Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 17.05.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagirai 17. maí 1950 D A G U R 5 Ný 09 kröftug ræktunaröld þarf að rlsa í landinu Lokaspjall greinaflokksins um Gróandi jörð Eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri HINN MERKILEGI maður, Matthías ÞórSarson, fyn-verandi fiskiræktarráðunautur, hefur skrifað bók á dönsku, sem hann nefnir „Havets Rigdomme og deres Udnyttelse“. Þar segir meSal annars: „Hinn auðugi stofn af skarkola og öðrum flatfiskteg- undum, sem virtust óþrjótandi við íslandsstrendur í upphafi þessarar aldar, eru nú uppurnar. svo að lítt sér eftir, þorsktegund- irnar rýrna um 3% árlega, sem svarar því, að sú fisktegund minnki sem næst um 30% á 10 árum, en það þýðir að eftir tæp- lega mannsaldur mun tæplega svara kostnaði að stunda fiski- \ veiðar á sama hátt og nú. (Það er kunnugt, að Matthías Þórðar- son hefur nú nýverið, á mjög eftirtektarverðan hátt, fjallað um „viðhald útvegsins og fiskistofns- ins“ bæði í blöðum hér og út- varpi. Þetta er að vísu alþjóðamál, sem óséð er hvernig leyst verður, en er eigi að síður stórmál fyrir okkur hér í landi og mikið um- hugsunarefni þeim, sem aðeins trúa á sjóinn. — Eg hef heyrt talsmann Fiskifélags íslands segja í útvarpsræðu, að framtíð þjóðarinnar íslenzku væri á sjón- um. — Heldur lélegt trúboð! — Bæði þetta og svo hin miklu vanhöld í síldinni, ætti vissulega að hvetja framtakssama menn til þess að snúa sér með framtak sitt að hinni staðbundnu, sígróandi jörð. Hefjast verður handa um stór- kostletga aukningu landbúnaðar- ins, fólkið verður að koma tíl sjálfs sín aftur og halda sam- bandinu við hina lífrænu jörð. SÍÐASTA Jarðamatsbók frá 1942 mun hafa skrásettar í dálk um sínum um ,950 eyðijarðir. Munu á 4. hundráð jarðir hafa farið í eyði frá 1942. En á árun- um 1941 til 1947 veitti Nýbýla- sjóður styrki og lán til samtals 129 nýbýla og í undirbúningi er bygging allmargra nýbýla. Samt er eyðing býlanna í landinu enn- þá miklu meiri en viðbótin. Einna mest mun vera af eyði- jörðum í Vestur-Húnavatnssýslu og sem falíið hafa þar í eyði á síðustu árum. í Súður-Þingeyj- arsýslu helzt byggð betur við en í mörgum öðrum héruðum, og i stað eyðibýla hafa mörg nýbýii verið byggð. Þó eru eyðibýlin — frá aldamótum í meiri hluta í sumum sveitum. Til dæmis í Fnjóskadal hafa 14 jarðir farið í eyði síðan um aldamót, en 6 ný- býli reist. í Grýtubakkahreppi hefur heil kirkjusókn farið í eyði á sama tíma — Þönglabakkasókn í Fjörðum, — svo og margir aðr- ar jarðir á Látraströnd. Þá eru allar jarðir á Flateyjardal komn- ar í eyði, utan ein jörð. En þótt minnst sé á eyðibýli, þá er þó ekki nema hálf sögð sagan. Á íjölda jarða, víðs vegar um land, er ekkert framtíðarfólk. Sums staðar einn, en víða tveir menn á búi eða þrír, eða gamalt fólk, við uppgjöf. En þetta bendir til þess að jarðir haldi áfram að fara í eyði, nema hægt sé að fá fólk til að flytja. vistaskiptum, úr kaup- stöðunum og út í sveitirnar. En það er það .sem parf að verða og að því þarf að viniia. Það er verk efni fyrir héraðasamtökin í kaupstöðunum. Það er raunar ekki nein furða, þótt sveitirnar láti á sjá, þar sem að fra síðustu aldamótum hefur heimilísfólki sveitanna fækkað úr 70% — af allri þjóðinni — ofan i ca. 28%, HÉR ER LANGTUM of mikið að gert, í vistaskiptum, milli sveita og kaupstaða. Allt of margt fólk hefur slitið sig úr tengslum við hina lífrænu nátt- úru sveitanna. En nú er komið að skuldadögunum. Gagngerð breyt ing verður að koma nú þegar, ef þjóðin vill halda áfram að byggja og búa í sinu eigin landi. Upp- fylla boðorðið, sem aldrei má brjóta: Að neyta brauðsins sveita síns andlitis. ÓNEITANLEGA verður þaS að vera hugsjón okkar allra, sem berum þjóðrækniskennd í brjósti. að þjóðin eflist bæði menningar- lega séð og fjárhagslega. En það getur hún bara ekki