Dagur


Dagur - 22.03.1950, Qupperneq 6

Dagur - 22.03.1950, Qupperneq 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 22. marz 1950 ;J555S55555S55SSSS555S5$S55S55$SS$5SSS5SS55S555SSSSS5SS5S55S5555SS55S^ LÁITU HJARTAÐ RÁÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger 16. DAGUR. ^^ssssssss ÍÞRÓTTIR Og ÚTILÍF Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON STOKKMOT. Skíðamóti Akureyrar var haldið áfram sl. sunnudag með stökkkeppni í Mið- húsaklöppum. Nú er kominn nógur snjór og veður var hið ákjósanlegasta. Þótt ekki hafi oft gefizt tækifæri til að æfa skíðastökk í vetur, er nú þátttaka samt með bezta móti eða um 20 alls í þessum hærri aldursflokkum. Áhorfendur voru þó enn fleiri. Annars voru merkissam- komur í bænum þennan dag og influenza hæstráðandi í mörgum húsum í bænum, svo að áhorfendur voru vonum fleiri. — Helztu úrslit urðu sem hér segir: •— í A- og B-flokki: 1. Bergur Eiríksson, K. A., lengsta stökk, 27.5 m. Stig alls 217.2. 2. Magnús Ágústsson, M. A., lengsta stökk 28.5 m. Stig alls 216.3 3. Baldvin Haraldsson, K. A., lengsta stökk 27,5 m. Stig alls 211.7. 4. Björn Halldórsson, Þór, lengsta stökk 27,0 m. Stig alls 201.7. , .. '■* •- • • ' * • V.'v' -1 Aldursflokkur-17.—19 ára: 1. Hérmann' Ingimarsson, - Þór, léngsta stökk 27,0 m. Stig alls 220. 2. Haukur Jakobsson, K. A., lengsta stökk 26.5 m. Stig alls 212.8. 3. Kjartan Kristjánsson, M. A., lengsta stökk 26,0 m. Stig alls 212.2. 4. Jón Hallsson, M. A., lengsta stökk 25,0 m. Stig alls 210.6. • ■' -í i Hermann Ingimarsson, Þór, t. v., hlaut flest stig á tveim stökkmótunum á Akureyri í vetur. Með honum hér er Birgir Sigurðsson, Þór, 2. í A-fl. í svigi Stórhríðarmótsins í vetur. (Framhald). „Þú hefur ímyndað þér það,“ sagði hún. „Og það er ekki fall- ega eða riddaralega gert af þér, að segja það við mig hér.“ „Eg er upp úr því vaxinn að gera mér rellu út af slíkum hlut- um,“ sagði hann og lagði vindl- inginn frá sér á öskubakkann. Áður en hann gat áttað sig á því, hvað hann ætlaði sér, hafði hann tekið utan um hana. „Nei,“ hrópaði hún og reyndi að losa sig. En hann lét það ekki á sig fá, hélt henni þétt upp að sér og kyssti hana lengi og innilega. „Herra minn trúr, ef eg hefði haft vit á því að gera þetta fyrir svo sem ári,“ sagði hann um leið og hann sleppti henni. En fyrir ári hafði hún beygt sig niður að honum, þar sem hann lá á sjúkra- rúmi og kysst hann. Síðan hafði margt breytzt, en það var til einskis að lifa í fortíðinni. „Það er tilgángslaust að ímynda sér að maður lifi enn í fortíðinni,11 sagði hún. „Þetta er nútíminn. Nú er Jenny og Terry. Því máttu ekki gleyma. Þú hefur engan rétt til að gerá þetta.“ „Hvorugt okkar er gift,“ sagði hann. „En við verðum það bráðlega. Þú átt að giftast Jenny í júní og Hún þagnaði er hún mundi að Terry hafði talað tun að brúð- kaupið stæði í næstu viku. „Hvenær?“ spurði hann. „Bráðlega," svaraði hún. „Það kemur ekki til mála,“ sagði hann. „Eg er hrædd um að þú hafir ekkert yfir mínum málum að segja, Rush,“ svaraði hún nærri því hrygg í bragði. Hann reyndi aftur að taka utan um hana, en hún varnaði honum. „Þetta er ekkert svar,“ sagði hún. „Eg er ekki eins og Jenny. Eg er ekki hrædd við að hugsa, jafnvel ekki í miðjum kossi.“ „Þú segir ósatt,“ sagði hann, „en þú ert falleg.“ „Hættu, Rush. Við skulum ekki særa hvort annað. Minnstu þess að við vorum eitt sinn góðir vinir og félagar.“ „Og hefðum átt að eigast," sagði hann og kyssti hana. Alison fann mætavel, að nú var hún á hættunnar stund. Hún reyndi að halda dauðahaldi í reið- ina, sem nú var eina vopnið, sem hún átti eftir í baráttunni við hann. Hann hafði komið beina leið frá Jenny til hennar. Eftir að hafa látið hana sigla sinn sjó í heilt ár og hafa gert út af við vonir hennar um að hún fengi að njóta hans, kom hann aftur þegar það var orðið of seint. Rags ýlfraði og nuddaði sér upp yið fætur hennar. Alison hrökk upp úr hugsunum sínum og vaknaði til veruleikans á ný. „Þú verður að fara“, sagði hún. Ekki var hægt að ráða tilfinn- ingar hans af svipnum. Hann greip vindling úr vindlingaöskju á borðinu. „Jæja“, sagði hann svo. „Þú ert ennþá prinsessan í turn- inum — og eftir erfitt stríð og ennþá erfiðari frið — heil og óskemmd." „Finnst þér það svo undarlegt?1 „Mér finnst það fremur undar- legt.