Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 1
Fimmta síðan: Skólaslit M. A. Nöfn gagn fræðinga og stúdenta. DÁGXJK Forustugreinin: Skugginn á stjórnarfarinu. XXXIII. árg. Akureyxá, miðvikudaginn 21. júní 1950 29. tbl. Væntanleg til Akureyrar í næstu viku Nýlega komu hingað til lands hjónin Linnéa og Albin Johansson, aðalframkvæmdastjóri sænska samvinnusambandsins KF. Albin Johansson, er formaður norræna samvinnuheildsölusambandsins, sem heldur aðalfund sinn í Reykjavík dagana 24. og 25. þ. m. Þau hjónin eru væntanleg hingað til Akureyrar, ásamt öðrum nor- rænum fulltrúum á aðalfundinum, í næstu viku. Fjölbreytf Jónsmessuhátíð til ágóðð fyrir elliheimilið um næstkomandi helgi Framtíðarkonur leggja fram mikið og óeigin- gjarnt starf til styrktar ágætu máli Ilin árlega Jónsmessuhátið Kvenfélagsins Framtíýin fer fram á túnunum við Þórunnarstræti unx næstkomandi helgi. Ágóði af skemmtuninni rennur allur til elliheimilisins, sem félagið hefur á stefnuskrá sinni að koma upp sem fyrst. Er hér mikið nauð- synjamál fyrir bæjarbúa, sem vert er að styrkja á allan hátt. Konui'nar leggja fram mikið og óeigingjamt starf með undirbún- ingi hátíðahaldanna og er þess vænzt að bæjarbúar leggi fram sinn skerf, en hann er að fara ekki úr bænum um þessa helgi, heldur sækja hátíðahöldin. Jónsmessuhátíðin hefst á laugardagskvöld kl. 8.30. Sjá skát arnir um skemmtiatriði um kvöldið. Lúðrasveit Akux-eyrar leikur, þá verður karlakórssöng- Einar Gunnarsson fyrrv. verzl- unarstjóri andaðist að heimili sínu hér í bæ 5 þ. m., 77 ára að aldri. Hann hafði dvalið lang- vistum hér í bænum við verzlun- arstörf, var m. a. lengi vei-zlun- arstjóri Hinna sameinuðu ísl. verzlana. Einar Gunnarsson var prúðmenni og einkar vel kynnt- ur meðal samborgaranna alla tíð. ur, erlendir þjóðdansar sýndir o. fl., en síðan dansað á palli. Alls konar veitingar verða til sölu á hátíðasvæðinu. Á sunnudaginn hefst hátíðin kl. 2 e. h. Lúðrasveit Akureyrar leikur, en síðan fer fram guðs- þjónusta úti undir beru lofti. Séra Pétur Sigurgeirsson prédik- ar. Þá kemur Fjallkonan fram, síðan verður kórsöngur, sýndir vikivakar og erlendir þjóðdans- ar, dávaldur skemmtir og kapp- leikur í handbolta milli Hlífar og Framtíðarinnar. Kaffisala og baz- ar verður í gagnfræðaskólahús- inu, þar verður einnig til sýnis teikning af elliheimilisbygging- unni. Á svæðinu verða alls konar önnur skemmtiatriði og alls konar veitingar til sölu. Um kvöldið verður dansað í samkomuhús- um bæjarins. Jónsmessuhátíð Framtíðarinn- ar hefur jafnan þótt ein bezta og sérstæðasta skemmtun sumarins hér um slóðir. Er þess að vænta að bæjarmenn leggi sig fram um að svo verði enn. Það gera þeir bezt með því, að fjölmenna á hátíðina um helgina. 2000 lesfir af hraðfrystum fiski sendar til Banda- ríkjanna á þessu ári Erfiðlega gengur að selja íslenzka fiskinn á Evrópuraarkaði Áðalfundur SÍS hófst gær Aðalfundur Sambands ísl. vinnufélaga hófst í Reykjavík í gær. Fundinn sitja 95 full- trúar frá 51 sambandsfélagi. Ennfremur sitja hann sem gestir forstjórar samvinnu- sambandanna á Norðurlönd- um, sem hingað eru komnir til aðalfundar Noi'disk Andels- forbund, sem haldinn verður í i Reykjavík um helgina. Bauð Vilhjálmur Þór forstjóri gest- ina sérstaklega vclkomna til fundarins í gær, en Albin Jo- hansson forstjóri KF í Stokk- hólmi svaraði af hálfu hinna norrænu samvinnuleiðtoga. — Sigurður Kristinsson formað- ur stjórnar SÍS setti fundinn, en fundarstjóri var kjörimi Jörundur Brynjólfsson alþm. og vai-afundarstjóri Þórarinn Kr. Eldjárn, formaður stjórnar KEA. I gær fluttu formaður stjórnarinnar, Sigurður Krist- insson, og Vilhjálmur Þór for- stjóri, skýrslur um rekstur og hag Sainbandsins á liðnu ári. Ennfremur fluttu fi-amkv,- stjórar ýmissa dcilda skýrslur um rekstur deilda sinna. — Fmidinum er haldið áfram í dag. Veiður nánar sagt frá honum í næsta blaði. Togararnir fá fullfermi af karfa á fáum dögum Um helgina kom Jörundur til Ki-ossaness með fullfei-mi af karfa. í gær kom Svalbakur með fullfermi eftir 5 sólarhringa úti vist. Kaldbakur var á leið til