Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 21. júní 1950 Setning bankalöggjafar Stutt skýring FRl BÓKAMARKAÐINUM Starfandi bankar. Hér á landi starfa nú þrír bank- ar, auk margra sparisjóða og innlánsdeilda. Sérstök löggjöf fjallar um stofnun þeirra. En varðandi rekstur bankanna er lítið lögákveðið, nema um rekst- ur Landsbankans. Landsbanki íslahds er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins, undir sérstakri stjórn, sem er nokkuð ákveðin í lögum. Bank- inn starfar í þrem deildum með aðgreindum fjárhag, og nefnast þær seðladeild, sparisjóðsdeild og veðdeild. Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans. Yfirstjórn bahkans er í hönd- um mjög fjölmennrar nefndar (15 meðlimir), sem sameináð Al- þingi kýs. Nefnist hún Lands- bankanefnd. Stjórn bankans að öðru leyti annast bankaráð, skip- að fimm mönnum, og fram- kvæmdastjórn (bankastjórum), skipuð þrem mönnum, sem ráðið ræðUr. Útvcgsbandi íslands h.f. er hlutafélag, sem hefur það verk- efni að starfrækja banka, er sér- staklega skal styðja sjávarútveg, iðnað og verzlun landsmanna. Ríkissjóður er stærsti hluthafinn, á um 60% hluta. Um stjórn !bankans og rekstur er lítið lög- ákveðið, nema að aðalfundur fé- lagsins kýs fimm manna full- trúaráð, sem ræður bankastjóra. Skal ráðið setja honum erindis- bréf. Búnaðarbanki fslands er sjálf- stæð stofnun, sem er eign ríkis- ins undir sérstakri stjórn. Til- gangurinn með rekstri hans er að styðja landbúnaðinn og greiða fyrir fjármálaviðskiptum þeirra, sem stunda landbúnaðinn. Stjórn bankans skal skipuð einum bankastjóra og þriggja manna bankaráði. Ráðherra sá, sem fer með landbúnaðarmál hefur um- sjón bankans og skipar formann ráðsins. Bankinn starfar í fimm deildum með aðgreindum fjár- hag. Ríkissjóður ber ábyrgð á öll- um skuldbindingum bankans. Almenn bankalöggjöf. Það er ljóst, að bankaráðin eru greinilega aðgreind og starfa Sjálfstætt óháð hvert öðru. Það er ekkert altnennt eftirlit með starf- semi bankanna, nema sá ráð- herra, sem fer með bankamál hverju sinni, hefur umsjón með starfseminni. Til þess að sam- ræma starfsemi og rekstur bank- anna þyrfti að setja almenna bankalöggjöf um rekstur þeirra og stjórn. í stað allra ráðanna ætti að koma ein stofnun eða eitt ráð, sem hefði yfirumsjón með öllum bankarekstri. Skipun bankastjóra. Þar sem bankarnir eru ríkis- eign og fyrst og fremst í þágu þjóðarinnar, þarf að tryggja val bankastjóranna eins og framast er á kjósandi. Bankastjórar seðla bankans þurfa að þekkja vel til peninga- og fjármála almennt. En bankastjórar viðskiptabank- anna þurfa að vera gagnkunnugir hagnýtum rekstri. Þeir þurfa að þekkja atvinnuvegina. Helzt að hafa starfað sjálfir að þeim. Upp- aldar skrifstofumublur bera oft lítið skynbragð á, hvar fjárins er þörf hverju sinni. Almenn banka- löggjöf þyrfti að kveða á um skipun bankastjóranna í þessa átt. Sérstakur seðlabanki. Þar, sem Landsbankinn er í ✓ 7 raun og veru tveir bankar, seðla- banki og þjóðbanki, undir einni og sömu stjórn, óháðir hinum bönkunum, skapast augljóst mis- ræmi. Stærsti bankinn hefur starfsemi hinna alveg í hendi sinni. Hann ræður því, að miklu leyti, hve miklu fjármagni er veitt til atvinnuveganna gegnum hina banliana. Það, sem ræður hvað mestu um stjórn viðskiptabanka er hagnað- ur af rekstrinum. Seðlabanka er hins vegar ætlað að stjórna pen- ingakerfinu og örva eins og unnt er