Dagur - 29.03.1950, Síða 5
Miðvikudaginn 29. marz 1950.
DAGUB
5
,rRauða vitamínið"- nýtt amerískt undralyf - hefur
furðulegan lækningamátf
Nýir meguleikar til stóraukningar á kjöt-
framleiðslu vegna þessarar uppfinningar
íþróttir og útilíf
f síðasia eintaki fréttablaðs
Efnahagssamvinnustofnunar Mar
shalllandanna er greint frá því, að
Frakkar hafi nú, fyrir tilstilli
Marshall stofnunarinnar, fengið
fyrstu sendinguna af nýju amer-
ísku undralyfi, sem hefur meiri
lækningamátt gagnvart blóð-
leysissjúkdómum, en nokkurt
annað lyf.
Lyf þetta er kallað „Rauða
vítamínið“ eða Vítamín B—12, og
er aukaframleiðsla við strepto-
mycin-fiamleiðslu. Lyfið örvar
framleiðslu beinamergsins á
blóðkornum og er miklu hrað-
virkara og þægilegra í notkun en
hin venjulegu lyf, sem notuð hafa
verið í slíkum tjlfellum, og unn-
in eru úr dýralifur. Lækninga-
máttur rauða vítamínsins er furðu
lega mikill, segir í fréttagrein
þessari ,eða sem svarar því, að 2
grömm af lyfinu nægi til inn-
sprautingar í 200.000 tilfelli.
„Hið furðulega rauða vítamín“.
Þessi fréttagrein er stutt og
ónákvæm. En.svo vel vill til, að í
síðasta hefti ameríska ritsins
Reader’s Digest, sem hingað hef-
ur borizt, er löng grein um lyf
þetta eftir hinn kunna lækni
og rithöfund Paul de Kruif. Fara
hér á eftir nokkur atriði úr grein
hans, sem hann kallar „Hið
furðulega rauða vitamín“.
Hann segir m. a. svo:
Lækningamáttur rauðu kryst-
allanna í hinu nýja Vítamíni B-—
12, er stórfenglegur. Ein teskeið
inniheldur meira en nóg magn til
þess að bjarga lífi 50.000 manna.
Brot úr milljónasta hluta úr únsu
af þessu undralyfi nægir til þess
að halda í skefjum flestum blóð-
leysissjúkdómum og hinum lífs-
hættulegu taugahrörnunarafleið-
ingum þeirra, hann læknar al-
ræmda hitabeltissjúkdóma
(sprue) og hrekur þreytu sem
fylgir ýmsum öðrum sjúkdómum
á brott.“
Síðan rekur Paul de Kruif
samtöl sín við fólk á bandarískum
spítölum, sem notið hafa lyfs
þessa, og virðast þau leiða í ljós,
að lyfið hafi gert dauðvona
menn alheilbrigða á skömmum
tíma. Fólk þetta þjáðist af ýms-
um blóðleysissjúkdómum (ane-
mia) og_ taugahrörnun samfara
þeim. Haim skýrir síðan frá því,
að mögulegt sé að- framleiða hið
nýja B—12 vítamín ótakmarkað.
Lyfið var. fy.rst einangrað árið
1948, og var það árangur starfs,
sem hófst fyrir 25 árum, er nó-
belsverðlaunahafinn í læknisvís-
ihdum, dr. Minot, uppgötvaði að
stór, daglegur matarskammtur
af lifur hjálpaði þeim, sem þjáð-
ust af blóðleysissjúkdómum. —
Gallinn á þessari læknisaðgerð
var, að sjúklingarnir þurftu að
borða mikið magn af lifur til þess
að halda lífinu. Farið var að sjóða
kjarna úr lifrinni og sprauta þeim
í sjúklingana. Og mikil framför
hefur orðið á þessu sviði á und-
anförnum árum. En þessar sí-
felldu innsprautingar voru óþægi
legar og gátu stundum leitt til
kvilla og sjúkdóma. Var hægt að
finna einfaldari aðferð? Lifrin
er samsett af þúsundum efna, og
samsetningin er mjög flókin. Gat
verið, að eitthvert eitt þessara
efna væri hinn máttugi læknir?
