Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 4
4 DAGUS Miðvikudaginn 17. maí 1950 DAGUR Bitstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa f Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlx. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Hin óábyrga stjórnarandstaða ALÞÝÐUBLAÐIÐ heldur áfram að birta sér stakar f,réttaklausur um verðhækkanir erlendra vörutegunda vegna gengislækkunarinnar, rétt eins og slíkar verðhækkanir séu einhver stórtíð- indi. Naumast mun blaðið þó ætla að það komi landsmönnum á óvart, að 70% gengislækkun krónunnar hækki verðlag aðkeyptra vara, sér staklega þar sem landsmenn höí'ðu þegar fengiS tækifæri til þess að sjá gengislækkun í fram kvæmd eftir aðgerðir Alþýðuflokksstjórnarinnar á sl. hausti, er krónan var felld gagnvart dollar. um neytenda, enda til þess sagt. Hins vegar liggur ljóst fyrir, að vegna gjaldeyrisástandsins veróa ónauðsynlegar vörur ekki fluttar inn fyrst um sinn, og bera þar af leiðandi enga tolla. Það er því nauðsynjavaran, sem hefði orðið fyrir barðinu á tollunum. Al- xýðuflokknum þykir af ein- hverjum ástæðum betra að tollar valdi verðhækkunum en gengis- lækkun, en hætt er við að neyt- endur finni ekki mikinn mun a jví. Hitt er öllum ljóst, að áfram- iiáld uppbótarleiðarinnar hefði drepið allt heilbrigt framtak ur útflutningsverzluninni. Það er langt síðan kominn var tími til að hætta að taka ábyrgð á útgerð nvers einasta vélbáts. Sú ábyrgö á að hvíla á útgerðarmönnum og félögum, enda sé þá svo í pottinn búið að heilbrigður rekstur geti borið sig og skilað arði. Raunar munu foringjar Alþýðuflokksins sjálfir alls ekki trúa því, að unnt hefði verið að halda áfram á óheillabrajit uppbótanna, án þess að baka þjóðinni stórfellt tjón. En ábyrgðartilfinningin er ekki meiri en það, þegar á hólminn kemur, að þessari „leið“ er hamp að framan í þjóðina með tvíræð- um orðum og hálfkveðnum vísum og látið skína í það, að þannig hefði mátt forða frá erfiðleikum og óþægindum gengisfallsins. — Þetta er ljótui- leikur og ósam- boðinn ábyrgum stjórnmála- mönnum. Alþýðuflokknum hefði verið sæmra að láta kommúnista eina um slíkar baráttuaðferðir. Mun það og sannast, að hinn óþroskaði og óábyrgi hluti kjós- enda, sem flokkar þessir biðla nú svo ákaft til, er miklu fáliðaðri en þeir gera sér vonir um nú. Abyrgir þjóðfélagsþegnar hljóta að fá andúð á stefnulausri og óábyrgri stjórnarandstöðu á hættutímum. FOKDREIFAR Enda mun það ekki vera fréttaáhuginn einn, sem stendur á bak við allar ramma-klausurnar í blað- inu, heldur mun þar meira gæta löngunnarinnar til þess að afla sér lýðhylli með því að gera þjóð- nauðsynlegar ráðstafanir tortrygguegar. Er þarna ekki stórmannlega að verið, því að ekki er ábyrgð Alþýðuflokksins á því, hvernig komið ér, neitt smávaxin. Vildi flokkur þessi um skeið eigna sér gjörvalla „nýsköpunina“ með skilyrðum sínum, og undir hans stjórn var siglt enn lengra en fyrr út á skulda- og óreiðusjó dýrtíðarinnar. Þá er og þess að minnast, að verðhækkanir þær, sem urðu á hvers konar vörum fyrir beinar aðgerðir Al- þýðuflokksstjórnarinnar, vegna gengisfalls krónu gagnvart dollar, söluskatts og nýrra tolla og álaga, fengu á sinni tíð þá meðhöndlan í blaðakosti kommúnista, sem áhrif gengisfellingarinnar nú hljóta í málgögnum Alþýðuflokksins. Þá birti Þjóðviljinn innrammaðar klausur eins oft og hann gat til þess að minna á „Alþýðuiíokksverðhækk- anir“ og „Alþýðuflokkstolla", sem hann kallaði svo. Átti foringjalið Alþýðuflokksins þá ekki nógu stór orð til þess að fordæma óábyrga stjórnarand- stöðu .En ekki líða svo nema nokkrir mánuðir þar til Alþýðuflokkurinn sjálfur er kominn í þessa fallgryfju og farinn að reka óábyrga stjómmála- stefnu í sama tilgangi og kommúnistar í stjórnar- tíð Stefáns Jóhanns. Hugmyndin