Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 6
JAGUR Miðvikudaginn 21. juní 1950 LÁTTU HJARTAD RAÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger 29. DAGUR. 555555555555555S55555555555S5555555555$55íg ÍÞRÓTTIR °É ÚTILÍF &55555555555555555555S555555555555 Niðurlag. Hann ýttj henni frá sér, allt annað en blíðlegur á svipirin. „Það var líka í fyrsta skiptið, sem eg fann að eg var fullvaxin kona,“ hélt hún áfram. f Terry var brugðið. „Hvað ertu að reyna að gera?“ spurði hann. „Mér eru líka takmörk sett. Þú kemur hér, hvítklædd eins og engill, en hagar þér samt eins og flón. Gerðu mér þetta allt ekki erfiðara fyrir en nauðsynlegt er,“ sagði hann í bænarróm. „Þú gerir mér erfitt fyrir,“ hvíslaði hún í eyru hans. Hann horfði enn á hana í spegl- inum: „Er það alvara þín, að vilja giftast mér,“ spurði hann. „Ger- irðu þér Ijóst öryggisleysið og baslið?" „Eg vil hið eina öiyggi, sem konunni getur hlotnast í hjónabandinu, en það er að giftast manninum, sem eg elska.“ „Ætli það sé ekki bezt að við bindum endir á þetta og giftum okkur strax,“ sagði Terry, og bros kom fram á varir hans. „Hérna, settu á þig slæðuna þína, meðan eg hnýti slaufuna.“ Það var erfitt að lesa á arm- bandsúrið hans meðan hann var að hnýta slaufuna, en Alison sá samt að klukkuna vantaði fimm mínútur í fjögur. „Töskurnar mínar eru í bíln- um, eg var á förum héðan,“ sagði hann um leið og þau gengu út. „Hvert ætlarðu að fara?“ „Eg var ekki búinn að ákveða það .En eitthvað langt í burtu.“ „Og það í lánsbíl?“ „Eg var rétt að segja búinn að telja bííeigándann á það að koma með mér til Mexíkó, en það strandaði á því að hann var gift- ur.“ „Skemmdarvargur,“ sagði Ali- son. Ward beið þeirra í bílnum. Þeg- ar hann sá þau, setti hann bíliiin í gang. „Til kirkjunnar,“ sagði Alison, „og aktu nú hratt.“ Ward ók í loftinu upp Park Avenue, og innan lítillar stundar Voru þau komin áð kirkjunni. „Flýtið ykkur, drengir,“ sagði hún við Terry og Ward. „Þið eig- ið að ganga in nfyrst.“ Jenny frænka beið hennar í fordyrinu. Hún rétti henni stór- an blómvönd. „Mamma er komin til sætis. Hún sá bílinn koma og flýtti sér að setja allt af stað.“ Alison heyrði orgelómana fram í anddyrið. „Tíminn er kprninn,11 hélt Jenny áfram. „Pabbi — Alison — Ward.“ JJenny gekk á undan inn kirkjugólfið. Hún tók sig sannar- lega vel út sem brúðarmey. Ali- son gekk á eftir henni. Philip frændi leiddi hana. Alisön fann sterkan ilm blómanna, sem hún hélt á, og hún heyrði hvíslingar kirkjugestanna, en henni var sama nú þótt þeir væru að ræða um aldursmuninn á þeim Terry, þær áhyggjur voru allar á bak og burt, „Þetta er dásamleg stund,“ sagði hún og allt fór eins og áætl- að var, nema að athöfnin byrjaði fimm mínútum of seint. Og þau höfðu gleymt að loka Rags inni í bílnum. Nú heyrði hún að hann lötraði á eftir henni upp kirkju- gólfið. Kirkjugestimir pískruðu og hlógu. Hvað gerði það til þótt brúðurin væri fimm mínútum of seint og þótt hundur lötraði á eftir henni upp kirkjugólfið? Eft- ir nokkrar mínútur mundi hún verða frú McBride. Allt annað var lítið og lágt. Þegar þau nálguðust altarið, sá hún að Rush sat við hlið Jane frænku, eins og vera bar. Hann var kærasti Jenny. Þau horfðust í augu andartak. Hún