nema hún stundi miklu meiri landbúnað. Hef eg leitast við að færa rök að því hér að framan. Skal nú að lokum gera litla grein þeim át- riðum, sem næst liggja fyrir að framkvæma til eflingar þessu þýðingarmikla máli: l. Sveitafólkið þarf að efla sjálfs- virðingu sína, einmitt vegna þess að það stundar hollasta og nauðsynlegasta atvinnuveg landsins og þann er áreiðan- lega til blessunar horfir, og ekki annars, fyrir framtíð þjóðarinnar. Á það má líka líta, að hinar mörgu þarfir og margbreytu störf, sem land- búnaðurinn útht'imtir, gcuúr það að verkum, að það er etcki heigluro hent eða tossum nein- um að stunda landbúnað, svo að vel sé. Enda er það vitað, að ekkert fólk í landinu lýkur eins mörgum vinnustundum, daglega og árlega, eins og bændur og búalið. Allur fé- lagsskapur í sveitum landsins á að taka miklu betur höndum saman um þetta merkilega mál til þess að efla fylgi þess og stöðva fráhvarfið. Fólk um all- ar sveitir og héruð landsins á að halda, árlega, almennan bændadag. Hátíðisdag með sam komum til heiðurs bændum og og búaliði og hinni gróandi jörð og til heiðurs hinni nýju öld jarðyrkjunnar, sem við eig- um að hefja, og til heiðurs sveltamenningunnl og Ianainu okkar, islandi. 2. Allir skólar í sveitum landsins og allir barnaskólar í landinu, eiga að kenna ágrip undirstöðu atriða jarðyrkjunnar. Upplýsa um gróðurmátt moldarinnar og innræta lærlingum trú og hollustu við hina gróandi jörð. 3. Efla verður nýbýlarækt svo sem frekast má verða, í fram- haldi af byrjun þeirri, scm orð- in er, og veita rafmugningu um sveitirnar. 4. Búnaðarfélag íslands og bún- aðarsamböndin eiga að efla mjög námskeið um allar byggðir landsins til fræðslu og eflingar landbúnaðinum. Sá fe- lagsskapur, einkum Bunaöar- félag íslands, viða sem mesru að sér i íslenzka landbúnaðai- kvikmynd og sýna hana oft og mörgum sinnum út um allai byggðir landsins. 5. Héraðasamtökin í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum eiga að taka sér það fyrir hendur — til þess að verða til emhvers gagns, að vinna að og koma á fólksflutningi af mölinni og út í sveitimar. Þáð er miklu nær en að flytja inn erlent fólk og nóg verður atvinnuleysi í þétt- býlinu, þegar allir stríðspen- ingar eru fjaraðir út og allir aukastyrkir horfnir. 6. Miklu meira þarf að ræða og rita um landbúnaðinn, bæði í ríkisútvarpinu og á annan hátt. Letðandi menn landbúnaðar- ins, þurfa að láta miklu meira til sín heyra bæði á námskeið- um og annars staðar, þar sem þeir ná til fólksins. Þeir þurfa líka að sýna sem oftast verk legt framtak. Ríkisútvarpið þarf að fjalla miklu meira um landbúnaðinn, þó að það væri á kostnað frétta urri síld og íþróttir. Það á að flytja miklu meira af fréttum um landbún- aðarmál, ræktun, uppskeru- horfur og sveitanna málefni. En á öllum þessum breiða grundvelli eiga einkunnarorðin að vera hin sömu: Helmingur þjóðarinnar verður að stunda landbúnað, landbúnaðurinn verður að framleiða nægilegt til innlendra þarfa og mikið vörumagn á erlendan markað. Ný, kröftug ræktunaröld verður að rísa í landinu, sem gefur hugsjónunum byr undir báða vængi. Hugsjónunum um að magna hinn íslenzka gróður fegra og fjölga sveitabýlunum efla sveitamenninguna. Efla trúna á landið og hina gróandi jörð. Fundist liefur Kvenarmbandsúr vitjist í Gránufélagsgötu 6 Bifreiðakennsla Georg Jánsson, Sími 233 Þinavallaför á hesfum í sumar Þann 8. júlí n.k. verður á Þingvöllum lands- sýning á reiðhrossum. Þann 9. júlí landskapp- reiðar á skeiði og stökki. Einnig dregið í happ- drætti um 5 góðhesta. Þann 8. júlí n. k. veröur á Þing- öllum Iandssýnmg á reiölirossum. Þann 9. júlí lanaskappreiðar á skeiði og stökki. Einnig dregið í liappdrætti um 5 góðhesta. Landssambánd Hestamannafé- laga liefir ákveðið að balda lands- mót á Þingvöllum dagana 8. og 9. júlí 1950. Verða verkefni mótsins t ■iðalatriðum þessi: 1. Sýning á stóðhestum, sem eru tamdir til reiðar. 