er, að í-eyna að veiða fylgi óþroskaðasta hluta kjósenda með því að ófrægja ráðstafanir, sem nauðsyn er að gera vegna afkomu þjóðarbúsins í heild. H í STJÓBNARTÍÐ Stefáns Jóhanns létu komm- únistar það nægja, oð ófrægja stjórnina og stefn- una með öllum ráðum, en sjálfir bentu þeir aldrei á nein skynsamleg úrræði eða aðrar leiðir, en farnar voru. Eins fer Alþýðuflokknum nú. Hann hamast gegn gengislækkuninni og óhjákvæmi- legum verðhækkunum erlendrar vöru, en hann hefur fram til þessa ekki bent á nein önnur úr- ræði til þess að bjarga útflutningsverzlun þjóðar- innar. Aðgerðarleysi hefði leitt til atvinnuleysis og hörmungá yfir þjóðina. Og áframhald upp- bótarleiðarinnar hefði vissulega einnig þýtt verð- hækkanir á hvers konar varningi. Almennjngur í landinu hefði orðið að bæta á sig tollum og skött- um svo að numið hefði á annað hundrað milljón- um á þessu ári, til þess að sú leið væri framkvæm- anleg. Og enda þótt Emil Jónsson gæfi í skyn í útvarpsumræðunum á dögunum, að það hefði verið þetta, sem Alþýðuflokkurinn vildi, treysti hann sér ekki til þess að nefna, hvernig átt hefði að leggjast á ónauðsynlegar vörur, en ekki á Hann lét nægja að segja, að nýjir tollar hefðu átt að leggja þessa tolla og skatta á og innheimta þá. neyzluvörur. Þetta kann að hljóma laglega í eyr- Pencillín við júgurbólgu. Guðbr. Hlíðar dýralæknir skrifar blaðinu: „A SEINUSTU árum hefur notkun pencillíns við júgurbólgu farið ört vaxandi hér á landi og þá sérstaklega á helztu mjólkur- framleiðslusvæðum landsins, eins og t. d. hér í Eyjafjarðar- sýslu. Lyf þetta er tvímælalaust bezta júgurbólgulyf, sem fundir hefur verið upp, en því fylgir sá agnúi, að um leið og það vinnur bug á júgurbólgugerlunum, drepur það einnig mjólkursýrugerlana, sem nauðsynlegir eru til ýmiss konar vinnslu úr hrámjólkinni. Það er því nauðsyn að brýna það fyrir bændum, sem nota lyf þetta, áð umrædd mjólk er ekki einungis ósöluhæf vara og heilsuspillandi, heldur getur hún stórrýrt gæði allrar mjólkurinnar og getur það hæglega orðið al- varlegt viðhorf fyrir mjólkur- samlög, sem einungis geta fram- leitt 1. fl. vöru úr 1. fl. mjólk. Sömuleiðis vil eg benda á, að nauðsynlegt er að halda slíkri mjólk aðskildri frá sölumjólk- inni allt að fjórum dögum eftir að síðasti pencillínskammturinn hef ur verið notaður í júgrið, fyrr er ekki tryggt að mjólkin hafi feng- ið aftur sína éðlilegu eiginleika og æði. Þetta á þó aðeins við um þá júgurhluta sem sýkzt hafa, þeir heilbrigðu verða ekki fyrir nei- num áhrifum þótt á sömu kú sé. Leiðbeining þessi er ekki sam- in vegna neins sérstaks tilefnis, heldur sem aðvörun.“ Erlend tímarit, bóksalamir og kvartmilljónin. í tilefni af ummælum í næst- síðasta þætti um erlend tímarit hefur Ásgeir Jakobsson bóksali skrifað blaðinu: „BÓKABÚÐ RIKKU fékk síð- astliðið ár (1949) gjaldeyrisleyfi á sterlingssvæðið kr. 3250.00, Hver einasti eyrir þessarar litlu upphæðar var notaður til að flytja inn bækur samkv. pönt- unum viðskiptavina búðarinnar. Af þessu pöntunarfyrirkomulagi leiðir það, að engin erlend bók kemur til frjálsrar sölu í verzl- uninni. Það kann að vera, að bókabúðir hér verði afskiptar við úthlutun leyfa, það er alls ekki ólíklegt, sunnanmennirnii sjá um sig, enda hæg heimatökin, þar sem bóksölum syðra er falin úthlutun leyfanna, þó standa að þeirri úthlutun trúverðugir menn og ólíklegir til vísvitandi rangsleitni. Hitt má hafa fyrir satt, að bóksalar hér nyrðra hafa slælega gætt réttar síns í þessu efni. Það otar hver sínum tota með þeim árangri, að enginn fær neitt. Er það og ekkert eins dæmi um bóksalana, heldur mun eiga við almennt um smáverzlanir úti á landi. Sjálfsagt er bæði fyrir al- menning og bóksalana að endur- taka spurninguna um kvartmill- jónina, en eins og kunnugt er, bæði af blaðaskrifum