Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 2
I 2 D A G U R Miðvikudagiiin 28. júní 1950 Fjárhagslegt öryggi og efling félagsþroska Ábyrgð félagsinanr.a gagnvart Aldarfjórðungs ævintýri 25 ára hjúskaparafmæli hjónanna Jóns Gunn- laugssonar og Guðrúnar Gísladóttur, Yztahvammi Reynslan talar. Þegar Vilhjálmur Þór, forstj. Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, flutti skýrslu sína á aðal- íundi S. í. S. í fyrri viku, taldi hann, að það væri einkum tvennt, sem íslenzkir samvinnumenn yf-ðu að hafa í huga. Annað væri fjárhagslegt öryggi Sambands ísl. samv.fél. og kaupfélaganna Hitt væri sannur samvinnuandi meðlimanna. Þegar þess er gætt, að Vilhjálmur Þór hefir verið starfsmaður samvinnufélaganna frá 12 ára aldri, utan tveggja ára, framkvæmdastj. stærsta kaup- félags landsins um 15 ára skeið og forstjóri S. í. S., er ljóst, að hann hefir að baki sér langa reynslu í rekstri samvinnufélaga. Fjárhagsöryggi. Á fyrstu dögum samvinnustarf- seminnar vantaði samvinnufélög- in einmitt fjármagnið til þess að geta rekið félögin af miklum krafti. Þegar frumherjarnir í Rochdale á Englandi stofnuðu fyrsta samvinnufélagið, skutu þeir saman nokkrum aurum hver vikulega í sameiginlegan sjóð. Og þegar 50 sterlingspund höfðu safnast, þótti fært að hefja starf- semi. Eitt af grundvallaratriðum samvinnustefnunnar er stað- greiðsla. Hérlendis hafa mörg kaupfélög hætt sér út á þann hóla ís að hefja lánsverzlun í stórum stíl. Það mun vera nær ógerlegt í öllum rekstri að kom- ast alveg hjá lánsverzlun. En höfuðreglan verður það gagn- stæða að lána yfirleitt ekki. Allt of mörg kaupfélög hafa stórtapað á mikilli lánsverzlun og sum stöðvast um langan tíma. Þess vegna hafa nú mörg þeirra tek- fð upp í samþykktir sínar að sporna við skuldaverzlun og ó- yeiðu í viðskiptum. Tiigangur samvinnulaganna. j Samvinnufélagalöggjöfin frá Í937 setur nokkrar ófi'ávíkjau- fegar reglur um starfsemi félag- anna, sem einmitt miðar að því að tryggja fjárhaginn. „í varasjói' greiðist fjártillag af óskiptuni tekjum félagsins." „Arður af viðskiptum, er utan- félagsmenn kunna að liafa gert yið félagið, skal lagður í varasjcð, nema honum sé varið á annan hátt til almenningsþarfa “ Það eru lög, að félagið skuli eiga sjóð, sem nefnist varasjóð- Íir. sem er tii tryggmear félög- unum og má ekki taka til, nema félögin verði fyrir tiifipnan’egu tjóni af óviðiáðanlegum oi'sökuin. ,,í stofnsjóð leggst sem séreign fivers félagsmanns nokkuð af fekjuafgangi þeim, sem kemur i hans hlut við íeikningslok." ; ,,í féiöguir, sem hafn viv ukaup sem verksvið mega stjórnendur ékki úthluta tekjuafgahgi, fyrr en minnst 3 , af v.