Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 28.06.1950, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 28. júní 1950 ÍÞRÓTTIR Ágæt frammistaða Akureyringa í Reykjavík. Frjálsar íþróttir hafa ekki náð eins miklum vinsældum hér á Akureyri eins og víða annars stað ar á landinu. Hér verður ekki leitazt við að skýra það, enda e. t. v. margra orsaka að leita. — Væntanlega verður breyting á þessu, þegar nýja íþróttasvæðið verður fullgert. En það verður sjálfsagt löng bið á því, ef miðað er við núverandi gang verksins. Nú virðist vera að færast meii-a líf í frjálsar íþróttir hér. Allmarg- ir kornungir piltar og stúlkur iðka þær af kappi. Eg er ekki spámaður, en læt þó þá skoðun í Ijósi, að sá áhugi leiði til vænlegs árangurs, áður en yfir lýkur. í Reykjavík er háð árlegt íþróttamót í frjálsum íþróttum 17. júní. Að þessu sinni voru þrír Akureyringar þátttakendur. í 1500 m. hlaupi varð Óðinn Árna- son úr K. A. fjórði að marki, á ágætum tíma, 4 mín. 19,0 sek., sem er nýtt Akureyrarmet, Óð- inn varð annar í 800 m. hlaupinu á 2 mín. 05,0 sek., sem er einnig nýtt Akureyrarmet. Óðinn er bezti millivegalengdahlaupari á Akureyri og líklega utan Reykja- víkur. Hann er ennþá í drengja- flokki. Má hiklaust vænta þess, að hann verði afrekshlaupari. í 800 m. hlaupinu varð 16 ára piltur héðan sá fjórði í röðinni á ágætum tíma, 2 mín. 07,4 sek. Á Drengjamóti Ármanns sigraði þessi sami piltur með yfirburðum á 4 mín. 24,0 sek. — Nafn þessa kornunga íþróttamanns er Einar Gunnlaugsson, og er hann í íþróttafélaginu Þór. Það þarf ekki að skrifa mikið um Einár eða framtíð hans sem íþrótta- manns. Það verða sjálfsagt nógir um það. Þriðji Akureyringurinn, sem keppti á 17. júní mótinu var Har- aldur Jóhannsson úr K. A. Hann varð annar í þrxstökkinu með 13.15 m. og annar í langstökki, 6,58 m. Hvoru tveggja afrekin eru ágæt og lofa sérlega góðu síðar. Frammistaða þessara ungu manna sýnir, að nú þegar eigum við marga menn, sem standa reykvískum íþróttamönnum á sporði í frjálsum íþróttum. Hestur hefur tapast frá Akureyri. Dökkrauður á lit. Tvífextur og mjög styggur. Mark: Heilt hægra eyra og biti framan og fjöð- ur aftan vinstra. — Hefur sennilega farið út með Eyjafirði að vestan, eða frarn Hörgárdal. — Vin- samlegast látið vita, ef liestsins verður vart. Jón Jónsson, Hjalteyrargötu l, Akureyri. Herbergi til leigu í Hafnarstræti 47, — Sími 795. Haukur Pétursson. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hef- ur ákveðið, að <511 verðlagsákvæði á barnaleikföng- um, bæði að því, er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. Reykjavík, 22. júní, 1950, Verðlagsstjórinn, Auglýsing um lax- og silungsveiði Að gefnu tilefni skal hérmeð vakin athygli á því, að á hinum lögákveðna veiðitíma samkvæmt lcigum um lax- og silungsveiði er lax og göngusilungur friðaður fyrir allri veiði annarri en stangarveiði, frá föstudags- kvöldi kl. 9 til mánudagsmorguns kl. 9. Ádrátt má auk þess aldrei Iiafa frá kl. 9 síðdegis til kl. 9 árdegis, og aldrei nema þrjá daga í viku hverri, frá mánudegi til miðvikudags. Ádráttarveiði í ósum og í leirum er al- gjörlega bönnuð. