Dagur - 21.06.1950, Blaðsíða 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 21. júní 1950
Gamall og góðkunnur Akureyr
ingur forsf jóri þekktrar ferðaskrif
stofu í New York
Gróðurhúsarækt hefur sexfaldazt
á rúmlega 20 árum
Glerþakin ræktarjörð um 7 hektarar
Þótt naumast verði sagt, að vel
ári fyrir okkur fslendinga að
svala útþrá okkar og ferðalöngun,
sem vissulega er þjóðinni í blóð
borin frá öndverðu, eru þó ávallt
einhverjir landsmanna svo láns-
samir að fá hleypt heimdragan-
um og geta lagt leið sína út í
heiminn og litið fjarlæg lönd og
þjóðir.
En enda þótt erfiðustu björg-
unum verði úr vegi rutt, farar-
eyririnn tryggður og ferðaleyfi
sé fengið, geta þó, eins og alkunn-
ugt er, ýmis ljón orðið á vegi
þeirra, sem hyggjast ferðast um
fjarlægar álfur, ekki sízt þeirra
mörgu, sem óvanir eru ferðalög-
um úti í hinum stóra heimi. Velt-
ur þá vissulega á miklu — og get-
ur raunar ráðið úrslitum um það,
hversu drjúgur farareyririnn
reynist, og hversu áhyggjulaust,
skemmtilegt og fróðlegt ferðalag-
ið verður í hvívetna — að förin sé
vel og haganlega skipulögð, og
það helzt áður en að heiman er
haldið. En sannleikurinn er raun-
ar sá, að slíkt er naumast unnt nú
a dögum hins mikla hraða, fólks-
flaums og flóknu ferðatækni,
nema með því einu móti að setja
sig í samband við einhverja
kunna og velmetna ferðaskrif-
stofu, er stundar einvörðungu
slíka leiðbeiningastarfsemi í þágu
ferðamanna og hefur þannig afl-
að sér nauðsynlegra sambanda og
upplýsinga um öll þau fjölmörgu
atriði, er koma hér til greina, en
einstaklingar geta varla haft að-
stöðu til að kynna sér til fullrar
hlítar á annan hátt.
Fólki, er kynni að hafa í hyggju
að ferðast til Ameríku — og eins
þeim, sem ættingja eiga vestan
hafs, sem e. t. v. ætla sér að ferð-
ast hingað heim, — skal á það
bent, að gamall Akureyringur,
sem fjölmörgum bæjarbúum og
öðrum landsmönnum er að góðu
og ágætu kunnur frá fornu fari,
Gunnar Pálsson söngvari frá Stað
arhóli, hefur nú um nokkurt
skeið veitt forstöðu einni slíkri
ferðaskrifstofu vestan hafs, er
nefnist Viking HravelService,165
Broadway, New York 6, N. Y., U.
S. A. Hefur fyrirtæki þetta góð
sambönd um allan heim, en eink-
um þó að því et’ við kemur ferða-
lögum til og frá Bandaríkjunum,
þ. á. m. hefur Gunnar umboð
ferðaþjónustu ýmissa flugfélaga,
járnbrauta- og skipafélaga og
getur annast skráningu farseðla,
flutnings og tryggingu farangurs,
tryggt hótelþjónustu og hvers
konar fyrirgreiðslu, leiðsögn og
móttökur ferðamanna, ef honum
er falið það í tæka tíð með bréfi
eða símleiðis, en símnefni ferða-
skrifstofu hans er AIRVIKING,
en símanúmer hennar í New
York er REctor 2 — 5550.
Enginn sá, er nokkuð þekkir til
Gunnars Pálssonar héðan að
heiman, mun efast um, að mál-
efni oþ fyrirgreiðsla hvers þess
ferðamanns, er felur honum að
skipuleggja ferðalag sitt, er í góð-
um og öruggum höndum, þar sem
hann er.
Kennaraþing hvetur til
aukinnar skógræktar -
varar við áfeugis-
hættunni
Meðal tillagna sem samþykkt-
ar voru á fjórða þingi sambands
norðlenzkra barnakennara 4.—10.
júní s. L voru þessar:
„Fjórða þing S. N. B. telur
skógrækt mikilvægt nauðsynja-
og menningarmál, sem vinna beri
ötullega að á komandi árum.
Skorar þingið á alla ábyrga
þegna þjóðfélagsins að veita þeim
málum lið, eftir beztu getu, og
bendir í því sambandi á glæsilegt
fordæmi Norðmanna á því efni.
