Dagur - 22.03.1950, Síða 2

Dagur - 22.03.1950, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 22. marz 1950 Hvers vegna myndar Framsóknar flokkurinn ríkissfjórn? Ástand atvinnumálanna. Atvinnuvegum og fjármálum íslendinga er þann veg komið, að yfir atvinnulífinu vofir alger stöðvun. Togararnir eru á helj- adþröminni, ef eitthvað bjátar á. Vélbátaflotinn er alls ekki rekstr- arhæfur og safnar stórskuldum. Ríkissjóður bjargar gjaldþrotum útgerðarfyrirtækja í hundraða- tali með því að lögfesta, að óheimilt skuli vera að ganga að eignum útgerðar fyrir kröfuhafa, jafnvel þótt sjóveðsréttur fylgi kröfunni. Til þess að hindra stöðvun sjávarútvegsins eru af- urðirnar verðbættar með niður- greiðslum úr ríkissjóði. Ríkis- sjóður aflar svo tekna með al- mennum álögum á landsmenn. Allir viðurkenna nú, að svo getur ekki lengur gengið, því að við hver áramót hækka niðurgreiðsl- urnar stórlega. Þess er að vænta, að við næstu áramót næmu þess- ar greiðslum gífurlegum upphæð- um og miklu meiri en í vetur. Af þessu er ljóst að styrkjaleiðin er engin leið heldur beinn vegur til stöðvunar. En með stöðvun sjáv- arútvegsins grúfir neyð og hrun yfir öllum þáttum atvinnulífsins og skortur yfir almenningi. Það . er ekki hægt að halda áfram að lifa menningarlegu lífi ó íslandi án þess að framleiða og starfa, en um það eru nú tvísýnar horfur. Framsóknarflokkurinn hefur einn allra flokka varað þjóðina við þeim ógöngum, sem hún stefndi út í, með fjármálastefnu seinustu ára. Flokkurinn hefur því ekkert að fela nú. Hann þarf ekki að kyngja öllum stóryrðun- um um blómann og bjartar hliðar dýrtíðarinnar. Framsóknarflokk- urinn hefur alltaf lagt áherzlu á það, að því seinna sem snúið yrði við á þeirri braut sem valin hefur verið, þeim mun erfiðari yrði viðreisnin. Alger stefnubreyting í fjármálum. Enda þótt Framsóknarflokkur- inn eigi ekki sök á því, hvernig nú er komið fjármálum íslend- inga, fer fjarri, að flokkurinn hyggi á að draga sig í hlé og segja: Jæja, herrar mínir, þið hafið skapað núverandi ástand efnahagsmálanna, gerið svo vel og bætið úr því sjálfir. Framsókn- arflokkurinn finnur nú eins og jafnan áður til þeirrar ábyrgðar, sem stuðningsmenn hans og þjóð- in öll ætlast til af honum. Hann veit, að ef landið verður til lang- frama stjórnlaust, er aðeins tíma- spursmál, þar til við verðum að leita til einhvers stórveldis um hjálp. En enginn íslendingur óskar, að sá verði endir á sjálf- stæðisbaráttu okkar. F ramsóknarflokkurinn hefur alla tíð í sögu fjárhags- og at- vinnumála lagt metnað sinn í það að koma fram með jákvæðar til- lögur miðað við i-aunhæfar ástæður á hverjum tíma. Þannig hugsar flokkurinn ennþá. Það er minna atriði, hvað vinsælt kann að vera í bili. En það er trú flokksins að þjóðin skilji og meti viðleitni hans og sé fús til að gera átak til að tryggja efnalega framtíð sína, ef hún finnur að stjórnarvöldin vinna á þeim grundvelli, eða viðreisnin skapi réttlátara þjóðfélag og réttlátari skiptingu þjóðarteknanna en verið hefur. Framsóknarflokkurinn hefur myndað ráðuneyti, sem hefur forustu um viðreisnina. Miklar vonir standa til þess, að íslenzkri framleiðslu verði borgið í bili, hvað sem svo tekur við. En rétt er að glöggva sig vel á því, að sú fjármálastefna, sem ríkt hefur á seinasta áratugnum er ekki líkleg til bjargar. Þess vegna hefur ráðuneyti Framsóknarflokksins gjörbreytt um fjármálastefnu. — Stuðningsflokkar stjórnarinnar hafa nú samþykkt á Alþingi löggjöf, sem er undirstaða og raunar efnislegur stjórnarsátt- máli. Færustu hagfræðingar þjóðaiúnnar hafa mótað fjármála- stefnu stjórnarinnar. -Þeir hafa unnið viðJilið hg'sem ráðun.autar «*■ -5 JL X. X ~ . alþingismáríríá. Þéss vegna- trúír þjóðin á stjórnarstefnu Fram- I sóknarflokksins nú og væntir skilnings og velvilja stjórnarinn- ar. Þess vegna fagna íslendingar styrkri stjórn í landi sínu. Þeir trúa því, að hin breytta fjár- málastefna, undir forystu Fram- sóknarflokksins, verði landi og lýð til blessunar. Heiðarleg framkvæmd stjórnarstefmmnar. Löggjöf og lagaframkvæmd er sitt hvað. Það er ekki nægilegt að lögfesta hitt og þetta og fram- kvæma svo ekki sjálf lögin. Þess vegna ríður meira á því en nokkru sinni fyrr, að lögin um gengisskráningu o. fl. verði framkvæmd út í yztu æsar. Við vitum, að gengisfellingin fram- kvæmir sig sjálf. En lögin eru margbrotin og ráðstafanirnar í heildarsamræmi, þannig, að ef látið verður undir höfuð leggjast um framkvæmd sumra ráðstafan- anna, má vera að misræmi skap- ist. Það er gert ráð fyrir að allir fórni nokkru. Verðlag á nauð- synjum hækkar eitthvað og enda þótt síðar verði hækkun á vísi- tölu leggur þetta óhjákvæmilega byrðar á borgarana í bili. En jafnframt því, sem allur almenn- ingur leggur á sig byrðar, verða þeir í-íku að gjalda meiri fórnir en áður eru dæmi til. Skattui’inn, sem á þá er lagður er hærri en efnaðri stéttirnar í ríki, sem hef- ur tapað stríði, hafa þurft að greiða. Auk þess þurfa þeir efn- aðri að greiða hærra verði lúxus, sem kostar erlent fé. Þess er og að gæta, að verka- lýðssamtökunum er á engan hátt troðið um tær. Samningsréttur þeirra um kaup og kjör er frjáls samkvæmt lögunum. En þess er að sjálfsögðu vænzt, að verkfalls- rétti verði ekki beitt á ósann- gjarnan hátt. En það ríður á mestu, að starfað verði af heil- indum af öllum aðilum. Því að- eins er von til að vel farnist fyrir þjóðina í heild. Um leið og þjóðin fagnar nýrri og mjög sterkri þingræðisstjórn í landinu gerir hún þær kröfur, að lögin um gengisskráningu o. fl. verði framkvæmd af festu og ör- yggi. Það hlýtur að vera skilyrði fyrir samhug og samstöðu þjóðar- innar. Framsóknarflokkurinn trúir þvíy að hi.trfjáimála- stefna tryggi, að'svó’ihiklu leyti sem það er unnt, efnalega fram- tíð þjóðarinnar. Hann mun vinna af heilum hug að því að fram- kvæma lögin þannig, að þau komi að notum. Eins og áður mun hann vinna heiðarlega að framgangi og velferð þjóðar sinnar. Fimdizt hafa eyrnalokkar og hárkambur í samkomuhúsinu að Saur- bæ. Hafa sennilega týnzt á síðustu samkomu þar, 25. iebrúar. Réttur eigandi vitji þeirra til undirritaðs. Baldur Halldórsson, Hleiðargarði. VINNA Stúlka (ískast nokkra tíma á dag, 2—3 daga í viku. KRISTINN JÓNSSON, Hafnarstr. 90. Sími 196. V alash er sérsakt heiti á ávaxtadrykk, senr eingöngu er franrleiddur úr APPELSÍNUSAFA V a 1 a s h er aðeins framleiddur í Efnagerð Ákureyrar hi. ................... í Gróandi jörð: j ] Hugsjónir og landbúnaður I i Eftir Jón Þorbergsson á Laxamýri I f „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, j sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, i i brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, : 1 menningin vex í lundi nýrra skóga“. 1 z E I ÞETTA MERKILEGA erindi Hannesar Hafstein, minnir 1 i okkur á hugsjónir, sem bundnar eru við landbúnaðinn og sem : i landbúnaðarfólk þarf óaflátanlega að lialda lifandi, virða og i i auka og umfram allt að halda í hávegum. Mannlíf án hugsjóna 1 i er einskis virði. Ef aðeins er hugsað um munn og maga og i i dagleg makindi þá hafa mennirnir raunar ekkert sér til ágætis : i fram yfir dýr merkurinnar. Heimsmenningin er: Göfugar i i hugsjónir mannanna og framtak tengt við þær. Það eru gjafir | i til mannanna frá ahnættinu. Að horfa hátt eg hugsa göfuglega, i | er fyrsta sporið til að hagnýta'gjafirnar. Segja