-'.Pi aðkeyptra \;ara, sem télagsmenn hafa kevpt, hefir verið lagt í stoínsjóo." skuldbindingum fé'.aganna er takmörkuð /ið lága fjárhæð nuk stofnsjóðsinneignar. Því er það, að nýir félagsmei ti lcggja alian ágóða af vöruúttekt sinni í stofn- sjóð, þar til innstæða þeirra í sjóðum er orðin kr. 300.00. Stofn- sjóðinn skal nota sem veltufó í félagsþarfir. Auk þessara lögbundnu sjóða er heimilt að stofna tryggingar- sjóði, svo sem skuldatryggingar- sjóði, sem eru myndaðir til að standast skuldatöp þau, sem kunna að verða af viðskiptum utanfélagsmanna við félagið, fyrningarsjóði til að afskrifa og endurnýja fasteignir félaga, o. fl. Fjánnagn byggðanna. Samvinnufélagalöggjöfin er sniðin nokkuð eftir og í samræmi við hliðstæða löggjöf hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Hún er og ríkur þáttur og trygging fyrir því, að þjóðin byggi allt landið. Því að nú er svo komið, að fjár- magn 'Samvinnufélaganna, sem eingöngu er notað í almenna þágu, er helzta og öruggasta fjármagn hinna dreifuðu byggða landsins.. Félagsþroski samvinnumanna. Hér á landi harðna átökin með degi hverjum rriilli sérhags- munamanna, sem kenna van- máttar' Síh's l'samkeppni við öflug félög almpnnings. Að vísu sigla margir sérhagsmannanna undir fölsku flaggi. Þeir troða sér undir verndarvæng stei'kra samtaka samvinnumanna, en sitja á laun- ráðum við stefnuna. Þeir smjúga inn í raðir samvinnumanna eins og smá neistar, sem innan .tíðar geta orðið eldur, sem eyðir og drepur fyrri uppbyggingu. Til þess að þola slíka óhreina anda þarf félagsþroski samvinnumanna að vera styrkur og öruggur, auk þess sem sífelldur áróður er hafð- ui' í frammi til þess að lama sið- ferðisþrek og.þegnskap þeirra. Ein af sjö grundvallarreglum samvinnustefnunnar er, að nokkrum hluta af tekjuafgangi skuli varið til fræðslustarísemi. Þessa starfsemi ber að efla eftir föngum til þess að gefa mönnum kost á fræðslu um félags-- og samvinnumál. Það er undirstaða samvinnufélaga, að hver meðlim- ur hafi eitt atkvæði og aðeins eitt um öll málefni félagsins. En því aðeins hefir það gildi, að félagsmönnum sé ljós stai-fsemin og þær grundvallarreglui' sem hún byggist á. Þekking sam- vinnumanna á samvinnubók- menntum og samvinnurekstri leiðir til fullkomins lýði'æðis um starfsemi félaganna. S. í. S. og sum stærri félögin reka fræðslustarfsemi. Slík starf- semi þarf að vaxa með vexti samtakanna. Örugg kunnátta og skilningur samvinnumanna á samvinnuhugsjóninni verður drýgst sókn og vörn fyrir rétti og sjálfstæði samvinnusamtak- anna, og raunverulegt skilyi-ði fyrir áframhaldandi sigrum sam- vinnunnar. Þar sem öllum er heimill að- gangur í félagssamtök samvinnu- manna og um leið áhrifaréttur um öll málefni samtakanna, er ljóst, að þau eru samtök alþjóð- ar, henni til blessunar og styi'ktar í baráttunni fyi'ir betri afkomu og betra lífi. T. Á. í stuttu máli Ný framhaldssaga hefst í næsta blaði. M Bæjaryfirvöldin liafa nú loksins hafið viðgerð Hamarstígsins á nyrðri brekkunni. Er gatan lokuð íyrir bifreiðaumferð um þessar mundir. i * Þór Guðjónsson veiðimálstjóri er á ferð hér og ræðir við land- eigendur við veiðiár og félög veiðimanna. Mun nú verða gerð* gangslcör að því að vinna gegn ólöglegri netaveiði í vciðiám og við ósa. Áhugi er fyrir því meðal stangveiðimanna