Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Miðvikudaginn 21. júní 1950
;JÍ55Í«S$SSÍ5ÍÍ$S3Í3333S3$Í$Í3«ÍSS$$S33SÍÍ3Í:SÍ333ÍSS3
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
SUrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
iSSSSSSSSSíSSíSJSSíSSSíSSSSSSJSSSSSSSSSíSíSSSÍSÍSSri
Skugginn á stjórnarfarinu
SÍÐUSTU VIKURNAR hafa stjórnmálablöðin
og stjómmálamennirnir brýnt fyrir þjóðinni þau
sannindi, að útlitið í efnahagsmálum landsmanna
er í sannleika varhugavert. Útflutningsverzlun
þjóðarinnar á við margs konar erfiðleika að stríða.
Erlendir markaðir hafa lokast. Síldin hefur brugð-
ist ár eftir ár. Dýrtíðin hér heima fyrir hefur mjög
torveldað sölu íslenzkra afurða erlendis á sam-
til bænda eða annarra framleið-
enda, heldur flestir til yfirstéttar-
innar í Reykjav.ík. Var alltaf
ætlunin að svíkja þetta fyrirheit?
Voru þingmennimir þarna að
lofa upp í ermina sína eins og
fyrri daginn, treystandi á minnis-
leysi landsmanna og þá trú, að
það þyki ekki lengur tíðindi á
íslandi að stjórnmálamenn standi
ekki við loforð sín? Nýlega hefur
orðið uppvíst um hneykslanleg
jarðakaup þingmanns og fyrrv.
ráðherra. Þeir voru þar ekki að
handfjalla eigið fé, heldur al-
mannafé. Um þetta er þytur í
blöðunum nokkra hríð, en svo
lognast sá styr út af, gleymist í
hringiðu nýrra hneyksla, fleiri
trúnaðarbi-ota. Næsta hneyksli er
svo afsakað með því, að það sé
ekki lakara en hið fyrra. Þannig
heldur spillingin áfram að grafa
um sig og sýkja þjóðfélagið.
ÍSLENZKA ÞJÓÐIN má gefa
gaum að orðum franska heim-
spekingsins, sem sagði, að það
væru aðeins litlu flugurnar, sem
ánetjuðust í vefi kóngulóarinnar,
því að stærri flugurnar sprengdu
netið og lyftu sér til flugs með
tætlur þess á bakinu .Spilling
og trúnaðarbrot í framkvæmd
gj aldey rislöggj afar, innflutnings -
mála og í meðferð á almannafé,
sundurslítur traust manna á
stjórnarfarinu og lýðræðinu og
grefur undan áhhga manna til
þess að sýna þegnskap þegar hans
er mest þörf. Þjóð, sem ætlar að
byggja upp menningarþjóðfélag
á lýðræðisgrundvelli, verður að
hafa hugsjón að leiðarsteini. Sú
hugsjón er í hættu þegar skugga
spillingarsamábyrgðar ber á
stjórnarfarið. Engin þjóð er í
reyndinni sterkari en andspyma
hennar gegn óheiðarleik í opin-
beru lífi sýnir.
FOKDREIFAR
keppnisfæru verði. Útlitið í efnahagsmálum lands-
manna nú er vissulega allt annað en glæsilegt.
Gjaldeyrissjóðir eru engir til. Gjaldeyrisinneignir
stríðsáranna tilheyra nú minningum um fortíð-
ina og útflutningurnn er hvergi nærri nægur til
þess að mæta öllum kröfum um innflutning varn-
ins erlendis frá. Vöruskortur er í landinu og spá
þeir, sem þar um mættu gleggst um vita, að hann
muni enn aukast. í ræðum stjórnmálamanna og
skrifum blaða er þetta ástand rætt og skýrt, og
bent á, að landsmenn verði nú um sinn að stilla
kröfum sínum í hóf, leggja að sér við framleiðsl-
una og forðast að gera atvinnuvegunum erfiðara
fyrir með óhóflegum kröfum eða fyrirhyggju-
lausri eyðslu. Allar eru þessar ábendingar góðra
gjalda verðar og ekki verður annars vart en al-
menningur í landinu hafi hug á að taka þær tíl
greina. Hins vegar virðist æði mörgum það áber-
andi, að sumum forráðamönnum í höfuðstaðnum
þyki betra að leggja öðrum lífsreglurnar en lifa
eftir þeim sjálfir. Farþegaskip og flugvélar sigla
yfir heimshöfin hlaðin íslendingum, sem fara sér
til hressingar og skemmtunar til suðlægra landa.