atvinnulífið. Þessi tvö ólíku hlutverk valda því, að óheppilegt er að hafa báðar deildirnar undir sameiginlegri stjórn. Þess vegna þyrfti að stofnsetja sérstakan seðlabanka óháðan viðskiptabönk unum. Handbært fé bankanna. Það er athyglisvert, að ekkert ákvæði er í lögum, sem skyldar bankanna til að , eiga handbært fé 'í sbðládéild Landsbankans. — Ákvæði þyrfti að setja, sem skyldar bankana til að eiga hand- bært fé inni hjá seðlabankanum í samræmi við innstæður hjá bönkunum. Þetta myndi auka „stabilitetið“ í peningamálum og veita tryggingu fyrir öruggari viðskiptum. Fjármagnið er lífæð atvinnuveganna. Það er mjög þýðingarmikið fyrir afkorpu þjóðarinnar, að stjóm og rekstur bankanna sé í góðu lagi. Það er því mál þjóðar- innar, að svo sé. Þess vegna þarf að vinda bráðan bug að setningu almennrar bankalöggjafar, til þess að auðvelda og tryggja hag- kvæman rekstur og stjórn bank- anna. Það þarf að koma í veg fyr- ir margar „klíkur", sem keppa um völdin. Fjármagnið á að dreifast til atvinnuveganna, því að þeir eru undirstaðan, sem skapar þjóðarauðinn. En án fjár- magnsins verða þeir ekki reknir. Gievrolet-vörubifreið model 1931, með nýjum mótor, 1941, til sölu með tæki- færisverði. Uppl. Jóhann M. Hclgason BSA-verkstæði. I frásögn af kennaramótinu á Akureyri í síðasta tbl. Dags, vérður að stórri fyrirsögn efni úr lítilli tillögu, sem þar var sam- þykkt, og var á þessa leið: „Þing S. N. B. telur umbóta- viðleytni nýju fræðslulaganna stefnt í hættu, ef ráðist er í að framkvæma þau án þess að þau skilyrði séu fyrir hendi, sem lög- in gera ráð fyrir sem grundvall- aratriði." Mál þetta var ekki á dagskrá þingsins að öðru en því, að fræðslumálastjóri flutti erindi um ástand og horfur í fræðslu- málum, en tillagan flutt undir liðnum: Onnur mál. Efni tillög- unnar var því alls ekki neitt að- almál kennaramótsins, enda snertir það minnst sjálfa barna- fræðsluna. Á hinn bóginn mun það hafa mikla þýðingu fyrir uppeldi þjóðarinnar, hvernig til tekst með framkvæmd laganna, og er það því á þann veg mál allra, en þó alveg sérstaklega málefni fram- haldsfræðslunnar. Því að hinn veglegasti þáttur laganna er sú hugsun, að þess skuli af alefli freistað, að hver unglingur fái í skólanum viðfangsefni við sitt hæfi, að svo miklu leyti, sem það er hægt, og því skuli skóli þeirra klofinn í verklegt og bóklegt nám. En slíkt fyrirkomulag verður ekki hrist fram úr erm- inni í einni svipan. Það þarf mik- inn undirbúning, ef vel á að tak- ast. Og það þarf að takast vel, en hins vegar nokkur hætta á að einhverjir staðir ani út í kák- fyrir. Verulega aukið verknám þarf að koma jafnframt lengingu skólaskyldunnar, enda hefur fræðslumálastjórinn mikinn áhuga á að svo verði, þótt hægt hljóti að ganga nú, þegar skera verður naumt við allar fram- kvæmdir. Snorri Sigfússon (forseti mótsins). Nýkomið: Stolnskápar Klæðaskápar Rúmfataskápar Kommóður o. 11. ÓBREYTT VERÐ Bólstruð húsgögn h.f. Hafnarstræti 88 Sími 1491 og 1858. Tilkynning Að gefnn tilelni vil eg taka það lram, að eg er Iiættur að selja skófatnað fyrir Gunnar Steingrímsson, og er því á- stæðulaust að spyrja eftir þeirri vöru í verzlun minni. pr. Verzíunin London, Eyþór H. Tómasson. Fairfield Osborn: Heiin- ur á heljarþröm. — Reykjavík 1950. í öllum þeim fjölda bóka, sem ár hvert eru þýddar á íslenzku, er furðufátt almennra fræðibóka, og enn sjaldgæfara er, að íslend- ingum séu