leit undan, sársaukalaust og áhugalaust. Rush var bara lítill karl við hlið- ina á Terry, reikull, óþroskaður og Iftíls megandi. Hún skipaði honum sess í huga sér: „Rauð- hirkinn strákm’, sem eg þekkti einu sinni,“ SÖGULOK. GEFJUNAR Ullardúkar Kambgarnsband Ullarteppi Uopi, margar tegundir Fást í öllum kaupfélögum landsins og víðar — Gefjunar-vörur hafa löng- um hlotið viðurkenningu allra landsmanna fyrir smekklegt útlit, gfeði og lágt verð. — Ullarverksmiðjan CEFJUN AKUREYRI TIL SÖLU er 32 volta, 14 ha., jafn- straums-rafmótor. — Tækifærisverð ef samið er strax. A. v. á. Handknattleiksmót íslands var háð hér á Akureyri síðastl. sunnudag og mánudag. Fjögur félög tóku þátt í mótinu: Fram, Víkingur og Ármann úr Reykja- vík og K. A. héðan. Mótið hófst kl. 2.05.30 í stað auglýsts tíma kl. 1.30. Er slík óstundvísi óafsakanleg með öllu og hlutaðeigendum til skammar. Félögin gengu fylktu liði inn á íþróttasvæðið með Lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar. — Síðan setti Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, mótið. Að því loknu hófst keppnin. Ámiann — Víkingur 23 : 7. Ármenningar sýndu þegar mjög góðan leik, sem bar góða raun. Voru þeir leiknir, fljótir og nct- færðu sér ágætlega tækifærin. Enda létu mörkin ekki á sér standa. Má segja, að í liði Ár- manns sé-Valimt.maður í hverju rúmi. Sérstaklega er Snorri skot- harður og skemmtilegur leik- maður. En svo má raunar segja um alla hina. Víkingsliðið er gloppóttara og mun lakara. Var eftirtektarvert, að í liðinu virtist ekki ríkja ein- huga „stemning". Markmaðurinn og Bjarni Guðnason voru beztu menn liðsins. Fyn-a hólfleik lauk með ,11: 4, en seinni með 12 : 3 Ármanni í vil. Fram — K. A. 12 : 5. Fram, núverandi íslandsmeist- arar, eru yfirleitt mjög traustir og jafnir. Hraðinn í leik þeirra er ekki eins mikill og hjá Ármannl en vörnin mjög sterk. Fyrri hálf- leikurinn blés ekki byrlega fyrir K. A. Þeir náðu engum tökum á leiknum og fengu aldrei góð tæki færi til að gera mark. Áberandi voru ýmsir „tekniskir“ gfllar, sem oft gerðu þeim meáta óleik. Þeim hætti t. d. við að tipla með knöttinn þannig, að þeir fengu aukakast á sig. Endaði hálfleik- urinn með „busti“ 9 : 0. í seinni hálfleiknum náðu þeir sér strik, að vísu var leikurinn ekki skemmtilegur, en árangur- inn furðu góður. Það sem helzt skorti á voru nákvæm markskot. Bezti maður þeirra er Birgir Þor- gilsson, sem er mjög skotharður. Endaði hálfleikur með sigri K. A. 5:3. Var frammistaða þeirra framar öllum vonum. Hafsteinn, þjálfari K. A., dæmdi fyrri leikinn, en Bragi Guð- mundsson úr Ármanni þann síð- ari. Það var mjög ábótavant, hve smábörn voru látin vera nærri vellinum sjálfum. Gæti hæglega hlotizt slys af því. Ritstjóri: TÓMAS ÁRNASON. Ármann — K. A. 17 : 4 K. A. byrjaði ágætlega með því að skora 2 fyrstu mörkin. Þá náðu Ármenningar sér svolítið á strik og gerðu 4 mörk í fyrri hálfleik, sem endaði 4 : 2 fyrir Ármann. K. A. lék þennan hálf- leik ágætlega, Rágnar varði markið vel. En seinni hálfleikurinn bar allt annan svip. Þá voru Ármenning- ar orðnir heitir og léku prýðilega, mjög hratt og hnitmiðað. Lauk honum með „busti“ 13 : 2. Áki skoraði flest mörkin. Fram — Víkingur 10 : 2. Leikurinn var