Leitin stóð í mörg áf. Erfiðleik-
arnir voru einkum þeir, að til-
raunadýr með blóðsjúkdóma
voru ekki til. Árið 1946 komst
bakteríufræðingurinn dr. Mary
Shorb í Bandaríkjunum að því,
fyrir tilviljun, að gerlar þeir,.sem
sýra mjólk, uxu furðulega við það
áð þeim var gefið sérstakt lifrar-
efni og þá það helzt, sem spraut-
að var í sjúklinga til þess að
halda í þeim lífinu. Þessi upp-
götvun leysti tilraunadýravanda-
málið. Samstarf vísindamanna
leiddi til þess, innan tveggja ára,
að undralæknirinn, sem hið
óþekkta efni var kallað á rann-
sóknartímabilinu, var leiddur
fram í dagsljósið sem örsmáir,
rauðir kristallar. 1/30 úr únsu
var allt magnið, sem vísinda-
mennirnir gátu fengið úr heilli
smálest af lifur. En hvílíkur
máttur var fólginn í þessu únsu-
broti! Innsprauting örsmárra
skammta af lyfinu í blóðveikis-
sjúklinga leiddi til þess, að beina-
mergurinn hóf aftur að framleiða
rautt blóð á heilbrigðan hátt. —
Lyfgjöfin var svo örsmá, að hún
var ósýnileg með berum augum.
En þennan mátt geymdi hún
samt. Eftir þetta var sannað á til-
raunastofnun og sjúkrahúsum, að
B—12 stöðvaði líka taugahrörnun
og aðra sjúkdóma, sem fylgja
blóðleysi. En B—12 dugði ekki til
algerrar lækningar. Það þarf að
gefa það inn annað veifið, en
stundum aðeins með löngu milli-
bili.
Meðan jafn mikið magn lifrar
þurfti til að vinna úr því örlítið
magn af lyfi, var svo að sjá, sem
efni þetta mundi verða of dýrt
og torfengið fyrst um sinn. En
hamingjan var aftur með vísinda-
mönnunum. Þeir uppgötvuðu að
B—12 er aukaframleiðsla við
strep1,omycingerð. Þar með var
birgðavandamálið leyst. Það er
hægt að framleiða eins mikið af
B—12 og þörf er fyrir.
Aukin kjötframleiðsla.
Reynsla sú, sem þegar er feng-
in af B—12 gefur til kynna, að
það sé einn.hinn dásamlegasti líf-
gjafi síðari tíma. Hins vegar er
talið, áð það muni ekki koma í
stað lifrarefnanna, sem áðUr voru
notuð, að öllu leyti. Lifur er enn
ein dásamlegasta lyfjalind nátt-
úrunnar og líklegt má telja, að
vísindamennirnir eigi eftir að
finna í henni fleiri slík efni er
tímar líða. En B—12 hefur fleiri
eiginleika geymda en lækninga-
máttinn ,segir Paul de Kruif í lok
greinar sinnar, sem hefur verið
rakin lauslega hér að framan. Það
heldur á lofti stórri von fyrir allt
mannkyn — nefnilega möguleik-
anum til stóraukinnar kjötfram-
leiðslu. Húsdýr þau, sem aðallega
fæða manninn, þrífast engan veg-
inn bezt á jurtafæðu einni saman,
bændur verða að bæta það fóður.
með próteinefnum. Mest af þeim
er aukaframleiðsla fiskiiðnaðar-
ins, og það hefur jafnan verið
skortur á þeim. Nú er komið i
ljós, að það efni, sem dýrin raun-
verulega þarfnast og fá í prótein-
fæðunni, er einmitt B—12. Fram-
leiðsla þess er raunar engum tak-
mörkunum háð, og það þýðir, að
hægt er að gefa skepnunum það,
sem þær þurfa af því. Það þýðir
aftur aukna kjötframleið,slu og
þar með aukna framleiðslu allra
vítamína, ásamt með B—12. Því
að þau finnast í ríkum mæli í
kjöti. f Ijós hefur komið að ef B—
vítamínum er bætt í mjöl og
koi-n, fyrirbyggir það að menn
taki sjúkdóma eins og beriberi.
Orannsakaðir eru þeir möguleik-
ar, hvort B—12 getur ekki fyrir-
byggt sjúkdóma, sem það læknar
svo undursamlega, þ. e. gefið
okkur, betra blóð, styrkari taug-
ar, lengra og heilbrigðara líf.
; Febrúar—marz 1950
\,2.—3. hefti 4. árg.
’ . HUNDRAÐ BLAÐSÍÐUR .
I; Ef.ni:
;;Farbæn, kvæði eftir Kristján
I; Einarsson frá Djúpalæk.
1; Dásamleg björgun, saga eftir
;; Úlf Austan.
;' Draumaráðningar.
;! Leynilögregla Bandaríkja.
; Ástin kallar, smásaga.
: Galdraklerkurinn á Felli, eft-
; ir Oscar Cláusen. ð
; Ráðning, sem dugði, smá-
; saga.
? Sannar afbrotasögur, 3. saga
|; Gæðakonan frú Becker.
Ljóðbrot og lausavísur, sagn-
ir um Hallgrím Pétursson.
ÍLífið byrjar um borð, smá- Ú
j> saga.
