimi“ vill ekki kaunast við stóra fyrirsögu í Alþýðublaðinu í Alþýðumanninum í gær er fyrirspurn til Dags, frá sjó- manni, sem ekki lætur nafns síns getið. (Bragi Sigurjóns- son? Ingjaldur í skinnfeldi?) Er raunar svo fávíslega spurt , og það í herbúðum Alþýðu- flokksins, að naumast tekur að svara. Dagur vili hins vegar gera fyrirspyrjanda það tíl þægðar, að benda honum á Alþýðublaðið frá sl. vori, er það birti fregnina um sigcr sósíalísku flokkanna í bæjar- stjórn Akureyrar í baráttu þeirra til þess að fá hlutafé til togaranna tekið af bæjar- mönnum með útsvörum í stað þess að leyfa einstaklingum og félögum, sem áhuga höfðu á málinu, að kaupa hlutabréf i eins ríkum mæli og var er Út- gerðarfélagið var stofnað, þar var og svo frá skýrt, með feitletruðum fyrirsögnum, og eftir heimilduin aðstandenda Alþýðumannsins, að Akureyri væri nú komin í hóp þeirra hæjarfélaga, sem tekið liefðu upp bæjarútgerð. Þóítu þetta \ góð tíðindi súður þar. Mimiist Dagur þess ekki að sjósóknari j þessi hafi hrokkið upp við þessi tíðindi í Alþýðubl., enda' mun honum ekki eins ieitt og hann lætur. endor sýoa þýzkan í næstu viku Um næstu helgi hefjast sýning- ar á Menntaskólaleiknum 1950, að öllu forfallalausu. Að þessu sinni hafa nemendur tekið til sýningar þýzkan gamanleik, „Geðveikra- hælið“ eftir Carl Laufs. Leikrit þetta var leikið í Reykjavík fyrir all-löngu síðan, og bar það þá nafnið „Dvölin hjá Schöller“. — Leikstjóri er Jón Norðfjörð. Að þessu sinni verður sú ný- breytni tekin upp í sambandi við sýningarnar, að hljómsveit skól- ans leikur með. — Leikendur í leikritinu eru upp undir tuttugu talsins, þar af eru all-mörg smá- hlutverk. KvenfélagiS Framfíðsn hefur fnað 400 bú: í Á nú 170 þúsimd krónur í ellilieimilissjóði, og Hyggst nú einbeita kröftum sínum að því að koma upp elliheimili Stjórn Kvenfélagsins Fraintíðin hefur sent blaðinu eftirfarandi orðsendingu til Akureyrarbúa: „Á aðalfundi Kvenfél. „Fram- tíðin“, þ. 25. jan. sl., var samþykkt að félagið hætti allra fjáröflun til fjórðungssjúkrahússins, frá 1. jan. þ. á. að telja. Álítur félagið að mál sjúkra- hússins séu nú svo vel á veg komin, að stuðnings þess þurfi ei lengur með, því að ríki og bæri muni hér eftir sjá því borgið. Upphæð sú, sem safnast hefur á vegum félagsins til fjórðungs- sjúkrahússins nemur kr. 399,663,- 89, en þar að auki hefur félagið lagt fram kr. 5,594,15 til viðgerðar á gamla sjúkrahúsinu og til hús- gagnakaupa. Um leið ogð félagið nú hættir þessari fjáröflun, þakkar það öll- um bæjarbúum fyrir þeirra mikla stuðning og skilning, sem þeir ávallt hafa sýnt félaginu í störf- um þess, og þar sem nú hefur verið ákveðið að félagið einbeiti kröftum sínum að því, að koma hér upp elliheimili, vonar það að bæjarbúar enn sem fyrr, sýni fé- laginu sömu velvild. Málum elliheimilisins er nú það á veg komið, að bæjarstjórn hefur samþykkt að láta félaginu í té stóra og skemmtilega lóð austan Þórunnarstrætis, skammt sunnan við nýjar sjúkrahúsið. Er á næstunni væntanlegur uppdráttur af byggingunni, gerð- ur af Bárði ísleifssyni húsagerð- armeistara, sem er Akureyring- um vel kunnur. Frumdráttur þessi er gerður í samráði við Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra elliheimilisins Grund í Reykjavík, og Odd Ólafsson, yfir- læknir á Reykjalundi, sem báðir * hafa mikla þekkingu og reynslu í þessum málum. Elliheimilissjóður er nú kr. 170,000,00, auk eins þriðja parts í húseigninni Aðalstræti 12, sem Friðjón Jensson læknir á sínum tíma gaf elliheimilissjóðnum. Munum vér ávallt gefa bæjar- búum kost á að fylgjast með gangi þessa máls.“ er að snúast í því að koma jepp- anum sínum í skip til Húsavíkur, en þaðan kvaðst hann geta ekið heim. Og jeppann vill hann helzt ekki skilja eftir hér í bænum. Það var vel til fundið hjá Flug- félagi íslands að bjóða Sigurði Lúter í þessa skemmtiför. Sig- urður hefur um dagana greitt götu fleiri ferðamanna en flestir aðrir hér nærlendis, og hann átti það vissulega skilið, að einhver gerði honum greiða. Nágrannar hans allir, báðum megin heiða, unntu honum vel þessa skemmti- lega ævintýris í skammdeginu. g Hlíf í Hafnarfirði hafa sagf upp kaupsðmningum sínum UppsögnÍR hér gildir írá 15. marz n.k. Á fundi í Verkamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar, sem haldinn var hinn 15. þ. m., var samþykkt að segja upp verkkaupssamningi félagsins við Vinnuveitendafélag Akureyrar, Kaupfélag Eyfirðinga, Byggingameistarafélag Akureyr- ar og Akureyrarbæ. Uppsögnin gildir frá 15. marz næstk. Þar með hafa þrjú stærstu verklýðsfélög landsins sagt upp kaup- og kjarasamningum sínum, þ. e. auk félagsins hér, Dagsbrún í Reykjavík og Hlíf í Hafnarfirði. Ennfremur verklýðsfélagið á Akranesi. í rökstuðningi þeim, sem Verkamannafélagsstjórnin hér flutti fyrir tillögu sinni um að segja upp samningum, segir, sam- kvæmt frásögn Verkamannsins, að almennt sé litið svo á, að þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hef- ur í hyggju að gera, muni hafa í för með sér „verulega kjara- skerðingu“ fyrir almenning í lancíinu. Hefði Alþýðusamband íslands því lagt til að samningar væru hafðir lausir og yrði þeim sagt upp nú þegar. Stofiifimdur barnavernduuar- félagsius arniað Eins og greint var frá í síðasta blaði, var fyrir nokkru hafinn undirbúningur að stofnun barna- verndarfélags hér í bænum og var fimm manna nefnd falið að annast framkvæmdir. Nú hefur nefndin auglýst stofnfund félags- ins að Hótel Norðurlandi, annað kvöld kl. 8.30 e. h. Á fundinum mætir dr. Matthías Jónasson, uppeldisfræðingur, og flytur hann erindi. Þá verður lagt frum- varp að lögum fyrir félagið og stjórn kosin. Undirbúningsnefnd- in væntir þess að bæjarmenn sýni áhuga fyrii' málinu og fjöl- menni á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.