Vart mun koma svo íslenzkt skip vestan um haf,
að þar um borð séu ekki fleiri eða færri gljáfægð
ir lúxusbílar, sem virðast fá greiða afgreiðslu
stjómarvaldanna hér við landsteinana, enda þótt
almenningi sé talin trú um að íslendingar hafi
ekki efni á slíkum innflutningi nú um sinn og
vissulega sé til einskis fyrir óbreyttan borgara að
biðja viðkomandi yfirvöld um leyfi til slíkra
kaupa. Mótsagnirnar í orðum og athöfnum blasa
hvar vetna við augum landsmanna, sem annars
hafa góðan hug á því að sýna þegnskap og hóf-
semi á yfirstandandi erfiðleikatímum. Þessar mót
sagnir verða þegar til þess að gera vafasamt gagn-
ið af sparnaðartalinu. Hvað höfðingjarnir hafast
að, hinir ætla sér leyfist þSð. En málið er þó enn
verra viðfangs en þetta. Hér er enn verið að leggja
hönd að því verki, að styrkja þá trú, að heiðarleiki
og samvizkusemi í opinberu lífi tilheyri þeim
fornu dyggðum, sem horfnar séu úr þjóðfélaginu,
að stjórnmálaforingjum og mönnum í háum trún-
aðarstöðum hins opinbera leyfist allt, og afsaka
megi allar syndir með orðunum: Þetta er pólitík.
í þessu efni er þjóðfélagið áreiðanlega statt á hálli
braut. Það er að verða óhugnanlega útbreidd tízka
hér á landi að telja öll stjórnmál óheiðarleg og
allar fjánnálabrellur stjórnmálamanna afsakan-
legar. Þess er of sjaldan vænzt, að stjórnmálafor-
ingjar og flokkar efni loforð sín. Nú er t. d. aldrei
minnst á 600 jeppana góðu, sem háttvirtir alþing-
ismenn samþykktu að flytja skyldi inn handa
bændum, þegar úthlutunarnefndin hafði afhent
síðasta jeppann af fyrstu ,,nýsköpunar“-sending'
unni. I stað þess lesa menn í blöðunum, að á anm
að hundrað aðrir bílar hafi komið til landsins á
þessu ári, bílar, sem áreiðanlega hafa ekki farið
Eftir 17. júní.
ÞÁ ER ÞESSI 17. júní liðinn.
Ekki er hægt að kvarta yfir veðr-
inu á deginum þeim að þessu
sinni. Var dagurinn allur heiður
og fagur, svo sem bezt varð á
kosið, enda báru hátíðahöldin
hér þess órækan vott. Fjölmenni
var nú meira í skrúðgöngunni en
hér hefur sést síðan 1944, og þátt-
taka almennings í hátíðahöldun-
um yfirleitt meiri en oftast áður.
En samt skorti verulega á, að sú
þátttaka væri nægilega mikil til
þess að skapa þjóðhátíðar-
„stemningu“. Þegar séra Pétur
Sigurgeirsson hafði lokið hinni
ágætu ræðu sinni, skoraði hann
á alla hátíðargesti að syngja með
kirkjukórnum. Lag og Ijóð kunnu
allir, en aðeins örfáir urðu við
tilmælum prestsins. Menn horfðu
í gaupnir sér og lofuðu kórnum
að hafa fyrir því að annast allan
sönginn. íslendingar eru öðrum
þjóðum feimnari að syngja með
sínu nefi við svona tækifæri, þótt
þá vanti ekki söngröddina
stundum þegar síður skyldi.
HÁTÍÐAHÖLDIN á túnunum
hér ofan við bæinn voru annars
myndarleg og ánægjuleg. Öllu
lakara var fyrirkomulagið um
kvöldið. Hafði verið ákveðið að
dansa í tveimur gildaskálum
bæjarins, og var þar vitanlega
setinn Svarfaðardalur er leið á
kvöldið og komust miklu færri
að en vildu. En úti var veður eins
og það getur fegurst verið í júní-
mánuði. Hefði ekki verið nær að
loka öllum gildaskálum og sam-
komustöðum, og stíga dansinn
úti undir beru lofti, á götum og
torgum bæjarins? Það gerðu
Reykvíkingar þúsundum saman.
