Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 17. maí 1950 Tilhæfulaus fréltaflutningur „Vísis” um afla „Kaldbaks" Vottorð yfirfiskimatsmanns og verksmiðju- stjórans í Krossanesi upplýsa hið sanna í málinu Korngeymslur í Bandaríkjunum Maís-uppskeran í miðíylkjum Bandaríkjanna á sl. ári, varð meiri en nokkru sinni fyrr, eða samtals 3.300.000.000 bushels. — Mikil vandkvæði voru á því að fá geymslur fyrir allt þetta korn. Þá var hafizt handa um að byggja almúminíumturna, eins og þá, er myndin sýnir. Þutu þeir upp, hvarvetna um „kom-beltið“ svokallaða. 708 hörn í Barnaskólanum í vetur Skólinn verður 80 ára á næsta ári Dagblaðið Vísir í Reykjavík flutti sl. föstudag grein um afla Akureyrartogarans Kaldbaks undir stórletruðum fyrirsögnum. Var þar skýrt frá því, að „Kald- bakur“ hefði þá fyrir nokkrum dögum fengið um 400 tonn af fiski á'fimm sólarhringum og sé meginið af aflanum „þorska- seiði, 10—15 cm. að lengd.“ í viðtali við Jón Jónsson fiski- fræðing hjá Atvinnudeild Há- skólans fékk Vísir þær upplýs- ingar, að þarna væri um að ræða seiði á 2. ári. Taldi blaðið þennan veiðiskap togarans stórhættuleg- an fyrir fiskistofninn og lagði til að hann yrði stöðvaður. Tilhæfulaus söguburður. Strax síðdegis á föstudag, er Dagur hafði fregnir af skrifum Vísis, aflaði blaðið sér þeirra upplýsinga hjá útgerðinni og Krossanesverksmiðjunni, að eng- inn fótur væri fyrir þessum skrifum Vísis. Afli Kaldbaks iiefði verið venjulegur meðal- þorskur og að líkindum allur hæfur til söltunar vegna stærð- arinnar. Að tilmælum blaðsins mældi Hallgrímur Björnsson verksmiðjustjóri fiska úr aflan- um í þró Krossanesvei'ksmiðj- unnar og fannst þar ekki minni fiskur en 16 tommur. Skrafið uni 10—15 cm. fisk var því gjörsam- lega tilefnislaust. Mörg skip á Þistilfirði. Það hefur vakið sérstaka at- hygli hér nyrðra, að hið reyk- víska blað nefndi aðeins Kaldbak í sambandi við góðan afla á Þistilfjarðardýpi, en á sama tíma og Kaldbakur fékk um- ræddar 400 lestir þar, voru mörg önnur skip að veiðum þar og fengu góðan afla af sams konar fiski og Kaldbakur. Meðal skip- anna voru allmargir Reykjavík- urtogarar, brezkir togarar og margir togbátar frá verstöðvum hér norðanlands. Til fróðleiks má geta þess, að afli togbátanna var yfirleitt saltaður, og má geta nærri hvort útgerðarmenn hér láta fletja og salta „þorskaseiði“. Vottorð yfirfiskiniatsmanns. Blaðið Tíminn andmælti frétta- flutningi Vísis þegar á laugar- daginn. Á sunnudaginn skoðaði yfirfiskimatsmaðurinn hér á Ak- ureyri afla Kaldbaks. sem enn er geymdur í þró í Krossanpsi, og gaf hann, ásamt verksmiðju- stjóranum í Krossanesi, útgerð- inni eftirfarandi vottorð, sem upplýsir hið sanna í inálinu: „Við undirritaðir höfum skoðað veiði b.v. Kaldbaks,EA-l,erhapr veiddi dagana 3.—8. maí sl. í Þistilfjarðardjúpi. Fiskurinn er nú geymdur í þró í Krossanes- vericsmiðjunni, að undanteknum þeim fiski, sem saltaður var um borð í véiðiförinni. Okkur virðist meginið af fisk- inum sé að meðaltali 66,5 cm. langur, eða frá 55 cm. til 75 cm. Minnsti fiskur, sem sjáanlegur var í þrónni, var 40 cm„ og sá stærsti, sem mældur var, reynd- ist vera 123 cm. Akureyri, 14. maí 1950. Yfirfiskimatsmaðurinn á Akur- eyri. Ágúst Elíasson (sign.). Hallgrímur Björnsson (sign.). Sænska stórblaðið Dagens Ny- heter htfur birt grcinaflokk um starfsemi kommúnistaflokkanna í V.