“ Alison þóttist geta ráðið það af svip hans og tali, hvað hann var að fara. Hann átti við.að Jenny væri ekki lengur prinsessan í turninum. Henni sárnaði mjög við hann og þessi sárindi urðu brátt eins og olía á þann eld, sem undir niðri brann. Það var móðgun við hana, að hann skyldi hafa leyft sér að heimsækja hana á þennan hátt. Hún reyndi að stilla skap sitt, og sagði: „Það er kominn tími til að þú farir heim. Við eigum ekki lengur neitt ótalað saman.“ „Viltu heldur -að okk-ur- verði á ógurleg mistök en að við gætum að okkur í tíma?“ „Þú tilheyrir Jenny — það eru engin mistök,“ svaraði hún. „Hún er ung — ef til vill óreynd og fljótfær — en hún er ástfangin af þér og þú getur ekki leyft þér að bregðast henni.“ „Eins og þú vilt,“ sagði hann og seildist eftir fx-akkanum sínum, sem hann hafði lagt frá sér á stól- bak. „Þá skulum við halda áfram að lifa leiðinlegu og ómerkilegu lífi innan um leiðinlegt og ómerki legt fólk. Þetta gera flestir hvort sem er. Unga kynslóðin okkar hefur þrælazt í gegnum styrjold- ina til þess að sökkva upp í háls í leir og moði friðarins hér heima Hún opnaði dyrnar þegjandi, treysti sér naumast til þess að hafa gát á tungu sinni, ef hún talaði. „Jæja,“ hélt hann áfram. „Ég gerði mitt bezta. Góða nótt, prins- essa. Það var leiðinlegt að þú skyldir vera svona óskaplega drembilát.“ Hún heyrði fótatak hans í stig- anum. Það var ekki fyrr en morgun- inn eftir, þegar hún vaknaði við það að Rags var að sleikja hönd hennar, að það, sem inni fyrir bjó, brauzt fram. Hún grét sárt og lengi ofan í koddarm sinn. Hundurinn nuddaði sér upp við hana. „Vei-tu rólegur, Rags,“ sagði hún. „Eg skal hætta — ég skal gleyma. Við skulum bæði gleyma því, að hann hafi komið hér.“ En henni gekk erfiðlega að (Framhald). Þriggja manan sveitarkeppni um Morgunblaðsbikarinn vann sveit Knattspyrnufélags Akureyrar með 641.7 stigum. — 2. sveit M. A. með 639.1 stig. — 3. sveit Þórs með 623.4 stig. Stökkmeistari Akureyrar 1950 er þá Bergur Eiríksson. — En stighæsti maður þessa stökkmóts — sömuleiðis í stökkkeppni Stór- hríðai'mótsins — er Hermann Ingimarsson. Magnús Brynjólfsson hefur verið austur á Húsavík uudanfarið að þjálfa skíðamenn. Hann er nú heim kominn og verður á næstunni með skíðar mönnum hér, séi'staklega til imd- irbúningsþátttöku í Skíðamóti fslands, sem á að verða á Siglu- firði um páskana. Frá Skautafélagi Akureyrar. Eins og getið var um í síðasta íþróttaþætti var innanfélagsmót Skautafélagsisn sunnudaginn 12. marz sl. Keppt var í þrem flokk- um og náðist góður árangur, a. m. k. svo að íslandsmetið — ný- fædda — hækkar strax í tveim greinum, — eldri flokkunum. Beztu árangrar: 500 metrar: 1. Jón Dalm. Ármannss., 56.2 sek. 2. Þorvaldur Snæbjöi-nss. 56.8 sek. 1500 metrar: 1. Hjalti Þorsteinsson 3.13.0 mín. 2. Jón Dalm. Ái-mannson 3.19.6 mín. 500 m., drengir 14—16 ára: 1. Óskar Ingimarsson 68.9 sek. 2. Jón Viðar Guðlaugss. 73.8 sek. 300 m., drengir 14—16 ára: 1. Ingólfur Ármannsson 48.8 sek. 2. Guðlaugur Baldursson 49.3 sek. Skautafélagið bíður færis að koma á Skautamóti Akureyrar. Gefist svell einhvem næstu sunnudaga er mótið ákveðið. Þótt skautahlaup sé ekki mikið iðkað á Akureyri, og þá sízt utan Skautafélagsins, má þó vænta að fram komi enn góðir hlaupai-ar til keppni við þá, sem hér er frá sagt. Ættu bæjarbúar ekki að sitja sig úr færi, ef til kemur, að horfa á kappana og njóta skemmt unar og jafnframt auka áhuga fyrir þessai-i glæsilegu og ágætu vetraríþrótt. Valash HOLLUR HRESSANDI SVALANDI Enginn annar drykkur er honum fremri. Efnagerð Akureyrar h.f.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.