á Alcureyri að korna upp lítilli klakstöð. * Niðurjöfnun útsvara á Akur- eyri er senn lokið. Biiizt er við því að útsvarsstigi verði sá sami og sl. ár, þótt það sé ekki endan- lega vitað enn, hvort hann nægir til að ná hinni ákveðnu niður- jöfnunarupphæð. — Persónufrá- dráttur konu eða barns hækkar nú í 2500 kr., úr lcr. 2000. Matsverð fasteigiia hækkar um 200% við álagningu eignaútsvars. -K í skýrslu um útlán Amtsbóka- safnsins segir, að gestir í lessal á tímabilinu frá okt.—maí hafi ver- ið 769 og útlán bóka á tímabilinu 1. okt. til 7. maí hafi verið 7682 bindi til 682 notenda. Safninu bái-ust ýmsar gjafir á árinu. — Áherzla hefur verið lögð á að binda blöð og tímarit safnsins og unnið er að skrásetningu þess. M Flugfélagið Loftleiðir hefur flutt afgreiðslu sína hér í bæ í ný húsakynni í Ilafnarstræti 98 (Hótel Akureyri), er þar vistleg- ur og rúmgóður aígreiðslusalur. -K Túnsláttur er nú að lxefjast. Er grasspretta víða innan við með- allag. Leit vel út með sþretta um fyrri helgi, en kuldarnir nú um sinn hafa hamlað eðlilegri sprettu. Allmikið ber á kali í tún- um. Eru það eftirstöðvar frá fyrra ári, og nýtt kal í kuldum í vor. * Hótei Brúarlundur í Vaglaskógi tók til starfa fyrir nokkru. Leigir hótelið herbcrgi sem fyrr og sel- ur heina. Ferðamannastraumur er tnikill um þessar mundir og leggja margir leið sína í Vagla- skóg. Gistihúsin í Mývatnssveit munu hæði tekin til starfa fýrir nokkru. Það var heiðríkt og hlýtt þann daginn, sem hjónin fluttu hér inn. Þá lék sér við lágreista bæinn létti voi'blærinn. En von þeirra stei'k og stöðug, starfsgleðin máttug og heit, auðguðu um blómlegt óðal okkar fátæku sveit. Túnið var kargþýfður kragi þegar Hvamminum heilsað var. En þeim, sem af alhug unnast verður allt til blessunar. Yfir kvartöld í kvöld við lítum á kát og starfandi hjón. Það er fátítt að menn bei'i úr býtum betra en Guði'ún og Jón. Það er gott meðan fögur ævin- týri gerast í sveitum þessa lands. Miðvikudaginn 14. júní 1950 áttu hjónin Jón Guðmundsson og Guðrún Gísladóttir í Yzta- hvammi í Aðaldal, 25 ára hjú- skaparafmæli og jafnfram 25 ára starfsafmæli á þessum stað, því að þau fluttu þangað sama kvöid- ið, sem þau giftu sig og hófu þar búskap, efnalaus með öllu, en auðug af trú á framtíðina og sveitina og einráðin í því að leggja alla krafta sína fram til þess að bi’jótast áfram til mann- dóms og velmegunar. Bærinn var gamall og hálfsokkinn í jörð. Túnið lítið og mest óslétt. Engið hinum megin við ófæi't hraun, og ei'fitt að í'yðja það og koma hey- inu heim. Þegar þau komu að bænum, kvöldið sem þau giftu sig, þá bitu lambær gras á þekj- unum og máríuerlan átti hreiður sitt í veggjaiholu rétt við bæjar- dyrnar. Ungu hjónin tóku til starfa og bóndinn hóf snemma túnrækt sína. Vann hann mikla nýrækt með hestum sínum og plægði auk þess oft fyrir aðra. Nú er liðinn aldarfjói'ðungur frá þessu kvöldi og komu þá margir vinir þeii’ra saman til að taka þátt í gleði þein-a yfir því hvað