'; Kvikmyndaþáttur: Kvik- í;
1; mynd um Maríu mey. j;
;; Gleðisagan: Roland gengur;;
jf í svefni. ;;
;; Nokkrar sagnir úr Eyjafirði;;
eftir Kristínu Sigfúsdóttur. ;j
jj Undarlegt fyrirbæri, smá-j:
i; saga. jl
j; Smáleturssagan: Handtakaj:
1; að næturlagi. If
!; Svipleiftur úr sögu mann-:;
j; kynsins: Dómur einvald-;;
;j ans. i;
í vesturveg, eftir C. S. Fore-1;
ster, bókarkafli.. i[
j: Heimþrá, texti við danslag.;;
!; Algleymi, framhaldssaga. ;;
I; Smælki.
Frá Skíðaráði Akureyrar.
Sunnudaginn þ. 26. marz var
Skíðamóti Akureyrar 1950 haldið
áfram og keppt í bruni og svigi.
Brunbrautin var í Vaðlaheiði
sunnan til, lengd brautarinnar
mismunandi eftir flokkum, en
fyrir A- og B-flokk um 2.5 km.
löng og hæðarmismunur um 500
metrar.
Urslit urðu þessi: Fyrst í
kvennaflokki og þar með brun-
meistari Akureyrar 1950 varð
XJnnur Árnadóttir, K. A., á 54 sek.
2. Dóra Bernharðsdóttir, Þór, 74
sek.
3. Margrét Sigþórsdóttir, M. A.,
76.4 sek.
A-flokkur karla: Fyrstur og
brunmeistari Akureyrar 1950:
Magnús Brynjólfsson, K. A., 129
sek.
2. Jón Kr. Vilhjálmsson, Þór, 151
sek.
3; Bargir Sigurðsson, Þór, 160
sek.
B-flokkur karla:
1. Hermann Ingimarsson, Þór, 149
sek.
2. —3. Bergur Eiríksson, K. A. og
Halldór Ólafsson, K. A. 151
sek.
C-flokkur karla:
.......... t ... • '“-‘it' t.
L Sigtryggur Sigtryggsson, K A.,
102 sek.
2. Haukur Jaköbsson, K. A., 103
sek. ;
3. Pétur Þorgeirsson, K. A., 105
sek.
í svigi kvenna varð fyrst, og þar
með svigmeistari Akilreyrar 1950:
Unnur Árnadóttir, K. A., 42.1 sek.
2. Margrét Sigþórsdóttir, M. A.,
52.0 sek.
3. Dóra Bernharðsdóttir, Þór, 54.7
sek.
C-flokkur karla:
1. Sigtryggur Sigtryggsson, K. A.,
54.2 sek.
2. Haukur Jakobsson, K. A., 56,-
sek.
3; Björn Ólsen, K. A., 56.5 sek.
í aukakeppni allra flokka karla:
1. Magnús Brynjólfsson, K. A.,
68.7 sek.
2. Jón Kr. Vilhjálmsson, Þór, 73.5
sek.
3: Birgir Sigurðsson, Þór, 74.5 sek.
Veður og færi var hagstætt.
Áformað er að skíðamótinu
Ijúki um næstu helgi með 4 sinn-
um 10 km. boðgöngu á laugardag
kl. 4 og svigi í A- og. B-£lokkum
karla kl. 11 á sunnudag i Vaðla-
heiði.
Akureyringar á Badmintonmóti
íslands.
Badmintonmót íslands á að
verða í Stykkishólmi um pásk-
ana. Það var í Rvík um þetta
leyti í fyrra og íslandsmeistari
varð þá Ágúst Kr. Bjartmars í
Stykkishólmi. Nú er ákveðið að
tveir Akureyringar, Benedikt
Hermannsson, K. A., og Jóhann
Egilsson, Þór, fari vestur og keppi
í þessu móti — á vegum 1. B. A.
Þeir taka þátt bæði í einmenn-
ingskeppni og tvíkeppni. Við spá-
um heldur vel fyrir þeim, ef þeir
þola sæmilega „loftslagið og fæð-
ið“ þarna vestur í Hólminum!
Magnús Brynjólfsson
fer nú daglega með skíðamönn-
um til æfinga. Magnús er sem
kunnugt er einn af beztu svig-
mönnum íslands og orðinn vanur
að segja til. Skíðafólk á Akureyri
ætti að reyna að nota tækifærið
og njóta nú góðra leiðbeininga í
þessum hópi. Það er bezt að vera
vel undirbúinn, þegar páskafríið
kemur.
Skemmtilegt skíðamót.
íþróttafélagið Þór hafði innan-
(Framhald á 6. síðu).
★
★
Guðtn. Guð-
mundsson, K.
A., eitin hinna
efnilegustu
skíðamanna
bæjarins. Var
fyrstur í skíða
göngu á Ak-
ureyrarmót-
ínu nú og.náði
langbeztum
tíma á mótinu