daufur og svip- lítill. Gekk fyrri hálfleikur mest í þófi fyrir framan mark Fram. Samt skutust Framarar fram og gerðu 2 mörk. Þeir náðu sér svo á strik í seinni hálfleik og léku ágætlega. Að gefnu tilefni er það smekk- leysa að bjóða áhorfendum upp á að sjá áberandi ölvaðan þátttak- anda í mótinu við íþróttasvæðið. Víkingur — K. A. 8 : 7. Þessi leikur var skemmtilegur og jafn. K. A. tók forystuna og leiddi í hálfleik með 5:3. En Víkingar sáttu sig í seinni hálf- leiknum og náðu að lokum einu marki yfir. Var útkoman ekki ósanngjörn, en K. A. var frékár óheppið með skot í stöngina. — Frammistaða K. A. í mótinu var framar vonum og þeim til sóma. Hefði liðið verið styrkt með beztu mönnum Þórs hefði þó út- koman orðið betri fyrir Akureyr- inga. Er leitt til þess að vita, að félagsrígurinn spilli því, að bæj- armenn sendi sín beztu lið í slíka képpni sem þessa. Fram — Ármann 8 : 6. Þessi leikur var úrslitaleikur- inn um meistaratitilinn. Var hann ákaflega hraður og skemmti legur. Bæði liðin sýndu góðan leik, þó var leikur Ármenning- anna skemmtilegri. Fram lék leiðinlega lengi framan við vörn Ármanns. Hins vegar reyndu Ár- menningar alltaf að komast í gegnum vörn Fram. Hins vegar var vörn Fram sterk og traust. Var leikurinn oft af beggja hálfu sóttur af óverjandi kappi. Héngu leikmenn hver á öðrum. Ef að þetta er fullkomnun hand- knattleiksins, þá er vafasamt hvort slík fullkomnun er eftir- sóknarverð. En þar sem leikurinn réð úrslitum á mótinu mun hann hafa verið hraðari en góðu hófi gengdi. Af séi'stökum leikmönnum má nefna Sig. Norðdal, sem var áberandi snarastur. Birgir Þor- gilsson hjá Fram var drýgstur með mörkin. Annars að ógleymdum „áflog- unum“ var leikurinn mjög góður. Dómari var Hafsteinn og dæmdi vel. Úrslit mótsins voru þessi: Mörk U. T. Stig Frarn ... 30 :13 3 0 6 Ármann ... 46:19 2 1 4 Víkingur ... 17:40 1 2 2 K. A ...16:37 0 3 0 Að lokinni keppni afhenti Ár- mann Dalmannsson, formaður I. B. A., sigurvegurunum Fram frá Reykjavík verðlaunagripinn, fagran bikar. Þakkaði hann Reyk víkingum komuna hingað og hylttu áhorfendur sigurvegarana og þátttakendur. Knattspyrnufélag Akureyrar sá um mótið. Innanfélagsmót. íþróttafélögin hafa nýlega hald- ið innanfélagsmót í frjálsum íþróttum. Helztu árangrar eru þessir: Hjá K. A. Fimmtarþraut. Haraldur Jó- hannsson, 2529 stig. (Langst. 6.27 m., spjótkast 41.90 m., 200 m. 25.2 sek., kringlukast 34.19 m. og 1500 m. 5 mín. 6.2 sek. Þrístökk: Haraldur Jóhanns- son 13.18 m. (meðvindur). Spjótkast: Ófeigur Eiríksson 52.87 m. Kúluvarp: Guðmimdur Örn Árnason 11.85 m. 800 m.: Hreiðar Jónsson 2 mín. 10.6 sek. Hjá Þór. 100 m,: Baldur Jónsson 11,5 sek. 800 m.: Einar Gunnlaugsson 2 mín 13.2 sek. Spjótkast: Tómas Árnason 50.52 m. Kúluvarp: Baldur Jónsson 11.29 m. 300 m.: Baldur Jónsson 39,4 sek. Kringlukast: Kristján Krist- jánsson 31.62 m. 60 m. Drengir 14—16 ára: 1. Páll Stefánsson 8.4 sek. 2. Valgarður Sigurðsson 8.6 sek. 60 m. Drengir yngri en 14 ára. 1. Hallgrímur Tryggvason 8,7 sek. 2. Svanbjörn Sigurðsson 8,9 sek. 3. Viðar Pétursson 9.0 selc. 400 m. 1. Ingólfur Hermannsson 83.1 sek. 2. Birgir Steinþórsson 85.8 sek. 3. Gissur Jónsson 86 sek.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.