allt liefði gengið hér vel þennan tíma. Skal nú litast um í Yzta- hvammi 14. júní 1950, er gest- irnir voru þar. Túnið, um 40 dagsláttur, allt sléttað og véltækt. Nokkrar dag- sláttur í flagi og sumt nýsáið. Ræktað að landamerkjum að sunnan og upp að brattri brekku Hvammsheiðar í austur. Snotux't íbúðarhús, en sést að það hefur verið byggt í tvennu lagi. Fyi'st lítið, síðar stækkað. Þar við byggt fjós og hlaða. Fjósið l'íka byggt í tvennu lagi, síðar stækkað um helming. Heimilisdráttarvélin stendur stutt frá húsinu með jarðyrkjuverkfærum gljáfægðum í gróðrarmoldinni. Þegai' 14 naut- gripir eru reknir heim, hevrist dimm bolarödd í fjósinu, svo að maður veit að fimmtándi gripur- inn er til. Maður veit að 70—80 lambær eru liorfnar í heiðina og mai'gar þeirra tvílembdar. Börnin þeirra eru nú öll heima í kvöld. Tvær elztu dæturnar giftar og kom önnur með börnin sín af Húsavík, en hin hefur komið sunnan af Seltjai'nai-nesi til að vei-a heima í kvöld. Sú þriðja hefur fengið frí úr hús- stjói'narskóla til að koma heim. Tvær ex’u heima fyrir, önnur þeirra þó nýkomin úr gagnfræða skóla. Tveir piltar yngstir. Sá eldri stendur hjá jarðyrkjuverk- færunum og dráttarvélinni og rsfeðir um jai'ðrækt og búskap við áhugamenn. — Þarna er ungl- ingur, sem búinn er að festa ást og áhuga á hinu mikla og fjöl- þætta starfi heimilisins, og eins og faðir hans plægði fyrir aðra á yngri ái'um sínum, slær hann nú tún fyrir aðra með vélaútbúnaði sínum. Ljúflingurinn yngsti opn- aði hliðið fyrir gestina þegar þeir komu. Fjöldi gesta er hér saman kominn: Frændur, vinir og sam- stai'fsfólk. Veitingar eru hinar fullkomn- ustu. Söngur og glaðværð hefur alltaf fylgt þessum hjónum. Svo er enn. Margar ræður eru haldn- ar, kvæði flutt. Ýmist þakkað gott og göfugt, eða þau hyllt fyrir vel unnin stöi'f í þarfir sveitar, og kvöldið er í alla staði hið ánægju- legasta. Bæði hjópin eru fædd og uppalin hér suðaustui'horni Að- aldalshrepps og systkinabörn a'ð frændsemi. Jón er sonur Gunn- laugs Snorrasonar og Oddnýjar Sigurbjörnsdóttur, sem lengi bjuggu í Geitafelli, en Guðrún dóttir Gísla Sigui'björnssonar og Helgu Helgadóttur, sem mjög lengi bjuggu í Presthvammi. Bú- skapur þeirra og afkoma er eitt hið fegursta ævintýri, sem gerzt hefur hér í héraði á þessari öld. Hefur þó sveit þessi tekið stór- kostlegum stakkaskiptum á sein- ustu tímum. Erindi þau, sem birt eru í upphafi þessa máls, flutti Snorri Gunnlaugsson í Geitafelli — bróSir Jóns — í upphafi hófs- ins. Eru þau sönn lýsing, sett framj fáum orðum. P. Kveðjustund Vér horfum með harmblandni gleði á hálfluktar ástvina brár, er vel hafa lífinu lifað, þó Ijóst bíði skilnaðui' sár. Og barnsklökk vér berum á höndum hin blaktandi hverfandi skör, og þökkum og lofu.m hið liðna þá lagt er í síðustu för. Hin biðjandi burtfúsa elli svo brosglöð til drottins síns fer. Og hvar verður óbornum athvarf og öryggi ef guðstrúin þver? E. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.