og hinu skelegga tali Gunnars Einarsson- ar í útvarpinu á dögunum — þá er dálítið óvíst um afdrif kvart- milljónar, sem bóksalar vilja ekki kannast við, svo og ekki Hagstofan. Nú hefði mátt búast við að hið opinbera skærist í leikinn og fyrirskipaði rannsókn, en eins og kunnugt er, þá er hið opinbera seinþreytt til vandræða þegar um er að ræða dularfull afdrif smá gjaldeyrisupphæða." Gullhringur fundinn á Norðurbrekk unni. Afgreiðslan vísar á. Herbergi, vantar sem næst mið- bænum. áfgreiðslan vísar á. VANDAÐUR stofuskápur til sölu. SÖLU.SKÁLINN, simi 427 Sendilsbjóly Ritvél, allskonar húsgögn SÖLUSKÁLINN, simi 427. slenzka bandið og gömlu peysurnar Einhvern tíma í marz var skrifað hér í dálkinn um það, að í gömlum peysum lægi oft mikið af góðu garni, sem íiægt væri að rekja upp og nota á nýjan leik. Var í því sambandi talað um gamleysi, og sérstaklega tekið fram, að átt væri við erlent ullar- garn. Nú hefur kvennadálkinum borizt bréf frá konu í Bárðardal, sem gerir athugasemd við þessi skrif. Bréfið hljóðar svo: „í þættinum, Móðir, kona, meyja, er þáttur sem heitir „Nýtt úr gömlu“. Vildi eg gera við hann stutta athugasemd. Það voru gömlu garnpeysurnar, sem ráku mig til að skrifa þessar línur. Nú á tímum er gott að geta búið til nýja flík úr gömlu, þegar ekkert fæst. En mér finnst vinnan svo dýr nú á tímum, að ekki sé leggjandi vinna í að rekja upp og prjóna, þegar haldgott efni er fyrir hendi. Það er ósköp að hlusta á þessa garnsuðu, þegar nóg hráefni er til í land- inu, blessuð ullin, og ekki þarf erlendan gjald- eyri fyrir. Ekki þurfið þið, Akureyrarkonur, að kvarta, þar sem þið hafið verksmiðjurnar hjá ykkur. Kaupið íslenzkt band og prjónið úr því peysur á ykkur og börn ykkar. Þær geta verið svo ljómandi fallegar með útprjóni í fleiri litum. Og það hlýtur að vera hentugur skólaklæðnaður á börn og unglinga, end- ingargóður og hlýr. Heimaklæðnaður okkar í sveit- um er peysur. Krakkarnir eru í lopapeysum, þeg- ar kaldara er, en bandpeysum, þegar meira er haft við. Já, það er mikið prjónað af ullarpeysum og fleiru bæði á vélar og í höndunum. Það er góð og nytsöm vinna, og jafnvel karlmennirnir prjóna líka. Eg veit að margur bóndinn í Bárðardal situr og hlustar á útvarp á kvöldin og prjónar handa sér bæði vettl- inga og leista. Og eins prjóna þeir einnig á vélar bæði á sokkavélar og fullkomnari vélar. Við framleiðum mjúkt og lífmikið band úr okkar þelull. Eg spyr: Því getur ekki Gefjun framleitt þetta mjúka og lífmikla band? Að síðustu þetta: Þjóðin á að nota meira ís- lenzku ullina og bandið í alls konar prjónlesklæðn- að en hún gerir.“ Eg þakka konunni úr Bárðardal fyrir bréfið. Eg er henni sammála um það, að þjóðin eigi að nota meir og betur ullina en hún gerir, en eg vil jafn- framt mega halda því fram, að erlent ullargarn sé yfirleitt miklu mýkra og betra til þess að prjóna úr ýmsar flíkur, heldur en hið íslenzka band, sem nú er á boðstólnum. I þessu sambandi má einnig minna á það, að íslenzka bandið er ekki'ódýr vara. Kamb- garnsbandið kostar kr. 80.50 kílóið. Þótt vinna sé dýr nú á tímum, ætti það samt að geta borgað sig að rekja upp gamlar flíkur og nota garnið á nýjan leik, ef það á annað borð er gott og ekki slitið um ot. MSr finnst slíkt vera nýtni og nýtni hefur ávallt verið talin dyggð. Konur! Skrifið kvennadálki Dags um áhugamál ykkar, og munið að skrifa undir fullu nafni. Puella. SÍLD í RJÓMASÓSU. 2 saltsíldar. 2 dl. þykkur, súr rjómi. Edik, sykur, saxaður dill, eða annað grænt. Síldin er afvötnuð og hreinsuð. Skorin í sneið- ar og raðað á fat. Rjóminn þeyttur og kryddaður eftir smekk. Hellt yfir síldint. Bíði 3—4 klst. áður en borðað er. Borðað á köldu borði, eða sem sjálf- stæður réttur með heitum kartöflum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.