Þingið lætur í ljós ánægju sína
yfir skógræktarnámi kennara-
efna, sem upp var tekið á síðast-
liðnu vori, og mælir eindregið
með tillögum uppeldismálaþings-
ins frá 1947 um það, að skólarnir
verði teknir í þjónustu skógrækt-
arinnar.
„Fjórða þingi Sambands norð-
lenzkra barnakennara, höldnu á
Akureyri sumar 1950, blöskrar
það ástand, sem íslenzka þjóðin
nú býr við um nautn áfengis og
um tóbaksreykingar landsmanna.
Sérstaklega vill þingið benda á
hversu mjög slíkt ástand kallar
á ábyrgðartilfinningu foreldra,
kennara, stjórnarvalda og lög-
gjafa,- þar sem stór og vaxandi
hætta ógnar nú meir og meir
bernsku og æsku landsins. Skor-
ar þingið á alla þessa aðila og
gjörvalla íslenza þjóð að gjöra
allt, sem unnt er, til þess að
stöðva þessa plágu.“
„Arnarfell“ losar salt
M.s. Arnarfell er nýkomið til
landsins úr för til Miðjarðarhafs-
landa. Flutti það saltfisk suður
þangað en saltfarm frá Spáni
heim. Skipið kom upp til Vestur-
landsins og losaði þar hluta
farmsins. Hingað kom það fyrir
helgina og losaði hér afganginn.
Skipið fer nú til Svíþjóðar til
eftirlits, en þaðan til Finnlands.
Hingað kom í gær danskt flutn-
ingaskip með sement til Gefjun-
ar.
F ramkvæmdast jóri
N. A. F.
Myndin er af Frederik Nielsen,
aðalframkvæmdastjóra danska
samvinnusambandsins FDB og
samvinnuheildsölusambandsins,
Nordisk Andclsforbund, sem
heldur aöalfund sinn í Reykjavík
nú í vikunni. Þessi kunni og
ágæti samvinnumaður er vænt-
anlegur hingað til Akureyrar,
ásamt öðrum fulltrúum á aðal-
fundinum í næstu viku.
Úrslit í deilu
Norðmanna og
Breta um land-
helgina á næsta
ári
Norðmenn hafa fengið frest til
31. júlí næstk. til að leggja fram
málskjöl í alþjóðadómstólnum í
Haag, í deilumáli þeirra við Breta
út af landhelginni undan norsku
ströndinni. Norðmenn lýstu yfir
4-mílna landhelgi, en Bretar við-
urkenna aðeins 3-mílna land-
helgi. Norðmenn hafa tekið 6
brezka togara innan 4-mílna lín-
unnar og sektað þá samtals um
5000 sterlingspund. Bretar viður-
kenna ekki dóma þessa. Bretar
lögðu fram gögn sín í réttinum
hinn 31. janúar sl. Er Norðmenn
hafa flutt málið, munu Bretar
svara þeim flutningi, væntanlega
í október í haust. Norðmenn
þurfa að hafa svarað því fyrir 31.
desember. Yfirheyrzlur byrja í
marz eða apríl 1951 og ekki er
búizt við úrslitum fyrr en síðar á
árinu.
Bretar leggja nýju
Togurunum
Togurum, sem brezkar skipa-
smíðastöðvar hafa nýlega fullgert
fyrir brezk útgerðarfélög, er nú
lagt vegna hins lélega fiskmark-
aðs í Bretlandi. Stærsti togari
Bréta, „Boston Fury“, sem full-
gerður var nú nýlega, liggur við
landfestar í brezkri höfn. Brezkir
útgerðai-menn hafa ráðizt harka-
lega á ríkisstjórnina og kenna
henni um þette ástand vegna af-
skipta hennar af markaðsmálum
og samninga hennar við erlend
ríki um fiskkaup.
Glerþakin ræktarjörð (gróður-
hús óg vermireitir) eru nú um 7
hektarar hér á landi og hefur
gróðurhúsaræktuninni fleygt
fram tvo síðustu áratugina, en
mest þó síðustu árin.
í greinargerð Ingólfs Davíðs-
sonar í nýútkomnu Garðyrkju-
riti, skýrir hann frá því að heild-
arflatarmál gróðurhúsa landsins
sé nærri 68 þús. fermetrar.
Meir en helmingur allra gróð-
urhúsanna eru í Árnessýslu, eða
37.7 þús. fermetrar. Þar næst
kemur Mosfellssveit með 11.3
þús. ferm. og Borgarfjöi'ður með
9.7 þús. ferm., en öll önnur
byggðarlög með miklu minna.
Til að sýna stökkið, sem gróð-
urhúsabyggingar og gróðurhúsa-
rækt hefur tekið hér á landi, má
til samanburðar geta þess, að fyr-
ir 21 ári var flatarmál gróðurhúsa
á íslandi aðeins 1200 fermtrar.