Maður varð var við það á laugar-
dagskvöldið, að mikill áhugi var
víða ríkjandi fyrir því að dvelja
heldur úti en inni, en samt varð
harla lítið úr framkvæmdum fyrr
en komið var langt fram á nótt.
Voru þá flestir ráðsettari borgar-
ar gengnir til náða, en nokkuð af
ungu fólki, aðallega frá danssöl-
unum tveimur, lauk hátíðahöld-
unum á Ráðhústorgi og notaði þá
söngröddina, er önnur músík
brást. Var hún miklu lausari
fyrir í það sinn en uppi á túnun-
um fyrr um daginn.
ÞÓTT SKEMMTILEGAST
hefði verið að stíga dansinn úti
þetta kvöld, og stefna ætti að því
að gera það framvegis, verður
hátíðarnefndinni naumast legið á
hálsi, þótt hún gerði ekki sínar
áætlanir þannig. Nefndin mun
nefnilega hafa rekið sig á þá
staðreynd á liðnum árum, að það
er valt að treysta því, að Akur-
eyringar séu tilbúnir að taka
þátt í hátíðahöldum dagsins.
Bæjai-búar vilja helzt vera hlut-
lausir áhorfendur að einhverjum
leikjum, sem settir eru á svið
þeim til skemmtunar. Þeir vilja
ógjarnan taka þátt í fjöldasöng og
hafa til þessa ekki látið líklega að
taka þátt í almennum dansi.
Þetta viðhorf gerir hverri hátíð-
arnefnd erfitt sitt hlutverk og er
ástæða þess, að þjóðhátíðarbrag-
inn vantar sorglega í samkomur
okkar 17. júní. Þessu þarf að
breyta. Þeir, sem dvelja í höfuð-
staðnum 17. júní segja, að Reyk-
víkingar kunni vel að halda þjóð-
hátíð og taki miklu meiri þátt í
hátíðarhöldúnum en við hér
nyrðra. í þessu efni getum við
lært af Reykvíkingum. Með al-
mennri þátttöku verður þjóðhá-
tíðardagurinn miklu eftirminni-
legri en hann nú er, og jafnframt
meiri hvatning en nú er til þjóð-
legrar einingar. Er það ekki lítils
virði.
ÞAÐ ER hálf leiðinlegt að tala
á ári hverju um hátíðahöld, sem
halda á „á túnunum sunnan við
sundlaugina", eins og það er
venjulega orðað. Hátíðasvæði
bæjarins þar efra er rúmgott og
skemmtilegt og á laugardaginn
var það smekklega skreytt og
ánægjulegt þar að dvelja. En
okkur vantar gott nafn á þennan
stað. Túnin sunnan við sundlaug-
ina er ósköp stirt og leiðinlegt.
Hér er verkefni fyrir málhaga
menn, t. d. þá, sem gera tillögur
um götunöfn í bænum. Eg legg
til að þeir sendi bæjarstjórninni
tillögur um gott nafn á þessum
stað, því að vonandi á hann að
vera til frambúðar, en á ekki að
bútast sundur í byggingalóðir.
Einkennilegt háttalag
sunnlenzkrar nefndar.
NÝLEGA ER LOKIÐ úthlutun
á styrkjum þeim, sem þjóðin
leggur á ári hverju fram til lista-
manna sinna. Þykir mörgum listi
sá, er birtur hefur verið um þetta,
ærið einkennilegur, og mat nefnd
arinnar á skáldum og listamönn-
um nokkuð handahófskennt. í
nefnd þessari eiga sæti eingöngu
Reykvíkingar. Er það nú orðin
föst venja valdhafa þessa lands,
(Framhald á 5. síðu).
Hirðing og hreinsun silfurmuna
Þegar silfursápa fæst ekki ,getur verið gott að
slá upp í „ráðapostillum" sínum og rifja upp ýmsar
góðar aðferðir til þess að hirða og hreinsa silfur.
Kunnáttumenn í þessum málum, halda því fram,
að silfurborðbúnaður verði fallegastur og minnst
þurfi að hugsa um hreinsun og fágun, sé hann not-
aður að staðaldri og þveginn á réttan hátt. Silfur,
sem aðeins er notað sjaldan, þarf að þvo vel og
hreinsa og búa síðan um það í loftþéttum öskjum.
Bezt er, að það sé vafið innan í flónelsklúta, eða
poka, sem sérstaklega eru til þess ætlaðir.