Krossaness, einnig með fullfermi, sem skipið hafði aflað á fjórum sólarhringum. Hollendingar leggja togaraflota sínum Brezka blaðið Fishing News greinir fi’á því, að hollenzki sjávarútvegsmálaráðherrann hafi látið svo ummælt, að vegna vax- andi erfiðleika á fisksölu til Bretlands og fleiri landa eigi Iiollendingar nú ekki annai’s úr kosta en leggja togax-aflota sínum við landfestar. Komið hefur til orða að selja elzta hluta flotans til niðurrifs á þessu ári. Samkvæmt skýrslu stjómar ’ Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, er nú búið að senda 2112,4 lestir af þessa árs framleiðslu á hraðfrystum fiski vestur uin haf, og má hiklaust segja, að þar verði stærsti markaðurinn í ár fyrir þessa vöru. Ennþá hefur ekkert verið sent af þessa árs framleiðslu til Sviss, og er því miður ekki hægt að gera ráð fyrir neinni verulegri sölu þangað, segir ennfremur í skýrslunni. Búizt er við, að unnt verði að selja Pólverjum 1—2000 smálest- ir af þorskflökum á þessu ári og í byrjun næsta árs. — Ennfremur er talið nokkurn veginn öruggt, að hægt vei’ði að selja 750 lestir til Austurríkis, og möguleikar til þess að auka þetta magn upp í 2000—2500 lestir, ef unnt verður að uppfylla ákveðin skilyrði, sem Austurríkismenn setja. Annars horfir óvænlega um sölu á hi’aðfrystum fiski til Ev- rópulanda, að því er segir í áður- nefndi’i skýi’slu Sölumiðstöðvar- innar. Verður því að gera rót- tækar ráðstafanir, sérstaklega hvað snertir markaðsleit, auglýs- ingar og framleiðslufyrirkomulag. Heildai’framleiðsla hraðfrysts fisks hér á landi árið 1949 nam samtals 24.100.0 lestum, og þar af flatfiskui’ 3.123.6 lestii’. Auk þess var heilfrystur fiskur 291.5 lestir, hrogn 89.9 lestir og söltuð þunn- ildi 1.790.8 lestir og er þá heildar- framleiðslan samtals 26.272.8 lestir. Mest var framleiðslan í Hrað frystistöðinni í Vestmannaeyjum, samtals 83.461 kassi, eða um 8.67% af framleiðslunni. Næst í röðinni er Hraðfrystihús Vinnslu stöðvarinnar, 47.894 kassar, eða 4.97%, en alls nam framleiðsla frystihúsanna 963.024 kössum. Frarhleiðsla ái-sins 1949 var þannig eftir landshlutum: Faxa- flói: 468.854 kassar, eða 48.68%. Þá koma Vestmannaeyjar, 155.915 ks., 16.19%. Þriðja í röðinni eru Vestfirðir, 155.501 ks., eða 16.15%. Þar næst er Breiðafjörður með 77.736 ks., eða 8.07%. Þá er Noi’ðurland með 70.765 ks., eða 7.35% og loks Austurland með 34.253 ks., eða 3.56%. Akureyrartogararnir afskrifaðir um 380 þús. á síðastliðnu ári Útgerðarfélag Akui’eyringa h. f. hafði aðalfund sinn s. 1. fimmtu- dagskvöld. Voru þar lagðir fram reikningar félagsins fyrir s. 1. ár. Stjórnin lagði til að öllum rekstursafgangi félagsins, 380 þús. kr. yrði varið til afskrifta. á tog- urunum Kaldbak og Svalbak og var það samþykkt. Gx’eiðir félag- ið hluthöfum því engan arð fyrir sl. ár. Stjórn félagsins var end- urkjörin, en hana skipa: Steinn Steinsen bæjarstj., Jakob Frí- mannsson framkvæmdastjóri, Helgi Pálsson bæjarfulltrúi og Albert Sölvason vélsmiður og Tryggvi Helgason útgerðai-maðui’. Á fundinum var rætt um kaup á þi’iðja togaranum, en engar frekari ályktanir gerðar í málinu. Félagsfundur hafði áður ákveðið að auka hlutaféð til þessara framkvæmda. Hlutafjársöfnunin stendur nú yfir. 35 ungir danskir bændur við verk- legt nám í Bandaríkjunum á vegum Marshall-stofnunarinnar Snemma í þessum mánuði fóru 35 ungir bændur frá Danmörku til Bandaríkjanna og munu þeir dveija þar við verklegt nám í suinar. Bændur þcssir stunda bæði akuryrkju og kvikfjárrækt hcima í Danmörku. För þeirra er gerð möguleg vegna tæknilegrar aðstoðar Marshall-stofnunarinn- í fréttablaði stofnunarinnar segir, að dönsku bændurnir muni dvelja 6—8 mánuði í Bandaríkj- unum, aðallega í landbúnaðar- héruðum miðvesturríkjanna. Þeir munu starfa á fyrirmyndarbú- görðum og kynna sér vinnubrögð og ræktunaraðferðir bandarískra bænda. Danska ríkisstjórnin greiðir fargjald bændanna vestur um haf, en Marshall-stofnunin allan annan kostnað. Hollenzkir bændur dvelja einnig í Banda- ríkjunum í sumar á vegum Mars- hall-stofnunarinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.