Þannig hefur þessi ræktunar-
grein sextugfaldast á tímabilinu.
Árið 1939, eða tíu árum síðar, er
stærð gróðurhúsarina orðin 9300
fermetrar, en úr því verður á
þessu stökkbreyting og á rösku
tíu ára tímabili hafa um 60 þús.
fermetrar lands verið þaktir gleri.
Fyrsta gróðurhús hér á landi
Mikil ölvun um síðast-
liðna helgi
Lögreglan hér tjáir blaðinu að
ölvun hafi verið mjög mikil um
sl. helgi hér í bæ og nágrenni,
sérstaklega aðfaranótt sunnu-
dagsins. Gistu nokkrir menn í
fangahúsinu þá nótt og til nokk-
urra óspekta kom hér í bænum.
Er slíkt leiður blettur á 17. júní-
hátíðahöldunum. — 1 Vaglaskógi
var sukksamt á laugardags-
kvöldið. Dansleikur var í hótel-
inu þar, sem tók til starfa þá um
daginn, en loka varð húsinu
vegna óspekta ölvaðra manna,
sem eyðilögðu borðbúnað og
annað lauslegt og skemmdu
gróður utan húss. Hafa nú hlotist
málaferli af atburðum þessum,
vegna áverka á mönnum og
skemmdum á verðmætum.
Hlutafjárloforð
til nýju togaranna
nema 540 þús. kr.
Hlutfjárloforð til kaupa á þriðja
togara Útgerðarfélags Akureyr-
inga nema nú 540 þús. kr., en
alls þarf félagið að afla 800 þús.
kr. til þess að geta ráðist í kaup-
in. Bærinn hefur lofað 400 þús.
kr. og aðrir aðilar 140 þús.
Áskriftalisti liggur frammi á
skrifstofu Útgerðarfélagsins í
Túngötu.
byggði Knudsen kaupmaður á
Sauðárkróki um 1898. Það var
smáhýsi, hitað með hrossataði um
vortímann og ræktaðar í því mat-
jurtir og blóm.
Stærð vermireita á íslandi
mun vera sem næst Vi hektara að
stærð.
Árið 1924 nam uppskera tó<
mata um 300 kg., en er nú orðin
meira en 1 kg. á hvern landsbúa.
Sum árin hafa jafnvel verið rækt-
uð um 150.000 kg.
Albert Guðmundsson
knaltspyrunkappi
væntanlegur heim
Hinn kunni knattspyrnumaður
Albert Guðmundsson, sem keppt
hefur sem atvinnumaður með
ítölskum og frönskum félögum á
undanfömum árum, er nú vænt-
anlegur hingað til lands í heim-
sókn. Gera Reykvíkingar sér
vonir um að hann geti keppt með
Val í leik þess félags við danska
knattspyrnufélagið Dansk Bold-
klub, sem væntanlegt er í heim-
sókn nú innan skamms. Danirnir
leika í Reykjavík og á Akranesi,
alls fjóra leiki.
Nýtt hefti „Gerpis“
Ausafirzka tímaritið Gerpir, 5.
—6. tbl., er nýkomið út. Af efni
þess má nefna: Sumri fagnað,
kvæði eftir próf. Richard Beck,
Bæjarskógur eftir Guttonn Páls-
son skógarvörð, Skógræktarferð
til Norður-Noregs, eftir Sigurð
Magnússon, Seyðfirzkir hernáms-
þættir eftir Hjálmar Vilhjálms-
son bæjarfógeta. Frásögn af
Bændafélagi Þingeyinga. Þáttur-
inn í Gerpisröstinni o. fl. Ritið er
prentað í Prentverki Odds
Bjöi-nssonar h.f., Akureyri, og er
hið vandaðasta að öllum frágangi.
60 ára leikafmæli
Friðfinns Guðjónssonar
Hinn þjóðkunni leikari Frið-
finnur Gujónsson á 60 ára leik-
araafmæli um þessar mundir og
var þess minnst með hátíðasýn-
ingu á Fjalla-Eyvindi í Þjóðleik-
húsinu í gærkveldi. Leikur Frið-
finnur Jón bónda. Friðfinnur
kom fyrst fram á leiksviði 19 ára
gamall, í sjónleiknum Helgi
magri, sem sýndur var hér á Ak-
ureyri á þúsund ára afmæli land-
náms í Eyjafirði. Hefur hann síð-
an leikið fjöldamörg hlutverk í
ýmsum leikritum við ágætan
orðstír.