-Evrópulöndum og heldur því fram, að allir kommúnistaflokk- arnir starfræki leynilegar radió- stöðvar og séu í stöðugu sam- bandi við allsherjarmiðstöðina í Moskvu. Segir blaðið að uppvíst hafi orðið um þessa radió-sendara á nokkrum stöðum í Svíþjóð, og sterkar líkur séu fyrir því, að slík starfsemi sé í öllum vestur- evrópskum ríkjum. Sérstaklega þjálfaðir loft- skeytamenn starfrækja stöðvar þessar og hafa flestir hlotið und- irbúningsmenntun sína í Moskvu, segir blaðið ennfremur. þessir menn eru ekki yfirlýstir flokksmenn, heldur eru í hópi þeirra áróðursmanna, sem af ýmsum ástæðum þykir hentara að láta dylja það, hver er þeirra Kommúnistar á undan- haldi í Hollandi og ’ Svíþjóð í héraðsstjórnarkosningum, sem fram fóru í Hollandi nú í þessum mánuði, töpuðu komm- únistar 26 sætum frá því í kosn- ingunum 1946. Nýlega fóru fram í Stokkhólmi kosning til þings flutningaverkamannasambands- ins sænska, sem halda á í ágúst í sumar. Kommúnistar komu engum manni að. Jafnaðarmenn hlutu nú alla fulltrúana. í fyrra fengu kommúnistar 8 fulltrúa „Kaldbakurw fær 200 þús. kr. björg' unarlaun í sl. viku var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í skipsbjörg- unarmáli, er • Útgerðarfélag Ak- ureyringa h.f. höfðaði gegn vá- tryggingarfélaginu Trolle & Rothe, f .h. eigenda norska skips- vns „Herma“ frá Bergen. Togar- inn Kaldbakur bjargaði skipinu í marz 1949 og dró það hingað til Akure.vraf. Hafði skipið orðið fyrir vélarbilun út af Tjörnesi. í undirrétti hér var talið að ekki hefði verið um björgun að ræða, heldur aðstoð og voru Útgerðar- félaginu dæmdar 45 þús. kr. fyrir aðstoðina. Hæstiréttur leit svo á. að um björgun hefði verið að ræða, og dæmdi Útgerðarfélaginu 200 þús. kr. björgunarlaun. — Stefnda ber og að greiða máls- kostnað. blað stjórnmálaskoðun og hvert þeirra sanna föðurland. í þessum hópi eru einnig njósnarar kommúnista og sérstaklega menntaðir skemmdaverkamenn. Fiskimjölsvinnsl- an hafin Fiskimjölsvinnsla hófst í Krossanesi í sl. viku. Hefur vinnslan gengið vel til þessa og mun fiskimjölið vera fyrsta flokks vara. Unnið er í vöktum, um 15 menn á vakt. í gær var Kaldbakur að landa afla í Krossa nesi. Var skipið með góðan afla eftir skamma útivist, líklega á þriðja hundrað tonn af vinnslu- fiski og 50—75 tonn af saltfiski. Norðmenn eignast sinn „Hæring“. Bergens Tidende greina frá því, að síldarbræðsluskipið „Clupea“ sé um það bil að taka til starfa við norsku ströndina (sl. mánaðamót). Skipið er 354 fet á lengd og 54 fet á breidd, um 6000 tonn dw. Skipið getur tekið 15006 hl. sfldar í lestar og 5000 hl. á þilfar. Geymar eru fyrir 3000 tn. síldarlýsins og geymslur fyrn 2000 tonn síldarmjöls. Afköst verksmiðjunnar eru áætluð 4— 5000 hl. á sólarhring. Skipið á að geta starfað við Noregsstrendur, í Norðursjó og undan Afríku- ströndum. Áhöfn eru 45 menn, en