Þegar fellur á silfur, stafar það af efni í loftinu,
sem oft er fyrir hendi (sulphur sulphide) og sem
einnig er í eggjarauðum og öllu því, sem í eru
eggjarauður, eins og t. d. „Mayonnaise". Eigum við
annars ekki að taka upp orðið olíusósa í stað þessa
erlenda orðs? Frk. Jóninna Sigurðardóttir nefnir
það svo í matreiðslubók sinni og er það miklu ís-
lenzkulegra heldur en hitt, þótt hvoi'ki olía né sósa
verði talin góð íslenzk oi'ð. En „mayonnaise" er al-
ger útlendingur, sem gott væri að losna við. Hvað
finnst húsfi'eyjum um þetta? Afsakið þennan út-
úrdúr.
Meðal annai-s vegna þess, að þetta efni í eggja-
rauðunum gerir silfurskeiðar svartar, komist það i
snertingu við þær, hafa verið framleiddar sérstakar
skeiðar til að borða með egg, en þær eru úr horn-
kenndu efni eða plasti.
Eg leyfi mér að þýða hér kafla um hirðingu silf-
urs úr amerískri ráðabók, þar segir m. a. á þessa
lund:
„Þvottur: Þvoið alla silfurmuni eins fljótt og unnt
er, eftir að þeir hafa verið notaðir. Hafið vatnið vel
heitt og í því mikla sápufroðu. Þvoið hvern hlut
með varkárni og notið til þess mjúkan klút. Ef
mikið er, sem á að þvo upp, skaðar það silfrið ekki,
þótt það liggi í vatninu um stund, en gæta ber þess,
að láta hnífa með áfestu skafti aldrei ofan í vatn,
vegna þess, að límingin getur leystzt upp. Hnífar
sem smíðaðir eru í heilu lagi, eða þannig, að blaðið
er fest inn í holt skaftið, þola að liggja í vatni, en
vissai’a er að gæta varúðar, hvað þetta snertii’. Gott
er að skilja í sundur hnífa, gaffla og skeiðar og þvo
hvert fyrir sig í senn. Með þessu má nokkuð forðast
rispur. Eftir sápuþvottinn er skolað úr hreinu, heitu
vatni og þurrkað vel á meðan munirnir eru heitir.
Réttur þvottur á silfri kemur í veg fyrir að á það
falli eða það missi gljáa og útilokar tíða hreinsun
á því.
Hreinsun: Hreinsun silfurs er í því fólgið að ná
burtu blettum og ýmsum óhreinindum, sem á það
vilja festast.
Silfur ætti aðeins að hreinsa, þegar blettir koma
á það eða á það fellur og ekki oftar en hægt er að
komast af með. Þegar silfui'sápa eða lögur eru á
boðstólnum, er það notað, en séu silfuimunir not-
aðir daglega og þvegnir á réttan hátt, á ekki að
þurfa að hreinsa þá, nema sjaldan.
Séu silfuimunir blettóttir og Ijótir, er hægt að
hreinsa þá með því að blanda einni teskeið af natr-
um-trífosfat í tvo lítra af heitu vatni. Þetta er haft
í almumíníum-íláti, og silfurmunimir látnir liggja í
þessum legi í 2 mín. Síðan eru þeir þvegnir vel úr
heitu vatni og þurrkaðir með mjúkum klút, á með-
an munirnir eru heitir. Með þessari aðferð er hægt
að hreinsa öll óhreinindi af silfri, en gæta ber þess
að hafa munina ekki lengur í blöndunni en 2 mín.,
því að þá kann illa að fara. Slétta silfuxmuni má
einnig sjóða í sápulegi og eiga þeir að hi-einsast á
þann hátt á 4—5 mín. Brennt silfur má ekki hreinsa
þannig, vegna þess að það lýsist og verður ekki
lengur brennt, eins og það á að vera. Utflúrað og
upphleypt silfur er ei-fiðara að hreinsa en slétta
muni. Litla bursta má nota til að ná inn í allar holur
og ójöfnur, og má nota tannbursta til slíks, hafi
maður ekki annað við hendina. En burstinn má
ekki vera stífur, því að þá getur hann í’ispað silfrið.
Silfurmuni má aldrei hafa nálægt gúmmíi af
neinu tagi. Sama er að segja um salt, komist það
(Framhald á 5. síðu).