má að hugsjón- í i irnar séu á marga vegu og hafi hverjar sitt takmarkaða og i | takmarkalausa rúm. Það eru hugsjónir urn fegurra og betra = i líf, um framtak til fegrunar og umbóta. Hugsjónir um að vaxa i i sjálfir af framtakinu, vcra þátttakandi til uppfyllingar tímans, i i í baráttunni fyrir vaxandi fegurð lífsins, fyllingu þess, göfgi i i og gæðum. : i Hugsjónir um líf í réttu sambandi við annað líf. Þetta er i i hugsjón allra hugsjóna, án hennar renna allar aðrar hugsjónir i i út í sandinn. i f STEINGRÍMUR heitinn Matthíasson læknir skrifaði grein, : i sem hann nefndi: „Annað líf í þessu lífi“. Hugsjónirnar eiga | i að vaka í okkur, svo að við komum á öðru lífi í þessu Jífi. En | i miklu betra lífi. Það er aðalverkefni heimsmenningarinnar. i i Menn geta farið ýmsar leiðir til að þjóna hugsjónum. En i i engin atvinnugrein eða framleiðsluþáttur, með þjóðunum, | i sameinar jafnvel göfugar hugsjónir og verklegt framtak, sem | i landbúnaðurinn. Alltlramtak , ræktun er framkyæmd á hug- : i sjón, sem miðar að því að fegra og bæta lífið. Mér kemur til i j hugar Jaðarmn í Noregi. Það er stór flatlendisspilda, syðst, f i vestan fjalls. Skömmu eftir aldamótin átti eg tal við gamla | f menn þar í byggð. Þeir inundu vel þá tíma er framtak og : i getuleysi var svo mikið að þeir máttu stinga upp kornakrana i f á vorin, líkt og við hér stingum upp smágarða. „Da stod man i i og spadde hilc dagene,“ sögðu þeir. Þeir mundu vel hvernig | f hérað þetta leit út áður en Norðmenn liófu sitt stórfellda | f ræktunarstarf — á síðara helmingi 19. aldar. — Þá voru á i f Jaðrinum bændabýli á stangli, en meginhluti landsins voru \ : grýttir ásar með fátæklegum holtagróðri og mýrarsund á milli | i þeirra, með lélcgum hálfgrasagróðri. Nú er þessi stóra spiida j f nær öll orðin akrar, tún, garðar og skóglendi. Stærstu fram- i i ræsluskurðir eru orðnir að stórum vatnsföllum, grjótið úr ás- | f unutn er sprengt burt og horíið, komið í hús og girðingar í i i byggðinni, selt til borganna og jafnvel af landi burt. Áður lifði | f fólk þarna við lítinn kost í strjálbýli,. með hið ljóta landslag i i daglega fyrir augum. Nú cr þetta orðin fögur, þéttsetin byggð, : f þar sem fólkið býr blómabúum, við svo góðan fjárhag, að i i óvíða eða hvergi mun hann betri vera í byggðum Noregs. i f Þarna má sjá hvernig „hugsjónir rætast“ og „akrar hylja móa“, : i þarna má sjá hvernig jörðin skilar aftur erfiði og svitadropum \ f jarðyrkjumannsins, þarna má sjá hvernig framkvæmd jarð- f i ræktarhugsjónarinnar fegrar og bætir lífið og bætir fólkið i f sjálft. Því að góð, holl, nauðsynleg og drengileg störf, bæta i i allan manninn. Þótt okkar land sé enn mjög lítið ræktað, eig- i f um við þó hliðstæð dæmi að bcnda á, meða einstakar jarðir. : i En hvergi er hér til fullræktuð sveit, eða hérað, cða jafnvcl i f nokkur sveitajörð, svo skammt erum við komnir, íslendingar, : i í ræktun og þá líka í aðferðum og þekkingu á því að lifa við i f ræktað land og lítið annað. f ••’IIIIIIM(l/l|(|llllllllllllll(«llllllllllll/llllll((lll(l|(lll(llllllllllllllll(ll(ll(lllllll(llllll|ll|llllllllllll(lll(*MIHIMmilllll(> V •>milMIMIMIIIIMIIMIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIimilMIMIIMIIMIMIMIIIIIIIIMI<,*r I Happdrætii Háskóla fslands | Endurnýjun til A. flokks lielst 24. marz og á að vera f f lokið 6. apríl. f i Dregið verður 11. apríl næstkomandi. Bókaverzl. Axels Krist jánssonar h.f. 'ofOlffllMIIMIIItlMMIIIMMIMMMIMIIMMMIMMIIIMMIMIIMIMIMIMIMIMIMMMMMMMMIIMIMItlMIIMMIMIMIMMMIIIIIMIir AIJGLÝSIÐ í DEGI HKHKKHKHKítKl-íKHKHKHKHKíIKHKHKHKí-íKltKHKHKHKí-tKítKíJKHKK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.