skipið getur hýst 100 menn. — Skipið er sagt hafa kostað fullbú- ið 4Vh millj. norskra króna. Barnaskóla Akureyrar var slit- ið þann 13. maí sl. Hannes J- Magnússon, skólastjóri, flutti ræðu við skólaslitin, skýrði frá störfum skólans á liðnum vetr> og ávarpaði fullnaðarprófsbörn. f skólanum voru í vetur 708 börn í 27 deildum. Fullnaðarprófi luku 64 börn. En í þessum mánuði innrituðust í skólann 140 7 ára börn og er það fleira en nokkru sinni áður. Heilsufar barnanna hefur ver- íð sæmilegt í vetur. Þó gekk in- flúenza í marz og truflaði mjög skólastarfið. Ljósböð voru í skol- anum frá 14. jan. og nutu þeirra X67 börn, en skólinn hefur nýlega íengið stóran Ijósbaðslaúipn Tannlækningar voru í skólanum eins og áður. Tveir foreldrafund- /r voru haldnir á vetrinum og voru þeir vel sóttir. Tveir kennarar hurfu frá skól- anum á síðastliðnu hausti. Egill Þórláksson gerðist kennari við Gagnfræðaskólann, en Gunn- iaugur Sveinsson fluttist til Þórshafnar. í stað þeirra komu að skólanum þau Lilja Sigurðar- dóttir og Sigurður Jóhannesson Þá minntist skólastjóri Kristjáns Sigurðssonar, kennara, mjög hlýlega. En hann lézt hér í bæn- um 7. apríl sl. Hann hafði kennt við barnaskólann í 34 ár, ea kenndi við Gagnfræðaskólann síðustu árin. Á þessu ári hefur skólinn starfað í núverandi skólahúsi í 20 ár. Var hann settur þar f fyrsta skÍDti haustið 1930 af Snorra Sigfússyni. En nú er hann að skrifa sögu skólans fró upp- hafi, en skólinn mun verða 80 ára á næsta ári. Sýnir.g á handavinnu barn- anna, teikningum og annarri bekkjarvinnu var í skólanum 7. ccaí, og kom fjöldi fólks að skoða sýningarnar. Skógræktarfélagið óskar sjálfboða- liða við gróðursetningarstörf Afgreiðsla trjáplantna er hafin Gróðursetning trjáplantna á vegum . Skógræktarfélagsins er nú að hefjast, að því er Ármann Dalmannsson hefur skýrt blað- inu frá. Eins og að undanförnu heitir félagið á bæjarbúa til liðveizlu við gróðursetninguna. Ákveðnar hafa verið vinnuferðir með sjálf- boðaliða eins og hér segir: Þriðju daga og fimmtudaga kl. 7.45 e. h. og tvær ferðir á laugardögum kl. 1.30 og kl. 4 e. h. Farið verður frá Ilótel KEA. Vinnunefnd félagsins hefur þegar skipt með sér störf- um, en til öð auðvelda fram- kvæmdina er fólk vinsamlega beðið að láta skrá sig til þessara vinnuferða með nokkrum fyrir- vara, annað hvort í Blómabúð KEA eða hjá Þorsteini Þorsteins- syni á skrifstofu Sjúkrasamlags Akureyrar. Það eru einnig til- mæli félagsins, að þeir, sem eiga bifreiðar og kynnu að hafa möguleika til að aka sjálfboðalið- um að og frá vinnustað, þegar með þyrfti, hafi samband við sömu aðila og leggi fram aðstoð sína. Fyrstu vinnuferðirnar verða farnar næstkomandi laugardag, 20. þ. m. Þeir, sem hafa pantað trjá- plöntur hjá. félaginu, ættu að spyrjast fyrir um þær í síma 464 mánud., miðvikud. og föstud. eft- ir kl. 5 síðdegis. Byrjað er að af- greiða pantanir á birki og gul- víði (garðplöntum). Kommúnistaflokkar V estur-Evrópu- landa starfrækja leynilegar radíó- sendistöðvar Eru í stoðugu sambandi við Moskvu, segir sænskt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.