Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 1
Fimmta síðan:
Lokaspjall greinaflokksins
um Gróandi jörð eftir Jón
Þorbergsson.
XXXin. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 17. maí
24. tbl
ECA veitir 18 millL kr í erlendum gjaldeyri lil kaupa á
Orkan verðnr 12000 kílóivött
Myndin er frá núvcrandi orkuveri við Laxá. Samkvæmt tilkynningu
ríkisstjórnarinnar, sem birt er í blaðinu í dag, hefur Marshall-
stofnunin veitt gjaldeyri til kaupa á vélum og verða þær afgreiddar
haustið 1951. Orkan þrefaldast við hinar nýju aðgerðir og verður
12000 kw.
Bæjarstjórn akveður að endur-
nýja umsókn sína um kaup á
einum togara
Útsjerðarfélagið verður eigandi hans
vélum Laxárvirkjunarinnar
Vélar afgreiddar hausfið 1951
Bæjarstiórn mót-
mælir okurgjaldi
símans
Bæjarstjórn hér samþykkti
á fundi sínum fyrra þriðjudag
, eftirfarandi mótmæli gegn
uppsetningargjaldi því, sem
Landsíminn hyggst leggja á
nýja símanotendur hér í bæ:
„Bæjarstjóm Akureyrar
mótmælir harðlega hinni gíf-
urlegu hækkun Landsímans á
uppsetningargjaldi nýju sím-
anna hér í bæ og telur hana
með öllu tilcfuislausa, þar sem
nýorðin gengislækkun ísl.
krónunnar geti engin veruleg
áhrif haft á verð þessa verks
hér. Skorar bæjarstjórnin á
Landsíniastjóru og símamála-
ráðherra að láta cigi inn-
heimta hærra uppsetningag-
gjald en kr. 700 00 eins og áð-
ui' hefur verið ráðgert.“
Eftir því, sem segir í einu
bæjarblaðanna í gær, - hefur
Ríkisútvarpið ekki fengist til
þess að segja fró mótmælum
þessum í fréttum
—^7,-rv.T 1 i -^r^.—r:~~7——V
„Uppstigning44 hefur
verið sýnd 7 sinnum
Leikfélag Akureyrar hefur nú
sýnt sjónleikinn Up-pstigning,
eftjr Sigurð Nordal, undir stjórn
Ágústs Kvaran 7 sir num við
góða aðsókn og ágætar viðtökur.
Vegna ýmissa ástæðna /erður
ekki hægt að hafa nema fáar sýn-
ingar hér^ftir, og er því þtim, er
hafa í hyggju að sjá leikinn ráð-
lagt að draga það ekki úr þessu.
Næsta sýning verður næstk.
fimmtudagskvöld (uppstignmg-
ardag) og ef til vill síðustu. sýn-
ingar laugardags- og sunnuáags-
kvöld næstk.
Aðgöngumiðasalan er í Sam-
komuhúsinu kl. 2—4 leikdagana.
Einnig má panta aðg'ongumiða
hjá Birni Sigmundssyni.
Tveir brezkir tog-
arar teknii i land-
hely
Síðdegis á mánudag kom varð-
báturinn Óðinn ningað með tvo
brezka togara, ar hann hafð'
tekið að veiðum í landheigi á
Skagafirði. ákipin eru Lacerta
frá Grimsby og Cape Clevelahd
frá Hull. Er síðar talda skipió í
hópi nýjustu togara Breta. Rann-
sókn í máli skipstjóranna hófst
þegar. Neita báðir sekt sinni. —
Búizt var við því að dómar
hriundu ganga seint í gær, en
blaðið hafði ekki fréttir af úrslit-
unum er það fór í pressuna.
Á aukabæjarstjómarfundi sl.
mánudag var cndanlega ákveðið
af hálfu bæiarstjórnarinnar að
endurnýja umsókn um kaup á
jinum af þeiin 10 togurum, sem
ríkið á í smíðum í Bretlandi. —
Jafnframt var ákveðíð, að Ut-
gerðarfélag Akureyringa hf. verði
eigandi togarans, ef bærinn
hreppir hann, en bærinn leggi
fram helming þess fjár, sem til
kaupanna þarf.
Á bæjarráðsfundi í sl. viku var
samþykkt tillaga þriggja bæjar-
ráðsmanna (jafnaðarmenn, komm
únistar og einn Sjálfstæðism.) um
að endurnýja umsókn um tog-
arakaupin. Verði Utgerðarfélag-
inu boðið að ganga inn í kaupin.
og að því frágengnu einstakling-
um, en takist hvorugt, kaupi bær-
inn skipið og framkvæmi auka-
niðurjöfnun fyrir 500 þús. kr. til
þess að afla fjár til kaupanna.
Skárri leið valin.
Á fundi bæjarstjórnarinnar á
mónudaginn, var þessi tillaga til
umræðu, svo og tillaga frá dr.
Kristni Guðmundssyni og Guðm.
Jörundssyni um aðra og heppi-
íegri lausn málsins. Var sú til-
laga samþykkt og málið afgreitt
á þeim grundvelli. Aðalefni þess-
arar afgreiðslu er, að bærinn
endurnýjar umsókn sína um
kaup á einum togara og skuli Út-
gerðarfélag Akureyringa verða
eigandi hans, ef bærinn hreppir
hann. Byrjunargreiðslu kaup-
anna skuli bærinn og félagið inna
af höndum til helminga, þó þann-
ig, að félaginu er ekki skylt að
leggja fram strax nema 250 þús.
kr., en bærinn ábyrgist fyrir það
til ársloka 150 þús. Fjár til fram-
lags bæjarins skal aflað á eftirfar-
andi hátt: 100 þús. kr. á fjárhags-
áætlun þessa árs (er þegar gert
ráð fyrir þessum lið á áætlun-
inni), 150 þús. kr. lán frá lífeyris-
sjóði starfsmanna bæjarins. 150
þús. kr. verði fengnar með auka-
niðurjöfnun á borgarana.