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektum. Veiðitæki, sem notuð eru ólöglega, og ólöglegt veiðifang verður gert upptækt. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 27. júní 1950. Héraðsmót UMSE verður haldið að Hrafnagili 1. og 2. júlí n. k. og hefst kl. 1 e. h. á laugardag. Þá fara fram undan- arásir í frjálsum íþróttum. Dansinn hefst kl. 10. Sunnudaginn 2. júlí hefst mótið kl. 1.30 e. h. Fjölbreytt skemmtiskrá. M. a. syngur karlakór- inn Heimir frá Skagafirði undir stjórn Jóns Björns- sonar. — Úi'slit í frjálsum íþróttum o. fl. DANS - VEIT I N GAR (Nánar auglýst síðar..) Ungmennasamband Eyjafjarðar. Góður trillubátur, með 3ja ha. Solovél, er til sölu nú þegar. Upplýsingar í Ásgarði 2, Glerárþorpi. Herbergi Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Iðgjöld samlagsmanna hækka úr kr. 15.00 í 18.00 á mánuði, frá og með 1. júlí n. k. Sjúkrasamlagið. AÐALFUNDUR Flugfélags Islands h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík föstudaginn 14. júlí 1950, kl. 2 e.-h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðaljundarstörf. Afhending atkvæða- og aðgöngumiða að fundinum fer frarn í skrifstofu vorri í Lækjargötu 4, miðviku- daginn 12. og fimmtudaginn 13. júlí, kl. 2—4 e. h. S t j ó r n i n . Pönnuköku- hveifi Stúlka Verð kr. 1.60 pakkinn (gamalt verð). til leigu í nýju húsi. Hent- ugt fyrir 1—2 stúlkur. Upplýsingar í síma 1509, itl kl. 6 e. h. Nýlenduvörudeild "" ■1 ... Fljót soðið Haframjöl irá Hollandi. Verð kr. 2.90 pakkinn. Nýlenduvörudeild Fjármark óskar eftir atvinnu yfir júlí- mánuð, helzt í sveit. Afgreiðslan vísar á. Stúlka óskar eftir ráðskonustarfi eða annari atvinnu. Upplýsingar í Bakkaseli. Bifreið Tilboð óskast í 4 manna Junior Ford-bifreið. Vel meðfarin. — Tilboðum sé skilað fyrir næstk. mánaða- mót til StefÚ7is Vilmundarsonar, Hríseyjargötu 2, Akureyri. Perlufesti fannst í maí. Afgr. vísar á. Símanúmer okkar er: 1180 Bókaverzlun Björns Árnasonar, Gránufélagsgötu 4, Akureyri. Auglýsing Steingrár hestur, skaflajárn- aður, er í óskilum á Hánefs- stöðum í Svarfaðardal. Mark: Biti aftan liægra, sýlt vinstra. Fágandi vitji hestsins hið allra fyrsta og greiði áfallinn kostnað. Hánefsstöðum, 23/6 1950. Friðrik Sigurðsson. KÝR Góð, mjólkandi kýr óskast strax, Afgr. vísar á. Ungur maður óskar eftir atvinnu. Vanur sveitavinnu. Afgr. vísar á. 11 ára drengur óskar eftir atvinnu. Vanur sveitavinnu. Afgr. vísar á. Undirritaður hefur fengið til eignar fjármark Stein- grfms Jóhannessonar frá Yztuvík: blaðstýft aftan hægra, tvíbitað aftan vinstra. Jón Scemundsson, Fagrabæ. BÁTUR Árabátur til sölu. Afgr. vísar á. Stúlka óskar eftir litlu herbergi til leigu. Afgr. vísar á. íbúð til sölu 2 herbergi og eldhús. 'v Afgr. vísar á. Jafnstraums-rafmótor, 1/2 ha., fyrir 220 volta spennu, er til sölu. Guðm. Guðmundsson, Knararbergi. Kolaeldavél og ÞVOTTAPOTTUR óskast. Upplýsingar í Búnaðarbankanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.