kynnt rit, er fjalli um alþjóðleg vandamál önnur en þau, sem eru pólitískg eðlis. Af þeim sökum einum væri bók þessi merkileg nýjung í íslenzkum bókmenntum. En þó er hún enn merkilegri sakir efnis síns. Höfundurinn, sem er mjög' kunnur dýrafræðingur amerísk- ur, tekur hér til meðferðar eitt mesta vandamál heimsins, það er útlitið fyrir því, hversu takast megi að afla hinu sífjölgandi mannkyni fæðu. Og hversu und- irstaða allrar fæðuöflunar, og þar með mannlífsins á jörðunni er smám saman að eyðast. En sú undirstaða er jarðvegurinn, en án jarðvegs er enginn jurtagróður,og á gróðurlausri jörð fá engar aðr- ar lífverur dafnað. Höf. sýnir með óvéfengjanlegum rökum, hvernig lönd hafa eyðst og breytzt í auðnir vegna rányrkju eða annarrar óhyggilegrar með- ferðar mannanna, og hann sýnir einnig,. hversu hratt eyðingin gengur enn þann dag í dag. Nið- urstöðurnar af hugleiðingum höf. eru þær, að fyrr en varir verði mannkynið komið í landþrot, ef ekki verður snúið við ó þeii'ri óhappaleið, sem nú er farin. Vera má, að höf. sé nokkru bölsýnni en efni standa til, en engum, sem les bók hans, mun þó blandast hugur um, að hér er hætta á ferð- um. En líklega er fáum þjóðum jafn nauðsynlegt að lesa bók þessa og oss íslendingum. Hér hefur ver- ið rekin rányrkja í meira en 1000 ár. Og afleiðingarnar eru Ijósari en frá þurfi að segja. Skógar landsins erij eyddir, heilar sveit- ir, sem fyrir einni til tveimur öld- um máttu blómlegar kallast, eru nú svartir sandar. Og hvar vetna blasa við augum blásnir melar og brunaholt, sem allt eru afleiðing- ar uppblásturs. Og á hverju ári feykir vindurinn ómælanlegu magni jarðvegs á brott, skriður hrynja úr skóglausum hlíðum, og árnar ryðja stórum spildum gró- ins lands til sjávar. En eina ráðið til að verjast þessum ósköpum er viðnám með ræktun, skóg- græðslu, heftingu sandfoks og að beit sé í hóf stillt. Hákon skógræktarstjóri hefur þýtt bókina, og- á hann jiakkir skildar fyrir framtak sitt, j)ví að varla munu nokkrir menn svo sljóvskyggnir, að bók þessi fái ekki opnað augu jjeirra fyrir hættu þeirri, sem yfir vofir. Sumir menn eru haldnir þeim misskilningi að fróðleiksbækur séu ætíð leiðinlegar aflestrar. — Þótt svo sé stundum að vísu, þó á það ekki við um Heimur á helj- arþröm. Hún er ekki síður spenn andi en hver meðal skáldsaga, og ætti að vera lesin af hverjum manni, sem lengra hugsar en um viðfangsefni hins óbrotnasta hversdagslífs. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Tek nemendur í píanóleik. Guðrún Kristihsdóttir, Hamarsstíg 0. Sími 1264. Barnakerra og kvenreiðhjól sem nýtt, til sölu. Afgr. vísar á. Til sölu ung KÝR, nýlega borin. Þorsteinn Jónsson, Brakanda. Skóviðgerð Tek skótau til viðgerðar. Hallgrinnir Jónsson, Hafnarslræti 66. Sími 1619. Amatörar! Til sölu ljósmyndastækk- ari ásamt litlum, hreyfan- legum myrkraklefa, sem liægt er að koma fyrir þar, sem bezt hentar. — Einnig öll áhöld, sem Jiarf til kóp- erunar og framköllunar, ásamt amatörpappír, stækk- unarpappír, framkallara, olíulitum fyrir ljósmyndir o. fl. IJpplýsingar í síma 1771 frá kl. 10-5 e. h. Brúnn hestur í óskilum Mark: Fjöður aftan bæði eyru. Styggur, með múl. — Eigandi vitji hans strax, og borgi áfallinn kostnað. Eggert Daviðsson. Möðruvöllum. Reglusamur maður óskar eftir a t v i n n u. Hefur minna BÍLPllÓF og er vanur sveita- störfum. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.