Sjö bæjarfulltrúar greiddu at-
kvæði með þessari afgreiðslu
málsins, þ. e. fulltrúarnir Kristinn
Guðmundsson, Guðm. Jörunds-
son og fjórir fulltrúar jafnaðar-
manna og kommúnista. Gegn af-
greiðslunni greiddu atkvæði:
Þorst. M. Jónsson, Ólafur Magn-
ússon og Jón G. Sólnes. Sverrir
Ragnars sat hjá.
Efnahagssamvinnustjórnin í
Washington samþykkti þann 10.
maí umsókn ríkisstjórnarinnar
um að veita 3.955.000 dollara, eða
64.4 millj. krónur til stækkunar
Sogsvirkjunarinnar og 1.110.000
doliara, eða 18.1 millj. kr. til
stækkunar Laxárvirkjunarinnar.
Þessi dollaraveiting gerir
virkjununum fæj't að kaupa í
Bandaríkjunum allar vélar, raf-
búnað og annað efni, sem stjórn-
ir virkjananna, að fengnum til-
boðum frá ýmsum löndum, telja
hagkvæmast að kaupa þar.
Aðalsamningarnir eru þegar
tilbúnir til undirskriftar og gera
þeir ráð fyrir að vélar og efni
komi til landsins sumarið og
haustið 1951. Aðalsamningar
Sogsvirkjunarinnar um vélakaup
þessi verða við rafmagnsfirmun
Westinghouse Electric Inter-
national Co. og General Electric
International Co., en aðalsamn-
ingar Laxárvirkjunarinnar við
rafmagnsfirmað Westinghouse
Electric International Co. og
túrbínufirmað James Leffel &
Co.
Orkan þrefaldast.
Með þessum nýju virkjunum
Kvenfélagið Sókn hér í bæ
gengst fyrir skemmtun til ágóða
fyrir sjúkrahúsið að Hótel Norð-
urlandi næstk. föstudagskvöld kl.
8.30.
Á skemmtuninni koma fram
ýmsir af skáldum og rithöfund-
um bæjarins og lesa upp úr rit-
um sínum. Höfundarnir eru;
Björgvin Guðmundsson, Jóhann
Frímann, Guðmundur Frímann,
Heiðrekur Guðmundsson, Helgi
Valtýsson, Ólafur Jónsson, Kon-
ráð Vilhjálmsson og Hugrún
(Filippía Kristjánsdóttir). Þá
verður einsöngur, Herrpann Stef-
ánsson og Kristinn Þorsteinsson
syngja, og einleikur á fiðlu, frk.
Gígja Jóhannsdóttir. Síðan verð-
ur dansað.
Konurnar, sem fyrir skemmt-
un þessari standa, vænta þess að
bæjarmenn fjölmenni á þetta ný-
eykst vélaafl Sogsvirkjunarinnar
úr 16.000 kw., sem nú eru í
Ljósafossi, upp í 48.000 kw. eða
þrefaldast. Vélaafl Laxárvirkj-
unarinnar þrefaldast einnig úr
4000 kw. upp í 12000 kw.
Samanlagt vélaafl allra al-
menningsrafveitna í landinu er
nú 44.000 kw. Með hinum nýju
virkjunum Sogs og Laxár, sem
væntanlega taka til starfa á ár-
inu 1952, bætast við 40.000 kw. og
verður þá samanlagt vélaafl
allra stöðva til almenningsþarfa
84.000 kw. fyrir utan smærri
stöðvar, sem bætast við á sama
tímabili. Þetta þýðir, að vélaafl-
ið sem næst tvöfaldast á næstu
þremur árum.
Virkjunarkostnaöur Laxár
44 milljónir.
Virkjunarkostnaður Sogsvirkj-
unarinnar er áætlaður um 140
millj. kr. og Laxárvirkjunarinnar
um 44 millj. kr., eða samtals 184
millj. kr., en þar af er erlendur
kostnaður 106.8 millj. kr.
Framangreind fjárveiting efna-
hagssamvinnustjórnarinnar trygg
ir því um 45% af stofnkostnaðin-
um og um 77% af erlenda kostn-
aðinum.
stárlega skemmtikvöld sjálfum
sér til ánægju og til styrktar
ágætu málefni.
F iðluhl jómleikar
á sunnudaginn
Þýzki fiðlusnillingurinn Rut
Hermanns hefur hljómleika í
Nýja-Bíó næstk. sunnudag kl. 2
e. h. á vegum Tónlistarfélags Ak-
ureyrar. Dr. Victor Urbant-
schitsch aðstoðar. Þetta eru aðrir
hljómleik,ar Tónlistarfélagsins á
árinu, fyrir styrktarfélaga þess,
og verða að líkindum síðustu
hljómleikar frk. Hermanns hér a.
m. k. fyrst um sinn með því að
hún ráðgerir að flytja úr bænum,
að því er framkvæmdastjóri Tón-
istarfélagsins tjáði blaðinu í gær.
Rithöfundakvöld á föstudaginn
til ágóða fyrir sjúkrahúsið
Kunnir bæjarmenn lesa úr ritum sínum
á Hótel Norðurlandi