2. Sýning á tveggja og þriggja vetra stóðhestum, bandvönunt, sem taldir eru álitleg reiðhestaefni. 3. Sýning á hryssum, sem eru tamdar til reiðar. 4. Sýning á reiðhestum, er tald- ir eru úrvalsgæðingar. . 5. Kappreiðar fyrir skeiðhesta og stökkhesta. Öll liross, sem taka eiga þátt i sýningunni á Þingvöllum, skulu skrásett á strstök eyðublöð. Skulu hestamannafélögin sjá um skrásetn- ingu, hvert á sínu svæði. Verðúr skrásetningu að vera lokið fyrir 1. júní 1950. Peningaverðlaun verða veitt fyrir tamda stóðhesta og tarndar reið- luyssur, er dæmdar verða eftir stiga- töflú reglugerðar Búnaðarfélags ís- lands. Gæðingakeppni verður þannig, að tveir úrvalsgæðingar frá liverju hestamannafélagi innan sambands, fá að keppa um heiðursverðlaun, sem veitt verða fimm beztu gæðing- unum. Kapþreiðar verða: A. Fyrir skeiðhesta á 250 m. Lág- markshraði til fyrstu verðlauna 24 sek. 1. verðlaun 3000 kr. 2. verð- laun 2000 kr. 3. verðlaun 1000 kr. 4. verðlaun 600 kr. 5. verðlaun 400 kr. Auk þcssara verðlauna verða veitt flokksverðlaun í hverjum flokki, 300 kr. fyrir fyrsta hest og 100 kr. fyrir þann næsta. Landssamband liestamannafélaga heíir stol'nað til happdrættis. Eru vinningarnir fimm: hvcr þeirra góðhestur með nýjurn reiðtygjum. Dregið verður 9. júlí. Heppnir þátt- takendur í þeim leik geta svo stigið a bak sínum eigin gæðing, og riöið um Þingvöll og áleiðis lieim, þó að þeir hafi farið hestlausir að heiman. í tilefni af móti þessu á Þingvöll- um hefir Hestamannafélagið Léttir á Akureyri ákveðið Þingvallaför á hestum. Einnig hefir Eerðafélag Akureyrar tekið á sína áætlun Þing- vallaför á bílum. Er gert ráð fyrir að félögin liafi að einhverju leyfti samvinnu um þessar ferðir. Líklegt er að þátttaka Eyfirðinga í mótinu geti orðið sæmileg. í Eyja- firði liafa lengi verið falleg hross, eigi síður en í öðrum sveitum. Hef- ir oft farið saman fegurð og fjöl- hæfni reiðhrossa. Mun svo vera enn, að í héraðinu séu margar fall- egar liryssur og nokkrir Ijómandi fallegir gæðingar, sem vert væri að sýna á slíku landsmóti. Þá er líka víst, að stökkhestar eru liér nokkrir allgóðir. Hestamannafélagið Léttir stofnar til kappreiða á skeiðvelli félagsins 21. maí n. k. Er þá tækifæri til að velja liesta til þátttöku í kappreið- unum á Þingvöllum. Þá er einnig tækifæri fyrir þá, scm eiga góðhryss- ur, að koma mcð þær á kappreið- arnar og prófa þær þar ásamt öðr- um til að senda á landssýninguna. Beztu gæðingarnir vérða líka að vcra til sýnis á kappreiðum Léttis, því að þar eða litlu síðar verða valdir tveir liestar liéðan til að taka þátt í góðhestakeppninni á Þing- völlum. Það er sérstaklega óskað eftir, að formenn liestamannafélaganna geri nákvæma skýrslu um það, live margir menn komi ríðandi á Þing- völl úr sínu byggðarlagi, og live marga liesta þeir hafi meðferðis. Er því nauðsynlegt að allir, sem ætla sér með liesta á rnótið, gefi sig fram fyrir lok þessa mánaðar við Jóliann- es Jónasson, Eyrarlandsveg 20, eða Árna Magnússon, Glerárgötu 9, Ak- ureyri. Gefa þeir allar nauðsynleg- ar upplýsingar uin landsmótið og fyrirhugaðar ferðir frá Akureyri þangað. Þ. Þ. Maðurinn minn, SIGFÚS ÓLAFSSON, frá Melgerði í Saurbæjarhreppi, andaðist á sjúkrahúsinu Akureyri laugardaginn 13. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 23. þ. m. að Möðruvöllum í Eyjaíirði kl. 1 e. h. Vigfúsína Jónsdóttir og börn. Maðurinn minn og faðir okkar, SIGFÚS JÓNSSON, Kotá, verður jarðsunginn laugardaginn 20. maí kl. 2 e. h. — Jarð- arförin fer frarn frá Akureyrarkirkju. — Blóm og kranzar efbeðið. Brynhildur Þorláksdóttir og börn. Orðsending Gjalddagi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar er i | nú 1. júní. Þeir, sem síður vilja láta innheimta ársgjaldið t ^ félagsins fyrir mánaðamótin. Gjaldkerinn. ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.